Fleiri fréttir

GameTíví: Hlaupa saman undan hjörðum ódauðra

Strákarnir í GameTíví ætla að kíkja á hinn nýja leik Dying Light 2 í kvöld. Þar munu þeir taka höndum saman í að hlaupa yfir þök borgarinnar Villedor og forðast hjarðir ódauðra og önnur skrímsli sem fara á kreik á næturna.

Tom Holland og Zendaya kaupa sitt fyrsta heimili saman

Uppáhalds Hollywood parið þessa dagana þau Tom Holland og Zendaya voru að kaupa sér hús saman í London. Húsið kostaði þau 3 milljónir punda eða 510 milljónir íslenkra króna og er er í suð-vestur hluta London.

Gruggugir ormar í jaðar rokki

Hljómsveitin Ormar skilgreinig sig sem jaðar-grugg rokksveit (e.grunge). Þau segja rokk merina vera á fleygiferð þessa dagana en þau hafa sett hnakkinn á og stigið aftur á bak með sínu fyrsta lagi, sem heitir einmitt „Aftur á bak“.

Silfurtónar fá nýtt líf í Verbúðinni

Þjóðin er límd við imbakassann alla sunnudaga og horfir á vinsælustu sjónvarpsseríu okkar Íslendinga, Verbúðina. Þættirnir eru einstaklega vel heppnaðir og er virkilega gaman að sjá hið Íslenska líf á níunda áratugnum. Höfundar þáttanna eru þau Nína Dögg Filippusdóttir Gísli Örn Garðarsson og Björn Hlynur Haraldsson en Mikael Torfason er meðhöfundur.

Björt og falleg risíbúð á Bragagötu

Á Bragagötu í Reykjavík er nú til sölu einstaklega smekkleg íbúð. Þrátt fyrir að vera aðeins 59 fermetrar er hún vel skipulögð og hefur tvö svefnherbergi.

„Hef þurft að úrskurða vinnufélaga minn látinn“

„Maður veit aldrei hvað vaktin ber í skauti sér. Stundum er maður að fara til fólks sem maður þekkir ekki neitt en stundum er þetta fólk sem maður þekkir allt of vel og jafnvel þínir nánustu,“ segir Stefnir Snorrason bráðatækni í síðasta þætti af Baklandinu á Stöð 2.

Grenjaði úr hlátri þegar tertan var afhjúpuð

Leikarahjónin Friðrik Friðriksson og Álfrún Helga Örnólfsdóttir voru gestir í Blindum bakstri hjá Evu Laufey á Stöð 2í gærkvöld og var verkefnið að baka sænska prinsessutertu.

Amy Schumer er með stöðugt „mömmviskubit“

Leikkonan Amy Schumer deildi mynd af sér með syni sínum Gene David með texta sem lýsir öllum þeim flóknu tilfinningum sem hún er að upplifa í móðurhlutverkinu. Hún hefur verið dugleg að tala opinskátt um nýja hlutverkið síðan sonur hennar kom í heiminn fyrir tveimur og hálfu ári síðan og slær á létta strengi.

Sigrún Ósk og Jón Þór selja á Akranesi

Fjölmiðlakonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og knattspyrnuþjálfarinn Jón Þór Hauksson hafa sett á sölu heimili sitt að Bjarkargrund 46 á Akranesi en þau eru að byggja sér hús. 

„Í rauninni er ég hræddur við allt“

Hann er hræddur í hvert einasta skipti sem hann lætur vaða en ætlar aldrei að hætta að taka áhættu. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi hitti Sindri Sindrason Alex Michael Green Svansson sem er farinn af stað með ferska og skemmtilega þætti á Stöð 2+, Alex From Iceland.

Chris Burkard minnist flugmannsins Haraldar Diego

Íslandsvinurinn og ljósmyndarinn Chris Brukhard minnist vinar síns, flugmannsins Haraldar Diego, í nýrri færslu á Instagram. Haraldur var einn fjögurra sem lést í flugslysi á Þingvöllum þann 3. febrúar. 

Stórkostlegur árangur gegn hrukkum og svefnlínum

Sefur þú með andlitið klesst í koddann? Flestir sofa á bakinu eða hliðinni, þegar við sofum í þeim stellingum myndast fínar línur á andliti okkar sem verða með tíð og tíma að dýpri hrukkum. Það getur reynst erfitt fyrir marga að breyta svefnvenjum sínum. Þessum línum fór Andrea Bergsdóttir að taka eftir á morgnana og hóf þá leit að lausn. Eftir langa leit fann hún Wrinkles Schminkles sílikonplástrana og hóf innflutning í samstarfi við Alexöndru Eir Davíðsdóttur.

Framtíð Nágranna í mikilli hættu

Óvíst er hvort að framleiðslu áströlsku sápuóperunnar vinsælu Nágranna verði haldið áfram. Sjónvarpsstöðin sem borgar brúsann fyrir framleiðslu þáttanna hefur ákveðið að skrúfa fyrir kranann.

Stjörnulífið: Óvænt gæsun, Afríkuferð og rauð viðvörun

Febrúar er farinn af stað með hvelli, lægð gekk yfir landið og metfjöldi í smittölunum í þessari viku. Þetta var stór vika hjá Sólborgu Guðbrandsdóttur, en hún afhjúpaði leyniverkefnið sitt í vikunni, sem er þáttaröðin Fávitar sem fara í sýningu hjá okkur á Stöð 2+ þann 16. febrúar.

Hreyfum okkur saman: Hörkugóðar rassæfingar

Í svona veðri er algjörlega tilvalið að gera heimaæfingu, enda er fólk hvatt til að vera ekki á ferðinni að óþörfu. Í þætti dagsins af Hreyfum okkur saman sýnir Anna Eiríks frábærar rassæfingar.

Sviftivindar í Sandkassanum

Strákarnir í Sandkassanum ætla að taka á því í Apex Legends í kvöld. Þar munu þeir berjast gegn öðrum spilurum um að standa einir uppi.

Hailey Bieber mögulega að setja á markað sitt eigið vörumerki

HI beauty teymið Heiður Ósk og Ingunn Sig, þáttastjórnendur Snyrtiborðsins, lifa og hrærast í heimi snyrtivara, förðunar og hárs. Í nýjasta pistlinum velta þær fyrir sér hvað sé að gerast hjá ofurfyrirsætunni Haylie Bieber, eiginkonu Justin Bieber. Við gefum þeim orðið.

Þetta eru lögin sem keppa í Söngva­keppninni 2022

Tíu lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2022. Fimm lög keppa á fyrra undanúrslitakvöldinu laugardaginn 26. febrúar og restin viku síðar í seinni undanúrslitum þann 5. mars.

Charlie Puth er mættur á íslenska listann

Söngvarinn Charlie Puth sendi frá sér lagið Light Switch 20. janúar síðastliðinn við góðar viðtökur. Lagið er grípandi og taktfast og fjallar meðal annars um angist sambandsslita.

Yfirtaka: Áhorfendur ráða ferðinni hjá MjaMix

Marín Eydal eða MjaMix ætlar að taka yfir Twitch-rás GameTíví í dag. Hún verður með fjölbreytta dagskrá þar sem áhorfendur munu ráða ferðinni og taka þátt í gjafaleikjum.

Stað­festir ekkert um lekann: „Opnar maður ekki jóla­pakkann á að­fanga­dag?“

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, sjónvarpskona og einn skipuleggjenda Söngvakeppni Sjónvarpsins, hvetur fólk til þess að fylgjast með sérstökum kynningarþætti fyrir keppnina í kvöld, þar sem til stendur að afhjúpa þau lög sem keppast um að verða framlag Íslands til Eurovision í ár. Fyrr í dag var greint frá því að lögunum í keppninni hefði verið lekið.

Öllum lögum Söngva­keppninnar lekið

Öllum lögum sem teflt verður fram í Söngvakeppni sjónvarpsins hefur verið lekið á netið. Til stóð að afhjúpa lög og keppendur í kvöld.

Léttir að mega sýna fyrir fullum sal

Uppistandshópurinn VHS hélt uppistand fyrir fullum sal gesta í Tjarnarbíói í kvöld. Þau segja samkomur fólks skipta miklu máli upp á stemninguna á uppistandssýningum.

„Ég er mjög stressaður“

„Ég er svo mikil gunga, ég vil helst vera að chilla og horfa á bíómynd,“ segir Villi Netó. Skemmtikrafturinn viðurkenndi að hann væri stressaður áður en hann lagði af stað í buggy-ævintýri í nýjasta þættinum af Alex from Iceland á Stöð 2+. 

Beit á jaxlinn allt of lengi og hrundi á endanum

„Konan mín greindist með þríneikvætt brjóstakrabbamein,“ segir Pétur Helgason um það hvernig hann kynntist þessum erfiða sjúkdómi. „Hennar æxli var mjög aggresíft í vexti.“

Staðfesta loks framleiðslu nýs GTA-leikjar

Framleiðsla nýs leikjar í Grand Theft Auto seríunni sem notið hefur gífurlegra vinsælda í áratugi er hafin og jafnvel vel á veg komin. Forsvarsmenn fyrirtækisins Rockstar staðfestu fyrst í dag að svo væri en fjölmargir orðrómar hafa verið á kreiki undanfarna mánuði.

Afhjúpa lögin tíu annað kvöld

Lögin í Söngvakeppninni 2022 verða afhjúpuð í sérstökum sjónvarpsþætti annað kvöld á RÚV. Í þættinum verður fjallað um höfunda og flytjendur laganna og spiluð brot úr þeim.

Jack Whitehall skoðar Hallgrímskirkju

Leikarinn og grínistinn Jack Whitehall er staddur á Íslandi ásamt kærustu sinni, fyrirsætunni Roxy Hornes. Hann virðist njóta þess að prófa sig áfram með leiðir til að nota buff og skoða náttúruna.

Gunna Dís komin aftur á RÚV

Guðrún Dís Emilsdóttir, betur þekkt sem Gunna Dís, hefur störf hjá RÚV á ný eftir að hafa kvatt vinnustaðinn 2019 og flutt til Húsavíkur.

Sjá næstu 50 fréttir