Fleiri fréttir GameTíví: Hlaupa saman undan hjörðum ódauðra Strákarnir í GameTíví ætla að kíkja á hinn nýja leik Dying Light 2 í kvöld. Þar munu þeir taka höndum saman í að hlaupa yfir þök borgarinnar Villedor og forðast hjarðir ódauðra og önnur skrímsli sem fara á kreik á næturna. 7.2.2022 19:30 Tom Holland og Zendaya kaupa sitt fyrsta heimili saman Uppáhalds Hollywood parið þessa dagana þau Tom Holland og Zendaya voru að kaupa sér hús saman í London. Húsið kostaði þau 3 milljónir punda eða 510 milljónir íslenkra króna og er er í suð-vestur hluta London. 7.2.2022 17:30 Gruggugir ormar í jaðar rokki Hljómsveitin Ormar skilgreinig sig sem jaðar-grugg rokksveit (e.grunge). Þau segja rokk merina vera á fleygiferð þessa dagana en þau hafa sett hnakkinn á og stigið aftur á bak með sínu fyrsta lagi, sem heitir einmitt „Aftur á bak“. 7.2.2022 16:30 Silfurtónar fá nýtt líf í Verbúðinni Þjóðin er límd við imbakassann alla sunnudaga og horfir á vinsælustu sjónvarpsseríu okkar Íslendinga, Verbúðina. Þættirnir eru einstaklega vel heppnaðir og er virkilega gaman að sjá hið Íslenska líf á níunda áratugnum. Höfundar þáttanna eru þau Nína Dögg Filippusdóttir Gísli Örn Garðarsson og Björn Hlynur Haraldsson en Mikael Torfason er meðhöfundur. 7.2.2022 16:01 Björt og falleg risíbúð á Bragagötu Á Bragagötu í Reykjavík er nú til sölu einstaklega smekkleg íbúð. Þrátt fyrir að vera aðeins 59 fermetrar er hún vel skipulögð og hefur tvö svefnherbergi. 7.2.2022 15:30 „Hef þurft að úrskurða vinnufélaga minn látinn“ „Maður veit aldrei hvað vaktin ber í skauti sér. Stundum er maður að fara til fólks sem maður þekkir ekki neitt en stundum er þetta fólk sem maður þekkir allt of vel og jafnvel þínir nánustu,“ segir Stefnir Snorrason bráðatækni í síðasta þætti af Baklandinu á Stöð 2. 7.2.2022 14:31 Mikilvægt fyrir sambandið að foreldrar passi að hvíla sig Auður Bjarna er flestum konum kunn enda hún búin að kenna verðandi mæðrum meðgöngujóga hér á landi síðustu tvo áratugi. 7.2.2022 13:30 Flóki fannst á Selfossi eftir margra mánaða leit Kötturinn Flóki virðist hafa skroppið í smá ferðalag, hann týndist í póstnúmerinu 108 í vor en fannst á Selfossi í gær eftir margra mánaða leit. 7.2.2022 13:01 Grenjaði úr hlátri þegar tertan var afhjúpuð Leikarahjónin Friðrik Friðriksson og Álfrún Helga Örnólfsdóttir voru gestir í Blindum bakstri hjá Evu Laufey á Stöð 2í gærkvöld og var verkefnið að baka sænska prinsessutertu. 7.2.2022 12:31 Amy Schumer er með stöðugt „mömmviskubit“ Leikkonan Amy Schumer deildi mynd af sér með syni sínum Gene David með texta sem lýsir öllum þeim flóknu tilfinningum sem hún er að upplifa í móðurhlutverkinu. Hún hefur verið dugleg að tala opinskátt um nýja hlutverkið síðan sonur hennar kom í heiminn fyrir tveimur og hálfu ári síðan og slær á létta strengi. 7.2.2022 12:00 Sigrún Ósk og Jón Þór selja á Akranesi Fjölmiðlakonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og knattspyrnuþjálfarinn Jón Þór Hauksson hafa sett á sölu heimili sitt að Bjarkargrund 46 á Akranesi en þau eru að byggja sér hús. 7.2.2022 11:31 Landsmenn undrandi í morgunsárið, spyrja spurninga og grínast Hluti þjóðarinnar og kannski sérstaklega íbúar á höfuðborgarsvæðinu voru búnir að undirbúa sig fyrir svakalegan storm sem virðist hafa valdið einhverjum vonbrigðum, ef marka má viðbrögð landsmanna á samfélagsmiðlum. 7.2.2022 10:53 „Í rauninni er ég hræddur við allt“ Hann er hræddur í hvert einasta skipti sem hann lætur vaða en ætlar aldrei að hætta að taka áhættu. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi hitti Sindri Sindrason Alex Michael Green Svansson sem er farinn af stað með ferska og skemmtilega þætti á Stöð 2+, Alex From Iceland. 7.2.2022 10:30 Chris Burkard minnist flugmannsins Haraldar Diego Íslandsvinurinn og ljósmyndarinn Chris Brukhard minnist vinar síns, flugmannsins Haraldar Diego, í nýrri færslu á Instagram. Haraldur var einn fjögurra sem lést í flugslysi á Þingvöllum þann 3. febrúar. 7.2.2022 09:31 Stórkostlegur árangur gegn hrukkum og svefnlínum Sefur þú með andlitið klesst í koddann? Flestir sofa á bakinu eða hliðinni, þegar við sofum í þeim stellingum myndast fínar línur á andliti okkar sem verða með tíð og tíma að dýpri hrukkum. Það getur reynst erfitt fyrir marga að breyta svefnvenjum sínum. Þessum línum fór Andrea Bergsdóttir að taka eftir á morgnana og hóf þá leit að lausn. Eftir langa leit fann hún Wrinkles Schminkles sílikonplástrana og hóf innflutning í samstarfi við Alexöndru Eir Davíðsdóttur. 7.2.2022 09:14 Framtíð Nágranna í mikilli hættu Óvíst er hvort að framleiðslu áströlsku sápuóperunnar vinsælu Nágranna verði haldið áfram. Sjónvarpsstöðin sem borgar brúsann fyrir framleiðslu þáttanna hefur ákveðið að skrúfa fyrir kranann. 7.2.2022 08:55 Stjörnulífið: Óvænt gæsun, Afríkuferð og rauð viðvörun Febrúar er farinn af stað með hvelli, lægð gekk yfir landið og metfjöldi í smittölunum í þessari viku. Þetta var stór vika hjá Sólborgu Guðbrandsdóttur, en hún afhjúpaði leyniverkefnið sitt í vikunni, sem er þáttaröðin Fávitar sem fara í sýningu hjá okkur á Stöð 2+ þann 16. febrúar. 7.2.2022 07:46 Jenner greinir frá því að Stormi hafi nú eignast systkini Stjörnuparið Kylie Jenner og Travis Scott hafa eignast sitt annað barn. Í færslu á Instagram segir Jenner frá því að barnið hafi komið í heiminn síðastliðinn miðvikudag, það er 2. febrúar. 7.2.2022 06:26 Hreyfum okkur saman: Hörkugóðar rassæfingar Í svona veðri er algjörlega tilvalið að gera heimaæfingu, enda er fólk hvatt til að vera ekki á ferðinni að óþörfu. Í þætti dagsins af Hreyfum okkur saman sýnir Anna Eiríks frábærar rassæfingar. 7.2.2022 06:05 Sviftivindar í Sandkassanum Strákarnir í Sandkassanum ætla að taka á því í Apex Legends í kvöld. Þar munu þeir berjast gegn öðrum spilurum um að standa einir uppi. 6.2.2022 19:31 „Fötin eiga að passa á okkur en ekki við í fötin“ Myndlistarkonan Júlíanna Ósk Hafberg er lausnamiðuð þegar það kemur að því að endurnýta föt og leggur áherslu á að laga flíkurnar sínar ef eitthvað kemur fyrir þær, frekar en að henda þeim. 6.2.2022 12:01 Hailey Bieber mögulega að setja á markað sitt eigið vörumerki HI beauty teymið Heiður Ósk og Ingunn Sig, þáttastjórnendur Snyrtiborðsins, lifa og hrærast í heimi snyrtivara, förðunar og hárs. Í nýjasta pistlinum velta þær fyrir sér hvað sé að gerast hjá ofurfyrirsætunni Haylie Bieber, eiginkonu Justin Bieber. Við gefum þeim orðið. 6.2.2022 10:00 Stökkið: „Ég gæti labbað út í hælaskóm, ruslapoka og með uppstoppaða hænu á hausnum“ Förðunarfræðingurinn Alexander Sigurður Sigfússon er búsettur í London þar sem honum líður eins og heima hjá sér. Það er erfitt að fá atvinnuleyfi þar en það hefur ekki stoppað hann í að leyfa hæfileikum sínum að njóta sín í hinum ýmsu verkefnum úti og hér heima. 6.2.2022 07:00 Þetta eru lögin sem keppa í Söngvakeppninni 2022 Tíu lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2022. Fimm lög keppa á fyrra undanúrslitakvöldinu laugardaginn 26. febrúar og restin viku síðar í seinni undanúrslitum þann 5. mars. 5.2.2022 20:25 Charlie Puth er mættur á íslenska listann Söngvarinn Charlie Puth sendi frá sér lagið Light Switch 20. janúar síðastliðinn við góðar viðtökur. Lagið er grípandi og taktfast og fjallar meðal annars um angist sambandsslita. 5.2.2022 16:01 Yfirtaka: Áhorfendur ráða ferðinni hjá MjaMix Marín Eydal eða MjaMix ætlar að taka yfir Twitch-rás GameTíví í dag. Hún verður með fjölbreytta dagskrá þar sem áhorfendur munu ráða ferðinni og taka þátt í gjafaleikjum. 5.2.2022 14:31 Staðfestir ekkert um lekann: „Opnar maður ekki jólapakkann á aðfangadag?“ Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, sjónvarpskona og einn skipuleggjenda Söngvakeppni Sjónvarpsins, hvetur fólk til þess að fylgjast með sérstökum kynningarþætti fyrir keppnina í kvöld, þar sem til stendur að afhjúpa þau lög sem keppast um að verða framlag Íslands til Eurovision í ár. Fyrr í dag var greint frá því að lögunum í keppninni hefði verið lekið. 5.2.2022 13:12 Mistökin sem urðu að einhverju geggjuðu Listakonan Saga Sigurðardóttir var viðmælandi í þriðja þætti vefseríunnar KÚNST. 5.2.2022 11:30 Öllum lögum Söngvakeppninnar lekið Öllum lögum sem teflt verður fram í Söngvakeppni sjónvarpsins hefur verið lekið á netið. Til stóð að afhjúpa lög og keppendur í kvöld. 5.2.2022 11:15 Sýningin „Sjáðu mig!“ opnar í dag Myndlistamaðurinn Unnar Ari Baldvinsson opnar sýninguna Sjáðu mig! í Gallery Port , Laugarvegi 32, í dag klukkan 15:00. 5.2.2022 09:01 Fréttakviss vikunnar #54: Fylgistu með febrúarfréttunum? Hversu vel fylgist þú með fréttum og líðandi stund? Taktu þátt í Fréttakvissi sem kemur út á laugardögum á Vísi. 5.2.2022 08:01 Léttir að mega sýna fyrir fullum sal Uppistandshópurinn VHS hélt uppistand fyrir fullum sal gesta í Tjarnarbíói í kvöld. Þau segja samkomur fólks skipta miklu máli upp á stemninguna á uppistandssýningum. 4.2.2022 23:41 „Ég er mjög stressaður“ „Ég er svo mikil gunga, ég vil helst vera að chilla og horfa á bíómynd,“ segir Villi Netó. Skemmtikrafturinn viðurkenndi að hann væri stressaður áður en hann lagði af stað í buggy-ævintýri í nýjasta þættinum af Alex from Iceland á Stöð 2+. 4.2.2022 20:00 Beit á jaxlinn allt of lengi og hrundi á endanum „Konan mín greindist með þríneikvætt brjóstakrabbamein,“ segir Pétur Helgason um það hvernig hann kynntist þessum erfiða sjúkdómi. „Hennar æxli var mjög aggresíft í vexti.“ 4.2.2022 17:01 Beckham borðar það sama á hverjum degi David Beckham greindi frá því í viðtali að konan sín, Victoria Beckham hafi borðað sömu máltíðina á hverjum einasta degi í 25 ár. 4.2.2022 16:31 „Það mátti enginn sjá mig ég var svo feimin“ Sigga Beinteins söng sig fyrir löngu inn í hjörtu þjóðarinnar, en hefur aldrei unnið neinn á sitt band með eldamennskunni sinni. 4.2.2022 15:30 Staðfesta loks framleiðslu nýs GTA-leikjar Framleiðsla nýs leikjar í Grand Theft Auto seríunni sem notið hefur gífurlegra vinsælda í áratugi er hafin og jafnvel vel á veg komin. Forsvarsmenn fyrirtækisins Rockstar staðfestu fyrst í dag að svo væri en fjölmargir orðrómar hafa verið á kreiki undanfarna mánuði. 4.2.2022 15:27 Afhjúpa lögin tíu annað kvöld Lögin í Söngvakeppninni 2022 verða afhjúpuð í sérstökum sjónvarpsþætti annað kvöld á RÚV. Í þættinum verður fjallað um höfunda og flytjendur laganna og spiluð brot úr þeim. 4.2.2022 14:24 „Hyljari er ein af mínum uppáhalds vörum“ Í hverjum þætti af Snyrtiborðinu með HI beauty gefa þær Ingunn Sig og Heiður Ósk góð ráð tengd förðun. Í fyrsta þættinum talar Heiður Ósk um hyljara. 4.2.2022 14:01 Jack Whitehall skoðar Hallgrímskirkju Leikarinn og grínistinn Jack Whitehall er staddur á Íslandi ásamt kærustu sinni, fyrirsætunni Roxy Hornes. Hann virðist njóta þess að prófa sig áfram með leiðir til að nota buff og skoða náttúruna. 4.2.2022 13:30 Endugerðu flísgallann frá vetrarólympíuleikunum 1998 Íslenski fataframleiðandinn 66°Norður frumsýndi í dag nýjan Kríu flísgalla, sem er endurgerð á galla sem var sérstaklega framleiddur og hannaður fyrir íslensku keppendurna á vetrarólympíuleikunum í Nagano árið 1998. 4.2.2022 13:00 Gunna Dís komin aftur á RÚV Guðrún Dís Emilsdóttir, betur þekkt sem Gunna Dís, hefur störf hjá RÚV á ný eftir að hafa kvatt vinnustaðinn 2019 og flutt til Húsavíkur. 4.2.2022 11:46 „Að fljóta inn í það óljósa“ Listakonan Dýrfinna Benita Basalan opnar sýninguna Temprun í Gallerí Þulu á morgun, laugardaginn 5. febrúar. 4.2.2022 11:30 „Fann mitt fyrsta gráa hár þegar ég var átján ára gömul“ Það vakti athygli nýlega þegar Sarah Jessica Parker úr Sex And The City þáttunum var gagnrýnd opinberlega þegar hún sýndi sig á almannafæri með nokkur af sínum náttúrulegu gráu hárum. 4.2.2022 10:30 Lagið FLOTT með hljómsveitinni FLOTT er komið út: „Flottari en í gær, flottust á morgun“ Stúlknasveitin FLOTT sendi frá glænýtt lag í dag en lagið ber einnig nafnið FLOTT. 4.2.2022 10:01 Sjá næstu 50 fréttir
GameTíví: Hlaupa saman undan hjörðum ódauðra Strákarnir í GameTíví ætla að kíkja á hinn nýja leik Dying Light 2 í kvöld. Þar munu þeir taka höndum saman í að hlaupa yfir þök borgarinnar Villedor og forðast hjarðir ódauðra og önnur skrímsli sem fara á kreik á næturna. 7.2.2022 19:30
Tom Holland og Zendaya kaupa sitt fyrsta heimili saman Uppáhalds Hollywood parið þessa dagana þau Tom Holland og Zendaya voru að kaupa sér hús saman í London. Húsið kostaði þau 3 milljónir punda eða 510 milljónir íslenkra króna og er er í suð-vestur hluta London. 7.2.2022 17:30
Gruggugir ormar í jaðar rokki Hljómsveitin Ormar skilgreinig sig sem jaðar-grugg rokksveit (e.grunge). Þau segja rokk merina vera á fleygiferð þessa dagana en þau hafa sett hnakkinn á og stigið aftur á bak með sínu fyrsta lagi, sem heitir einmitt „Aftur á bak“. 7.2.2022 16:30
Silfurtónar fá nýtt líf í Verbúðinni Þjóðin er límd við imbakassann alla sunnudaga og horfir á vinsælustu sjónvarpsseríu okkar Íslendinga, Verbúðina. Þættirnir eru einstaklega vel heppnaðir og er virkilega gaman að sjá hið Íslenska líf á níunda áratugnum. Höfundar þáttanna eru þau Nína Dögg Filippusdóttir Gísli Örn Garðarsson og Björn Hlynur Haraldsson en Mikael Torfason er meðhöfundur. 7.2.2022 16:01
Björt og falleg risíbúð á Bragagötu Á Bragagötu í Reykjavík er nú til sölu einstaklega smekkleg íbúð. Þrátt fyrir að vera aðeins 59 fermetrar er hún vel skipulögð og hefur tvö svefnherbergi. 7.2.2022 15:30
„Hef þurft að úrskurða vinnufélaga minn látinn“ „Maður veit aldrei hvað vaktin ber í skauti sér. Stundum er maður að fara til fólks sem maður þekkir ekki neitt en stundum er þetta fólk sem maður þekkir allt of vel og jafnvel þínir nánustu,“ segir Stefnir Snorrason bráðatækni í síðasta þætti af Baklandinu á Stöð 2. 7.2.2022 14:31
Mikilvægt fyrir sambandið að foreldrar passi að hvíla sig Auður Bjarna er flestum konum kunn enda hún búin að kenna verðandi mæðrum meðgöngujóga hér á landi síðustu tvo áratugi. 7.2.2022 13:30
Flóki fannst á Selfossi eftir margra mánaða leit Kötturinn Flóki virðist hafa skroppið í smá ferðalag, hann týndist í póstnúmerinu 108 í vor en fannst á Selfossi í gær eftir margra mánaða leit. 7.2.2022 13:01
Grenjaði úr hlátri þegar tertan var afhjúpuð Leikarahjónin Friðrik Friðriksson og Álfrún Helga Örnólfsdóttir voru gestir í Blindum bakstri hjá Evu Laufey á Stöð 2í gærkvöld og var verkefnið að baka sænska prinsessutertu. 7.2.2022 12:31
Amy Schumer er með stöðugt „mömmviskubit“ Leikkonan Amy Schumer deildi mynd af sér með syni sínum Gene David með texta sem lýsir öllum þeim flóknu tilfinningum sem hún er að upplifa í móðurhlutverkinu. Hún hefur verið dugleg að tala opinskátt um nýja hlutverkið síðan sonur hennar kom í heiminn fyrir tveimur og hálfu ári síðan og slær á létta strengi. 7.2.2022 12:00
Sigrún Ósk og Jón Þór selja á Akranesi Fjölmiðlakonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og knattspyrnuþjálfarinn Jón Þór Hauksson hafa sett á sölu heimili sitt að Bjarkargrund 46 á Akranesi en þau eru að byggja sér hús. 7.2.2022 11:31
Landsmenn undrandi í morgunsárið, spyrja spurninga og grínast Hluti þjóðarinnar og kannski sérstaklega íbúar á höfuðborgarsvæðinu voru búnir að undirbúa sig fyrir svakalegan storm sem virðist hafa valdið einhverjum vonbrigðum, ef marka má viðbrögð landsmanna á samfélagsmiðlum. 7.2.2022 10:53
„Í rauninni er ég hræddur við allt“ Hann er hræddur í hvert einasta skipti sem hann lætur vaða en ætlar aldrei að hætta að taka áhættu. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi hitti Sindri Sindrason Alex Michael Green Svansson sem er farinn af stað með ferska og skemmtilega þætti á Stöð 2+, Alex From Iceland. 7.2.2022 10:30
Chris Burkard minnist flugmannsins Haraldar Diego Íslandsvinurinn og ljósmyndarinn Chris Brukhard minnist vinar síns, flugmannsins Haraldar Diego, í nýrri færslu á Instagram. Haraldur var einn fjögurra sem lést í flugslysi á Þingvöllum þann 3. febrúar. 7.2.2022 09:31
Stórkostlegur árangur gegn hrukkum og svefnlínum Sefur þú með andlitið klesst í koddann? Flestir sofa á bakinu eða hliðinni, þegar við sofum í þeim stellingum myndast fínar línur á andliti okkar sem verða með tíð og tíma að dýpri hrukkum. Það getur reynst erfitt fyrir marga að breyta svefnvenjum sínum. Þessum línum fór Andrea Bergsdóttir að taka eftir á morgnana og hóf þá leit að lausn. Eftir langa leit fann hún Wrinkles Schminkles sílikonplástrana og hóf innflutning í samstarfi við Alexöndru Eir Davíðsdóttur. 7.2.2022 09:14
Framtíð Nágranna í mikilli hættu Óvíst er hvort að framleiðslu áströlsku sápuóperunnar vinsælu Nágranna verði haldið áfram. Sjónvarpsstöðin sem borgar brúsann fyrir framleiðslu þáttanna hefur ákveðið að skrúfa fyrir kranann. 7.2.2022 08:55
Stjörnulífið: Óvænt gæsun, Afríkuferð og rauð viðvörun Febrúar er farinn af stað með hvelli, lægð gekk yfir landið og metfjöldi í smittölunum í þessari viku. Þetta var stór vika hjá Sólborgu Guðbrandsdóttur, en hún afhjúpaði leyniverkefnið sitt í vikunni, sem er þáttaröðin Fávitar sem fara í sýningu hjá okkur á Stöð 2+ þann 16. febrúar. 7.2.2022 07:46
Jenner greinir frá því að Stormi hafi nú eignast systkini Stjörnuparið Kylie Jenner og Travis Scott hafa eignast sitt annað barn. Í færslu á Instagram segir Jenner frá því að barnið hafi komið í heiminn síðastliðinn miðvikudag, það er 2. febrúar. 7.2.2022 06:26
Hreyfum okkur saman: Hörkugóðar rassæfingar Í svona veðri er algjörlega tilvalið að gera heimaæfingu, enda er fólk hvatt til að vera ekki á ferðinni að óþörfu. Í þætti dagsins af Hreyfum okkur saman sýnir Anna Eiríks frábærar rassæfingar. 7.2.2022 06:05
Sviftivindar í Sandkassanum Strákarnir í Sandkassanum ætla að taka á því í Apex Legends í kvöld. Þar munu þeir berjast gegn öðrum spilurum um að standa einir uppi. 6.2.2022 19:31
„Fötin eiga að passa á okkur en ekki við í fötin“ Myndlistarkonan Júlíanna Ósk Hafberg er lausnamiðuð þegar það kemur að því að endurnýta föt og leggur áherslu á að laga flíkurnar sínar ef eitthvað kemur fyrir þær, frekar en að henda þeim. 6.2.2022 12:01
Hailey Bieber mögulega að setja á markað sitt eigið vörumerki HI beauty teymið Heiður Ósk og Ingunn Sig, þáttastjórnendur Snyrtiborðsins, lifa og hrærast í heimi snyrtivara, förðunar og hárs. Í nýjasta pistlinum velta þær fyrir sér hvað sé að gerast hjá ofurfyrirsætunni Haylie Bieber, eiginkonu Justin Bieber. Við gefum þeim orðið. 6.2.2022 10:00
Stökkið: „Ég gæti labbað út í hælaskóm, ruslapoka og með uppstoppaða hænu á hausnum“ Förðunarfræðingurinn Alexander Sigurður Sigfússon er búsettur í London þar sem honum líður eins og heima hjá sér. Það er erfitt að fá atvinnuleyfi þar en það hefur ekki stoppað hann í að leyfa hæfileikum sínum að njóta sín í hinum ýmsu verkefnum úti og hér heima. 6.2.2022 07:00
Þetta eru lögin sem keppa í Söngvakeppninni 2022 Tíu lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2022. Fimm lög keppa á fyrra undanúrslitakvöldinu laugardaginn 26. febrúar og restin viku síðar í seinni undanúrslitum þann 5. mars. 5.2.2022 20:25
Charlie Puth er mættur á íslenska listann Söngvarinn Charlie Puth sendi frá sér lagið Light Switch 20. janúar síðastliðinn við góðar viðtökur. Lagið er grípandi og taktfast og fjallar meðal annars um angist sambandsslita. 5.2.2022 16:01
Yfirtaka: Áhorfendur ráða ferðinni hjá MjaMix Marín Eydal eða MjaMix ætlar að taka yfir Twitch-rás GameTíví í dag. Hún verður með fjölbreytta dagskrá þar sem áhorfendur munu ráða ferðinni og taka þátt í gjafaleikjum. 5.2.2022 14:31
Staðfestir ekkert um lekann: „Opnar maður ekki jólapakkann á aðfangadag?“ Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, sjónvarpskona og einn skipuleggjenda Söngvakeppni Sjónvarpsins, hvetur fólk til þess að fylgjast með sérstökum kynningarþætti fyrir keppnina í kvöld, þar sem til stendur að afhjúpa þau lög sem keppast um að verða framlag Íslands til Eurovision í ár. Fyrr í dag var greint frá því að lögunum í keppninni hefði verið lekið. 5.2.2022 13:12
Mistökin sem urðu að einhverju geggjuðu Listakonan Saga Sigurðardóttir var viðmælandi í þriðja þætti vefseríunnar KÚNST. 5.2.2022 11:30
Öllum lögum Söngvakeppninnar lekið Öllum lögum sem teflt verður fram í Söngvakeppni sjónvarpsins hefur verið lekið á netið. Til stóð að afhjúpa lög og keppendur í kvöld. 5.2.2022 11:15
Sýningin „Sjáðu mig!“ opnar í dag Myndlistamaðurinn Unnar Ari Baldvinsson opnar sýninguna Sjáðu mig! í Gallery Port , Laugarvegi 32, í dag klukkan 15:00. 5.2.2022 09:01
Fréttakviss vikunnar #54: Fylgistu með febrúarfréttunum? Hversu vel fylgist þú með fréttum og líðandi stund? Taktu þátt í Fréttakvissi sem kemur út á laugardögum á Vísi. 5.2.2022 08:01
Léttir að mega sýna fyrir fullum sal Uppistandshópurinn VHS hélt uppistand fyrir fullum sal gesta í Tjarnarbíói í kvöld. Þau segja samkomur fólks skipta miklu máli upp á stemninguna á uppistandssýningum. 4.2.2022 23:41
„Ég er mjög stressaður“ „Ég er svo mikil gunga, ég vil helst vera að chilla og horfa á bíómynd,“ segir Villi Netó. Skemmtikrafturinn viðurkenndi að hann væri stressaður áður en hann lagði af stað í buggy-ævintýri í nýjasta þættinum af Alex from Iceland á Stöð 2+. 4.2.2022 20:00
Beit á jaxlinn allt of lengi og hrundi á endanum „Konan mín greindist með þríneikvætt brjóstakrabbamein,“ segir Pétur Helgason um það hvernig hann kynntist þessum erfiða sjúkdómi. „Hennar æxli var mjög aggresíft í vexti.“ 4.2.2022 17:01
Beckham borðar það sama á hverjum degi David Beckham greindi frá því í viðtali að konan sín, Victoria Beckham hafi borðað sömu máltíðina á hverjum einasta degi í 25 ár. 4.2.2022 16:31
„Það mátti enginn sjá mig ég var svo feimin“ Sigga Beinteins söng sig fyrir löngu inn í hjörtu þjóðarinnar, en hefur aldrei unnið neinn á sitt band með eldamennskunni sinni. 4.2.2022 15:30
Staðfesta loks framleiðslu nýs GTA-leikjar Framleiðsla nýs leikjar í Grand Theft Auto seríunni sem notið hefur gífurlegra vinsælda í áratugi er hafin og jafnvel vel á veg komin. Forsvarsmenn fyrirtækisins Rockstar staðfestu fyrst í dag að svo væri en fjölmargir orðrómar hafa verið á kreiki undanfarna mánuði. 4.2.2022 15:27
Afhjúpa lögin tíu annað kvöld Lögin í Söngvakeppninni 2022 verða afhjúpuð í sérstökum sjónvarpsþætti annað kvöld á RÚV. Í þættinum verður fjallað um höfunda og flytjendur laganna og spiluð brot úr þeim. 4.2.2022 14:24
„Hyljari er ein af mínum uppáhalds vörum“ Í hverjum þætti af Snyrtiborðinu með HI beauty gefa þær Ingunn Sig og Heiður Ósk góð ráð tengd förðun. Í fyrsta þættinum talar Heiður Ósk um hyljara. 4.2.2022 14:01
Jack Whitehall skoðar Hallgrímskirkju Leikarinn og grínistinn Jack Whitehall er staddur á Íslandi ásamt kærustu sinni, fyrirsætunni Roxy Hornes. Hann virðist njóta þess að prófa sig áfram með leiðir til að nota buff og skoða náttúruna. 4.2.2022 13:30
Endugerðu flísgallann frá vetrarólympíuleikunum 1998 Íslenski fataframleiðandinn 66°Norður frumsýndi í dag nýjan Kríu flísgalla, sem er endurgerð á galla sem var sérstaklega framleiddur og hannaður fyrir íslensku keppendurna á vetrarólympíuleikunum í Nagano árið 1998. 4.2.2022 13:00
Gunna Dís komin aftur á RÚV Guðrún Dís Emilsdóttir, betur þekkt sem Gunna Dís, hefur störf hjá RÚV á ný eftir að hafa kvatt vinnustaðinn 2019 og flutt til Húsavíkur. 4.2.2022 11:46
„Að fljóta inn í það óljósa“ Listakonan Dýrfinna Benita Basalan opnar sýninguna Temprun í Gallerí Þulu á morgun, laugardaginn 5. febrúar. 4.2.2022 11:30
„Fann mitt fyrsta gráa hár þegar ég var átján ára gömul“ Það vakti athygli nýlega þegar Sarah Jessica Parker úr Sex And The City þáttunum var gagnrýnd opinberlega þegar hún sýndi sig á almannafæri með nokkur af sínum náttúrulegu gráu hárum. 4.2.2022 10:30
Lagið FLOTT með hljómsveitinni FLOTT er komið út: „Flottari en í gær, flottust á morgun“ Stúlknasveitin FLOTT sendi frá glænýtt lag í dag en lagið ber einnig nafnið FLOTT. 4.2.2022 10:01