Fleiri fréttir

Stjörnulífið: „Þvílíkt f-ing ár“

Íslendingar kvöddu árið 2021 um helgina og tóku fagnandi á móti 2022. Bjartsýni og þakklæti einkennir samfélagsmiðla þessa dagana, enda var síðasta ár mörgum erfitt.

Palli var ekki til í glimmer­brettið

Plötusnúðurinn og fjölmiðlakonan Dóra Júlía Agnarsdóttir verður seint talin vera stjörnukokkur en hún fór af stað með matreiðsluþætti á Þorláksmessu á Stöð 2.

Ætlaði að taka á­fengis­lausan janúar en entist út árið

„Fyrir ári síðan ákvað ég að prófa að hætta alveg að drekka áfengi. Þetta byrjaði sem veðmál við frúna, en fyrir ári voru vinkonur hennar flestar að hefja svokallaðan "Dry January". Þetta sagði hún mig aldrei geta - og ákvað ég því að taka hana á orðinu.“

Maggi Ei­ríks hvergi nærri hættur

Einn ástsælasti lagahöfundur þjóðarinnar, Magnús Eiríksson eða Maggi Eiríks, segist hvergi nærri hættur. Hann varð 76 ára gamall á síðasta ári og segir lykilatriði að spila á gítarinn á hverjum degi til að halda puttunum í lagi.

Tekst á við ástina og efasemdirnar

Álfrún Kolbrúnardóttir og Birgir Örn Magnússoni sem koma fram sem Alyria og Bixxi voru að senda frá sér lagið I´m a Scorpion.

„Ótrúlega skemmtilegt ár en ferlega erfitt“

Guðmundur Felix Grétarsson fékk ágræddar hendur á árinu eftir langa bið í Frakklandi. Hann hefur með óbilandi trú og kjarki verið fyrirmynd fólks og sýnt mikla þrautseigju og bjartsýni. 

Krydd­pylsa GameTí­ví: Á­horf­endur kjósa

Áramótaþáttur GameTíví , Kryddpylsan, verður sendur út beint annað kvöld frá Arena. Þar verður farið yfir niðurstöður áhorfendakönnunar sem GameTíví hefur blásið til.

Inga Sæ­land á­nægð með skaupið: „Ég er búin að marg­hlæja að þessu“

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er hæstánægð með það stóra hlutverk sem hún og hennar flokkur fékk í Áramótaskaupi Ríkisútvarpsins þessi áramótin. Hún er búin að horfa á skaupið þrisvar og hyggst gera það oftar, svo ánægð var hún með það. Hún segist ekki taka það inn á sig að gert hafi verið grín að henni í skaupinu.

Hildur gekk í það heilaga um jólin

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, giftist Jóni Skaftasyni nú um jólin. Frá þessu greinir Hildur á Facebook.

Eiga von á sínu fyrsta barni

Söngkonan og Eurovision-stjarnan María Ólafsdóttir og trommarinn Gunnar Leó Pálsson eiga von á sínu fyrsta barni.

„Þetta heppnaðist alveg hjá honum“

Mikla athygli vakti í vor þegar faðir nokkur brá á það óvenjulega ráð að auglýsa einhleypu börnin sín á lausu með það að markmiði að koma þeim út.

Rakel meyr eftir síðasta vinnudaginn hjá Ríkisútvarpinu

Rakel Þorbergsdóttir lauk sinni síðustu vakt í dag á Ríkisútvarpinu í bili eftir 22 ára starf á fréttastofunni. Hún lætur þar af leiðandi af störfum sem fréttastjóri og hyggst byrja nýtt ár á tveggja mánaða leyfi. Því næst á vit ævintýranna.

360 gráðu heimsókn á ljósmyndasýningu RAX í München

Í München stendur nú yfir sýning Ragnars Axelssonar, ljósmyndara Vísis. Sýningin hefur yfirskriftina Where the World is Melting. Sýningarstjóri er Einar Geir Ingvarsson en um er að ræða viðamestu yfirlitssýningu á verkum RAX.

Óáfengur kokteill sem getur líka verið eftirréttur

Gunnar Ingi Svansson framkvæmdastjóri CinCin óáfengu drykkjanna deilir með lesendum ótrúlega ferskum og hressandi eftirrétt. Með því að breyta hlutföllunum er líka hægt að gera réttinn að óáfengum kokteil fyrir áramótin.

Johnson segir færslu Diesels til marks um óheiðarleg brögð

Dwayne „Grjótið“ Johnson segir ekki séns á því að hann taki aftur þátt í Fast and the Furious kvikmyndunum. Þá segir hann færslu leikarans Vin Diesel á samfélagsmiðlum um að hann ætti að snúa aftur hafa komið sér á óvart.

Ís­lensku sprakkarnir í bók Elizu Reid

Eliza Reid, forsetafrú Íslands, gaf út bókina Sprakkar fyrir jólin. Í bókinni fjallar Eliza um stöðu sína, segir frá sjálfri sér og lýsir fjölbreyttum aðstæðum sem hún hefur lent í sem innflytjandi, kona og maki. Hún fléttar þeim sögum saman við frásagnir viðmælenda sinna og rifjar auk þess upp sögur af kvenskörungum fyrri tíma.

„Takk Co­vid fyrir að sýna mér þessa nýju til­veru“

„Það er svo ótrúlega skrítið þegar tilveran fer svona á hvolf eins og síðustu tæplega tvö ár hafa liðið þá er til fólk sem mislíkar það ekki svo sárt,“ skrifar Katrín Björk Guðjónsdóttir á bloggsíðu sinni þar sem hún skrifar á jákvæðan hátt um það hvernig það er að vera ung kona í bataferli eftir heilablæðingar.

Eldað af ást: Matmikið andasalat sem er létt í maga

Eldað af ást er nýr matreiðsluþáttur hér á Vísi. Þáttastjórnandinn er matgæðingurinn Kristín Björk og önnur uppskriftin sem hún sýnir er andasalat sem er fullkomið eftir þungar hátíðarmáltíðir síðustu daga. 

Það gerist ýmislegt á bak við tjöldin

„Enginn veit neitt og allir eru bara að gera sitt besta.“ Þessi tilvitnun hefur sjaldan átt jafn vel við og á þessum síðustu og verstu. Stundum er bara allt svolítið flókið og erfitt. En það gera allir mistök og það má bara ekki tapa gleðinni.

Bauð henni í mat en fékk að vita það mörgum árum seinna að maturinn hafi verið hræði­legur

Þau Ágústa og Guðlaugur Þór höfðu þekkst í þónokkur ár áður en þau fóru að vera saman. Guðlaugur segist hafa verið útsjónarsamur og fundið sér hin ýmsu tilefni til þess að sýna Ágústu áhuga. Þegar hann bauð henni loks heim í mat eldaði hann ungverska gúllassúpu sem Ágústu þótti hræðileg á bragðið. Þrátt fyrir súpuna hræðilegu eiga þau að baki 20 ára hjónaband og stóra fjölskyldu.

Babe Patrol: Stefna á sigra á Caldera

Stelpurnar í Babe Patrol munu verja kvöldinu í að herja á aðra spilara Warzone á Caldera. Þær munu svífa til jarðar og stefna á að standa einar uppi þegar yfir líkur.

Sabine Weiss látin

Ljósmyndarinn Sabine Weiss lést nýverið á heimili sínu í París, 97 ára að aldri. Hún er af mörgum talin vera frumkvöðull á sviði ljósmyndunar og var síðasti eftirlifandi ljósmyndarinn sem tilheyrði frönsku húmanistastefnunni.

Sjá næstu 50 fréttir