Fleiri fréttir

Don't Look Up: Mikil vonbrigði...að hún kláraðist

Don't Look Up var frumsýnd á aðfangadag. Myndin átti upprunalega að koma í kvikmyndahús og var það Paramount sem ætlaði að framleiða og dreifa. Áður en tökur hófust var hún svo skyndilega komin yfir til streymisrisans Netflix. Vissu Paramount lengra en nef þeirra náði?

Pantaði jóla­tré en fékk nær­buxur í staðinn

Flestir hafa pantað vörur af netinu og einhverjir lent í því að önnur vara komi í staðinn. Þá er vandamálið yfirleitt smávægilegt; til dæmis peysa sem er númeri of lítil, eða græn berist í stað blárrar. Arnari nokkrum brá heldur betur í brún þegar pakki sem hann hafði pantað frá Kína kom loks til hingað til lands.

Rasshitamælirinn raunsönn lýsing á líkfundi

Á jóladag var frumsýndur á Stöð 2 fyrsti þátturinn af Svörtu söndum, í leikstjórn Baldvin Z en þættirnir eru framleiddir af Glassriver. Áhorfendur Stöðvar 2 fengu einn þátt á jóladag og síðan aftur þátt á öðrum degi jóla.

Bjarni fór í Ásmundarsal á Þorláksmessu og keypti sjálfan sig

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra brá ekki út af venjunni á Þorláksmessu í ár og heimsótti árlega listasýningu í Ásmundarsal í miðbæ Reykjavíkur. Þar mun að þessu sinni hafa sést til ráðherrans um eftirmiðdaginn, sem hlýtur að teljast heppilegri tími til listaverkakaupa en á síðkvöldum, eins og dæmin sanna.

Steindi með Covid og jólabingói Blökastsins frestað

Nokkrir liðsmenn Blökastsins og framleiðsluteymisins á bak við að hafa greinst smitaðir af Covid-19. Auðunn Blöndal segir stöðuna leiðinlega en lofar enn betra bingói þegar nýtt ár gengur í garð.

Sýnis­horn úr ís­­lenska spennu­­tryllinum Harmi

Í dag frumsýnum við sýnishorn úr nýrri íslenskri kvikmynd. Spennutryllirinn Harmur er væntanleg í kvikmyndahús á febrúar en með aðalhlutverk fara Ásgeir Sigurðsson, Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir og Jónas Björn Guðmundsson.

Tíu dýrustu borgir heims

Fasteignasalinn Páll Pálsson spáir mikið í fasteignaverði. Hann hefur nú tekið saman lista yfir dýrustu borgirnar í heiminum í dag.

18 klínískir dáleiðendur í Ármúlanum í Reykjavík

Af rúmlega þrjátíu dáleiðendum sem eru í Félagi Klínískra Dáleiðenda hafa átján stofur sínar og aðstöðu á þrem stöðum við Ármúla, hinum nýja miðbæ Reykjavíkur. Tveir til viðbótar eru í Skeifunni, fjórir á Akureyri, tveir á Egilstöðum og Reykjanesbæ og einn í Hveragerði og í Kópavogi.

Battle Royale veisla hjá GameTíví

Strákarnir í GameTíví ætla að halda Battle Royale veislu í kvöld. Þá munu þeir spila tvo leiki sem tilheyra leikjafjölskyldunni vinsælu.

The Mat­rix Resur­rections: Mis­heppnuð endur­lífgun

Sagt er að það eina sem geti lifað af kjarnorkuárás séu kakkalakkar. Það er örugglega rétt, en aldrei myndi ég veðja gegn því að kvikmyndabálkurinn The Matrix kæmi svo skríðandi út úr sveppaskýinu á eftir þeim.  

Leik­stjórinn Jean-Marc Vallé­e er látinn

Kanadíski leikstjórinn Jean-Marc Vallée er látinn, 58 ára að aldri. Hann er þekktur fyrir að hafa leikstýrt stórmyndum á borð við Dallas Buyers Club og Wild og þáttunum Big Little Lies og Sharp Objects.

Ver­búðin frum­sýnd við mikla lukku net­verja

Verbúðin, ný þáttaröð úr smiðju Vesturports, var frumsýnd á RÚV í kvöld. Fyrsti þáttur hefur fengið góðar viðtökur landsmanna, ef marka má viðbrögð á netinu. Netverjar virðast sérlega hrifnir af mikilli nekt sem birtist í sjónvarpi allra landsmanna.

Frægir fjölguðu sér árið 2021

Það er ávallt mikið gleðiefni þegar börn koma í heiminn. Lífið hefur greint reglulega frá því þegar þekktir einstaklingar eignast börn. Hér að neðan má sjá yfirferð yfir nokkur kríli sem komu í heiminn á árinu 2021 og Vísir greindi frá.

Björk kaupir Sig­valda­hús á 420 milljónir króna

Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins hefur tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir gengið frá kaupum á Sigvaldahúsinu að Ægissíðu 80. Kaupverðið sé hvorki meira né minna en  420 milljónir króna.

Óbólu­settur með Co­vid-19 en myndi ekki breyta neinu

Nökkvi Fjalar Orrason, athafnamaður og áhrifavaldur, greindist smitaður af kórónuveirunni á landamærunum við komuna til landsins á dögunum. Hann hefur ekki þegið bólusetningu en segist engu myndi breyta um það, þótt hann gæti.

Einar Vilberg með nýtt myndband

Einar Vilberg sendi nýverið frá sér lagið You Weren’t There sem er nýjasta smáskífan sem Einar gefur út af væntanlegri sólóplötu. Í dag kom út tónlistarmyndband við lagið og er það Arnar Gylfason sem á heiðurinn af því.  

Byrjaði sem flösku­strákur á B5 en skemmtir nú fleiri milljónum manns út um allan heim

Fleiri milljónir manns út um allan heim horfa á íslensku TikTok-stjörnuna Lil Curly. Fyrir nokkrum mánuðum flutti Curly til London þar sem hann hugðist stækka TikTok reikning sinn enn frekar. En London ævintýrið reyndist ekki vera það sem hann hafði séð fyrir sér og ákvað hann því að flytja aftur heim. Ekkert lát er þó á vinsældum Curly og bætast um fimm þúsund manns við fylgjendahóp hans á degi hverjum.

Fluttu nýtt jólalag

Sóli Hólm og Eva Laufey stigu á stokk í sérstökum jólaskemmtiþætti á Stöð 2 í gær sem gekk undir nafninu Vertu með okkur um jólin.

Bubbi óttast ekki neitt: „Ég er bara gleði­gjafi“

Bubbi Morthens hélt árlegu Þorláksmessutónleika sína í Eldborg í Hörpu fyrr í kvöld. Eldborgarsalurinn tekur um fimmtán hundruð manns í sæti en uppselt var á tónleikana. Tónleikarnir voru sem sagt fjölmennir en óvissa ríkti um tónleikahaldið þegar kynntar voru hertar takmarkanir innanlands vegna kórónuveirufaraldursins fyrr í vikunni. Nokkrir tónleikahaldarar fengu sérstaka undanþágu frá gildandi sóttvarnareglum, Bubbi þar með talinn.

Sjá næstu 50 fréttir