Fleiri fréttir

Mrs World handtekin eftir uppákomuna

Lögreglan í Srí Lanka hefur handtekið Caroline Jurie, handhafa titilsins Mrs World, eftir atburð sem kom upp við krýningu Mrs Sri Lanka síðastliðinn sunnudag. Atvikið hefur vakið mikla athygli en keppninni var sjónvarpað á Srí Lanka.

Hendur á læri og fáránleg tilboð í LA

Umboðsmaðurinn Steinunn Camilla eða Steinunn í Nylon eins og einhverjir þekkja hana er gestur í öðrum og þriðja þætti Öll trixin, hlaðvarpi Einars Bárðar sem nú er kominn á hlaðvarpsveitur.

Keyptu hús Eiðs Smára og Ragnhildar

„Við erum mjög spennt og planið er að gera húsið aðeins upp áður en við flytjum. Við höfum alltaf heillast af Fossvoginum og svo skemmir það ekki að systir mín er búsett rétt hjá,“ segir Móeiður Lárusdóttir í samtali við Vísi.

Jói Fel var fimm daga að mála andlitsmynd af Rikka

Leynigestur vikunnar í Brennslunni var myndlistarmaðurinn Jóhannes Felixsson eða Jói Fel eins og hann er gjarnan kallaður. Þau Kristín Ruth og Rikki G fengu tíu spurningar til að finna út hver leynigesturinn væri eins og heyra má í meðfylgjandi klippu.

Skreytum hús: Svefnherbergið nánast óþekkjanlegt eftir breytingarnar

Í fyrsta þættinum af annarri þáttaröð af Skreytum hús, fá áhorfendur að fylgjast með breytingu á hjónaherbergi. Soffía Dögg Garðarsdóttir heimsækir Rut Jóhannsdóttir og Davíð Þorsteinn Olgeirsson, sem eru nýflutt ásamt börnum í nýbyggingu í Úlfarsárdal.

„Fjallar um mína eigin reynslu þegar ég var að koma úr skápnum“

Hljómsveitin Vök sendir í dag frá sér nýtt myndband við lagið Lost in the Weekend sem hefur verið í mikilli spilun frá því að það kom út nýverið. Það vekur athygli að Margrét Rán er persónulegri í textagerðinni en áður og leitast við að gera ákveðið uppgjör við unglingsárin.

Byrjar á að taka í gegn svefnherbergi í tilvistarkreppu

„Í þessari þáttaröð má fólk eiga von á því sama og í þeirri fyrri. Við reynum að finna hagkvæmar og sniðugar lausnir, og að gera hvert rými fallegt og þannig að það henti vel íbúum,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir.

Ríkið ætti að fjárfesta meira í lífsgæðum fatlaðra barna

„Framlag einhverra sem eru með fatlanir og eru að taka þátt í samfélaginu getur verið alveg jafn mikils virði og einhvers fíns forstjóra,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir varaformaður Samfylkingarinnar og fjögurra barna móðir. Hún er líka formaður velferðarráðs og ofbeldisnefndar Reykjavíkurborgar.

Glímukappi krækti í Eddu Falak

„Það höfðu greinilega margir áhyggjur af mér og buðust til þess að verða kærastar mínir eftir viðtalið,“ segir Edda Falak í samtali við Vísi. Vonbiðlarnir geta nú lagt árar í bát í bili þar sem Mjölnis þjálfarinn Kristján Helgi á hug á hjarta Eddu þessa dagana.

Hirti kórónuna af höfði ný­krýndrar fegurðar­­drottningar

Nýkrýndur sigurvegari stærstu fegurðarsamkeppni Srí Lanka hlaut sár á höfði eftir að fyrrverandi sigurvegari keppninnar hrifsaði kórónuna af höfði hinnar nýkrýndu fegurðardrottningar. Málið hefur vakið mikla athygli á Srí Lanka og víðar.

Leikarinn Paul Ritter er látinn

Enski leikarinn Paul Ritter er látinn, 54 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk í þáttunum Friday Night Dinner og Chernobyl, sem og kvikmyndum um Harry Potter og James Bond.

„Síðustu þrjár ferðirnar voru mjög krefjandi“

Guðný Petrína Þórðardóttir og Börkur Þórðarson hlupu á dögunum tíu ferðir upp og niður fellið Þorbjörn við Grindavík. Þau söfnuðu með hlaupinu alls 607 þúsund krónum fyrir Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra.

Hvenær er óhætt að fara í sleik við ókunnuga?

New York Times birti á dögunum athyglisverða fréttaskýringu þar sem blaðamaður spyr sérfræðinga að því sem eflaust margir eru að velta fyrir sér nú þegar heimsfaraldur kórónuveiru hefur geysað í rúmt ár; „hvenær er óhætt að fara í sleik við ókunnuga?“

Mixuðu níu tíma dansveislu fyrir páskana

Páskaþáttur af tónlistarþættinum PartyZone 2021 fór í loftið á Vísi um helgina. Þema þáttarins að þessu sinni var árið 2000. „Árið 2000 var frábært danstónlistar ár og skemmtanalífið hér á landi var mjög viðburðaríkt. Það má segja að plötusnúðamenningin og danssenan hafi verið á algerum yfirsnúningi þetta herrans aldamótaár árið 2000,“ segir í lýsingu aðstandenda þáttanna.

Eyfi 60 ára: Fæddist heima í svefnherbergi og var aldrei sendur í tónlistarskóla

Tónlistarmaðurinn Eyjólfur Kristjánsson, betur þekktur sem Eyfi, fagnar sextugsafmæli 17. apríl næstkomandi. Eyfi hefur í gegnum tíðina samið ógrynni laga og texta sem lifað hafa með þjóðinni en Eyfi fór yfir lífið, tilveruna og tónlistina í einlægu páskaviðtali við Ívar Guðmundsson á Bylgjunni í dag.

Martraðir, óráð og eftirköst Covid-19

„Það er eins og mannkynið hafi í fyrsta skiptið í sögunni sameinast, við höfum eignast sameiginlegan óvin,“ segir Jón Ársæll Þórðarson sem veiktist illa af Covid-19.

Sjá næstu 50 fréttir