Tíska og hönnun

Will.i.am hannaði grímur með innbyggðum heyrnatólum

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Will.i.am telur að þetta sé framtíðin í heyrnatólum.
Will.i.am telur að þetta sé framtíðin í heyrnatólum. Xupermask

Will.i.am setur eigin sóttvarnargrímur á markað á fimmtudag. Xupermask eru ekki þessar hefðbundnu andlitsgrímur, heldur innihalda þær heyrnatól og hljóðnema.

Fólk ætti þannig að geta náð góðum hljóðgæðum í símtölum og á Zoom vinnufundum án þess að þurfa að taka af sér grímuna. Er þetta hans framlag í faraldrinum, að fólk geti haldið flottum stíl án þess að fórna örygginu á sama tíma.

Will.i.am kynnti hönnun sína á samfélagsmiðlum með „Segðu halló við framtíðina“ og „Framtíðin er núna.“

Black Eyed Peas meðlimurinn fékk búningahönnuðinn Jose Fernandez með sér í verkefnið og verkfræðifyrirtækið Honeywell. Gríman á að hafa einstaka tækni til að draga úr umhverfishljóðum. Í samtali við People segir Will.i.am að innblásturinn hafi komið frá hversdagslegum vandamálum tengdum grímunotkun eins og móða á gleraugum og óskýr símasamtöl.

„Þú gætir hvíslað á hjóli á Zoom og allir myndu heyra fullkomlega í þér því að við lokum á vindinn og við lokum hávaða og við lokum á sýklana.“

Grímurnar hafa mjög einstakt útlit og verður forvitnilegt að sjá hvort þær nái vinsældum. Hann segir að grímurnar verði á svipuðu verði og Airpods pro heyrnatólin eða aðeins dýrari. Þær fara í sölu þann 8. apríl.


Tengdar fréttir

Frábær stemmning á Black Eyed Peas í Laugardal

Bandaríska hljómsveitin heimsþekkta, Black Eyed Peas lék í kvöld á stóra sviðinu á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardal. Sveitin tók alla sína helstu slagara, þar á meðal Boom Boom Pow, Lets Get it Started, The Time og fleiri þekkta slagara.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.