Fleiri fréttir

Föst jólahefð í lífi margra að hlýða á barokkið

Jory Vinikour semballeikari stjórnar Kammersveit Reykjavíkur á árlegum jólatónleikum í Norðurljósasal Hörpu á morgun. Einn af fremstu semballeikurum heims mun stjórna tónleikunum og Kristinn Sigmundsson syngur með.

Galdrar í Reykjavík

Svartigaldur er prýðisgóð afþreying, vel unnin allt frá fléttu að fallegu bandi, fengur fyrir glæpasöguunnendur, galdraáhugamenn og þá sem finnst gaman að lesa góðar bækur.

Að fást við búskapinn myndar svo mikil tengsl

Sváfnir Sveinbjarnarson fyrrverandi prófastur hefur skráð endurminningar sínar frá fyrri hluta ævinnar í bókinni Á meðan straumarnir sungu. Þar segir einkar skemmtilega frá áhugaverðu lífshlaupi, samferðafólki og veröld sem var.

Bestu erlendu plötur 2016: R&B afar áberandi þetta árið

Allar bestu erlendu plötur þetta árið utan ein eru R&B plötur. Hér líkt og á íslenska listanum eru áberandi frumlegar útgáfur, þó að sumar þeirra hafi kannski ekki verið neitt sérstaklega aðgengilegar vegna samkeppni á tónlistarstreymismarkaðnum.

Bestu innlendu plötur 2016: Árið hans Emmsjé Gauta

Rapparinn Emmsjé Gauti á tvær plötur á topp fimm lista ársins yfir bestu íslensku plöturnar. Rappið er mjög áberandi í ár eins og í fyrra en allar plöturnar fimm geta talist rappplötur. Mikil frumlegheit í markaðssetningu og notkun samfélagsmiðla og streymiveita spila stóra rullu þetta árið og sýnir hvernig tónlistin er í sífelldri þróun.

Fallegustu og ljótustu bókakápurnar 2016

Það ætti aldrei að dæma bók eftir kápunni en hún skiptir samt máli. Bókarkápa er nefnilega hluti af heildarupplifun lesandans og svo skiptir líka máli að hún sé bæði söluvænleg og eiguleg.

Ást í svartri framtíð

Leikritið Andaðu eftir Duncan Macmillan varð mjög vinsælt þegar það var sett upp í London 2011. Síðan hefur það hlotið mörg verðlaun og verið sýnt víða um heim. Íslendingar fá að berja það augum í janúar með stórstjörnunum Heru Hilmarsdóttur og Þorvaldi Davíð Kristjánssyni í aðalhlutverkum.

Galdurinn er í mistökunum

Mugison gaf út plötuna Enjoy fyrr í haust sem hann reyndi að vinna sem mest með ónýtum hljóðfærum. Þetta gerði Mugison til að ögra sér en hann segist stundum hræddur við að staðna. Hann samdi sitt erfiðasta lag á árinu um afa sinn sem féll frá í haust.

Grét yfir bréfum frá konum

Saga Sigurðardóttir og Erna Bergmann gáfu út óhefðbundið ljóðrænt tímarit á dögunum. Í því er sterkur þráður, virðing fyrir konun og list. Þær ákváðu sjálfar að ryðja sér rúms, brjóta staðalmyndir og vinna á móti einsleitni. Saga grét yfir bréfum sem hún fékk frá konum þegar hún auglýsti eftir fyrirsætum til að sitja fyrir á nektarmyndum.

Eiðurinn valin besta myndin á Noir in Film

Eiðurinn mynd Baltsars Kormáks hlaut í gærkvöldi verðlaun sem besta myndin á Noir in Film kvikmyndahátíðinni í Mílan á Ítalíu og voru verðlaunin veitt við hátíðlega athöfn.

Að missa, gráta og sakna

Ágætis saga, einkum kaflarnir sem fjalla um sorg og söknuð en hefði mátt vinna betur úr efniviðnum.

Rikki G grillaði Aron í Áttunni

Strákarnir í Áttunni fóru heldur betur illa með einn af meðlimum hópsins í dag og fengu þeir aðstoð frá Ríkharði Óskar Guðnasyni á FM957.

Í bænum á gamlárs í fyrsta sinn í 12 ár

Páll Óskar Hjálmtýsson verður með Pallaball á Spot í Kópavogi um áramótin en þetta er í fyrsta sinn í 12 ár sem Páll verður í bænum á gamlárskvöld. Hingað til hefur hann haldið uppi stuðinu á Akureyri.

Kórstjórinn Friðrik lofar hátíð um helgina

Friðrik S. Kristinsson ætlaði að raddþjálfa Karlakór Reykjavíkur í einn mánuð en hefur nú stjórnað honum í 27 ár og verður með veldissprotann á aðventutónleikunum í Hallgrímskirkju á morgun og hinn.

Skúlptúrlík form heilla

Andstæðir hlutir, alls kyns smáatriði og litir veita fatahönnuðinum Huldu Fríðu Björnsdóttur innblástur. Hún hannar undir merkinu FRIDA og gerir aðallega kjóla, yfirhafnir og fylgihluti.

"To do“-listinn er galdurinn

Margt fólk finnur svo sannarlega fyrir jólastressi þegar líða fer á desember. Unnur Magnúsdóttir, þjálfari hjá Carnegie, er ein þeirra en hún hefur tileinkað sér hugsunarhátt sem hjálpar henni við að ná tökum á stressinu.

Fjölmenni í útgáfuteiti Blætis

Blæti er nýtt íslenskt tímarit um konur, karlmenn, tísku, hið ófullkoma, líkamann, vonir, væntingar, gleði, sorg, söknuð, ást, minningar, þrá og mun meira. Fyrsta tölublaðið er komið út og er það um fjögur hundruð blaðsíður.

Sturlun jólanna tekin fyrir í hasarmynd

Jólamyndir eru flestar frekar þunnur þrettándi, alltaf fjalla þær um boðskap jólanna eða eru endurgerðir á A Christmas Carol eftir Dickens, þar sem í stað drauga er eitthvað voðalega sniðugt. Hér verður hins vegar fjallað um hina frábæru mynd Jingle All the Way.

Stafakarlarnir hafa ekkert elst síðustu 20 árin

Bókin Stafakarlarnir eftir Bergljótu Arnalds er orðin 20 ára og kemur af því tilefni út í afmælisútgáfu nú fyrir jól. Bergljótu datt ekki einu sinni í hug að úr yrði metsölubók þegar hún skrifaði hana á leikvelli í Vesturbænum. Bókin hefur selst upp margoft síðan þá.

Hjálmar hjólar í Snorra Björns og AronMola

"Ég fór bara beint í kóngana tvo og lét þá heyra það,“ segir snapchat-stjarnan Hjálmar Örn Jóhannsson [hjalmarorn110] í Brennslunni í morgun. Hann er farinn í stríð við þá Snorra Björnsson [snorribjorn] og Aron Már Ólafsson [aronmola] á Snapchat.

Sjá næstu 50 fréttir