Fleiri fréttir

Íslensk list prýðir hótel í Ríó

Verk íslensku listakonunnar Kristjönu S. Williams prýða Hótel Belmond Copacabana í Ríó í tilefni af Ólympíuleikunum. Þetta eru myndbandsverk sem varpað er á framhlið hússins, gluggalistaverk á bakhliðinni og vegglistaverk innandyra.

Tengja íslenska og pólska listamenn

New Neighbourhoods Festival verður haldið á Kex hosteli á Menningarnótt um helgina og fer aftur fram tveimur vikum síðar í Varsjá í Póllandi. Hátíðinni er ætlað að tengja saman markaðina tvo enda ku vera nokkur eftirspurn eftir íslenskri tónlist í Póllandi.

Alltaf verið mikið fyrir að hreyfa mig

Selfyssingurinn Eva María Baldursdóttir vippaði sér yfir 1,61 metra háa slá á Unglingalandsmótinu og setti þar með nýtt Íslandsmet í hástökki í flokki 13 ára stúlkna. Þó er hún ekki alveg orðin 13, en það er stutt í það.

Leitar að ójárnaðri bikkju sem er komin á lífeyri

Umbúðalaust gjörningakvöld er yfirskriftin á skemmtilegum viðburði sem er hluti af líflegu og litríku Listasumri á Akureyri. Þar leiðir Heiðdís Hólm Guðmundsdóttir saman þrjá ólíka gjörningalistamenn.

Þetta er svona okkar partímúsík

Jazzhátíð Reykjavíkur nær fullri ferð um helgina og lýkur á sunnudag. Á meðal flytjenda eru tvær sveitir tveggja snjallra bassaleikara og ýmsir fleiri.

Enn á kafi í litunum

Myndir Aðalsteins Vestmanns, málara á Akureyri, prýða nú veggi Gallerís Vest á Hagamel 67. Hann segir þó ekki aðalatriðið að sýna, heldur lifa sig inn í listmálunina.

Líf og fjör á Lifandi laugardegi

Nóg verður um að vera á Lifandi laugardegi í miðbæ Hafnarfjarðar. Dagskráin er fjölbreytt og hentar ungum sem öldnum. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar segist finna fyrir auknum áhuga á bænum.

Íslenskir larparar: Upplifa forvitni en ekki fordóma

Vikulega hittist hópur fólks og stundar svokallað rauntímaspunaspil eða larp þar sem leikin er miðaldafantasía. Hver bardagi er vel undirbúinn, búningarnir þaulhugsaðir enda hefur hver persóna sín einkenni og hæfileika.

Prófar sig áfram í eldhúsinu

Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson býr til Sikileyskt Cannoli frá grunni en hann á ekki á langt að sækja ostargerðahæfileika sína.

Hætt með Loga og sinnir nú sólóferli

Karin Sveinsdóttir og Logi Pedro Stefánsson sem saman hafa skipað Young Karin, sendu frá sér fjögurra laga EP plötu nýverið. Platan markar endalok samstarfsins sem staðið hefur síðan 2013.

Nefnt eftir varalit

Cyber er samvinnuverkefni þeirra Sölku Valsdóttur og Jóhönnu Rakelar Jónasdóttur úr Reykjavíkurdætrum. Á miðvikudaginn gáfu þær út EP plötuna Crap sem er sjö laga stuttskífa sem kom út á Soundcloud-síðu sveitarinnar.

Gegndi fornum ábúanda

Sveitarómantík, húmor og litagleði einkenna myndir listakonunnar Álfheiðar Ólafsdóttur á sýningu hennar í Króki á Garðaholti sem opin er um helgar í þessum mánuði.

Ótrúlegustu gersemar á Flóamarkaðinum mikla

Elvar Sigurgeirsson ljósmyndari stendur fyrir Flóamarkaðinum mikla í skátaheimili Ægisbúa í íþróttahúsi Hagaskóla þar sem verður meðal annars hægt að fjárfesta í frumgerð af fótanuddtæki.

Gefast hvor öðrum í glænýjum smókingum

Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson skipuleggja nú giftingu sína eftir átján ára trúlofun og þar verður skemmtun og smekkvísi að sjálfsögðu í fyrirrúmi.

Ungstirni frá hinni vindasömu borg

Það er staðfest að rapparinn Vic Mensa mun hita upp fyrir stórstjörnuna Justin Bieber á tónleikum hans í Kórnum í september. Vic Mensa er ungur tónlistarmaður á uppleið en hann á enn eftir að gefa út sína fyrstu plötu þrátt fyrir viðburðarríkan feril.

Sjáðu konung allra ostborgara

Kokkurinn Leandro Diaz kemur frá Dóminíska lýðveldinu og hefur hann náð góðum tökum á því að útbúa einhvern rosalegasta ostborgara sem til er.

Tímalög sem pensilfarið skráir

Verkum listmálaranna Karls Kvaran (1924-1989) og Erlu Þórarinsdóttur er teflt saman á sýningunni Tímalög sem hefst í Listasafni Árnesinga í Hveragerði á morgun. Aðalheiður Valgeirsdóttir og Aldís Arnardóttir völdu verkin á sýninguna.

Erum algerlega á sömu bylgjulengd

Þau komust bæði á topp tíu listann í Idol stjörnuleit fyrir átta árum, Helgi Rafn tónskáld og Rannveig Káradóttir söngkona. Þau eru nú bestu vinir og bæði að gefa út diska, hann Castle in Air og hún Krot.

Sjá næstu 50 fréttir