Prófar sig áfram í eldhúsinu Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 13. ágúst 2016 09:30 Jóhannes Haukur býr til sikileyskt cannoli í fyrsta skipti. Mynd/Jóhannes „Ég bjó til ricotta-ost um daginn vegna þess að ég var að búa til sikileyskt cannoli í fyrsta skipti. Konan mín hefur viljað smakka cannoli frá því hún sá Don Altobello slafra þessu í sig í Godfather III,“ segir Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari spurður út í frumraun sína í ostagerð. Cannoli hefur einhvern veginn aldrei verið til neins staðar þar sem Rósa konan mín hefur leitað eftir þessu. Það eru nú komnir tveir áratugir síðan hún sá myndina og mér fannst tími til kominn að hún fengi að smakka á cannoli. Enda mitt hlutverk að láta drauma hennar rætast, hvort sem það er að ferðast til Havaí eða að fá sikileyskt cannoli á haustkvöldi í Reykjavík,“ segir Jóhannes léttur í bragði. Þar sem osturinn var hvorki til í Bónus né öðrum verslunum tók Jóhannes verkefnið í sínar hendur, enda á hann ekki langt að sækja hæfileikana í ostagerð, en faðir Jóhannesar er mjólkurfræðingur og margfaldur ostameistari. „Ég ráðfærði mig við pabba og það kom í ljós að það er mjög einfalt að framleiða þennan ost í eldhúsinu, og þar sem osturinn er í réttinum ákvað ég að það þýddi ekkert annað en að gera ostinn frá grunni,“ segir hann og bætir við að seinna hafi hann komist að því að osturinn fæst í Melabúðinni.Jóhannes HaukurAð matreiða cannoli er alls ekki fyrir byrjendur og óhætt er að segja að undirbúningur taki þó nokkurn tíma. „Ég las mér til um þennan rétt, sem er svona djúpsteikt skel með ostafyllingu. Fyllingin er blanda af ricotta-osti, þeyttum rjóma, negul, múskati og sítrónuberki. Þetta er talsverð vinna. Ég þurfti til dæmis að saga niður gardínustöng, pússa og þríbrenna í ofni til að geta djúpsteikt deigskelina sem er eins og hólkur,“ segir Jóhannes, sem að eigin sögn hafði virkilega gaman af öllu umstanginu í kring um cannoli-gerðina.Jóhannes HaukurHefur þú hugsað þér að leggja matargerð fyrir þig? „Ég hugsa að ég fari nú ekki að leggja þetta fyrir mig að öðru leyti en því að gera meira af þessu heima fyrir. Ég er í barneignafríi núna ásamt frúnni og hef því nokkuð rúman tíma. Það er dásamlegt að nýta þann tíma í að gera allskyns hluti með fjölskyldunni og prófa sig áfram í eldhúsinu. Að geta leyft sér að dunda í nokkra tíma á dag við að prófa nýjar uppskriftir er mjög gefandi og skemmtilegt. Krakkar hafa líka alltaf gaman af því að baka. Tala nú ekki um djúpsteikingu, það er mjög fljótlegt ferli fyrir óþolinmóð börn að taka þátt í. Dóttir mín trúði varla eigin augum þegar hún sá deigið steikjast á innan við mínútu,“ segir Jóhannes, en hann mun halda út til Newcastle í september, að leika í þáttunum The Last Kingdom fyrir BBC og Netflix. „Þetta er önnur sería sem er í framleiðslu núna og kemur út á næsta ári. Svo eru fleiri verkefni í farvatninu sem taka væntanlega við. Ég hef alltaf góðan tíma á milli þess sem ég fer út til að vinna svo ég er hvergi nærri hættur í eldhúsinu,“ segir Jóhannes að lokum. Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira
„Ég bjó til ricotta-ost um daginn vegna þess að ég var að búa til sikileyskt cannoli í fyrsta skipti. Konan mín hefur viljað smakka cannoli frá því hún sá Don Altobello slafra þessu í sig í Godfather III,“ segir Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari spurður út í frumraun sína í ostagerð. Cannoli hefur einhvern veginn aldrei verið til neins staðar þar sem Rósa konan mín hefur leitað eftir þessu. Það eru nú komnir tveir áratugir síðan hún sá myndina og mér fannst tími til kominn að hún fengi að smakka á cannoli. Enda mitt hlutverk að láta drauma hennar rætast, hvort sem það er að ferðast til Havaí eða að fá sikileyskt cannoli á haustkvöldi í Reykjavík,“ segir Jóhannes léttur í bragði. Þar sem osturinn var hvorki til í Bónus né öðrum verslunum tók Jóhannes verkefnið í sínar hendur, enda á hann ekki langt að sækja hæfileikana í ostagerð, en faðir Jóhannesar er mjólkurfræðingur og margfaldur ostameistari. „Ég ráðfærði mig við pabba og það kom í ljós að það er mjög einfalt að framleiða þennan ost í eldhúsinu, og þar sem osturinn er í réttinum ákvað ég að það þýddi ekkert annað en að gera ostinn frá grunni,“ segir hann og bætir við að seinna hafi hann komist að því að osturinn fæst í Melabúðinni.Jóhannes HaukurAð matreiða cannoli er alls ekki fyrir byrjendur og óhætt er að segja að undirbúningur taki þó nokkurn tíma. „Ég las mér til um þennan rétt, sem er svona djúpsteikt skel með ostafyllingu. Fyllingin er blanda af ricotta-osti, þeyttum rjóma, negul, múskati og sítrónuberki. Þetta er talsverð vinna. Ég þurfti til dæmis að saga niður gardínustöng, pússa og þríbrenna í ofni til að geta djúpsteikt deigskelina sem er eins og hólkur,“ segir Jóhannes, sem að eigin sögn hafði virkilega gaman af öllu umstanginu í kring um cannoli-gerðina.Jóhannes HaukurHefur þú hugsað þér að leggja matargerð fyrir þig? „Ég hugsa að ég fari nú ekki að leggja þetta fyrir mig að öðru leyti en því að gera meira af þessu heima fyrir. Ég er í barneignafríi núna ásamt frúnni og hef því nokkuð rúman tíma. Það er dásamlegt að nýta þann tíma í að gera allskyns hluti með fjölskyldunni og prófa sig áfram í eldhúsinu. Að geta leyft sér að dunda í nokkra tíma á dag við að prófa nýjar uppskriftir er mjög gefandi og skemmtilegt. Krakkar hafa líka alltaf gaman af því að baka. Tala nú ekki um djúpsteikingu, það er mjög fljótlegt ferli fyrir óþolinmóð börn að taka þátt í. Dóttir mín trúði varla eigin augum þegar hún sá deigið steikjast á innan við mínútu,“ segir Jóhannes, en hann mun halda út til Newcastle í september, að leika í þáttunum The Last Kingdom fyrir BBC og Netflix. „Þetta er önnur sería sem er í framleiðslu núna og kemur út á næsta ári. Svo eru fleiri verkefni í farvatninu sem taka væntanlega við. Ég hef alltaf góðan tíma á milli þess sem ég fer út til að vinna svo ég er hvergi nærri hættur í eldhúsinu,“ segir Jóhannes að lokum.
Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira