Prófar sig áfram í eldhúsinu Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 13. ágúst 2016 09:30 Jóhannes Haukur býr til sikileyskt cannoli í fyrsta skipti. Mynd/Jóhannes „Ég bjó til ricotta-ost um daginn vegna þess að ég var að búa til sikileyskt cannoli í fyrsta skipti. Konan mín hefur viljað smakka cannoli frá því hún sá Don Altobello slafra þessu í sig í Godfather III,“ segir Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari spurður út í frumraun sína í ostagerð. Cannoli hefur einhvern veginn aldrei verið til neins staðar þar sem Rósa konan mín hefur leitað eftir þessu. Það eru nú komnir tveir áratugir síðan hún sá myndina og mér fannst tími til kominn að hún fengi að smakka á cannoli. Enda mitt hlutverk að láta drauma hennar rætast, hvort sem það er að ferðast til Havaí eða að fá sikileyskt cannoli á haustkvöldi í Reykjavík,“ segir Jóhannes léttur í bragði. Þar sem osturinn var hvorki til í Bónus né öðrum verslunum tók Jóhannes verkefnið í sínar hendur, enda á hann ekki langt að sækja hæfileikana í ostagerð, en faðir Jóhannesar er mjólkurfræðingur og margfaldur ostameistari. „Ég ráðfærði mig við pabba og það kom í ljós að það er mjög einfalt að framleiða þennan ost í eldhúsinu, og þar sem osturinn er í réttinum ákvað ég að það þýddi ekkert annað en að gera ostinn frá grunni,“ segir hann og bætir við að seinna hafi hann komist að því að osturinn fæst í Melabúðinni.Jóhannes HaukurAð matreiða cannoli er alls ekki fyrir byrjendur og óhætt er að segja að undirbúningur taki þó nokkurn tíma. „Ég las mér til um þennan rétt, sem er svona djúpsteikt skel með ostafyllingu. Fyllingin er blanda af ricotta-osti, þeyttum rjóma, negul, múskati og sítrónuberki. Þetta er talsverð vinna. Ég þurfti til dæmis að saga niður gardínustöng, pússa og þríbrenna í ofni til að geta djúpsteikt deigskelina sem er eins og hólkur,“ segir Jóhannes, sem að eigin sögn hafði virkilega gaman af öllu umstanginu í kring um cannoli-gerðina.Jóhannes HaukurHefur þú hugsað þér að leggja matargerð fyrir þig? „Ég hugsa að ég fari nú ekki að leggja þetta fyrir mig að öðru leyti en því að gera meira af þessu heima fyrir. Ég er í barneignafríi núna ásamt frúnni og hef því nokkuð rúman tíma. Það er dásamlegt að nýta þann tíma í að gera allskyns hluti með fjölskyldunni og prófa sig áfram í eldhúsinu. Að geta leyft sér að dunda í nokkra tíma á dag við að prófa nýjar uppskriftir er mjög gefandi og skemmtilegt. Krakkar hafa líka alltaf gaman af því að baka. Tala nú ekki um djúpsteikingu, það er mjög fljótlegt ferli fyrir óþolinmóð börn að taka þátt í. Dóttir mín trúði varla eigin augum þegar hún sá deigið steikjast á innan við mínútu,“ segir Jóhannes, en hann mun halda út til Newcastle í september, að leika í þáttunum The Last Kingdom fyrir BBC og Netflix. „Þetta er önnur sería sem er í framleiðslu núna og kemur út á næsta ári. Svo eru fleiri verkefni í farvatninu sem taka væntanlega við. Ég hef alltaf góðan tíma á milli þess sem ég fer út til að vinna svo ég er hvergi nærri hættur í eldhúsinu,“ segir Jóhannes að lokum. Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
„Ég bjó til ricotta-ost um daginn vegna þess að ég var að búa til sikileyskt cannoli í fyrsta skipti. Konan mín hefur viljað smakka cannoli frá því hún sá Don Altobello slafra þessu í sig í Godfather III,“ segir Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari spurður út í frumraun sína í ostagerð. Cannoli hefur einhvern veginn aldrei verið til neins staðar þar sem Rósa konan mín hefur leitað eftir þessu. Það eru nú komnir tveir áratugir síðan hún sá myndina og mér fannst tími til kominn að hún fengi að smakka á cannoli. Enda mitt hlutverk að láta drauma hennar rætast, hvort sem það er að ferðast til Havaí eða að fá sikileyskt cannoli á haustkvöldi í Reykjavík,“ segir Jóhannes léttur í bragði. Þar sem osturinn var hvorki til í Bónus né öðrum verslunum tók Jóhannes verkefnið í sínar hendur, enda á hann ekki langt að sækja hæfileikana í ostagerð, en faðir Jóhannesar er mjólkurfræðingur og margfaldur ostameistari. „Ég ráðfærði mig við pabba og það kom í ljós að það er mjög einfalt að framleiða þennan ost í eldhúsinu, og þar sem osturinn er í réttinum ákvað ég að það þýddi ekkert annað en að gera ostinn frá grunni,“ segir hann og bætir við að seinna hafi hann komist að því að osturinn fæst í Melabúðinni.Jóhannes HaukurAð matreiða cannoli er alls ekki fyrir byrjendur og óhætt er að segja að undirbúningur taki þó nokkurn tíma. „Ég las mér til um þennan rétt, sem er svona djúpsteikt skel með ostafyllingu. Fyllingin er blanda af ricotta-osti, þeyttum rjóma, negul, múskati og sítrónuberki. Þetta er talsverð vinna. Ég þurfti til dæmis að saga niður gardínustöng, pússa og þríbrenna í ofni til að geta djúpsteikt deigskelina sem er eins og hólkur,“ segir Jóhannes, sem að eigin sögn hafði virkilega gaman af öllu umstanginu í kring um cannoli-gerðina.Jóhannes HaukurHefur þú hugsað þér að leggja matargerð fyrir þig? „Ég hugsa að ég fari nú ekki að leggja þetta fyrir mig að öðru leyti en því að gera meira af þessu heima fyrir. Ég er í barneignafríi núna ásamt frúnni og hef því nokkuð rúman tíma. Það er dásamlegt að nýta þann tíma í að gera allskyns hluti með fjölskyldunni og prófa sig áfram í eldhúsinu. Að geta leyft sér að dunda í nokkra tíma á dag við að prófa nýjar uppskriftir er mjög gefandi og skemmtilegt. Krakkar hafa líka alltaf gaman af því að baka. Tala nú ekki um djúpsteikingu, það er mjög fljótlegt ferli fyrir óþolinmóð börn að taka þátt í. Dóttir mín trúði varla eigin augum þegar hún sá deigið steikjast á innan við mínútu,“ segir Jóhannes, en hann mun halda út til Newcastle í september, að leika í þáttunum The Last Kingdom fyrir BBC og Netflix. „Þetta er önnur sería sem er í framleiðslu núna og kemur út á næsta ári. Svo eru fleiri verkefni í farvatninu sem taka væntanlega við. Ég hef alltaf góðan tíma á milli þess sem ég fer út til að vinna svo ég er hvergi nærri hættur í eldhúsinu,“ segir Jóhannes að lokum.
Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira