Fleiri fréttir

Bert á milli alla leið

Bjútíbomburnar Katy Perry og Selena Gomez eru með puttann á púlsinum hvað varðar tískuna.

Lestu þetta ef þú átt eldgamlan sjúskaðan varasalva

"Við erum að bjóða fólki að koma með gamla varasalva og skipta þeim út fyrir glænýja frá Burt´s Bees," segir Brynja Dan Gunnarsdóttir, markaðsfulltrúi Icepharma. Hún segir það staðreynd að margar snyrtivörur sem fólk notar dagsdaglega innihaldi óæskileg aukaefni.

Misheppnuð tilraun Aniston

,,Tölum um hvað þú varst misheppnuð baksviðs," segir Ellen DeGeneres þegar hún spjallaði við leikkonuna Jennifer Aniston, 44 ára, áður en þær horfðu saman á misheppnaða tilraun Jennifer til að bregða Ellen eða öllu heldur hræða baksviðs fyrir þáttinn eins og sjá má í myndskeiðinu.

Búðu eins og Matt Damon fyrir 2 milljarða

Stórleikarinn Matt Damon er búinn að setja glæsihýsi sitt í Miami á sölu og er verðmiðinn í veglegri kantinum. Tuttugu milljónir dollara eru settir á húsið, rúmir 2,3 milljarðar króna.

Helgarmaturinn - Hollt hrökkbrauð

Sigurlaug Margrét býr reglulega til þetta dásemdar hrökkbrauð sem hún borðar með hollum hummusi, hnetusmjöri, epli eða öðru góðgæti.

Dansað fyrir Davíð Olgeirs

Davíð Þorsteinn Olgeirsson, 34 ára, var að spila fótbolta 14. febrúar síðastliðinn með félögum sínum í Reykjavík þegar hann fékk bolta í höfuðið sem olli heilablæðingu. Blæðingin hafði áhrif á talstöðvar og hreyfigetu líkamans og lamaðist Davíð á hægri hlið líkamans. Nú tveimur mánuðum síðar er Davíð í endurhæfingu á Grensásdeild alla virka daga og fer í helgarfrí heim á Bifröst til fjölskyldu sinnar þar sem þau hafa búsetu. Framundan er löng og ströng endurhæfing og Davíð hefur nú þegar sýnt það að sannað að hann ætlar sér bara eitt, að ná fullum bata.

Tom Cruise fílar Ísland í botn

,,Hefur einhver komið til Íslands hérna?" spyr Tom Cruise meðal annars gesti í bandarískum spjallþætti þar sem hann sat fyrir svörum hjá Jimmy Kimmel þar sem Hollywoodstjarnan talar mjög fallega um Ísland það sem hann upplifði hér á landi þegar hann vann við tökur á myndinni Oblivion eins og sjá má í þessu myndskeiði:

Sýnir línurnar í GQ

Leikkonan Rosario Dawson er sjóðandi heit í maíhefti tímaritsins GQ. Þar situr hún fyrir í ansi efnislitlum klæðnaði.

Þótt hann sé formaður - er hann samt alltaf pabbi minn

"Það er mjög mikið að gera hjá pabba. Varla ein mínúta sem er óskipulögð hjá honum. Það að fara í pólitík af fullum krafti er gríðarlega stór ákvörðun. Þetta engin hefðbundin vinna og álagið ekki fyrir alla. Maður fer ekki í vinnuna klukkan átta og tekur síðan bindið af klukkan fjögur. Áreitið varir allan sólarhringinn, alla daga ársins."

Mér hefur aldrei fundist ég falleg

Kynbomba er orð sem flestum dettur í hug þegar nafnið Pamela Anderson er nefnt. Hún hefur prýtt forsíðu Playboy ellefu sinnum en er frekar óörugg með útlit sitt.

Tuttugu kílóum léttari

Athafnakonan Tori Spelling sýnir bikinílíkamann í nýjasta hefti Us Weekly. Hún eignaðist sitt fjórða barn, soninn Finn, í ágúst á síðasta ári og er búin að losa sig við meðgöngukílóin – og meira til.

Ég er ekki kyntákn

Dvergurinn Peter Dinklage, sem hefur gert það gott í sjónvarpsseríunni Game of Thrones, er ekki dæmigerð Hollywood-stjarna. Hann segist ekki vera kyntákn í viðtali við Playboy.

Pablo Francisco á leið til Íslands

Pablo Francisco er á leiðinni til Íslands og heldur uppistand í Hörpu í lok október. Hann er einn af vinsælustu grínistum heims og hefur komið fram um allan heim.

Gestir fylla tvær íbúðarblokkir

"Tónlistarfólkið verður um hundrað talsins og það gistir á gamla herhótelinu sem heitir nú Bed and Breakfast Keflavík. Svo eru um tvö hundruð gistipláss í boði fyrir gesti. "Íbúum“ svæðisins fjölgar því um þrjú hundruð manns þessa helgi,“ segir Tómas Young, sem skipuleggur tónlistarhátíðina All Tomorrow"s Parties. Hátíðin fer fram á Ásbrú í Keflavík helgina 28. til 29. júní.

Nýdönsk með árlega tónleika

"Eftir 25 ára afmælistónleikana í fyrra helltist yfir okkur löngun til að gera þetta aftur að ári. Þetta var svo einstök upplifun“, segir Jón Ólafsson, meðlimur í hljómsveitinni Nýdönsk. Hljómsveitin hefur nú ákveðið að blása til tónleika í Eldborgarsal Hörpunnar 21. september og er stefnan að stórtónleikar með sveitinni verði árlegur viðburður héðan í frá.

Fleiri erlendir listamenn boða komu sína

Það styttist í tónleikahátíðina Keflavík Music Festival sem verður haldin 7.-10. júní. Hefur nú verið greint frá komu þriggja erlendra atriða í viðbót.

Forsala hafin á Sónar

Í dag hefst forsala á tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík sem fer fram dagana 13. til 15. febrúar 2014 í Hörpu. Takmarkað magn miða verður í sölu á sérstöku verði, en þriggja daga miðar verða á 12.900. Fullt verð á hátíðina er 16.900 fyrir alla þrjá dagana. Hátíðin vakti mikla lukku er hún var haldin í fyrsta sinn hér á landi í byrjun árs. Icelandair hefur hafið sölu á sérstökum pakkaferðum á hátíðina. Fyrstu listamennirnir verða kynntir í maí en umfang hátíðarinnar verður stærra en síðast þar sem spilað verður á sex sviðum í Hörpu.

Í fótspor pabba

Dularfullur listi barst vefsíðunni Indiewire í gær. Listinn er sagður innihalda nöfn þeirra kvikmynda sem keppa um Gullpálmann á Cannes-kvikmyndahátíðinni í ár. Á meðal þeirra er Only God Forgives í leikstjórn Nicholas Winding Refn.

Netverslanir sameinast

"Ég var að fara í gang með netverslun og varð vör við að fólk virtist vera hrætt við að kaupa af netinu og vildi fá að þreifa á vörunni. Ég vissi til þess að nokkur netfyrirtæki með barnavörur hefðu áður tekið saman höndum um að halda svona markaði en það vantaði alveg markaði sem væru með alls konar vörur,“ segir Sísí Ásta Hilmarsdóttir.

Keppir um Gullpálmann

"Ég hef verið í skýjunum síðan ég fékk símtalið,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson leikstjóri en stuttmynd hans, Hvalfjörður, er ein af níu myndum sem keppa um Gullpálmann í Cannes í maí.

Þjálfari með útvarpsþætti um íslenska tónlist

"Ég er algert tónlistarnörd, þetta kemur í staðinn fyrir golfið hjá mér,“ segir Gunnlaugur Jónsson knattspyrnuþjálfari, sem síðustu mánuði hefur verið að undirbúa útvarpsþætti um íslenska tónlist sem nefnast Árið er… íslensk dægurlagasaga í tali og tónum.

Fermingargjöfin kastaði merfolaldi

"Við fengum merina afhenta í júníbyrjun og þá grunaði engan að hún gæti verið fylfull. Öllum að óvörum kastaði hryssan svo litlu merfolaldi í síðustu viku,“ segir Einar Örn Sigurdórsson, starfsmaður hjá Íslensku auglýsingastofunni, um skemmtilegan atburð sem átti sér stað í síðustu viku. Þá varð Urður Einarsdóttir, dóttir hans og Brynhildar Davíðsdóttur, óvænt einni merinni ríkari þegar hryssa sem hún hafði fengið í fermingargjöf kastaði litlu merfolaldi.

Býr heima hjá mömmu

Sjarmörinn Bradley Cooper er í viðtali í maíhefti tímaritsins Details. Þar segir hann meðal annars frá því að hann er búinn að búa með móður sinni Gloriu síðan í janúar árið 2011 þegar faðir hans Charles tapaði baráttunni við krabbamein.

Hætt saman

Marín Manda Magnúsdóttir nemi í fjölmiðlafræði og tónlistarmaðurinn Sverrir Bergmann eru hætt saman. Sverrir sendi frá sér sína fyrstu plötu í fjögur ár í nóvember á síðasta ári þar sem hann söng alfarið íslensk lög. Marín Manda hannaði meðal annars plötuumslagið hans. "Hún hefur meira vit á þessu en ég. Það er um að gera að leyfa henni að taka til hendinni þar." Veitti hún þér ekki innblástur við gerð plötunnar? "Hún studdi við bakið á mér eins og góðri konu sæmir," lét Sverrir hafa eftir sér þegar platan hans kom út.

Krækti sér í hús yfir milljarð

Söngkonan Christina Aguilera er búin að festa kaup á húsi í Beverly Hills sem kostaði hana tíu milljónir dollara, tæplega 1,2 milljarða króna. Húsið er búið sex svefnherbergjum og átta baðherbergjum og staðsett í hverfinu Mullholland Estates.

Þakklátur - biður Íslendinga um stuðning

Í byrjun apríl ræddi Visir við stýrimanninn Snorra Þór Guðmundsson 41 árs sem starfar á Vestmannaey VE 444. Þá sagði Snorri okkur að hann ætti eina ósk sem er að fá að taka þátt í siglingaskútukeppninni Clipper Round The World Yacht Race en til þess að verða valinn í siglingateymið þarf hann að sigra í kosningu á netinu.

Einvígi pastelpíanna

Pastellitir eru að gera allt vitlaust um þessar mundir og það fer ekki framhjá leikkonunum Söruh Hyland og Morenu Baccarin.

Vinir reka eitt elsta kaffihús borgarinnar

Sveinn Rúnar, Þura Stína og Geoffrey Þór hafa séð um rekstur kaffihússins Prikið frá því í desember. Þau höfðu öll unnið á staðnum áður, Sveinn frá árinu 2007.

Barokk Nordic Affect

"Á þessum tónleikum ætlum við að virða fyrir okkur tónlistarkennslu og hvaða leiðir tónlistarfólk fór á barokktímanum.“

Lokaverkefni Fashion Academy Reykjavík

Laugardaginn 13. apríl var tískusýning og útskrift hjá nemendum í förðun, ljósmyndun, stílista og módelskóla Fashion Academy Reykjavík. Tískusýningin er eitt af lokaverkefnum nemenda sem voru að klára tveggja mánaða námskeið hjá skólanum en þar er mikið er lagt upp úr samvinnu nemenda og að þeir vinni að raunverulegum verkefnum. Þema sýningarinnar var ,,summer street style” og mátti greinilega sjá að skærir litir verða í tísku í sumar. Fyrirsætur voru ungir krakkar úr módelskólanum en einnig voru nokkrar Elite fyrirsætur með í sýningunni.

Sjáðu þetta - Margrét Gnarr getur sko sungið

"Við vorum búin að tala um að vinna saman í svona ár þangað til við létum verða af því. Þetta byrjaði með jólahlaðborði Sporthússins þar sem við vorum beðin um að spila saman og núna síðastliðnu helgi tókum við nokkur lög á árshátíðinni í Sporthúsinu," segir Margrét Edda Gnarr fitnessdrottning sem flytur lagið Stúlkan sem starir á hafið við undirleik Benjamíns Þórs Þorgrímssonar í meðfylgjandi myndskeiði.

Heiðar Austmann fékk meðferð við appelsínuhúð

Útvarpsmaðurinn Heiðar Austmann hringdi inn í sjónvarpsþáttinn Megatíminn sem er á dagskrá á Skjá einum á miðvikudagskvöldum þar sem hann vann rándýran dekurpakka að verðmæti 135 þúsund krónur. Um var að ræða djúpnuddmeðferð við appelsínuhúð og fleira eins og sjá má í myndskeiðinu.

Sjá næstu 50 fréttir