Fleiri fréttir

Hvetja til myndatöku

Gestir á tónleikum Mika í Silfurbergi í Hörpunni 18. desember eru hvattir til að mynda söngvarann og sjálfa sig og setja á opinbera Facebook-síðu Mika eftir tónleikana. Þetta er heldur óvenjuleg beiðni því venjulega eru tónlistarmenn ekki ánægðir með að gestir taki mikið af myndum á tónleikunum sínum. Örfáir miðar eru eftir en eins og Fréttablaðið greindi frá mun Páll Óskar hita upp. Með Palla uppi á sviði verða dansarar og má því búast við flottu upphitunaratriði.

Samningur í Bandaríkjunum

Bandaríski útgáfurisinn St. Martin‘s Press hefur tryggt sér Auðnina og Ég man þig eftir Yrsu Sigurðardóttur. Í vor kom Aska út undir merkjum forlagsins en áður höfðu Þriðja táknið og Sér grefur gröf verið gefnar út í Bandaríkjunum. Bandaríkin eru einn erfiðasti markaður í heimi fyrir þýðingar en þýddar bækur eru innan við tvö prósent útgefinna titla. Útgáfan St. Martins"s Press er með aðsetur í hinni sögufrægu Flatiron-byggingu á miðri Manhattan í New York, sem hefur komið við sögu í mörgum kvikmyndum, þar á meðal Spider-Man.

Heimilislegt og blátt áfram

Stafrænn Hákon er tónlistarsjálf Ólafs Josephssonar sem hefur fengist við tónlist síðan seint árið 1999, en segja má að hann hafi verið hluti þeirrar "lo-fi“-hreyfingar sem var áberandi á Íslandi um síðustu aldamót. Ætla mætti að Stafrænn Hákon sé farinn að kunna vel til verka með slíka reynslu á bakinu, og það er einnig raunin.

Skálað fyrir Mýrinni og Mar

Fjölmennt var í opnun hönnunarbúðarinnar Mýrarinnar og veitingastaðarins Marar við Geirsgötu í vikunni. Opið er á milli búðarinnar og veitingahússins sem eru kærkomin viðbót í annars fjölbreytta flóru búðar og matsölustaða á hafnar- svæðinu. Matargerð Mar

Íslenskar bækur leita í bíóhúsin

Fjölmargir kvikmyndaréttir að bókum hafa gengið kaupum og sölum undanfarinn áratug og fer þessum viðskiptum fjölgandi með hverju árinu.

Ég vil borða og fá brjóst og rass

Fyrirsætan Kelly Brook gerir sér lítið fyrir og módelar sjálf í nýrri auglýsingaherferð fyrir nærfatalínu sína fyrir verslunarkeðjuna New Look.

Er þessi ekki aðeins of gagnsær?

Söngkonan Ellie Goulding reyndi sem hún gat að stela senunni á frumsýningu kvikmyndarinnar Les Misérables í London á miðvikudagskvöldið.

Nenna ekki að fela ástina lengur

Leikkonan Scarlett Johansson smellti ástríðufullum kossi á franska blaðamanninn Romain Dauric er þau yfirgáfu hótel í New York og fóru að fá sér morgunmat í vikunni.

Einhleyp í íbúð við ströndina

Plötusnúðurinn Samantha Ronson losaði sig við íbúð sína í Los Angeles fyrr í mánuðinum og er nú búin að kaupa sér tæplega 110 fermetra íbúð við ströndina í Santa Monica.

Greinilega stórstjarna hér á ferð

Poppprinsessan Britney Spears stal senunni í nýjasta þætti X Factor. Britney, sem gegnir hlutverki dómara og lærimeistara í þættinum, leit stórkostlega út á stóra sviðinu.

Ekki er allt sem sýnist í Hollywoodheimi

Leikkonan Mila Kunis, 29 ára, var mynduð yfirgefa nuddstofu í Kaliforníu óförðuð klædd í gallabuxur með vatnsflösku í hendi. Eins og sjá má á myndunum er Hollywoodstjarnan eins og hver önnur 29 ára kona því ekki er allt sem sýnist í Hollywood þegar fræga fólkið mætir á rauða dregilinn uppábúið og fínt. Á endanum erum við öll ósköp venjuleg.

Legend rýkur upp listana vestanhafs

Ný plata sveitarinnar Legend, með Krumma Björgvinsson, fremstan í flokki, rýkur upp sölulista iTunes vestanhafs. Fór inn á topp 20 í Kanada á nokkrum dögum og er að nálgast topp 100 í Bandaríkjunum.

Ásdís Halla: Finnur tækifæri í hverri ógn

Ásdís Halla Bragadóttir er kraftmikil fjölskyldukona sem leggur sig nú fram við uppbyggingu á dvalarheimili fyrir einstaklinga sem kjósa að láta sér líða vel. Hún ræðir aðventuna, stjórnmál, bróðurmissinn og hennar sýn á lífið og tilveruna.

Og það var... stelpa!

Ofurfyrirsætan Gisele Bundchen, 32 ára, og eiginmaðu rhennar, Tom Brady, eignuðust sitt annað barn, stúlkuna Vivian Lake Brady, á miðvikudaginn var. Fyrirsætan setti mynd af hendi stúlkunnar á Twitter síðuna sína stuttu eftir að hún kom í heiminn. Fyrir eiga þau drenginn Benjamin.

Barnaleikarar verða rokkstjörnur

Söng og leikkonan Miley Cyrus er ekki ein um það að hafa byrjað feril sinn sem barnastjarna á hvíta tjaldinu og fært sig svo yfir í tónlistina, þvert á móti er það mjög algengt þegar saga barnastjarna í Hollywood er skoðuð.

Rokkstjarna í jólaskapi

Rokkstjarnan Pink var mynduð við jólainnkaupin í Harrods í vikunni. Sást stjarnan meðal annars með fallegan, loðin bangsa í fanginu á leið sinni út- eflaust fyrir dóttir sína Willow Sage.

Kynbomba í feldi

Baywatch stjarnan og kynbomban, Carmen Electra var flott á því þegar hún yfirgaf sjónvarpsþáttinn, The Wendy Williams Show í New York í gær íklædd feldi og öðrum flottheitum.

Steed Lord í Dans dans dans

Svala Björgvins og meðlimir í hljómsveitinni Steedlord eru nýlent frá LA og ætla að mæta í úrslitaþátt Dans Dans Dans á laugardaginn. Þar flytja þau lagið sitt Precognition sem var einnig notað í sjónvarpsþáttunum So you think you can Dance. Svala Björgvins er þekkt fyrir litríka og skemmtilega sviðsframkomu - það verður spennandi að sjá atriðið þeirra á morgun.

Gjörsamlega búin á því

Raunveruleikastjarnan og leikkonan, Tori Spelling á miklu barnaláni að fagna en það hefur svo sannarlega tekið sinn toll af henni enda búin að fæða fjögur börn á aðeins fimm árum.

Edda Björgvins með útgáfuhóf

Edda Björgvins leikkona fagnaði í vikunni ásamt vinum og fjölskyldu á Kaffitári í Borgartúni útkomu bókarinnar "Dagbók Eddu Björgvins".

Iðunn fagnar 30 ára höfundarafmæli

Hvorki meira né minna en 30 ára höfundarafmæli rithöfundarins Iðunnar Steinsdóttur var fagnað í vikunni í húsnæði Sölku útgáfu. Eins og sjá má á myndunum mættu margir til að fagna með Iðunni sem fékk ófaa blómvendina og hlýjar kveðjurnar.

Afmæli Gissurar fagnað með söng

Það er sjaldan sem fréttamaðurinn og gleðigjafinn Gissur Sigurðsson verður kjaftstopp. Það gerðist þó í morgun þegar Gissur Páll Gissurarson, sonur hans, og Kristján Jóhannsson óperusöngvari sungu fyrir hann afmælissönginn að beiðni góðs vinar á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Gissur, sem hefur verið fréttamaður um áratugaskeið, fagnar 65 ára afmæli í dag.

Skutla bílunum heim fyrir ölvaða fólkið

Keyrðu mig heim nefnist nýstofnað fyrirtæki sem sérhæfir sig í bílstjóraþjónustu fyrir ölvaða. Félagarnir Ómar Þröstur Hjaltason og Kristinn Sævar Magnússon eru með bílstjóra á sínum snærum sem sækja samkvæmisljón í bæinn og skutla þeim heim á þeirra eigin bíl.

Hanna sérstaka lyfjapoka

Mary-Kate og Ashley Olsen hafa tekið höndum saman við listamanninn Damien Hirst og munu hanna nokkuð einstaka bakpoka í takmörkuðu upplagi.

Skuldar skattinum

Vandræði Lindsay Lohan virðast engan endi ætla að taka því skatturinn hefur nú fryst bankainnistæður leikkonunnar vegna vanskila. Tmz.com sagði frá þessu fyrir skemmstu.

Fín fyrir fastagestina

Ballhljómsveit rifjar upp gamla slagara. Þetta er plata sem reikna má með að fastagestir á dansleikjum með sveitinni taki fagnandi.

Léttsveitin söng inn jólin

Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur hélt eftirminnilega aðventutónleika í Langholtskirkju í kvöld fyrir fullri kirkju. Tónleikarnir voru frábærir að mati gesta. Meðfylgjandi myndir voru teknar af meðlimum kórsins baksviðs í kvöld. Aðrir aðventutónleikar Léttsveitarinnar verða laugardaginn 8. desember næstkomandi klukkan 16:00.

Tók Hollywood-glamúrinn alla leið

Leikkonan Anne Hathaway var í einu orði sagt stórglæsileg þegar hún gekk rauða dregilinn á frumsýningu Les Misérables í London í gærkvöldi.

Við erum bara vinir

Fyrirsætan Miranda Kerr og leikarinn Leonardo DiCaprio voru mjög innileg í teiti um síðustu helgi og byrjaði slúðurpressan strax að draga þær ályktanir að eitthvað væri á milli þeirra.

Breskar bombur berjast

Leikkonan Emily Blunt og frægasta systir í heimi, Pippa Middleton, eru báðar smekkkonur þegar kemur að fötum.

Alvöru stelpuslagur í Hollywood

Raunveruleikastjarnan Brandi Glanville vill ekki að kántrísöngkonan LeAnn Rimes komi nálægt sonum sínum, Mason og Jake, sem hún á með núverandi eiginmanni LeAnn, Eddie Cibrian.

Sagan á bak við Clinique

Árið 1967 tók blaðamaðurinn Carol Phillips viðtal við einn fremsta húðlækni þess tíma, Dr. Norman Orentreich, fyrir bandaríska tímaritið Vogue. Í viðtalinu sem bar titilinn "Can Great Skin Be Created?“, á ensku eða "Er hægt að búa til fallega húð?“ á íslensku, var leitast við að svara þeirri spurningu með lýsingu á einfaldri hugmynd sem átti eftir að marka tímamót í snyrtivöruframleiðslu. Í greininni lýsir Dr. Orentreich hvernig hægt sé að gera húðina fallegri og heilbrigðari.

Konur í smóking

Þegar styttist í hátíðarnar má sjá konur í smóking í auknu mæli. Eins og sjá má á meðylgjandi myndum þarf smóking ekki að vera herralegur í sniðinuheldur þvert á móti.

Blússandi hamingja eftir brúðkaupið

Leikkonan Jessica Biel, 30 ára, og eiginmaður hennar, poppstjarnan Justin Timberlake, leiddust áberandi hamingjusöm, þegar þau mættu í teiti sem fram fór í New York í gærkvöldi. Eins og sjá má á myndunum er Jessica stórglæsileg klædd í myntugrænan kjól og skó í sama lit. Það verður seint sagt að Jessica sé ekki ein glæsilegasta leikkonan í Hollywood.

Ásdís Halla prýðir forsíðu Lífsins

Ásdís Halla Bragadóttir prýðir forsíðu Lífsins á morgun, föstudag. Ásdís er kraftmikil fjölskyldukona sem leggur sig um þessar mundir fram við uppbyggingu á dvalarheimili fyrir einstaklinga sem kjósa að láta sér líða vel. Þessi kraftmikla kona ræðir aðventuna, stjórnmál, bróðurmissinn og hennar sýn á lífið og tilveruna.

Kate líður betur núna

Katrín Middleton hertogaynjan af Cambridge brosti til fréttamanna sem biðu í ofvæni fyrir utan King Edward sjúkrahúsið í London í dag þar sem hún hefur legið undanfarna daga vegna alvarlegrar morgunógleði í kjölfar þess að hún er barnshafandi. Eins og sjá má á myndunum fylgdi Vilhjálmur Bretaprins eiginkonu sinni út af sjúkrahúsinu. Í tilkynningu frá bresku konungsfjölskyldunni segir að þau hjónin hafi haldið til Kensington hallar en þar mun Kate dvelja á næstunni og hvíla sig.

Heitt að vera með hatt

Það þykir sjóðandi heitt að vera með hatt á höfði um þessar mundir. Það fer eflaust ekki hvaða hattur sem er hverjum sem er, þar af leiðandi þarf að máta og prófa þar til rétti hatturinn finnst.

Er þetta málið?

Breska söngkonan Alexandra Burke hefur augljóslega ákveðið að breyta aðeins um stíl og er óhætt að segja að hún sé komin svolítið langt frá upprunanum.

Fimmtug Demi flippar út

Leikkonan Demi Moore, 50 ára, var mynduð á skemmtistaðnum Chanel Beachside BBQ í Miami með Lenny Kravitz í gærkvöldi. Þar var einnig unnusta George Clooney, Stacy Keibler. Demi dansaði á milli þess sem hún flippaði og þambaði orkudrykki eins og sjá má á myndunum. Nú furðar pressan vestan hafs sig á því hvernig Demi sem á þrjú börn hagar sér eftir að hún skildi við leikarann Ashton Kutcher. Hún er allavegana að skemmta sér - er það ekki hið besta mál?

Sjá næstu 50 fréttir