Fleiri fréttir

Vinna með lagasmið Willow

Hljómsveitin The Charlies sendi frá sér nýtt tónlistarmyndband í gær við lagið Hello Luv. Lagið er eftir lagahöfundinn Jukebox en sá samdi einnig lagið Whip My Hair með Willow Smith.

Partípinni Pamela Anderson

Pamela Anderson, 45 ára, virðist taka djammið föstum tökum þessa dagana. Myndirnar af henni sem teknar voru í VIP herbergi á skemmtistað...

Nýr ilmur frá Lady Gaga

Lady Gaga olli engum vonbrigðum frekar en fyrri daginn þegar hún frumsýndi nýjan ilm í versluninni Sephora í París um helgina. Fatnaður söngkonunnar var mjög sérstakur og minnti helst á einhverskonar geimbúning en hún gat sig varla hreyft í honum. Við dressið bar hún svo risastór sólgleraugu og var með túberað hár. Margt var um manninn í versluninni enda margir beðið spenntir eftir nýja ilminum.

Útgáfutónleikar Ásgeirs Trausta

Meðfylgjandi má sjá myndir sem teknar voru á útgáfutónleikum Ásgeirs Trausta á Faktorý en platan hans Dýrð í dauðaþögn sem seldist upp á sex dögum, trónar í fyrsta sæti Tónlistans og hefur fengið einróma lof gagnrýnenda. Facebooksíða Ásgeirs Trausta.

Ofurmamman Jennifer Garner

Það var glatt yfir leikkonunni Jennifer Garner og dóttur hennar Violet in Brentwood um helgina. Eyddu mæðgurnar degi saman og kíktu í búðir með góðum árangri. Garner sem á orðið þrjú börn tekur móðurhlutverkið mjög alvarlega og er dugleg að sinna börnum sínum í sitt hvoru lagi sem og saman.

Hreimur Örn gefur út nýtt lag

"Ég setti saman skemmtilegt myndskeið á Youtube frá mínum ferðum um landið og miðin undanfarið ár og ég vona að þið hafið gaman af. Þetta er ég með flestum af mínum nánustu vinum úr tónlistarbransanum á góðum stundum...

Slétt sama í eins bol

Hollywoodstjörnurnar Mila Kunis og Ashton Kutcher klæddust eins bolum og ekki ósvipuðum gallabuxum þegar þau röltu um götur New York borgar um helgina. Þau leiddust, föðmuðust og hlógu eins og sjá má ef myndasyrpan hér er skoðuð...

Stjörnurnar elska líka slúðrið

Já, stjörnurnar liggja líka yfir slúðurblöðunum eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem tekin var af Kim Kardashian á Sydney Kingsford-Smith flugvellinum um helgina. Sást raunveruleikastjarnan flettta hverju blaðinu á fætur öðru en oftar en ekki er það hún og hennar fjölskylda sem prýðir forsíður blaðanna.

Eltir konur vestur um haf

Jón Ársæll var að sanka að sér efni í nýja þáttaröð af Sjálfstæðu fólki sem fer í loftið á sunnudaginn.

Veisla fyrir augu og eyru

Hljómsveitin Nýdönsk hefur verið að í aldarfjórðung og af því tilefni var boðið til afmælistónleika. Og stórafmælum dugar ekkert minna en Eldborgarsalur í Hörpunni.

Hannar fyrir stórfyrirtæki í Suður-Kóreu

Sigríður Heimisdóttir iðnhönnuður hefur hannað heimilislínu fyrir suður-kóreska stórfyrirtækið Jaju. Fyrirtækið er í eigu barnabarns stofnanda Samsung-samsteypunnar.

Grín-endurfundir

Í kvöld kemur í ljós hvort lengi lifi í gömlum glæðum.

Baggalútur blæs til þriðju jólatónleikanna

Baggalútur hefur ákveðið að bæta við þriðju jólatónleikum sínum laugardaginn 15. desember enda hefur aðsóknin verið slík að þegar er uppselt á tvenna jólatónleika.

Auðvitað er kómík alls staðar

Nína Dögg Filippusdóttir hefur verið áberandi í leiklistinni undanfarin ár, í sýningum Vesturports sem hún og maður hennar, Gísli Örn Garðarsson, stofnuðu ásamt hópi fólks, í kvikmyndum og hjá Borgarleikhúsinu. Um næstu helgi stígur hún á svið í aðalhlutverki í Á sama tíma að ári. Friðrika Benónýsdóttir ræddi við hana um sýninguna, Vesturport, skrifin og draumana.

Tískublogg fagnar á Borginni

Tískubloggsíða Tinnu Alavis og Brynju Norðfjörð, Secrets.is, hélt teiti á Hótel Borg á föstudagskvöldið. Fjölmenni mætti og fylgdist meðal annars með veglegri tískusýningu sem Bragi Kort ljósmyndari myndaði. Skoða má myndirnar hér. Skoða tískubloggið hér.

Gullgyðja með myndarlega brjóstaskoru

Jennie Garth, sem er hvað best þekkt fyrir að leika Kelly í sjónvarpsþáttunum Beverly Hills 90210, geislaði í orðsins fyllstu merkingu í partíi til að hita upp fyrir Emmy-verðlaunahátíðina...

Baywatch-bjútí reynir að grenna sig

Leikkonan Nicole Eggert skellti sér í kraftgöngu með dótturina Keegan í Los Angeles um helgina. Hún losnaði ekki við paparassana sem virðast vera á hverju strái en Nicole hefur verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarið...

Látið mig í friði!

Ólétta fyrirsætan Gisele Bundchen fílaði aldeilis ekki að ljósmyndarar væru að elta hana á röndum í Boston á föstudaginn...

Bert á milli og bling

Ungstirnið Miley Cyrus sýndi tónaðan magann í athyglisverðu dressi á iHeartRadio-tónlistarhátíðinni í Las Vegas um helgina..

Skiptir sér milli Scala og Hörpu

Tómas Tómasson barítón er orðinn meðal fremstu óperusöngvara Íslands. Í haust fer hann með burðarhlutverk í Lohengrin eftir Wagner í Scala-óperunni í Mílanó, ásamt Jonasi Kaufman. Áður en að því kemur syngur hann í Zürich í Sviss og í Il Trovatore í Íslensku óperunni. Gunnþóra Gunnarsdóttir hringdi í kappann og forvitnaðist um sönglífið og frægðina.

Þetta atriði sló í gegn á afmælistónleikum Nýdanskrar

Meðfylgjandi myndband var tekið á fyrri afmælistónleikum Nýdanskrar í Eldborgarsal í Hörpunni í gærkvöldi þegar Unnsteinn Manuel Stefánsson úr hljómsveitinni Retro Stefson söng lagið Fram á nótt með Nýdönsk...

Víkingur Heiðar og önnur hugmynd um norðrið

Á þriðjudaginn kemur hefði kanadíski píanóleikarinn Glenn Gould orðið áttræður. Þann dag heldur Víkingur Heiðar Kristjánsson píanóleikari tónleika í Hörpu undir yfirskriftinni Önnur hugmynd um norðrið. Heitið kallast á við útvarpsþætti sem Gould gerði, The Idea of North, en í þeim talaði Gould við íbúa sem bjuggu á afskekktum slóðum í Kanada.

Nýtt íslenskt verk frumsýnt í Skotlandi

"And the Children Never Looked Back“ eftir leikskáldið Sölku Guðmundsdóttur verður frumsýnt í Oran Mor-leikhúsinu í Glasgow á mánudag og sýnt út vikuna. Leikstjóri er Graeme Maley, sem setti meðal annars upp Djúpið eftir Jón Atla Jónasson við sama leikhús fyrir þremur árum, og segir Salka að hann hafi í raun átt frumkvæðið að verkinu.

Verst nærbuxnatökum

Rokkaradóttirin Kelly Osbourne hefur ýmis brögð uppi í erminni til að koma í veg fyrir að papparassa-ljósmyndarar nái myndum af hennar allra heilagasta. Í sjónvarpsviðtali nýverið lýsti Osbourne reynslu sinni af ljósmyndurum sem hreinlega leggjast á hnén gagngert til að ná myndum af nærbuxum til að selja slúðurblöðum. „Þeir eru stundum svo svæsnir að þeir leggjast á hnén til að ná góðu skoti upp pilsfaldinn hjá manni. Besta vörnin er að sparka í átt til þeirra. Þá láta þeir þetta svæði vera,“ segir Osbourne, sem hefur þó skilning á starfi ljósmyndaranna. „Þetta er fylgifiskur frægðarinnar og það hjálpar að vera almennilegur við þá. Þetta er nú einu sinni vinnan þeirra, þótt við hötum þetta.“

Giftir sig í Valentino

Leikkonan Anne Hathaway trúlofaðist leikaranum Adam Shulman í nóvember í fyrra eftir þriggja ára tilhugalíf. Brúðkaupið er á næsta leyti og staðfestir hönnuðurinn Valentino Garavani að Anne muni ganga upp að altarinu í Valentino-kjól.

Veitir fólki innblástur með risaverki

"Það þarf að lífga upp á þetta hverfi því þarna er lítið útsýni. Vonandi veitir þessi mynd fólki innblástur,“ segir listakonan Rafaella Brizuela Sigurðardóttir.

Rihanna á strippklúbb

Barbados-bjútíið Rihanna ákvað að skella sér á strippklúbb í vikunni og deildi auðvitað reynslu sinni á Twitter.

Syngur um Eydísi á eitíslegri plötu

„Er ég að syngja til konu sem heitir Eydís eða er söngvarinn bara svona linmæltur og saknar níunda áratugarins? Það er spurningin sem hlustendur verða að velta fyrir sér,“ segir Felix Bergsson um nýtt lag sitt, Eydís, sem hljómað hefur ótt og títt á öldum ljósvakans síðustu daga. Lagið, sem Felix segir að verði meðal annars fáanlegt á Tónlist.is á næstu dögum, er það fyrsta af væntanlegri plötu sem söngvarinn vinnur nú að ásamt Jóni Ólafssyni.

Master of Puppets best

Master of Puppets með Metallica hefur verið kjörin besta þungarokksplata allra tíma af lesendum bandaríska tímaritsins Rolling Stone. Í öðru sæti lenti Paranoid með Black Sabbath, og Sabbath átti einnig plötuna í þriðja sæti sem er samnefnd sveitinni.

Júlíus Kemp kveikir líf í Korteri

„Ég taldi einfaldlega að sagan væri gott efni í kvikmynd,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Júlíus Kemp. Framleiðslufyrirtæki hans og Ingvars Þórðarsonar, Kvikmyndafélag Íslands, hefur fest kaup á kvikmyndaréttinum að skáldsögunni Korter eftir Sólveigu Jónsdóttur.

Sigurjón digri vígður formlega

Það vantar ekki frumlegheitin og fjörið þegar þeir Simmi og Jói eiga í hlut en þeir vígðu nýjan hamborgara á Hamborgarafabrikkunni, í gær sem ber nafnið Sigurjón digri, og sömuleiðis eina frægustu tertu Íslandssögunnar, Astraltertu, sem aldrei hefur verið bökuð áður. Sigurjón digri og Astraltertan komu fyrir í Stuðmannamyndinni Með allt á hreinu eins og alþjóð veit en myndin er þrjátíu ára um þessar mundir. Eins og sjá má á myndunum mætti hljómsveit allra landsmanna, Stuðmenn, og tóku lagið Sigrujón digra við mikinn fögnuð matargesta Hamborgarafabrikkunnar. Sindri Sindrason mætti á staðinn en vigslan sýnd í Íslandi í dag á Stöð 2 á mánudaginn kemur strax að loknum kvöldfréttum.

Miley Cyrus spreðar í sportbíl

Turtildúfurnar Miley Cyrus og Liam Hemsworth eiga greinilega nægan pening því þær keyptu sér nýverið McLaren-sportbíl á eitthvað yfir tvö hundruð þúsund dollara, tæpar 25 milljónir króna.

Sjá næstu 50 fréttir