Fleiri fréttir

Plötusala eykst um 30 prósent

Hljómplötusala á Íslandi er þrjátíu prósentum meiri í ár en á sama tíma í fyrra. Nýjustu afurðir stórlaxanna Mugisons, Helga Björns, Páls Óskars og Bubba hafa mikið þar að segja. Sem dæmi seldu bæði Mugison og Páll Óskar plötur sínar í yfir eitt þúsund eintökum í síðustu viku og rjúka þær því út eins og heitar lummur þessa dagana. „Félag hljómplötuframleiðenda sendi frá sér fréttatilkynningu í ágúst um mjög góða sölu það sem af er ári og það er að aukast með hverri vikunni sem líður,“ segir Eiður Arnarsson hjá Senu.

Glee heiðrar Michael Jackson

Sjónvarpsþátturinn Glee heiðrar minningu poppkóngsins Michaels Jackson í janúar á næsta ári. Þátturinn mun snúast um plötuna Thriller, sem er mest selda plata allra tíma. Þátturinn hefur áður heiðrað listamenn á borð við Britney Spears, Madonnu og hljómsveitina Fleetwood Mac með svipuðum þáttum.

Dreymdi að hún skrifaði bók og ynni til verðlauna

Bryndís Björgvinsdóttir er ungur rithöfundur sem hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin í ár. Fyrsta upplag er uppselt og annað í prentsmiðju, og Flugan sem stöðvaði stríðið er bók mánaðarins á Bókamessunni í Frankfurt.

RÚV biðst afsökunar á Djöflaeyjunni

„Þeir fengu alveg skýr fyrirmæli eins og aðrir fjölmiðlar um að ekki mætti sýna þessa persónu,“ segir Snorri Þórisson, eigandi Pegasus. Í innslagi menningarþáttarins Djöflaeyjunnar um tökur Game of Thrones hér á landi mátti sjá bregða fyrir persónu úr annarri þáttaröðinni sem framleiðendur þáttanna höfðu lagt blátt bann við að yrði notuð í umfjöllun íslenskra fjölmiðla.

Rokkprófið: Jón Jónsson vs. Matti Matt

Söngvararnir Jón Jónsson og Matti Matt kljást í hinum klassíska bardaga, rokkprófinu. Hvenær voru þeir síðast handteknir? Hvað með óskilgetnu afkvæmin? Hvað er málið með Helga Björns?

Við gerum það sem við gerum

HAM rankaði heldur betur við sér í sumar og sendi frá sér plötuna Svik, harmur og dauði. Platan hefur fengið frábæra dóma og tónleikar hljómsveitarinnar, þótt fáir séu, eru ávallt eins og í gamla daga: Troðfullir af sveittum aðdáendum.

Kempur teknar inn í Frægðarhöllina

Hljómsveitirnar Guns N‘ Roses, Red Hot Chili Peppers og Beastie Boys eru á meðal þeirra sem teknar verða inn í Frægðarhöll rokksins á næsta ári. Athöfnin fer fram í Cleveland í Bandaríkjunum á næsta ári.

Magni vinnur með Kenneth Branagh

„Ég má bara eiginlega ekkert tjá mig um málið. Ég er bundinn trúnaði og það er bara eins gott að standa við það," segir Guðmundur Magni Ágústsson kvikmyndatökumaður. Hann stjórnaði tökum í sjónvarpsseríu BBC, breska ríkissjónvarpsins, um sænska lögreglumanninn Wallander sem Kenneth Branagh leikur.

Vel heppnuð rokkplata

Þessi fjórða plata Hljómsveitarinnar Ég byggir á svipuðum grunni og fyrri verk sveitarinnar. Áhrif frá hippatónlist sjöunda áratugarins eru greinileg og hérna er samspil gítars, bassa og trommu stórgott.

Dreymir þig Svik, Harm og dauða?

HAM sendi frá sér plötuna Svik, harmur og dauði fyrr á þessu ári. Platan hefur fengið frábæra dóma, sem segir okkur að ef þú átt hana ekki nú þegar, þá dreymir þig um að eignast hana.

Sumir kjólar smellpassa

Leikkonan Jessica Biel, 29 ára, var glæsileg í hvítum Victoriu Beckham kjól þegar hún mætti í sjónvarpsviðtal hjá David Letterman í New York í gær eins og sjá má á myndunum. Jessica hefur nóg að gera við að kynna kvikmyndina New Year's Eve vestan hafs.

Korn daðrar við dubstep

Tíunda plata rokkaranna í Korn er komin út. Núna daðra þeir við dubstep og annars konar danstónlist með áhugaverðum árangri. Bandaríska rokksveitin Korn gaf fyrir skömmu út sína tíundu hljóðversplötu, The Path of Totality.

Arnaldur missti toppsætið til Yrsu

„Þetta eru bæði góðar fréttir og ömurlegar fréttir,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Bjarti & Veröld. Athygli hefur vakið að bóksölulistinn sem hefur birst vikulega í gegnum árin var hvergi sjáanlegur í síðustu viku. Þá gerðist það einmitt í fyrsta sinn í tíu ár að Arnaldur Indriðason átti ekki vinsælustu íslensku skáldsöguna, heldur Yrsa Sigurðardóttir, skjólstæðingur Péturs Más, með bókina Brakið.

Adele slær Amy Winehouse við

Plata bresku söngkonunnar Adele, 21, er orðin mest selda plata þessa árþúsunds í Bretlandi, og hefur selst í meira en 3,4 milljónum eintaka.

Föstudagurinn langi

Hljómsveitin Úlfur Úlfur sendir frá sér fyrstu plötuna sína á laugardaginn. Yrkisefni plötunnar er einlæg blanda af drykkju, partíi, ríðingum og öllu því.

Lindsay Lohan og Steve Jobs í Playboy

Bandaríska leikkonan Lindsay Lohan verður á forsíðu tímaritsins Playboy í næsta mánuði. Á morgun verður Lohan gestur í spjallþætti Ellen DeGeneres þar sem hún mun kynna myndaröðina.

Miller er Tippi Hedren

Sienna Miller fer með hlutverk Tippi Hedren í nýrri sjónvarpsmynd, The Girl, sem verður sýnd á BBC á næsta ári. Myndin fjallar um kynferðislega þráhyggju leikstjórans Alfreds Hitchcock gagnvart Hedren, sem lék í tveimur myndum hans, The Birds og Marnie. Hedren var 31 árs en Hitchcock 62 ára þegar hann áreitti hana kynferðislega og gerði hvað hann gat til að vinna ástir hennar. Slík áreitni var ekki talin refsiverð í þá daga.

Tvöfaldir tónleikar á föstudag

Tvöfaldir útgáfutónleikar hljómsveitanna Reptilicus og Stereo Hypnosis verða haldnir á Gauki á Stöng á föstudagskvöld. Ný sjö tommu vínilplata Reptilicus, Initial Conditions, er samstarfsverkefni með Praveer Baijal frá Kanada og þýska raftónlistarmannsins Senking. Stereo Hypnosis, sem er skipuð feðgunum Óskari og Pan Thorarensen, er að gefa út sína þriðju plötu sem heitir Synopsis. Á henni starfar sveitin með ítalska raftónlistarmanninum Marco Galardi. Hún var tekin upp í Toscana á Ítalíu.

Listfræðinemar stofna gallerí

"Okkur hefur verið tekið opnum örmum,“ segir Viktoría Jóhannsdóttir Hjördísardóttir, listfræðinemi og einn stofnenda hins glænýja Artíma gallerís.

Logi og Brynhildur krýnd flippkindur íslenskrar fréttamennsku

Tobba Marinósdóttir fer með síðasta þáttinn sinn í loftið í kvöld, á afmælisdeginum sínum. Í þættinum verða tekin fyrir 10 bestu mistökin í íslensku sjónvarpi en þar mun Pétur Blöndal meðal annars tjá sig í fyrsta skipti um hláturskast á Alþingi. Svo fer Adolf Ingi Erlingsson á kostum.

George og nýja gellan

Leikarinn George Clooney, 50 ára, leiddi unnustu sína, Stacy Keibler, 32 ára, þegar þau yfirgáfu veitingahús í Hollywood í gærkvöldi...

Jólunum bjargað

Þegar jólamynd tekst að græta tvo fullorðna einstaklinga og yngsti meðlimurinn fer fyrr að sofa til að reyna að heilla jólasveininn upp úr svörtu stígvélunum hefur hún augljóslega náð markmiði sínu. Arthúr bjargar jólunum er hugljúf teiknimynd með sönnum anda jólanna.

Hart barist í geðveikri jólalagasamkeppni

Starfsmenn 15 „geðveikra“ fyrirtækja, hafa tekið áskorun um að velja eða semja jólalag og framleiða myndband því til stuðnings. Jólalögin verða þeirra framlag inn í jólalagakeppnina Geðveik Jól 2011 sem hefst í kvöld, 7. Desember, með frumsýningu á lögunum í opinni dagskrá Skjás Eins kl. 19:30

Jól hjá Kronkron

Verslunin Kronkron bauð viðskiptavinum sínum í jólagleði á föstudagskvöldið þar sem jólaútstilling listakonunnar Hildar Yeoman var afhjúpuð. Það voru margir sem nýttu tækifærið og yljuðu sér á heitri jólaglögg og skoðuðu jólafatnað.

Fransmenn sjúkir í Feigð

„Þetta hefur ekkert með mig persónulega að gera heldur virðast þeir bara vera að fatta mig og það sem ég er að gera. Sem er ekkert skrýtið. Ég er sjálfur undir áhrifum frá frönskum höfundum og franskri heimspeki,“ segir Stefán Máni, rithöfundur. Franska forlagið Gallimard hefur gert tilboð í nýjustu bók Stefáns, Feigð, eftir að hafa fengið þrjár framúrskarandi umsagnir um bókina hjá sínu fólki. Stefán segist samt sem áður ekki vera búinn að skrifa undir neitt en er þó bjartsýnn á framhaldið. „Eftir að þeir fengu þessar umsagnir fóru hjólin að snúast fyrir alvöru,“ segir Stefán.

16 ára píanósnillingur búsettur á Íslandi

Ég er mjög stolt af því að búa á Íslandi og ef ég fer eitthvað segi ég að ég sé frá Íslandi..., segir sextán ára píanóleikari, Margaryta Popova, sem sigraði keppni á vegum Tónlistarskóla Reykjávikur á dögunum....

Börnin vilja brúðkaup

Angelina Jolie segir að þrátt fyrir að brúðkaup milli hennar og leikarans Brad Pitt sé ekki á dagskránni sé það efst á óskalista barna sinna. Jolie og Pitt eiga saman sex börn og telur leikkonan það alveg nógu mikla skuldbindingu í bili. Hún furðar sig því á þessum óskum barna sinna í nýlegu sjónvarpsviðtali.

Sálin komin í jólagírinn

Sálin hans Jóns míns er komin á stjá og ætlar að spila á fernum tónleikum á næstunni. Hljómsveitin sívinsæla hefur tekið því rólega undanfarið og aðeins komið einu sinni fram á árinu en ætlar að vera í hörkustuði í desember og janúar. Fyrsta ballið verður á heimavelli sveitarinnar, Nasa, næsta laugardagskvöld. Eftir það taka við böll í Stapanum í Njarðvík 17. desember, á Selfossi 26. desember og á nýársdag spilar hljómsveitin á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi.

Myndband Duran Duran bannað – aftur

Nýjasta myndband "80 hetjanna í Duran Duran hefur verið tekið úr spilun af tónlistarstöðvunum MTV og VH1 þar sem myndbandið þykir of ögrandi og krassandi. Sænski leikstjórinn Jonas Åkerlund stýrði myndbandinu en það skartar mörgum af frægustu ofurfyrirsætum samtímans í aðalhlutverkum.

Tökur á 24 hefjast í apríl

Tökur á kvikmynd byggðri á sjónvarpsþáttunum vinsælu 24 hefjast í apríl á næsta ári. Kiefer Sutherland verður sem fyrr í hlutverki Jacks Bauer. Í október sagði Sutherland að handritið að myndinni væri nánast tilbúið og núna hafa tökudagar verið ákveðnir. Talið er Mark Bomback, sem skrifaði handritið að Die Hard 4, hafi lokið við handritið fyrir stuttu. Myndin hefur verið í undirbúningi síðan áttunda og síðasta þáttaröðin af 24 lauk göngu sinni í fyrra.

Boðið að sýna í New York

„Við erum ótrúlega ánægðar með þetta,“ segir Eva Rún Snorradóttir, einn þriggja meðlima Framandverkaflokksins Kviss búmm bang. Evu ásamt Vilborgu Ólafsdóttur og Evu Björk Kaaber hefur verið boðið að sýna verk sitt, Safari, á listakaupstefnunni APAP Global Performing Arts, í New York í janúar. Sýningin er sú stærsta sinnar tegundar.

Tuttugu tilnefndar til Kraums

Tuttugu plötur hafa verið tilnefndar til Kraumsverðlaunanna 2011. Á meðal þeirra eru nýjar plötur Of Monsters and Men, FM Belfast, Lay Low, Ragnheiðar Gröndal og Snorra Helgasonar.

Stærsta tónleikaferðin?

Ofurpoppstjarnan Lady Gaga er þessa dagana að leggja lokahönd á skipulagningu næsta tónleikaferðalags síns. Söngkonan er ekki þekkt fyrir að feta áður troðnar slóðir og því kom það ekki á óvart þegar fréttir af umfangi ferðalagsins láku út.

Til stuðnings Færeyjum

Vinirnir og söngvararnir Friðrik Ómar og Jógvan Hansen standa fyrir samstöðutónleikum á sunnudaginn kl. 15 í Norðurljósasal Hörpu. Þeir eru haldnir til stuðnings Björgunarsveita LFB í Færeyjum.

Prúðbúin prinsessa

Vilhjálmur Bretaprins og eiginkona hans, Kate Middleton, hertogaynjan af Cambridge, mættu prúðbúin á góðgerðartónleika prinsanna, Vilhjálms og Harry, sem fram fóru í Royal Albert Hall í London í gær. Eins og sjá má á myndunum var Kate glæsileg klædd í munstraðan kjól með slegið hárið.

Rappar um fátækt sína og fangelsisvist á nýrri plötu

„Þetta eru mín unglingsár í hnotskurn,“ segir rapparinn Óskar Axel Óskarsson, sem hefur gefið út sína fyrstu plötu. Hún nefnist Maður í mótun og hefur að geyma tíu rapplög undir R&B-áhrifum, sungin á íslensku. Platan var tekin upp fyrir tveimur árum, skömmu eftir bankahrunið, þegar mikil reiði og óvissa var í þjóðfélaginu. „Mig langaði að koma tilfinningum mínum á framfæri.“

Klúðraði risavinningi í beinni útsendingu

Félagarnir Steindi og Björn Bragi eru í aðalhlutverki í hljóðbroti úr útvarpsþættinum FM95BLÖ sem nýtur mikilla vinsælda á útvarpsvef Vísis og fer eins og eldur í sinu um netið þessa dagana.

Skælbrosandi nýfráskilinn

Leikkonan Lea Michele, 25 ára, og leikarinn Ashton Kutcher, 33 ára, voru brosmild á frumsýningu kvikmyndarinnar New Year's Eve í gærkvöldi...

Jolie fílar tengdó

Leikkonan Angelina Jolie, 36 ára, og unnusti hennar Brad Pitt stilltu sér upp á rauða dreglinum á frumsýningu kvikmyndarinnar In the Land of Blood & Honey...

Græðir á óléttunni

Það verður seint sagt að bandaríska söngkonan Jessica Simpson, sem gengur með fyrsta barnið sitt, sé ekki með viðskiptavit...

Sjá næstu 50 fréttir