Fleiri fréttir

Stormsker ritar ævisögu Völu Grand

„Það er oft með fólk sem er kannski ekki nema 25 ára, það hefur stundum lifað meira og merkilegra lífi heldur en þeir sem eru níræðir,“ segir tónlistarmaðurinn Sverrir Stormsker.

Bieber hefur kysst margar

Söngvarinn Justin Bieber segist hafa kysst margar stelpur á undanförnum árum. „Ég hef átt nokkrar kærustur. Ég byrjaði að hitta stelpur þegar ég var þrettán ára. Ég var ekkert svo ungur,“ sagði hinn sextán ára Bieber í viðtali við tímaritið Heat.

Ásdís Rán á ísbarnum á Kaffi Reykjavík

Fyrirsætan Ásdís Rán hefur verið dugleg við að koma sér og nýrri snyrtivörulínu sinni á framfæri. Fyrst hélt hún jólaboð á skemmtistaðnum Replay við Grensás og í gær blés hún til blaðamannafundar á ísbarnum á Kaffi Reykjavík.

Á vel upp alin börn

Móðir leikkonunnar Gwyneth Paltrow heldur því fram að börnin Apple, sex ára, og Moses, fjögurra ára, séu þægustu börn í heimi. Amman, leikkonan Blythe Danner, segir Paltrow og eiginmann hennar, Chris Martin, vera afbragðs uppalendur og láta frægðina ekki koma í veg fyrir að halda venjulegt heimili.

Gerir ekki tvo hluti í einu

Justin Timberlake á erfitt með að einbeita sér að tveimur hlutum í einu og því situr tónlistarferillinn á hakanum á meðan kvikmyndirnar eiga hug hans allan.

Í hamingjukasti

Leikkonan Cameron Diaz virðist vera búin að finna hamingjuna aftur með hafnaboltahetjunni Alex Rodriguez. Diaz var lengi vel í ástarsorg eftir fyrirsætuna Paul Schulfor en eftir að hún byrjaði með Rodriguez hefur hún blómstrað að sögn vina. Á dögunum sást til parsins í fríi í Mexíkó þar sem vel fór á með Diaz og dætrum Rodriguez svo ætla má að sambandið sé komið á alvarlegt stig.

Gefur árinu puttann

Breska söngkonan Lily Allen virðist endanlega vera búin að gefast upp á árinu 2010. Um helgina sendu hún út þau skilaboð á samskiptamiðlinum Twitter að hún gæfi árinu puttann en þá var hún veðurteppt á Heathrow-flugvelli en mikil snjókoma hefur sett flug úr skorðum í Evrópu.

Klovn-mynd er klámmynd

Klovn-myndin er að verða ein vinsælasta gamanmyndin í sögu Danmerkur og stjörnurnar tvær, Casper Christensen og Frank Hvam, mala gull. En nú hefur aðeins hægst á lukkuhjólinu því sumir vilja meina að myndin sé argasta klám.

Stefán Máni hrósar Gillz

Stefán Máni Sigþórsson tekur ekki þátt í jólabókaflóðinu í ár en á engu að síður glæpasögu ársins í Frakklandi. Stefán kveðst stoltur af Agli Gillz Einars­syni og auglýsingu hans sem gjaldfelldi stjörnu­gjafir á einu bretti.

DVD-salan dreifðari en undanfarin ár

DVD-salan er dreifðari en mörg undanfarin ár að mati dreifingaraðila og fáir toppar um jólin eins og hefð hefur verið fyrir. Fjölskyldustjarnan Sveppi og vinirnir Bósi og Viddi úr Toy Story 3 verða hins vegar eflaust í toppsætum metsölulista þegar jólaösin klárast. „Niðurhalið hefur eiginlega verið að drepa sjónvarpsþættina,“ segir Konstantín Mikaelson hjá Senu og á þar við sölu á erlendum sjónvarpsseríum.

Fyrirsæta hannar gjafapappír

Elísabet Davíðsdóttir fyrirsæta og móðir hennar hafa hannað gjafapappír með munstri úr náttúrunni.

Hvað er undir trénu?

Jólin koma og gjafakaupin eru komin á fullt. Stuttu fyrir jól getur verið gaman að láta sig dreyma um hvað verður í jólapökkunum þetta árið. Það er margt sem hugurinn girnist þótt aðeins brot af því rati undir jólatréð.

Íslenskt og enskt rokk og ról

„Þetta eru ég og bróðir minn Egill og hinir svokölluðu Birmingham Bad Boys,“ segir Skúli Jónsson úr hljómsveitinni Porquesi, sem hefur gefið út sína fyrstu plötu, This Is Forever.

Svíturnar á Hótel Borg lagðar undir partí

Menningarheimarnir blönduðust saman í partíi á Hótel Borg á föstudaginn. Öfgarnar voru slíkar að fólk talaði um fyrsta og síðasta skiptið sem Björk Guðmundsdóttir og Ásgeir Kolbeins væru á sama stað, á sama tíma, í sama rými.

Julia Stiles segist vera saklaus

Leikkonan Julia Stiles hefur sent frá sér tilkynningu þar sem hún þvertekur fyrir að hafa átt í ástarsambandi við mótleikara sinn úr sjónvarpsþáttunum Dexter, Michael C. Hall.

Vill karlmenn með húmor

Söngkonan Cher heldur því fram að hún sýni karlmönnum einungis áhuga ef þeir eru fyndnir. Cher, sem er 64 ára gömul, er þekkt fyrir dálæti sitt á yngri karlmönnum en þvertekur nú fyrir að aldurinn skipti máli.

Þvílíkt fjör á X-mas tónleikunum

Þessar myndir sýna frábæra stemmningu sem myndaðist á X-mas tónleikum X-ins á Sódóma um síðustu helgi og einnig er hægt að horfa hér á myndband sem fangar stemmninguna.

Rassskellir mótleikkonu

Leikarinn Matt Damon fer með eitt aðalhlutverkið í endurgerð á klassíkinni True Grit ásamt Jeff Bridges og Josh Brolin.

Goðsögn hættir hjá Vogue

Carine Roitfeld, ritstjóri franska Vogue, mun láta af störfum í lok janúar á næsta ári. Hún hefur gegnt starfinu frá því árið 2001.

Klovn-myndin sló öll met í Danmörku

Klovn: The Movie setti nýtt met í dönskum kvikmyndahúsum. Aldrei hafa fleiri borgað sig inn á danska bíómynd yfir frumsýningarhelgi samkvæmt Jan Lehman hjá Nordisk Films Biografdistribution.

Þolir ekki Handler

Leikkonan Courteney Cox þolir ekki nýju vinkonu Jennifer Aniston, spjallþáttastjórnandann Chelsea Handler, og hefur hvatt Aniston til að binda enda á þennan nýja vinskap.

Vill fá hrós fyrir leik sinn

Chloé Sevigny hefur lengi þótt ein best klædda kona heims og hannar einnig eigin fatalínu í samstarfi við hönnunarmerkið Opening Ceremony. Sevigny segist þó heldur vilja fá hrós fyrir góða frammistöðu á hvíta tjaldinu en fyrir fötin sem hún klæðist.

Vinsælastur á Twitter

Titillinn vinsælasta nafn Twitter árið 2010 fellur Justin Bieber í skaut. Það með er ljóst að nafn poppprinsins var langoftast nefnt á samskiptasíðunni.

Sátt við sambandsslit

Disney-stjörnurnar Zac Efron og Vanessa Hudgens slitu nýverið sambandi sínu en þau höfðu þá verið saman í fjögur ár. Sambandsslitin áttu sér stað stuttu fyrir afmælisdag Hudgens, sem virtist þó skemmta sér vel í faðmi vina og vandamanna á skemmtistað í Las Vegas.

Hjúskaparmiðlarinn Gwyneth Paltrow

Leikkonan Gwyneth Paltrow hefur eignað sér heiðurinn að sambandi kántrísöngkonunnar Taylor Swift og leikarans Jake Gyllenhaal. Hvorugt hefur staðfest sambandið til þessa en parið á að hafa kynnst í matarboði hjá Paltrow og manni hennar Chris Martin.

Mjúkur rokkari

Söngkonan Pink á von á sínu fyrsta barni með mótorkrosskappanum Carey Hart. Söngkonan er spennt fyrir því að verða móðir og nýverið heimsótti hún leikskóla þar sem hún horfði á börnin fara með helgileik.

Kutcher í klandri

Ashton Kutcher er ekkert í sérstaklega góðum málum þessa dagana, en meint hjákona hans hefur nú sett peysu í sölu á eBay sem hún segir að sé af leikaranum.

Brennimerktur Skítamóral fyrir lífstíð

„Jú, jú, nú kemur þetta í röðum, Skímó og Sinfó, Land og synir og Sinfó. Maður á eftir að hygla sínum," segir Arngrímur Fannar Haraldsson, nýráðinn verkefnisstjóri tónlistarviðburða í Hörpu, með rafmagnaða tónlist sem sérsvið eins og það er orðað í tilkynningu frá menningar- og tónlistarhúsinu.

Bláhærð Lola

Lourdes Leon, fjórtán ára gömul dóttir söngkonunnar Madonnu, er þegar farin að láta taka til sín innan tískuheimsins og hannaði meðal annars heila fatalínu ásamt móður sinni.

Blur tekur upp plötu

Breska hljómsveitin Blur ætlar að taka upp nýja plötu á næsta ári. Þeir Damon Albarn, Alex James, Dave Rowntree og Graham Coxon hafa allir ákveðið að hittast í hljóðveri í janúar og hugsanlega kemur platan út í lok næsta árs.

Bjarnfreðarson orðin næsttekjuhæst

Kvikmyndin Bjarnfreðarson er næsttekjuhæsta mynd Íslandssögunnar samkvæmt tölum frá Smáís, samtökum myndrétthafa. Alls hefur myndin halað inn um 78 milljónir króna síðan hún var frumsýnd 26. desember í fyrra.

Hættur með fyrirsætunni

Breski söngvarinn James Blunt er kominn aftur á markaðinn eftir að hafa hætt með spænsku fyrirsætunni Sabinu Vidal. Þau byrjuðu að hittast í sumar en ástarævintýrið stóð stutt yfir. Ekki er langt síðan Blunt gaf í skyn að hann vildi stofna fjölskyldu með Vidal.

Hlýjar tær á ferðalagi

Vinkonurnar Ingibjörg Þóra Gestsdóttir fatahönnuður og Kristín Unnur Þórarinsdóttir flugfreyja hafa hannað lopapeysu sem nýtist líka sem hlýtt teppi. Peysan nýtist sérlega vel á löngum ferðalögum.

Jóla- og áramótaförðunin: Ferskt og fínt yfir hátíðarnar

Föstudagur fékk Hörpu Káradóttur hjá Mac til að sýna lesendum hvernig hægt er að farða sig um hátíðarnar og hvaða straumar og stefnur eru ráðandi um þessar mundir í förðun. Það er ágætt að hafa nokkur góð ráð bak við eyrað þegar síðustu tvær vikur ársins ganga í garð enda yfirleitt þétt dagskrá hjá flestum.

Bannar mömmu að vera í mínípilsum

Fyrirsætan Georgia May Jagger á í mestu vandræðum með að hemja fataval móður sinnar, ofurfyrirsætunnar fyrrverandi Jerry Hall. Georgia May Jagger, sem er ein af eftirsóttustu fyrirsætunum í dag, er dóttir Hall og rokkgoðsins Mick Jagger en hún segir móður sína ekki kunna að klæða sig eftir aldri.

Vegleg villibráðarveisla

Villibráð er ómissandi í jólahaldi Oddnýjar Elínar Magnadóttur og Hilmars Hanssonar og fjölskyldu þeirra.

Northern Wave: Stærri og betri hátíð

Stuttmyndahátíðin Northern Wave Film Festival verður haldin á Grundarfirði í fjórða sinn dagana 4. til 6. mars. Líkt og fyrri ár verður hátíðinni skipt í tvo keppnisflokka, flokk stuttmynda og flokk tónlistarmyndbanda, en þetta er eina kvikmyndahátíðin hér á landi sem hefur hleypt tónlistarmyndböndum að. Dögg Mósesdóttir, framkvæmdastjóri Northern Wave, segir aðsókn á hátíðina hafa aukist mikið ár frá ári og því má búast við met­aðsókn í mars.

Aðeins KÚL Íslendingar fengu VIP-boðskort í þetta partý

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Hótel Borg um helgina í tilefni af glænýjum drykk sem ber heitið Glacéau VitaminWater® á Íslandi. Um var að ræða partý á Skuggabar þar sem boðsgestum gafst færi á að að kynna sér drykkinn og fagna með öðrum VIP gestum. Boðslistinn í umræddan gleðskap innihélt þekkta Íslendinga úr völdum geirum þjóðfélagsin eins og leikara, tónlistarmenn, íþróttafólk, fjölmiðlafólk og fólk þekkt úr skemmtanalífinu.

Maggi Mix og stelpur í sleik

Meðfylgjandi myndir tók Sveinbi ljósmyndari hjá Superman.is um helgina. Um var að ræða svokallaða próflokahelgi og bærinn stútfullur af ungu fólki að fagna. Myndirnar voru meðal annars teknar á Bankanum, Hvítu Perlunni og Hressó. Eins og sjá má var Maggi Mix í stuði, stelpur fóru í sleik og kynfæri karlmanns var teiknað á andlit stúlku.

Sérhæfðar gjafir Beckhamhjóna

Beckhamhjónin hafa opinberað óskalista sína fyrir jólin en það eru afar sérhæfðar gjafir sem þau vilja fá frá hvort öðru. Victoria Beckham hefur beðið eiginmann sinn, David Beckham, um IPhone hlustur alsett demöntum á meðan knattpyrnustjarnan hefur beðið spússu sína um gullhúðuð heyrnatól.

Sjá næstu 50 fréttir