Fleiri fréttir

Veðja á Lapidus í stað Larsson

Sena hefur tryggt sér sýningarréttinn á sænsku spennumyndinni Snabba Cash, sem hefur notið gríðarlegra vinsælda í heimalandi sínu. Myndin er byggð á samnefndri bók Jens Lapidus og vonast forsvarsmenn Senu til að hún fylgi eftir vinsældum myndanna sem eru byggðar á metsölubókum Stiegs Larsson.

Auðunn keppir um 400 milljónir

Sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal tekur þátt í einu stærsta pókermóti heims þegar hann sest við eitt af spilaborðunum í spilavítinu Monte Carlo við Grace-götuna í Mónakó og keppir á lokamóti Evrópumótaraðarinnar í póker

Frægasti kokkur Íra er íslenskur

Frægasti sjónvarpskokkur Írlands, Rachel Allen, er íslensk í móðurættina. Þetta kemur fram í viðtali við hana í bandaríska veftímaritinu San Gabriel Valley Tribune. „Ég eldaði ekki mikið heima, mamma sá aðallega um það,“ segir Rachel í viðtalinu.

Jökullinn stal yfirleitt senunni

Halldór Lárusson hefur haldið úti vefsíðunni trommari.is í meira en eitt ár. Nú hefur umfjöllun um Gunnar Jökul Hákonarson dregið dilk á eftir sér og stefnt er á minningartónleika í haust.

GusGus í Fellunum

Nýjasta myndband GusGus, við lagið „Thin Ice“, er komið á Netið. Þetta er annað smáskífulag sjöundu breiðskífu sveitarinnar, 24/7, sem kom út í fyrra.

Semja tónlist í gegnum Skype

„Þetta verður vonandi besta og flottasta gigg sem við höfum spilað, ef allt gengur eftir,“ segir Addi, gítarleikari Sign.

Leikur Lombardi

Stórleikarinn Robert De Niro hefur tekið að sér aðalhlutverkið í nýrri mynd um hinn þekkta bandaríska ruðningsþjálfara Vince Lombardi. Myndin fjallar um það góða starf sem Lombardi vann hjá Green Bay Packers þegar hann gerði liðið að meisturum. „Það eru fáir leikarar sem geta sýnt jafn vel e

Jesus vill eldri konur

Jesus Luz, kærasti hinnar sívinsælu Madonnu, játar að vera sérstaklega gefinn fyrir eldri konu. Það þarf kannski ekki að koma á óvart því að 28 ára aldursmunur er á þeim turtildúfunum.

Nýtt Aniston ilmvatn væntanlegt á markað

Vinsældum Jennifer Aniston, sem má segja að hafi heillað alla heimsbyggðina með þokkafullri hárgreiðslu sinni, virðast engin takmörk sett. Nú er rætt um að setja á markað ilmvatn í hennar nafni. Aniston hefur meira að segja skrifað undir samning við Falic Group, sem setti á markað ilmvatn í nafni Evu Longoriu Parker. Búist er við því að ilmvatnið muni seljast vel.

Unglingastjarnan Corey Haim er látinn

Ein skærasta unglingastjarnan í Hollywood á níunda áratug síðustu aldar, Corey Haim, lést í morgun 38 ára að aldri. Að sögn lögreglunnar í Los Angeles er talið líklegast að ofneysla eiturlyfja hafi riðið honum að fullu.

Ekkert minnst á Förruh Fawcett á Óskarnum

Aðstandendur leikkonunnar Förruh Fawcett eru miður sín eftir óskarsverðlaunahátíðina sem haldin var um helgina. Venja er að minnast þeirra leikara sem látist hafa á árinu á hátíðinni og var engin undantekning á því í ár.

Demi kennir dóttur sinni súludans

Demi Moore sýndi á dögunum að hún hefur engu gleymt í súlufimi frá því hún lék í Stiptease hérna um árið. Á dögunum mætti hún í partí ásamt 21 árs gamalli dóttur sinni, Rumer Willis, sem fram fór á hinu alræmda Chateu Marmont hóteli í Hollywood.

Amy og Blake aftur upp að altarinu

Amy Winehouse er að plana að giftast gamla kærastanum Blake Fielder-Civil á ný í Las Vegas. Turtildúfurnar voru gefnar saman í Miami árið 2007 en stuttu seinna var Blake handtekinn fyrir líkamsárás og dæmdur í 27 mánaða fangelsi.

Tekur sér hlé frá rokkinu vegna gigtarvandamála

„Maður er búinn að reyna að spara sig svolítið,“ segir Arnar Geir Ómarsson, einn færasti trommari landsins sem hefur lamið húðir með hljómsveitum á borð við Ham, Egó og Apparati Organ Quartet við góðan orðstír.

Nýjasta myndband Gus Gus komið á netið

Nýjasta myndband Gus Gus við Thin Ice er komið til sýninga á netinu. Thin Ice er önnur smáskífa hinnar rómuðu sjöundu breiðskífu sveitarinnar, "24/7". Í tilkynningu frá sveitinni segir að myndbandið hafi verið sýnt sérstökum velunnurum sveitarinnar á kósíkvöldi á Kaffibarnum seint í fyrra og voru undirtektir þá mjög hlýlegar.

Sandra Bullock best klædd á Óskarnum

Sandra Bullock vann ekki einungis Óskarsverðlaun fyrir besta leik í kvenhlutverki. Hún var líka best klædda leikkonan á verðlaununum samkvæmt skoðanakönnun á TVGuide.com.

Lohan telur að ímynd sinni hafi verið stolið

Hollywoodstjarnan Lindsay Lohan hefur stefnt fyrirtækinu E*Trade. Leikkonan geðþekka segir að mjólkursjúk stúlka sem birtist í auglýsingu á vegum fyrirtækisins sé búin til að fyrirmynd hennar.

Cowell kallar Sting fábjána

Simon Cowell, sem þekktastur er fyrir raunveruleikaþættina American Idol og X Factor kallaði söngvarann Sting fábjána í sjónvarpsþætti vestanhafs um helgina.

Gekk beint í flasið á lögreglunni

Ameríski söngvarinn D'Angelo var handtekinn aðfaranótt sunnudagsins á Manhattan. Hann er sakaður um að hafa ætlað að kaupa sér munngælur.

Tarantino sakaður um að hafa stolið Kill Bill

Kvikmyndaleikstjóranum Quentin Tarantino hefur verið stefnt fyrir rétti. Ástæðan er sú að hann er sakaður um að hafa stolið kvikmyndahandriti og nýtt sér það við gerð Kill Bill myndarinnar.

Britney má ekki tala við Lindsey

Pabbi hennar Britney Spears hefur bannað henni að tala við Lindsey Lohan, en þær stöllur hafa skipst á að halda uppi slúðursíðum heimsins síðustu árin. Bandaríska slúðurblaðið The National Enquirer heldur því fram að pabbinn sé ekki par hrifinn af því að Britney hafi endurnýjað kynni sín við Lindsey.

Cowell gerði góðverk og trúlofaðist

Tónlistarmógullinn og sjónvarpsstjarnan Simon Cowell viðurkenndi það fyrir bandaríska spjallþáttastjórnandanum Jay Leno á dögunum að hann beðið ástkonu sinnar á Valentínusardaginn síðasta. „Góðverk,“ að sögn hins kjaftfora Breta.

Rappari hefur afplánun - myndir

Rapparinn Lil Wayne hóf í gær afplánun á eins árs fangelsisdómi sem hann fékk fyrir að vera með hlaðna byssu í tónleikarútu sinni. Hann gæti átt von á því að vera sleppt eftir átta mánuði ef hann hagar sér vel.

Lady Gaga er alveg gaga - myndir

Söngkonan Lady Gaga hefur heldur betur slegið í gegn á undanförnum mánuðum. Hún hefur ekki eingöngu vakið athygli fyrir gríðarlega vinsæla tónlist sína heldur líka afskaplega nýstárlegan klæðaburð.

Kreppa heimtar nýtt skipulag

Írar standa frammi fyrir miklum niðurskurði á ríkisfjármálum vegna efnahagsþrenginga. Í tillögum stjórnvalda er rík áhersla lögð á hlut menningar í því endur-reisnarstarfi sem fram undan er. Gagnrýnendur hafa mætt þeim tillögum með tortryggni og benda á að stjórnvöld verði að

Jackson átti ekki fyrir hótelreikningum

Lífverðir Michaels Jackson lýstu því í þættinum Good Morning America hversu kærulaus Jackson var í peningamálum. Hann hafði ekki fyrir því að greiða kreditkortareikninga og var meðal annars hent út af hóteli í eitt sinn vegna höfnunar á korti.

Menningarstaðir á Akureyri skella í lás

„Það væri slæmt fyrir bæinn og tónlistarlífið að missa staðinn,“ segir Haukur Tryggvason, veitingamaður á Græna hattinum á Akureyri. Framtíð Græna hattsins er óljós eftir að leigusamningi við staðinn var sagt upp. Áformað er að opna annars konar skemmtistað í húsinu, en erindi þess efnis liggur fyrir hjá skipulagsstjóra Akureyrar.

Frá San Francisco

Helgi Tómasson komst í fréttir vestanhafs í liðinni viku þegar tilkynnt var að höfuðstöðvar San Francisco-ballettsins sem hann hefur stýrt í aldarfjórðung væru nefndar upp á nýtt. Þær bera héðan í frá nafn Cris Hellman, en hún

Selma Björnsdóttir á skólabekk í Bristol

„Þetta er eitthvað sem ég hef gengið með í maganum í tíu ár og núna fannst mér rétti tíminn til að láta verða af þessu,“ segir Selma Björnsdóttir sem hyggst flytja sig um set og setjast að í menningarborginni Bristol á

Sundhöllin lætur undan kröfum Eiríks

Eiríkur Jónsson, landsþekktur sundáhugamaður og ritstjóri Séð og Heyrt, fékk það í gegn að hitinn á gufunni í Sundhöll Reykjavíkur var hækkaður. Hitastigið er nú á milli 45 og 47 gráður, að sögn Katrínar Irvin, rekstrarstjóra Sundhallarinnar.

Þverpólitísk kvikmyndahátíð

Græna ljósið blæs til mikillar kvikmyndaveislu í Regnboganum. Hátíðin stendur í þrjár vikur og hefst 16. apríl. „Við ætlum að leggja Regnbogann undir okkur og þar verða engar aðrar myndir sýndar en kvikmyndir Bíódaga,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, skipuleggjandi hátíðarinnar.

Tvífara Matt Damon var vel þjónað

Matt Damon var verulega brugðið þegar í ljós kom að maður sem að þóttist vera hann drakk ókeypis kampavín á bar þar sem kona hans starfaði.

Leyndarmál Jeff Bridges

Leikarinn, Jeff Bridges, sem var valinn besti leikarinn á Óskarsverðlaununum í ár fyrir túlkun sína á tónlistarmanni í myndinni Bad Blake í Crazy Heart. Þetta var í fimmta sinn sem hann hefur verið tilnefndur fyrir þessi virtu verðlaun. Jeff staðfestir að leyndarmálið að hans langa og farsæla starfsferils sé eiginkona hans til 32 ára, Susan Geston.

Sandra ánægð með liðsandann

Sandra Bullock, besta leikkonan á Óskarsverðalunahátíðinni var ánægð með andann sem sveif yfir vötnum á hátiðinni.

Kathryn Bigelow þakkaði sínum fyrrverandi

Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Kathryn Bigelow hafði betur gegn fyrrverandi eiginmanni sínum, James Cameron á Óskarsverðlaunaafthendingunni í gær. Bæði voru þau tilnefnd til besti leikstjórinn. Hún fyrir myndina The Hurt Locker og hann fyrir Avatar.

Chanel gerfi-tattú slá í gegn hjá stjörnunum

Chanel tískufyrirtækið hefur hafið sölu á gerfi-tattúum sem virðast ætla að verða nýjasta æðið í tískubransanum. Tattúin seljast eins og heitar lummur og ekki skemmir fyrir þegar stjörnur á borð við Söruh Jessicu Parker mæta á Óskarsverðlaunin með eitt slíkt um úlnliðinn. Sarah skartaði tattúveruðu armbandi í bland við venjubundnara skart eins og sjá má á myndinni.

Ben var blár á Óskarnum

Mikið er rætt og ritað hvaða stjarna hafi verið best klædd á Óskarsverðlaunaafhendingunni sem fram fór í gær. Yfirleitt eru mest rætt um kjóla leikvennanna en einn karl vakti þó einnig óskipta athygli. Ekki fyrir klæðnaðinn heldur fyrir andlitsförðun. Ben Stiller ákvað nefnilega að mæta á hátíðina í gerfi Navi - persónu úr Avatar. Hann notaði tækifærið þegar honum var falið að veita verðlaunin fyrir bestu förðunina og lét ekki sitt eftir liggja eins og sjá mál.

Lísa í Undralandi sló Avatar við

Þrívíddarkvikmyndin Lísa í Undralandi halaði inn 210,3 milljónir dollara eða 27 milljarða á opnunarhelgi myndarinnar. Hún sló Avatar, tekjuhæstu mynd sögunnar, ref fyrir rass hvað varðar tekjur af opnunarhelgi.

Sandra fékk bestu og verstu verðlaunin í gær

Sandra Bullock átti viðburðarríkan dag í gær því hún var valin besta leikkonan á Óskarsverðlaunahátíðinni fyrir leik sinn í myndinni The Blind Side. Það voru þó ekki einu verðlaun Söndru í gær því nokkrum klukkutímum áður en hún fékk verðlaunin eftirsóttu fékk hún önnur, minna eftirsótt.

Kjólarnir á rauða dreglinum - myndir

Óskarsverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Hollywood í nótt. Eins og venjulega vakti klæðnaður stjarnanna mikla athygli þegar þær mættu á rauða dregilinn og voru þær hver annari glæsilegri.

Sjá næstu 50 fréttir