Fleiri fréttir

Richard í tónleikaferð

Sir Cliff Richard hefur tónleikaferð sína, sem endar á Íslandi í mars, á laugardag í London. Mun hann spila fimm kvöld í röð á Wembley Arena. Eftir áramót fer hann til Miðaustur- og Suðaustur-Asíu þar sem hann mun syngja á stöðum eins og Dubai, Taílandi og Srí Lanka.

Sakamálin á svið

Leikskáldið Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann var hlutskörpust í leikritunarsamkeppni Borgarleikhússins og Spron, „Sakamál á svið“ en verðlaun voru veitt á dögunum. Alls voru sex verk valin úr hópi þrjátíu og einnar hugmyndar að sakamálaleikverkum sem send voru inn í keppnina en höfundar þessara sex verka fengu fjóra mánuði til að fullvinna þau.

Shakira með fernu

Kólumbíska poppstjarnan Shakira fékk fern Latin-Grammyverðlaun við hátíðlega athöfn í New York. Verðlaun hlaut hún m.a. fyrir bestu plötuna og fyrir bestu plötu kvenkyns tónlistarmanns. Sagði hún í þakkarræðu sinni að bæta þyrfti líf innflytjenda sem búa í Bandaríkjunum og bíða eftir því að hljóta ríkisborgararétt.

Mikill afsláttur fyrir innslag í lífsstílsþáttum

Eitt athyglisverðasta mál vikunnar er framganga Ásgeirs Kolbeinssonar og Arnars Gauta Sverrissonar í Innlit/útlit. Í allri umræðunni hefur komið í ljós að viðmælendur í lífsstilsþáttum sem þessum stórgræða oft á því að mæta í viðtalið.

Sissel syngur jólin inn á Íslandi í ár

Norska óperusöngkonan Sissel Kyrkjebø verður ein af þeim fimm söngkonum sem koma fram á jólatónleikum í Laugardalshöll þann fimmta desember samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Sissel er einhver skærasta stjarna sígildrar tónlistar og nýtur mikilla vinsælda hér á landi þá ekki síst jólaplötur hennar.

Sænskur yfirhönnuður hjá Chloe

Fatamerkið Chloe ættu flestir tískuspekúlantar að kannast við. Vinsældirnar náðu hæstum hæðum þegar hin heimfræga Stella McCartney hannaði fyrir fyrirtækið og náði þaðþannig að stimpla sig ærlega inn í tískuheiminn.

Tvenna hjá Timberlake

Justin Timberlake var valinn besti popparinn og besti karlkyns tónlistarmaðurinn á evrópsku MTV-tónlistarverðlaunahátíðinni sem var haldin með pomp og prakt í Kaupmannahöfn í fyrrakvöld.

Þriðju Kristalstónleikarnir

Þriðju kammertónleikarnir í Kristalstónleikaröð félaga úr Sinfóníuhljómsveit Íslands fara fram í Listasafni Íslands síðdegis í dag. Þar leikur Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari ásamt slagverksleikurunum Steef van Oosterhout, Frank Aarnink, Árna Áskelssyni, Jorge Renes López, og Kjartani Guðnasyni undir stjórn Eggerts Pálssonar.

List til að taka með

Myndlistarkonan Alice Olivia Clarke sýnir mósaíkverk sín á efri hæð skemmtistaðarins Café Oliver á Laugavegi. Myndirnar eru unnar í tengslum við innsetningu hennar sem þegar prýðir staðinn en listamaðurinn kennir sýninguna við „Take away“ því líkt og gestir geta tekið með sér mat af veitingahúsum geta þeir einnig notið andrúmsloftsins á staðnum og síðan tekið listina með sér heim.

Vill fá spólurnar

Mál Heather Mills og Sir Paul McCartney heldur áfram að komast á forsíður slúðurblaðanna en eins og flestum ætti að vera kunnugt um er í uppsiglingu einhver bitrasti hjónaskilnaður síðari ára. Nú eru það upptökur Lindu heitinnar McCartneys sem eru mál málanna en á þeim er hún sögð ljóstra upp leyndarmálum hjónabandsins sem enginn vissi af.

Plata Nylon á leið í búðir

Nýjasta plata Nylon verður seld í verslunum Hagkaupa í 5.000 eintökum fyrir jólin. Mun hún væntanlega koma í verslanir 16. nóvember. „Við getum ekki hugsað okkur plötujól án þess að hafa Nylon í hillunum. Þess vegna sóttum við fast eftir því að fá þessa plötu til landsins,“ sagði Einar Ólafur Speight hjá Hagkaupum.

Óskarsbölvun hjónabandsins

Ekki er tekið út með sældinni að halda fjölskyldulífinu gangandi í kvikmyndaborginni Hollywood. Enn erfiðara virðist vera fyrir leikkonur að halda hjónabandinu réttum megin við línuna eftir að þeim hefur hlotnast æðstu verðlaun kvikmyndaakademíunnar, Óskarinn.

Ný lög og sálmar

Tónlistardagar Dómkirkjunnar í Reykjavík eru árleg tónlistarveisla sem haldin er í kringum vígsluafmæli kirkjunnar síðustu helgina í október og fram í miðjan nóvember. Tónlistardagarnir eru nú haldnir í 25. skipti en í ár eru liðin 210 ár frá því að Dómkirkjan var vígð.

Níu tilnefndir

Hljómsveitirnar R.E.M., Van Halen, The Stooges og söngkonan Patti Smith eru á meðal þeirra níu nafna sem eru tilnefnd í Frægðarhöll rokksins. Alls 500 tónlistarsérfræðingar munu velja fimm nöfn úr hópi hinna tilnefndu sem verða innvígð í höllina við hátíðlega athöfn í New York hinn 12. mars. Bæði The Stooges og Patti Smith héldu tónleika hér á landi fyrr á árinu.

Látum ekki ritskoða okkur

Hljómsveitin Baggalútur hefur gefið út lagið Brostu til styrktar barnahjálp Sameinuðu þjóðanna en þetta er gert í tilefni af degi Rauða nefsins sem haldinn verður hátíðlegur víða um heim hinn 1. desember. Tilgangurinn er að fá fólk til að hlæja og skemmta sér en um leið að vekja athygli á góðu málefni.

Kjarnorkusprengja

Nú hefur poppdrottningin ástralska, Kylie Minogue, talað í fyrsta sinn um krabbameinið sem hún þjáðist af á síðasta ári. „Þetta er eins og að verða fyrir kjarnorkusprengingu. Ég held að allir sem hafa orðið fyrir barðinu á þessum sjúkdómi viti hvað ég er að tala um.

Keppt í skyrglímu

Fyrsta Íslandsmótið í skyrglímu fer fram á skemmtistaðnum Pravda á laugardag. Sigurvegarinn í kvennaflokki fær í sinn hlut tvær nætur með morgunverði á Hótel Venus, tíu tíma ljóskort, út að borða fyrir tvo, tíu þúsund króna skóinneign og klippingu. Íslandsmeistarinn í karlaflokki fær nýjustu plötu Hildar Völu, La la la.

Innrásinni að ljúka

Sýningu listahópsins Invasionistas í Kling og Bang-galleríi á Laugavegi lýkur um helgina. Invasionistas er fjölþjóðlegur hópur listamanna sem starfar í New York. Þetta er í fyrsta sinn sem hópurinn heldur sýningu saman. Undanfarin tíu ár hafa þau starfað saman í pörum og smærri hópum að gjörningum, innsetningum og myndbandagerð.

Þurfti að kasta upp í beinni útsendingu

"Það sveif svona líka rosalega á mig í beinni og ég varð að bregða mér frá til að kasta upp," segir Guðni Bergsson. Áhorfendur Sýnar hrukku margir hverjir í kút á miðvikudagskvöldið þegar knattspyrnukappinn fyrrverandi hvarf skyndilega úr myndveri sjónvarpsstöðvarinnar.

Hótar blaðamönnum

Breska leikkonan Kate Winslet hefur hótað bresku slúðurblöðum því, ef þeir segja hana vera lélega móður aftur, að taka fram hnífinn eins og hún orðar það.

Blóðugur skæruhernaður á íslenskum tímaritamarkaði

"Blaðið er uppselt þrátt fyrir skæruliðasveitir Fróða," segir Reynir Traustason, ritstjóri nýja tímaritsins Ísafold, og hlær við. "Þeir keyra milli verslanna og henda blaðinu okkar til hliðar en við tökum þessu sem hverju öðru hundsbiti og lögum jafnóðum til eftir þá."

Ásgeir ætlaði ekki að særa neinn

"Auðvitað er leiðinlegt ef fólk misskilur það sem maður segir og jafnvel sárnar," segir Ásgeir Kolbeinsson fjölmiðlamaður en viðtal við hann í þættinum Innlit/útlit, sem sýndur var á Skjá einum á þriðjudag, hefur valdið fjaðrafoki.

Gnægtarborð Unglistar

Eins víst og lóan kemur á vorin þá hefur Unglist – Listahátíð ungs fólks, fest sig í sessi. Hátíðin hefur verið árviss viðburður á haustdögum í Reykjavík frá árinu 1992 og stendur hún í rúma viku í hvert sinn.

Forskot á flóðið árlega

Nú er annatími hjá útgefendum sem þeysast milli bæjarhluta með handrit og útprent. Orðin og sögurnar dælast úr prentvélum yfir í plastvélar og rata loks í hillur verslana þar sem lesendur bíða spenntir eftir jólabókunum.

Enn hávaði og kraftur

Það áttu ekki margir von á því að gömlu brýnin í bresku rokksveitinni The Who ættu eftir að gefa út plötu með nýju efni, en nú er hún staðreynd. Endless Wire kemur út tæpum aldarfjórðungi á eftir síðustu hljóðversplötu þeirra, It’s Hard. Trausti Júlíusson komst að því að nýja platan sver sig í ætt við fyrri verk sveitarinnar.

Danstrúðar spinna

Gættu mín eða Watch My Back er nýr dansleikhúshópur sem samanstendur af þremur karlmönnum og listamönnum LR og Íd. Tríóið skipa þeir Peter Anderson dansari og danshöfundur, Guðmundur Elías Knudsen dansari og Björn Ingi Hilmarsson leikari. Þeir kalla iðju sína dansleikhússport og segja það nýja tegund afþreyingarlistar.

Börn hlutskörpust

Kvikmyndin Börn hlaut alls átta tilnefningar til Eddu-verðlaunanna, sem verða afhent við hátíðlega athöfn þann 19. nóvember á Hótel Nordica. Var hún m.a. tilnefnd sem besta myndin og fyrir frammistöðu þeirra Gísla Arnar Garðarssonar, Nínu Daggar Filippusdóttur og Ólafs Darra Ólafssonar í aðalhlutverkum. Einnig var Ragnar Bragason tilnefndur sem besti leikstjórinn.

Ástarsól Óskars

Komin er út þriðja sólóplata Óskars Péturssonar, Ástarsól, en fyrri plötur Óskars hafa báðar náð metsölu. Á plötunni flytur Óskar lög Gunnars Þórðarsonar sem ávallt hefur verið í miklum metum hjá Óskari og hann hefur borið mikla virðingu fyrir sem lagahöfundi. Óskar syngur fjórtán lög Gunnars og þar af níu ný lög. Meðal eldri laga á plötunni eru: Ástarsæla, Vetrarsól, Bláu augun þín, Hafið og Reykjavík.

Tónleikar í þrívídd

Næsta sumar eða haust kemur á hvíta tjaldið tónleikamynd með hljómsveitinni U2 í þrívídd. Verið er að vinna úr rúmlega 700 klukkutímum af efni sem var tekið upp á Vertigo-tónleikaferð sveitarinnar um Suður-Ameríku í febrúar og mars síðastliðnum.

Hætti við 24

Grínistinn Eddie Izzard hefur hætt við að taka þátt í næstu þáttaröð af bandaríska spennuþættinum 24. Izzard gekk út af tökustað eftir aðeins einn dag en ekki er vitað hvað varð til þess. Í stað hans hefur verið ráðinn breski leikarinn David Hunt. Mun hann taka við hlutverki illmennisins McCarthy.

Brjálæðislega fyndinn Borat

Sjónvarpsmaðurinn Borat Sagdiyev frá Kazakstan er hugarfóstur breska leikarans Sacha Baron Cohen sem er einna þekktastur sem fyrirbærið Ali G. Borat átti góða spretti í sjónvarpsþáttum Ali G þar sem hann kom að grandvaralausum viðmælendum sínum úr óvæntum áttum og setti þá út af laginu með kjánalegum spurningum sem hann bar fram af barnslegri einlægni útlendings í framandi landi.

Þarf að hemja og temja börn?

Í mannlega þættinum í dag fjöllum við um spennandi hugmyndir sem eru að ryðja sér til rúms undir yfirskriftinni tengslauppeldi, eða barnmiðað uppeldi. Uppá engilsaxnesku er talað um "Attatchment Parenting" sem er þá vísun í tengslakenningar sem runnar eru undan rifjum sálfræðingsins fræga Johns Bowlbys.

Byrjaði fjögurra ára

Rokkarinn Courtney Love hefur lýst því yfir að hún hafi fyrst smakkað eiturlyf aðeins fjögurra ára gömul. Þetta segir hún í viðtali við tónlistartímaritið Rolling Stone og kemur þar meðal annars fram að það hafi verið vegna tilstilli föður hennar sem var að hennar sögn „að fikta við að búa til eiturlyf“.

Erlendir upptökustjórar bjóða fram krafta sína

Frumburður hljómsveitarinnar Shadow Parade, Dubious Intentions, er kominn út. Freyr Bjarnason spjallaði við söngvarann Begga Dan um plötuna og þann langa tíma sem hún tók í vinnslu.

Friðgeir keppir í Bocuse d‘Or

Friðgeir Ingi Eiríksson keppir fyrir Íslands hönd í matreiðslukeppninni virtu Bocuse d’Or í Lyon í janúar á næsta ári. Faðir hans er Eiríkur Ingi Friðgeirsson, fyrrverandi yfirkokkur Hótel Holts, og er Friðgeir því nánast fæddur inn í eldhúsið. Hann býr í Frakklandi og vinnur fyrir meistarakokkinn Philippe Girardon, sem er með honum í för á Íslandi til að kynna matseðil hans í keppninni.

Fyrsta plata Bríetar

Fyrsta sólóplata Idol-stjörnunnar Bríetar Sunnu Valdemarsdóttur er komin út. Lagið „Bara ef þú kemur með“ hefur verið eitt vinsælasta lag sumarsins og er það að sjálfsögðu að finna á plötunni.

Gagnrýnd af varaforseta

Nú hefur varaforseti Kólumbíu, Francisco Santos, gagnrýnt fyrirsætuna Kate Moss. Santos segir að það sé hneyksli að fyrirsætunni gangi allt í haginn eftir að hafa verið gripin glóðvolg við misnotkun á eiturlyfjum. Hann vísar þá í forsíður breskra dagblaða sem náðu mynd af Moss vera að neyta kókaíns.

Gagnrýni á mannfórnir

Hvað hefur Mel Gibson verið að gera undanfarin tvö ár? Leikarinn vingjarnlegi birtist allt í einu á forsíðum blaðanna, draugfullur, öskrandi ókvæðisorðum að gyðingum. Nýjasta mynd hans, Apocylpto, á því vafalítið eftir að vekja töluverða athygli enda hefur Gibson lýst því yfir að hún sé gagnrýni á þær mannfórnir sem vestræn samfélög eru tilbúin að færa fyrir siðmenningu sína.

Gerðu heimildarmynd um aktívisma

Háskólanemarnir Áslaug Einarsdóttir og Garðar Stefánsson hafa lokið við gerð heimildarmyndar um aktívisma hjá ungu fólki á Íslandi.

Grínistar í tímavél

Útvarpsleikritið Tímaflakk með þá Bjarna „töframann“ Baldvinsson, Eyvind Karlsson og Þórhall Þórhallsson í aðalhlutverkum hefur göngu sína á Rás 2 í dag.

Hryllingur fyrir hrædda þjóð

Eli Roth er af mörgum talinn einn fremsti hryllingsmyndaleikstjóri heims um þessar mundir en hann er staddur hér á landi til að taka upp smá hluta fyrir framhald kvikmyndarinnar Hostel. Freyr Gígja Gunnarsson ræddi við hann um Hostel-ævintýrið, hrædda landa hans og hvalveiðar.

Húsfyllir í Háskólabíói

Færri komast að en vilja á tónleika píanóleikarans Víkings Heiðars Ólafssonar sem leikur með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Uppselt er á tónleikana í kvöld og engar ósóttar pantanir í boði en þess má geta að húsfyllir varð einnig á nýafstöðnum afmælistónleikum Karlakórsins Fóstbræðra fyrr í vikunni.

Í tísku að vera grannur

Ekki er langt síðan því var lýst yfir að magrar fyrirsætur væru ekki lengur eftirsóttar. Þetta virðist ekki eiga við í Hollywood þar sem fremstu leikkonurnar verða grennri með hverri mynd sem þær leika í.

Sjá næstu 50 fréttir