Margslungið og þægilegt 13. júní 2004 00:01 Freyr Bjarnason fjallar um eins manns hljómsveit Gulla Briem, Earth Affair. Gunnlaugur Briem gerði garðinn frægan með Mezzoforte á sínum tíma og hefur komið víða við á ferli sínum. Oftast hefur hann verið í bakgrunninum eins og trommara er siður en er nú farinn að láta meira að sér kveða. Earth Affair heitir nýstofnuð eins manns hljómsveit Gulla og er þetta því í raun önnur sólóplata hans. Eins og nafnið gefur til kynna er tónlistin hálfgerður sambræðingur frá mörgum heimshornum, svokölluð heimstónlist. Flautuleikur, afrískur trommutaktur, harmonikkuleikur og munkasöngur fá meðal annars að njóta sín í bland við nútímalegan trommutaktinn. Sumu á þessari plötu svipar þannig til nýlegrar plötu Sigtryggs Baldurssonar, og virðist sem þessi tónlistargerð sé nokkuð að ryðja sér til rúms, í það minnsta á meðal íslenskra trommuleikara. Hefðbundið popp kemur þó líka við sögu á plötunni. Til að mynda er French Touch ekta seiðandi franskt popplag auk þess sem Morten Harket úr A-ha kemur sterkur inn í Gildas Prayer þar sem indverskum áhrifum er blandað á skemmtilegan hátt saman við fallegan sönginn. Það lag gæti auðveldlega notið vinsælda. Djassbræðingur í anda Mezzoforte er heldur aldrei langt undan, meðal annars í hinu ambient-skotna Little One Growing Up. Chapter One er fyrst og fremst þægileg plata sem líður ljúft í gegn. Mismunandi áhrifum er blandað vel saman þannig að úr verður fín heild. Þeim sem vilja mikið stuð og jafnvel frumleika gæti fundist hún átakalítil og óspennandi en fyrir þá sem vilja vandaða og margslungna plötu sem gælir við eyrun er hún fyrirtaks gripur. Tónlist Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Freyr Bjarnason fjallar um eins manns hljómsveit Gulla Briem, Earth Affair. Gunnlaugur Briem gerði garðinn frægan með Mezzoforte á sínum tíma og hefur komið víða við á ferli sínum. Oftast hefur hann verið í bakgrunninum eins og trommara er siður en er nú farinn að láta meira að sér kveða. Earth Affair heitir nýstofnuð eins manns hljómsveit Gulla og er þetta því í raun önnur sólóplata hans. Eins og nafnið gefur til kynna er tónlistin hálfgerður sambræðingur frá mörgum heimshornum, svokölluð heimstónlist. Flautuleikur, afrískur trommutaktur, harmonikkuleikur og munkasöngur fá meðal annars að njóta sín í bland við nútímalegan trommutaktinn. Sumu á þessari plötu svipar þannig til nýlegrar plötu Sigtryggs Baldurssonar, og virðist sem þessi tónlistargerð sé nokkuð að ryðja sér til rúms, í það minnsta á meðal íslenskra trommuleikara. Hefðbundið popp kemur þó líka við sögu á plötunni. Til að mynda er French Touch ekta seiðandi franskt popplag auk þess sem Morten Harket úr A-ha kemur sterkur inn í Gildas Prayer þar sem indverskum áhrifum er blandað á skemmtilegan hátt saman við fallegan sönginn. Það lag gæti auðveldlega notið vinsælda. Djassbræðingur í anda Mezzoforte er heldur aldrei langt undan, meðal annars í hinu ambient-skotna Little One Growing Up. Chapter One er fyrst og fremst þægileg plata sem líður ljúft í gegn. Mismunandi áhrifum er blandað vel saman þannig að úr verður fín heild. Þeim sem vilja mikið stuð og jafnvel frumleika gæti fundist hún átakalítil og óspennandi en fyrir þá sem vilja vandaða og margslungna plötu sem gælir við eyrun er hún fyrirtaks gripur.
Tónlist Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira