Ray Charles allur 11. júní 2004 00:01 Faðir soul-tónlistarinnar er allur. Ray Charles lést í gær, sjötíu og þriggja ára að aldri. Ray Charles var fyrsti tónlistarmaðurinn sem blandaði saman rhythm and blues við gospel-tónlist og skapaði þannig í raun soul-tónlistina. Hann er því réttnefndur faðir soul og er talinn með áhrifamestu tónlistarmönnum síðustu aldar. Tónlistar "spekúlantar" segja að það hafi verið sögulegur viðburður þegar Charles hélt með hljómsveit sinni inn í hljóðver háskólaútvarpsstöðvar í Atlanta árið 1954 og tók þar upp lagið I got a woman. En Ray Charles hélt sig ekki við soul-tónlistina, heldur lék það sem hann langaði að leika. Country-tónlist, popp, jazz, swing og jafnvel hip-hop má heyra á plötum hans, og þekktustu lögin hans, Georgia on my mind og Hit the road, Jack, eru sígildir. Ray Charles varð blindur sjö ára, og er talið að hann hafi þjáðst af barnagláku. Hann missti báða foreldra sína fimmtán ára og skömmu síðar hóf hann tónlistarferil sinn og ferðaðist með hljómsveit sinni um Bandaríkin. Áratugum saman var hann meðal áhrifamestu tónlistarmanna heims og ruddi öðrum svörtum tónlistarmönnum leið. Ray Charles lést á heimili sínu í Beverly Hills í Kaliforníu í gær, en hann hafði barist við lifrarsjúkdóm. Áður en hann lést tókst honum nánast að leggja lokahönd á síðustu plötuna sína, en það er tvísöngsplata þar sem Elton John, Nora Jones, Willie Nelson og fleiri syngja með honum. Ray Charles kom síðast fram opinberlega þrítugasta apríl síðstliðinn þegar hljóðver hans var lýst eitt af sögulegum kennileitum Los Angeles borgar. Erlent Menning Mest lesið Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Menning Rene Kirby er látinn Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Fleiri fréttir Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Sjá meira
Faðir soul-tónlistarinnar er allur. Ray Charles lést í gær, sjötíu og þriggja ára að aldri. Ray Charles var fyrsti tónlistarmaðurinn sem blandaði saman rhythm and blues við gospel-tónlist og skapaði þannig í raun soul-tónlistina. Hann er því réttnefndur faðir soul og er talinn með áhrifamestu tónlistarmönnum síðustu aldar. Tónlistar "spekúlantar" segja að það hafi verið sögulegur viðburður þegar Charles hélt með hljómsveit sinni inn í hljóðver háskólaútvarpsstöðvar í Atlanta árið 1954 og tók þar upp lagið I got a woman. En Ray Charles hélt sig ekki við soul-tónlistina, heldur lék það sem hann langaði að leika. Country-tónlist, popp, jazz, swing og jafnvel hip-hop má heyra á plötum hans, og þekktustu lögin hans, Georgia on my mind og Hit the road, Jack, eru sígildir. Ray Charles varð blindur sjö ára, og er talið að hann hafi þjáðst af barnagláku. Hann missti báða foreldra sína fimmtán ára og skömmu síðar hóf hann tónlistarferil sinn og ferðaðist með hljómsveit sinni um Bandaríkin. Áratugum saman var hann meðal áhrifamestu tónlistarmanna heims og ruddi öðrum svörtum tónlistarmönnum leið. Ray Charles lést á heimili sínu í Beverly Hills í Kaliforníu í gær, en hann hafði barist við lifrarsjúkdóm. Áður en hann lést tókst honum nánast að leggja lokahönd á síðustu plötuna sína, en það er tvísöngsplata þar sem Elton John, Nora Jones, Willie Nelson og fleiri syngja með honum. Ray Charles kom síðast fram opinberlega þrítugasta apríl síðstliðinn þegar hljóðver hans var lýst eitt af sögulegum kennileitum Los Angeles borgar.
Erlent Menning Mest lesið Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Menning Rene Kirby er látinn Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Fleiri fréttir Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“