Fleiri fréttir

Rándýr seinagangur Orkustofnunar

Eftir tæplega 18 mánaða bið hefur Orkustofnun séð sér fært að afhenda Landsvirkjun virkjanaleyfi vegna Hvammsvirkjunar til yfirlestrar. Fram hefur komið í máli Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, að meðferðartími virkjanaleyfa hafi jafnan verið þrír til fjórir mánuðir.

Einnar lóðar forysta Einars

Enn og aftur hefur kastast í kekki milli Samtaka iðnaðarins og Reykjavíkurborgar vegna húsnæðisuppbyggingar (eða skorti á henni) í höfuðborginni. Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 28.nóvember og gagnrýndi þar borgina fyrir lóðaskort. Uppbygging íbúðarhúsnæðis í borginni mætti ekki þörf og að skipulagsferlið tæki of langan tíma.

Sveinn og Helgi færa sig yfir til Kviku eignastýringar

Kvika eignastýring hefur brugðist við brotthvarfi tveggja sjóðstjóra á skömmum tíma og ráðið meðal annars til sín Svein Þórarinsson frá verðbréfafyrirtækinu Arctica Finance, samkvæmt upplýsingum Innherja.

Færa sig frá Landsbankanum yfir til Arion

Tveir lykilstarfsmenn á Einstaklingssviði Landsbankans, meðal annars staðgengill framkvæmdastjóra sviðsins, hafa sagt upp störfum hjá bankanum og ráðið sig yfir til Arion banka, samkvæmt upplýsingum Innherja.

Kvika fyllir í skarð Fannars sem fer til Akta sjóða

Mikið er um mannabreytingar í fjármálageiranum um þessar mundir. Kvika hefur þannig brugðist við brotthvarfi Fannars Arnar Arnarssonar, sem hefur verið í eigin viðskiptum bankans síðustu ár, en hann er búinn að ráða sig yfir til Akta sjóða.

Tek­ur Árni við af Árna?

Þeir sem eru öllum hnútum kunnugir í íslensku atvinnulífi hafa litið svo á að Árni Sigurðsson, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra stefnumótunar og stefnumarkandi rekstrareininga hjá Marel, væri líklegastur til að taka við forstjórastólnum þegar Árni Oddur Þórðarson myndi vilja beina kröftum sínum annað.

Rósa ráðin til sjóðastýringarfélagsins VEX

Rósa Kristinsdóttir hefur verið ráðin til VEX þar sem hún mun starfa sem sérfræðingur í framtaksfjárfestingum. Rósa kemur til félagsins frá Akta sjóðum þar sem hún starfaði sem yfirlögfræðingur og regluvörður auk þess að hafa sinnt starfi áhættustjóra.

Skúli hættir hjá Kviku eignastýringu og fer yfir til LSR

Skúli Hrafn Harðarson, sjóðstjóri hlutabréfasjóða hjá Kviku eignastýringu síðustu ár, hefur sagt upp störfum hjá félaginu. Mun Skúli Hrafn í kjölfarið hefja störf hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR), stærsta lífeyrissjóði landsins, síðar á árinu, samkvæmt upplýsingum Innherja.

Sigurður hættir hjá Akta sjóðum

Sigurður Kr. Sigurðsson, sem hefur verið hjá Akta frá árinu 2019, er hættur störfum hjá sjóðastýringarfyrirtækinu. Hann starfaði á eignastýringarsviði félagsins, sem var komið á fót fyrr á þessu ári, sem sérfræðingur í fjárfestatengslum og viðskiptaþróun.

Ása Björg ráðin að­stoðar­fram­kvæmda­stjóri Kavita

Ása Björg Tryggvadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsráðgjafafyrirtækisins brandr, hefur verið ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri Kavita. Fyrirtækið á vörumerkin ICEHERBS, Protis og Good Routine sem eru gæða fæðubótarefni sem seld eru um land allt. Kavita stefnir á útflutning á íslenskum fæðubótaefnum.

Ætlar Orku­veita Reykja­víkur að skila auðu í orku­skiptunum?

Rauði þráðurinn í stefnumótun stjórnvalda hér á landi sem erlendis eru orkuskiptin. Í þeim felst einna helst að skipta kolefnisorkugjöfum fyrir umhverfisvænari orkugjafa. Óraunhæft er að láta af notkun kolefnisorkugjafa víðast hvar um heim til skemmri tíma eða lengri tíma litið. Þeir eru einfaldlega of veigamiklir. Fyrsta markmiðið ætti alltaf að vera að draga úr vexti notkunar þeirra og auka hlutfall endurnýjanlegra og umhverfisvænna orkugjafa.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.