Klinkið

Einnar lóðar forysta Einars

Ritstjórn Innherja skrifar
Einar Þorsteinsson er oddviti Framsóknar í Reykjavík.
Einar Þorsteinsson er oddviti Framsóknar í Reykjavík. vísir/vilhelm

Enn og aftur hefur kastast í kekki milli Samtaka iðnaðarins og Reykjavíkurborgar vegna húsnæðisuppbyggingar (eða skorti á henni) í höfuðborginni. Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 28.nóvember og gagnrýndi þar borgina fyrir lóðaskort. Uppbygging íbúðarhúsnæðis í borginni mætti ekki þörf og að skipulagsferlið tæki of langan tíma.

Daginn eftir kvaddi Einar Þorsteinsson, staðgengill borgarstjóra, sér hljóðs og hafnaði gagnrýni Samtaka iðnaðarins með öllu. Einar tók djúpt í árinni í samtali við Vísi og sagði að sjaldan eða aldrei hafi annað eins lóðaframboð hafa verið í Reykjavík og nú. „Því borgin er að taka algjöra forystu í uppbyggingu húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Einar.

Miðað við hvernig hann tekur til orða mætti ætla að lóðaframboð í Reykjavík sé hreinlega án hliðstæðu. Þegar þetta er ritað er ekki slíku að skipta ef marka má vefsíðu Reykjavíkurborgar um lóðir og lóðaleigusamninga sem eru í boði þessa stundina. Þar er nákvæmlega ein lóð fyrir íbúðarhúsnæði í boði, við Haukahlíð 4 í Hlíðarendahverfinu.


Klinkið er vettvangur Innherja þar sem dregin er upp mynd og veitt innsýn í bakherbergi viðskipta, stjórnmála og atvinnulífs á landinu.


Tengdar fréttir

Segir borgina í for­ystu en lána­stofnanir virðist draga lappirnar

Oddiviti Framsóknar í borginni segir sjaldan eða aldrei annað eins lóðaframboð hafa verið í boði þar og nú. Hann hafnar með öllu gagnrýni Samtaka iðnaðarins um að borgin dragi lappirnar í málinu. Hins vegar sé áhyggjuefni að lánastofnanir virðist tregari en áður til að lána til byggingarframkvæmda.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.×