Fleiri fréttir

Tilkynningarskyld viðskipti samkvæmt MAR

Gildistaka MAR hefur í för með sér töluverðar breytingar hvað varðar viðskipti æðstu stjórnenda einkum í ljósi þess að þeir þurfa ekki að óska eftir heimild til viðskipta og hafa að auki rýmri tíma til þess að upplýsa um slík viðskipti. Þá hverfur sú krafa sem gerð var til skráðra félaga um að þau haldi úti sérstökum lista yfir innherja.

Af hneykslum og reginhneykslum

Borgarstjóri hefur enn á ný gert það að umtalsefni að Reykjavíkurborg hafi ekki fengið nægilega mikið fyrir sinn snúð þegar tæplega 46% eignarhlutur borgarinnar í Landsvirkjun var seldur til ríkisins. Hann gerði slíkt hið sama árið 2015 og kallaði söluna reginhneyksli. Í morgun sló hann aðeins úr og lét nægja að kalla söluna hneyksli.

Samkeppnismál stóru tæknifyrirtækjanna

Það er ljóst að viðhorf bæði almennings og yfirvalda gagnvart stóru tæknifyrirtækjunum hefur breyst umtalsvert á örfáum árum. Umrædd viðhorfsbreyting endurspeglast ekki síst í víðtækum rannsóknum samkeppnisyfirvalda á starfsemi tæknifyrirtækjanna og fjölda sektarákvarðana á hendur þeim, auk fyrirhugaðrar lagasetningar beggja vegna Atlantshafsins.

Rafmyntir sem fjárfestingakostur

Internetið gjörbreytti upplýsingamiðlun og samskiptum okkar til framtíðar. Í dag stöndum við frammi fyrir annarri byltingu með tilkomu bálkakeðjutækni. Á sama hátt og internetið breytti upplýsingamiðlun og samskiptum þá mun bálkakeðjutæknin gjörbylta skráningu og umsýslu verðmæta.

Ærandi þögn um ofríki í Kanada

Atburðarás síðustu vikna er söguleg og hún er áminning um það hversu brothætt frjálslynda lýðræðissamfélagið er þegar á reynir. Stjórnmálamenn sem gefa sig út fyrir að vera talsmenn frjálslyndis, jafnt ráðherrar sem þingmenn, geta því ekki látið hjá líða að tala gegn ofríkinu í Kanada.

Að blekkja gegn betri vitund

Viðskiptaráðherra væri nær að huga að því að bæta samkeppnisstöðu íslensks fjármálakerfis, sem gæti skilað sér í minnkandi vaxtamun, í stað þess að boða aðgerðir sem allt í þrennt leiða til verri lánakjara, rýra virði eignarhluta ríkisins í bönkunum og vinna gegn peningastefnunni á verðbólgutímum.

Um „ofurhagnað“ bankanna

Verðum við ekki að ætlast til þess að viðskiptaráðherra viti að raunvextir í landinu eru í dag neikvæðir, þannig að nú á sér stað stórfelld yfirfærsla sparifjár frá sparifjáreigendum til lántakenda.

Aðgerðir og aðhald

Í gær birtist frétt með fyrirsögninni „​​Tillaga Samfylkingarinnar féll í grýttan farveg í Seðlabankanum“ þar sem fram kom að seðlabankastjóri væri „ekki hrifinn af þensluhvetjandi aðgerðum, á borð við þær sem þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til, á meðan bankinn reynir að hemja eftirspurn“.

Lýðræðisveislan

Sjálfstæðismenn í Reykjavík taka nú ákvörðun um hvernig velja skuli frambjóðendur til borgarstjórnarkosninga í vor. Tillaga liggur fyrir um prófkjör af þeirri tegund sem algengust hefur verið þegar prófkjörsleiðin er á annað borð valin. Óhætt er að spá því að þessi tillaga verði samþykkt með miklum meirihluta í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík á fundi á morgun, fimmtudag. Prófkjör eru ekki gallalaus en að mörgu leyti skásta leiðin til að velja á framboðslista. Það er til mikils að vinna að ala ekki á göllunum.

Á óþekktum slóðum

Seðlabankanum er augljóslega vandi á höndum. Of lítil vaxtahækkun á vaxtaákvörðunarfundi næstkomandi miðvikudag – án efa þeim mikilvægasta frá því að Ásgeir Jónsson tók við embætti seðlabankastjóra – gæti grafið verulega undan trúverðugleika bankans í augum markaðsaðila um að honum sé alvara um að ná böndum á verðbólgunni.

Verðlaus rekstur Höfða

Fjárhagslegar forsendur Höfða hafa breyst með þeim hætti að borgarsjóður þarf mögulega að greiða með rekstrinum. Hið eina rétta í stöðunni fyrir borgarsjóð, eiganda Höfða, er að loka fyrirtækinu, selja eignir og leysa til sín það fé sem þar losnar.

Sjá næstu 50 greinar