Fleiri fréttir

Jón Arnór spilaði með Roma á ný

Jón Arnór Stefánsson spilaði með Lottomatica Roma á nýjan leik í kvöld eftir að hafa verið frá síðustu vikur vegna meiðsla.

Stoudamire ætlar að semja við San Antonio

Leikstjórnandinn Damon Stoudamire ætlar að semja við meistara San Antonio Spurs í þessari viku ef marka má ummæli umboðsmanns hans. Stoudamire hefur fengið sig lausan frá Memphis Grizzlies og er því frjálst að ræða við hvaða lið sem er í NBA deildinni.

LeBron James valtaði yfir Portland

Líklega hefur enginn leikmaður spilað betur í NBA deildinni í vetur en LeBron James hjá Cleveland. Hann undirstrikaði það með sanni í nótt þegar hann skoraði meira en allt Portland-liðið í fjórða leikhlutanum í útisigri Cleveland 84-83.

Stórleikir hjá stelpunum í kvöld

Tveir sannkallaðir stórleikir eru á dagskrá í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld þar sem fjögur efstu lið deildarinnar berjast innbyrðis.

Varejao úr leik fram yfir stjörnuleik

Brasilíumaðurinn Anderson Varejao hjá Cleveland getur ekki spilað með liði sínu fyrr en í fyrsta lagi í kring um 20. febrúar eftir að hann sneri sig illa á ökkla í leik með liði sínu á sunnudaginn.

Seattle lagði San Antonio

Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem óvæntustu tíðindin gerðust í Seattle. Heimamenn unnu þar aðeins sinn tíunda leik í allan vetur þegar þeir skelltu meisturum San Antonio 88-85.

Valur vann Hamar

Einn leikur var í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld. Valur vann Hamar 74-58 eftir að Hamarsstúlkur höfðu haft þriggja stiga forystu í hálfleik.

Webber snýr aftur til Golden State

Framherjinn Chris Webber hefur gefið það út að hann ætli að skrifa undir samning við Golden State Warriors í kvöld. Webber hóf feril sinn hjá liðinu árið 1993 en fór þaðan í fússi ári síðar eftir deilur við núverandi þjálfara liðsins, Don Nelson.

Paul fór á kostum í stórsigri New Orleans

Leikstjórnandinn Chris Paul fór á kostum í nótt þegar New Orleans vann níunda leik sinn í röð í NBA deildinni. Liðið rótburstaði Denver á heimavelli 117-93 í leik sem var í raun ekki spennandi nema í tíu mínútur, slíkir voru yfirburðir heimamanna.

KR minnkaði forskot Keflavíkur

Forysta Keflavíkur í Iceland Express deild karla er tvö stig eftir leiki kvöldsins. Fimmtán umferðum er lokið í deildinni en fjórir leikir voru á dagskrá í kvöld.

Fjórir leikir í Iceland Express deildinni í kvöld

Fjórir leikir eru á dagskrá í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld Klukkan 19:15 mætast Tindastóll og Fjölnir á Króknum, Hamar tekur á móti Grindavík í Hveragerði og KR tekur á móti Þór í DHL Höllinni. Klukkan 20 eigast svo við Stjarnan og Snæfell í Ásgarði. Síðustu tveir leikirnir áttu að fara fram í gær en var frestað vegna veðurs.

Stjarnfræðileg útgjöld Shaquille O´Neal

Miðherjinn Shaquille O´Neal hjá Miami hefur rakað inn hærri launatekjur en nokkur annar körfuboltamaður í sögunni. Það er kannski eins gott, því mánaðarleg útgjöld hans skipta tugum milljóna. Hann greiðir til dæmis rúmlega 1700 þúsund krónur á mánuði - bara fyrir barnapíur.

James hafði betur í einvíginu við Bryant

Tíu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. LeBron James hafði betur í einvígi sínu gegn Kobe Bryant þegar Cleveland vann góðan útisigur á LA Lakers 98-95 í Staples Center í Los Angeles.

Njarðvík vann topplið Keflavíkur

Njarðvík vann öruggan sigur á toppliði Keflavíkur í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld, 88-75, í Keflavík í kvöld.

Toppbaráttan harðnar enn

Haukar unnu í dag sigur á Keflavík í sveiflukenndum leik á Ásvöllum í Iceland Express deild kvenna, 94-89.

KR tapaði dýrmætum stigum gegn Val

Tveir leikir fóru fram í Iceland Express deild kvenna í dag. KR hefði getað komist á topp deildarinnar en tapaði fyrir Val á heimavelli.

Grindavík lagði Stjörnuna

Fjórtándu umferðinni í Iceland Express deild karla í körfubolta lauk í kvöld með leik Grindavíkur og Stjörnunnar í Grindavík. Heimamenn höfðu sigur 103-91.

Cleveland - Phoenix í beinni á miðnætti

Leikur Cleveland og Phoenix í NBA deildinni verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan tólf á miðnætti í nótt. Cleveland hefur unnið fimm leiki í röð og tekur í kvöld á móti einu besta liði deildarinnar.

Fimmtánda tap Miami staðreynd

Miami Heat tapaði sínum fimmtánda leik í röð í NBA-deildinni í nótt en nú tapaði liðið afar naumt fyrir San Antonio Spurs á heimavelli, 90-89.

Byrjunarliðin í stjörnuleiknum í NBA

Í nótt var tilkynnt hvaða leikmenn verða í byrjunarliðum Austur- og Vesturdeildarinnar í 57. stjörnuleiknum í NBA sem haldinn verður í New Orleans þann 17. febrúar.

KR lagði Snæfell

Fimm leikir voru á dagskrá í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Íslandsmeistarar KR skelltu Snæfelli í Stykkishólmi, ÍR lagði Njarðvík og Fjölnir lagði Hamar í uppgjöri botnliðanna.

Dómi yfir Donaghy frestað

Dómi yfir fyrrum körfuboltadómaranum Tim Donaghy hefur verið frestað fram í apríl, en hann er ákærður fyrir að hafa veðjað á leiki og látið upplýsingar af hendi um leiki í NBA deildinni í kring um árið 2003. Hann á yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi og 30 milljóna sekt.

Aftur lá Phoenix fyrir Minnesota

Það var mikið fjör í NBA deildinni í körfubolta í nótt þegar tólf leikir voru á dagskrá. Lélegasta lið deildarinnar, Minnesota Timberwolves, gerði sér lítið fyrir og lagði Phoenix Suns í annað skiptið í vetur.

Keflavík burstaði Grindavík

Keflavíkurstúlkur smelltu sér í kvöld upp að hlið Grindavíkur og KR á toppi Iceland Express deildarinnar með stórsigri á grönnum sínum í Grindavík 95-72. KR lagði Fjölni á útivelli 68-58.

Nash sá um Milwaukee

Steve Nash setti persónulegt met í vetur þegar hann skoraði 37 stig fyrir Phoenix í 114-105 sigri liðsins á Milwaukee á útivelli. Phoenix er í efsta sæti Vesturdeildarinnar og varð aðeins annað liðið í NBA á eftir Boston til að vinna 30 leiki í vetur.

Enn meiðist Shaquille O´Neal

Miðherjinn Shaquille O´Neal mun ekki leika með liði Miami Heat næstu tvær vikurnar í það minnsta eftir að mjaðmarmeiðsli hans tóku sig upp á ný. Miami hefur tapað 14 leikjum í röð og vann síðast leik nokkru fyrir jól.

Fjórtánda tap Miami í röð

Miami Heat tapaði sínum fjórtánda leik í NBA-deildinni í röð í nótt, í þetta sinn fyrir Cleveland, 97-90, á heimavelli.

O´Neal gæti verið úr leik í vetur

Jermaine O´Neal, leikmaður Indiana Pacers, segir að til greina komi að hann sé úr leik það sem eftir er tímabilsins eftir að hnémeiðsli hans tóku sig upp á ný.

Green ver titil sinn í troðkeppninni

Háloftafuglinn Gerald Green ætlar að verja titil sinn í troðkeppninni í NBA sem fer fram á undan stjörnuleiknum í New Orleans um miðjan næsta mánuð.

Valsstúlkur unnu Hauka

Valur vann óvæntan sigur á Haukum í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Valsstúlkur unnu nauman 80-79 sigur. Molly Peterman skoraði 34 stig fyrir Val.

Lengsta taphrina Pat Riley á ferlinum

Miami Heat tapað í nótt 13. leik sínum í röð í NBA deildinni og er það lengsta taphrina þjálfarans Pat Riley á löngum og glæsilegum ferli hans í deildinni.

Houston lagði San Antonio

Ellefu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Houston vann góðan sigur á grönnum sínum í San Antonio á heimavelli 83-81 þar sem Tracy McGrady lék á ný með liði Houston eftir að hafa misst úr 11 leiki vegna hnémeiðsla.

Frábær tilþrif í Keflavík

Í dag fór fram svokallaður stjörnudagur hjá íslenskum körfuboltamönnum í Keflavík þar sem landsliðin tóku á móti úrvalsliðum leikmanna úr Iceland Express deildunum. Þá var haldin troðslukeppni í hálfleik á karlaleiknum.

Það er búið að skipta þér til New York

Brasilíumaðurinn Leandro Barbosa hjá Phoenix Suns í NBA deildinni fékk áfall á þriðjudagskvöldið þegar gert var símaat í honum á Beverly Hills hótelinu.

Miami tapaði 12. leikunum í röð

Átta leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Miami tapaði 12. leiknum í röð þegar það lá fyrir Portland á heimavelli 98-91. Brandon Roy skoraði 24 stig fyrir Portland en Dwyane Wade skoraiði 37 stig fyrir heimamenn.

Úrvalsliðin klár

Nú er búið að velja úrvalsliðin í karla- og kvennaflokki sem mæta landsliðum Íslands í æfingaleikjum í körfubolta í Keflavík á morgun. Þá hafa átta leikmenn skráð sig til leiks í troðkeppni sem verður í hálfleik á karlaleiknum.

Cleveland vann í San Antonio

Þrír stórleikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt og þar af unnust þrír þeirra á útivelli. Cleveland skellti San Antonio 90-88 á útivelli og hefndi þar fyrir 4-0 tapið í lokaúrslitunum síðasta sumar.

Keflvíkingar seinir í gang

Einn leikur var á dagskrá í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Keflvíkingar unnu frekar nauman sigur á Fjölni í Grafarvogi þar sem liðið tryggði sér sigurinn með góðum endaspretti.

Jason Kidd leikmaður ársins hjá landsliðinu

Jason Kidd hefur verið útnefndur leikmaður ársins hjá bandaríska landsliðinu í körfubolta eftir fína frammistöðu á Ameríkuleikunum síðasta sumar. Bandaríska liðið vann alla 10 leiki sína á mótinu og tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum í sumar.

Sjá næstu 50 fréttir