Fleiri fréttir

Rosalegur leikur hjá Þóri og stelpunum í kvöld | Myndbönd

Noregur og Danmörk mætast í kvöld í lokaleik B-riðils á Evrópumóti kvenna í handbolta en mótið fer fram í Króatíu og Ungverjalandi þessa dagana. Þetta er mjög mikilvægur leikur fyrir Þóri Hergeirsson og stelpurnar hans í norska landsliðinu.

Stutt gaman hjá gestgjöfunum á EM í handbolta

Króatíska kvennalandsliðið í handbolta er á heimavelli á Evrópumótinu í ár en króatísku stelpurnar voru engu að síður úr leik eftir aðeins tvo leiki í riðlakeppninni.

Þórir búinn að missa aðalmarkvörðinn sinn

Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins þurfti að gera breytingar á hópnum sínum strax í upphafi Evrópumótsins eftir að norska liðið varð fyrir áfalli strax í fyrsta leik.

Siggi Raggi: Árangur landsliðsins hefur vakið athygli

Sigurður Ragnar Eyjólfsson var í gær ráðinn aðstoðarþjálfari Rúnars Kristinssonar hjá Lilleström næstu þrjú árin. Sigurði Ragnari, sem lét af störfum sem þjálfari ÍBV í Pepsi-deild karla í haust, stóð einnig til boða starf tækniráðgjafa hjá ástralska knattspyrnusambandinu.

Dagur: Fannst margt mæla með Erlingi

Ráðning Erlings Richardssonar til þýska úrvalsdeildarfélagsins Füchse Berlin var staðfest í gær. Erlingur hefur náð góðum árangri með austurríska félagið Westwien og verður eftirmaður Dags Sigurðssonar í þýsku höfuðborginni frá og með næsta sumri.

Danmörk byrjaði með sigri

Danmörk lagði Úkraínu 32-23 í fyrsta leik þjóðanna á Evrópumeistaramóti kvenna í handbolta í Króatíu í kvöld.

Auðvelt hjá Noregi í fyrsta leik

Norska kvennalandsliðið í handbolta sem Þórir Hergeirsson þjálfar lagði í kvöld Rúmeníu 27-19 í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í handbolta sem fram fer í Króatíu.

Kolding stigi á eftir Barcelona

Danska liðið Kolding sem Aron Kristjánsson þjálfar lagði tyrkneska liðið Besiktas Mogaz 34-31 á heimavelli í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta í dag.

Íslenskir sigrar í Skandinavíu

Eskilstuna Guif í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta og Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta unnu bæði góða sigra í dag þar sem íslenskir línumenn voru áberandi.

Aron markahæstur í öruggum sigri

Kiel vann öruggan níu marka sigur á Minden á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag 32-23. Kiel var 13-11 yfir í hálfleik.

Guðjón Valur skoraði sex í Póllandi

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sex mörk þegar Barcelona tapaði fyrir Wisla Plock 34-31 í Póllandi í Meistaradeild Evrópu í handbolta.

Bjarki Már með 11 mörk

Bjarki Már Elísson fór á kostum þegar Eisenach lagði Bad Schwartau 30-26 í þýsku B-deildinni í handbolta í kvöld á heimavelli sínum.

Þrír íslenskir sigrar í fjórum leikjum

Lærisveinar Geirs Sveinssonar í Magdeburg lögðu Balingen-Weilstetten 27-19 á heimavelli í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld en fjórir leikir voru á dagskrá.

Öruggur sigur í Makedóníu

Ísland lagi Makedóníu 28-22 í síðasta leik sínum í forkeppni heimsmeistaramótsins í handbolta kvenna sem fram fer í Danmörku að ári liðnu. Ísland vann alla fjóra leiki sína í forkeppninni.

Karen Knútsdóttir meidd

Karen Knútsdóttir sem farið hefur á kostum með íslenska kvenna landsliðinu í handbolta er tæp fyrir landsleik Íslands og Makedóníu í dag í forkeppni heimsmeistaramótsins. Þetta kemur fram á vef mbl.is.

Hverjir verða strákarnir okkar í Katar?

Fréttablaðið fór yfir það í helgarblaði sínu hvaða leikmenn eigi að skipa sextán manna landsliðshóp Íslands á heimsmeistaramótinu í handbolta sem hefst í Katar 15. janúar næstkomandi.

Ekki orðinn betri en pabbi

Stjörnumaðurinn Egill Magnússon fór hamförum í tapleik liðsins gegn Val í Olís-deild karla í handbolta á fimmtudaginn þegar hann skoraði 17 mörk. Hann setur stefnuna á atvinnumennsku erlendis.

Sigurbergur sterkur í jafnteflisleik

Sigurbergur Sveinsson og félagar í Erlangen misstu af mikilvægum stigum í þýska handboltanum í kvöld er þeir tóku á móti botnliði Bietigheim.

Fékk gæsahúð þegar fyrsta markið kom

Hin sautján ára Þórey Anna Ásgeirsdóttir er rísandi stjarna í íslenska landsliðinu. Hún var ekki orðin sextán ára þegar hún hélt út til Noregs ein síns liðs þar sem hún nemur við íþróttaframhaldsskóla og spilar með liði í B-deildinni.

Sautján marka maðurinn: Allt sem ég gerði virtist virka

"Við klúðruðum dauðafærum, það er það sem fór með leikinn. Hann lokaði vel í dauðafærum,“ sagði Egill Magnússon stórskyttan unga í liði Stjörnunnar en hann skoraði 17 mörk í leiknum gegn Val. Það dugði ekki til fyrir Garðbæinga.

Sjá næstu 50 fréttir