Kretzschmar sótillur út í IHF Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. desember 2014 18:45 Stefan Kretzschmar er eitt þekktasta andlit handboltaheimsins í Þýskalandi. Vísir/Getty Stefan Kretzschmar, fyrrum landsliðsmaður Þýskalands og einn þekktasti sérfræðingur um handbolta þar í landi, er hundóánægður með framferði forráðamanna Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, í tengslum við HM í Katar. Eins og alkunna er fékk Þýskalandi keppnisrétt á HM í Katar í gegnum krókaleiðir eftir að keppnisréttur Ástralíu var afturkallaður. En nú hefur komið í ljós að þýsku ríkissjónvarpsstöðvarnar ZDF og ARD munu ekki sýna frá mótinu og óljóst að einhver annar geti tekið við keflinu með svo stuttum fyrirvara. Þýski sjónvarpsmarkaðurinn er sá stærsti í handboltaheiminum og því skiptir málið miklu máli fyrir marga aðila. Kretzschmar segir að þetta hafi mikil áhrif á framtíð handboltans í Þýskalandi. „Börnin fá nú ekki tækifæri til að horfa á fyrirmyndir sínar spila handbolta. Allt okkar uppbyggingarstarf í handboltanum er í hættu,“ sagði Kretzschmar í viðtali við Bild um helgina. Sjónvarpsstöðin beIN Sports keypti sýningarréttinn á HM fyrir bæði mótið í Katar sem og keppnina árið 2017. Þar á bæ voru menn tregir til að ganga að samningum við ZDF og ARD þar sem stöðvarnar eru aðgengilegar í gegnum gervihnött í mörgum öðrum löndum. beIN Sports er í eigu Al-Jazeera sjónvarpsrisans í Katar sem greiddi IHF rúma tólf milljarða króna fyrir réttinn. „Ég næ ekki utan um þetta og hef engan skilning á málinu. IHF er með fulla vasa af pening en gerði handboltanum í Evrópu engan greiða með þessum glórulausa samningi. Vonbrigðin mín í þessu máli gætu vart verið stærri en þau eru.“ „Nú bíður maður þess að sjá hver viðbrögðin verða við þessu hjá styrktaraðilum, fyrirtækjum og stuðningsmönnum. Afleiðingar þessarar hörmungar eru ekki enn fyllilega ljósar en ég tel að þetta sé bara byrjunin.“ Handbolti Tengdar fréttir Fá Þjóðverjar að sjá HM á netinu? Enn eru vonir bundnar við að hægt verði að koma beinum útsendingum frá HM í Katar til Þýskalands. 4. desember 2014 13:45 Enn eitt áfallið fyrir HM: Engar sjónvarpsútsendingar í Þýskalandi Þýskalandi var komið inn á HM með krókaleiðum en samningar náðust ekki við stærstu sjónvarpsstöðvar Þýskalands. 2. desember 2014 13:46 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira
Stefan Kretzschmar, fyrrum landsliðsmaður Þýskalands og einn þekktasti sérfræðingur um handbolta þar í landi, er hundóánægður með framferði forráðamanna Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, í tengslum við HM í Katar. Eins og alkunna er fékk Þýskalandi keppnisrétt á HM í Katar í gegnum krókaleiðir eftir að keppnisréttur Ástralíu var afturkallaður. En nú hefur komið í ljós að þýsku ríkissjónvarpsstöðvarnar ZDF og ARD munu ekki sýna frá mótinu og óljóst að einhver annar geti tekið við keflinu með svo stuttum fyrirvara. Þýski sjónvarpsmarkaðurinn er sá stærsti í handboltaheiminum og því skiptir málið miklu máli fyrir marga aðila. Kretzschmar segir að þetta hafi mikil áhrif á framtíð handboltans í Þýskalandi. „Börnin fá nú ekki tækifæri til að horfa á fyrirmyndir sínar spila handbolta. Allt okkar uppbyggingarstarf í handboltanum er í hættu,“ sagði Kretzschmar í viðtali við Bild um helgina. Sjónvarpsstöðin beIN Sports keypti sýningarréttinn á HM fyrir bæði mótið í Katar sem og keppnina árið 2017. Þar á bæ voru menn tregir til að ganga að samningum við ZDF og ARD þar sem stöðvarnar eru aðgengilegar í gegnum gervihnött í mörgum öðrum löndum. beIN Sports er í eigu Al-Jazeera sjónvarpsrisans í Katar sem greiddi IHF rúma tólf milljarða króna fyrir réttinn. „Ég næ ekki utan um þetta og hef engan skilning á málinu. IHF er með fulla vasa af pening en gerði handboltanum í Evrópu engan greiða með þessum glórulausa samningi. Vonbrigðin mín í þessu máli gætu vart verið stærri en þau eru.“ „Nú bíður maður þess að sjá hver viðbrögðin verða við þessu hjá styrktaraðilum, fyrirtækjum og stuðningsmönnum. Afleiðingar þessarar hörmungar eru ekki enn fyllilega ljósar en ég tel að þetta sé bara byrjunin.“
Handbolti Tengdar fréttir Fá Þjóðverjar að sjá HM á netinu? Enn eru vonir bundnar við að hægt verði að koma beinum útsendingum frá HM í Katar til Þýskalands. 4. desember 2014 13:45 Enn eitt áfallið fyrir HM: Engar sjónvarpsútsendingar í Þýskalandi Þýskalandi var komið inn á HM með krókaleiðum en samningar náðust ekki við stærstu sjónvarpsstöðvar Þýskalands. 2. desember 2014 13:46 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira
Fá Þjóðverjar að sjá HM á netinu? Enn eru vonir bundnar við að hægt verði að koma beinum útsendingum frá HM í Katar til Þýskalands. 4. desember 2014 13:45
Enn eitt áfallið fyrir HM: Engar sjónvarpsútsendingar í Þýskalandi Þýskalandi var komið inn á HM með krókaleiðum en samningar náðust ekki við stærstu sjónvarpsstöðvar Þýskalands. 2. desember 2014 13:46