Kretzschmar sótillur út í IHF Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. desember 2014 18:45 Stefan Kretzschmar er eitt þekktasta andlit handboltaheimsins í Þýskalandi. Vísir/Getty Stefan Kretzschmar, fyrrum landsliðsmaður Þýskalands og einn þekktasti sérfræðingur um handbolta þar í landi, er hundóánægður með framferði forráðamanna Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, í tengslum við HM í Katar. Eins og alkunna er fékk Þýskalandi keppnisrétt á HM í Katar í gegnum krókaleiðir eftir að keppnisréttur Ástralíu var afturkallaður. En nú hefur komið í ljós að þýsku ríkissjónvarpsstöðvarnar ZDF og ARD munu ekki sýna frá mótinu og óljóst að einhver annar geti tekið við keflinu með svo stuttum fyrirvara. Þýski sjónvarpsmarkaðurinn er sá stærsti í handboltaheiminum og því skiptir málið miklu máli fyrir marga aðila. Kretzschmar segir að þetta hafi mikil áhrif á framtíð handboltans í Þýskalandi. „Börnin fá nú ekki tækifæri til að horfa á fyrirmyndir sínar spila handbolta. Allt okkar uppbyggingarstarf í handboltanum er í hættu,“ sagði Kretzschmar í viðtali við Bild um helgina. Sjónvarpsstöðin beIN Sports keypti sýningarréttinn á HM fyrir bæði mótið í Katar sem og keppnina árið 2017. Þar á bæ voru menn tregir til að ganga að samningum við ZDF og ARD þar sem stöðvarnar eru aðgengilegar í gegnum gervihnött í mörgum öðrum löndum. beIN Sports er í eigu Al-Jazeera sjónvarpsrisans í Katar sem greiddi IHF rúma tólf milljarða króna fyrir réttinn. „Ég næ ekki utan um þetta og hef engan skilning á málinu. IHF er með fulla vasa af pening en gerði handboltanum í Evrópu engan greiða með þessum glórulausa samningi. Vonbrigðin mín í þessu máli gætu vart verið stærri en þau eru.“ „Nú bíður maður þess að sjá hver viðbrögðin verða við þessu hjá styrktaraðilum, fyrirtækjum og stuðningsmönnum. Afleiðingar þessarar hörmungar eru ekki enn fyllilega ljósar en ég tel að þetta sé bara byrjunin.“ Handbolti Tengdar fréttir Fá Þjóðverjar að sjá HM á netinu? Enn eru vonir bundnar við að hægt verði að koma beinum útsendingum frá HM í Katar til Þýskalands. 4. desember 2014 13:45 Enn eitt áfallið fyrir HM: Engar sjónvarpsútsendingar í Þýskalandi Þýskalandi var komið inn á HM með krókaleiðum en samningar náðust ekki við stærstu sjónvarpsstöðvar Þýskalands. 2. desember 2014 13:46 Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Fleiri fréttir Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Sjá meira
Stefan Kretzschmar, fyrrum landsliðsmaður Þýskalands og einn þekktasti sérfræðingur um handbolta þar í landi, er hundóánægður með framferði forráðamanna Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, í tengslum við HM í Katar. Eins og alkunna er fékk Þýskalandi keppnisrétt á HM í Katar í gegnum krókaleiðir eftir að keppnisréttur Ástralíu var afturkallaður. En nú hefur komið í ljós að þýsku ríkissjónvarpsstöðvarnar ZDF og ARD munu ekki sýna frá mótinu og óljóst að einhver annar geti tekið við keflinu með svo stuttum fyrirvara. Þýski sjónvarpsmarkaðurinn er sá stærsti í handboltaheiminum og því skiptir málið miklu máli fyrir marga aðila. Kretzschmar segir að þetta hafi mikil áhrif á framtíð handboltans í Þýskalandi. „Börnin fá nú ekki tækifæri til að horfa á fyrirmyndir sínar spila handbolta. Allt okkar uppbyggingarstarf í handboltanum er í hættu,“ sagði Kretzschmar í viðtali við Bild um helgina. Sjónvarpsstöðin beIN Sports keypti sýningarréttinn á HM fyrir bæði mótið í Katar sem og keppnina árið 2017. Þar á bæ voru menn tregir til að ganga að samningum við ZDF og ARD þar sem stöðvarnar eru aðgengilegar í gegnum gervihnött í mörgum öðrum löndum. beIN Sports er í eigu Al-Jazeera sjónvarpsrisans í Katar sem greiddi IHF rúma tólf milljarða króna fyrir réttinn. „Ég næ ekki utan um þetta og hef engan skilning á málinu. IHF er með fulla vasa af pening en gerði handboltanum í Evrópu engan greiða með þessum glórulausa samningi. Vonbrigðin mín í þessu máli gætu vart verið stærri en þau eru.“ „Nú bíður maður þess að sjá hver viðbrögðin verða við þessu hjá styrktaraðilum, fyrirtækjum og stuðningsmönnum. Afleiðingar þessarar hörmungar eru ekki enn fyllilega ljósar en ég tel að þetta sé bara byrjunin.“
Handbolti Tengdar fréttir Fá Þjóðverjar að sjá HM á netinu? Enn eru vonir bundnar við að hægt verði að koma beinum útsendingum frá HM í Katar til Þýskalands. 4. desember 2014 13:45 Enn eitt áfallið fyrir HM: Engar sjónvarpsútsendingar í Þýskalandi Þýskalandi var komið inn á HM með krókaleiðum en samningar náðust ekki við stærstu sjónvarpsstöðvar Þýskalands. 2. desember 2014 13:46 Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Fleiri fréttir Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Sjá meira
Fá Þjóðverjar að sjá HM á netinu? Enn eru vonir bundnar við að hægt verði að koma beinum útsendingum frá HM í Katar til Þýskalands. 4. desember 2014 13:45
Enn eitt áfallið fyrir HM: Engar sjónvarpsútsendingar í Þýskalandi Þýskalandi var komið inn á HM með krókaleiðum en samningar náðust ekki við stærstu sjónvarpsstöðvar Þýskalands. 2. desember 2014 13:46
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn