Bjarki: Gerðum lítið úr HK með svona frammistöðu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. desember 2014 21:52 Bjarki Sigurðsson ekki kátur á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/andri marinó „Ég er mjög ósáttur við leik liðsins. Mjög,“ sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari HK, ómyrkur í máli eftir niðurlægingu HK í bikarkeppninni í kvöld. Lokatölur voru 38-25, Stjörnunni í vil, en þessi lið verma tvö neðstu sæti Olísdeildar karla. „Þetta var engan veginn boðlegt og við þurfum að líta okkur nær núna. Þetta gengur ekki mikið lengur,“ sagði Bjarki sem viðurkennir að staða liðsins sé einkar slæm. Tvær umferðir eru eftir í deildinni þar til að hlé verður gert á tímabilinu fram yfir HM í handbolta. „Við erum neðstir í deildinni og úr leik í bikarnum. Það hefði verið í lagi að tapa í hörkuleik í bikarnum en engan veginn boðlegt að láta slátra sér eins og við gerðum í kvöld.“ „Að sjálfsögðu verður þetta vetrarfrí kærkomið og vonandi tekst okkur að stilla saman strengi og safna vopnum. Ég þarf að skoða þetta almennilega - þetta gengur ekki svona lengur enda allt of mikið.“ HK vann síðast sigur þegar liðið mætti Aftureldingu þann 23. október. Mosfellingar voru þá á toppi deildarinnar og ekki búnir að tapa leik í fyrstu sex umferðum deildarinnar. Bjarki segir fátt í leik liðsins í dag minna á þá frammistöðu. „Við þurfum að grafa hana upp. Þar var barátta, leikgleði og allir lögðu sig hundrða prósent fram. Núna snýst þetta meira um einstaklingana sem kemur í bakið á mönnum. Slíkt má ekki gegn Stjörnunni eða hvaða liði sem er í deildinni.“ „Við erum „underdogs“ og erum að berjast fyrir lífi okkar. HK hefur verið þekkt fyrir þennan baráttuvilja síðustu árin og ég lýsi eftir honum. Það er kannski okkar þjálfaranna að draga hann fram. Vonandi tekst það.“ Bjarki segist ætla að taka slaginn áfram sem þjálfari HK, fái hann áfram traust stjórnar HK til þess. „Við þurfum þó að fara vel og vandlega yfir málin. Það er ljóst að við þurfum að styrkja leikmannahópinn og einhvern veginn að peppa þetta betur upp.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: HK - Stjarnan 25-38 | Daprir HK-ingar engin fyrirstaða Stjörnumenn léku sér einfaldlega að HK í bikarleik liðanna í Digranesi í kvöld. 9. desember 2014 18:27 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Sjá meira
„Ég er mjög ósáttur við leik liðsins. Mjög,“ sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari HK, ómyrkur í máli eftir niðurlægingu HK í bikarkeppninni í kvöld. Lokatölur voru 38-25, Stjörnunni í vil, en þessi lið verma tvö neðstu sæti Olísdeildar karla. „Þetta var engan veginn boðlegt og við þurfum að líta okkur nær núna. Þetta gengur ekki mikið lengur,“ sagði Bjarki sem viðurkennir að staða liðsins sé einkar slæm. Tvær umferðir eru eftir í deildinni þar til að hlé verður gert á tímabilinu fram yfir HM í handbolta. „Við erum neðstir í deildinni og úr leik í bikarnum. Það hefði verið í lagi að tapa í hörkuleik í bikarnum en engan veginn boðlegt að láta slátra sér eins og við gerðum í kvöld.“ „Að sjálfsögðu verður þetta vetrarfrí kærkomið og vonandi tekst okkur að stilla saman strengi og safna vopnum. Ég þarf að skoða þetta almennilega - þetta gengur ekki svona lengur enda allt of mikið.“ HK vann síðast sigur þegar liðið mætti Aftureldingu þann 23. október. Mosfellingar voru þá á toppi deildarinnar og ekki búnir að tapa leik í fyrstu sex umferðum deildarinnar. Bjarki segir fátt í leik liðsins í dag minna á þá frammistöðu. „Við þurfum að grafa hana upp. Þar var barátta, leikgleði og allir lögðu sig hundrða prósent fram. Núna snýst þetta meira um einstaklingana sem kemur í bakið á mönnum. Slíkt má ekki gegn Stjörnunni eða hvaða liði sem er í deildinni.“ „Við erum „underdogs“ og erum að berjast fyrir lífi okkar. HK hefur verið þekkt fyrir þennan baráttuvilja síðustu árin og ég lýsi eftir honum. Það er kannski okkar þjálfaranna að draga hann fram. Vonandi tekst það.“ Bjarki segist ætla að taka slaginn áfram sem þjálfari HK, fái hann áfram traust stjórnar HK til þess. „Við þurfum þó að fara vel og vandlega yfir málin. Það er ljóst að við þurfum að styrkja leikmannahópinn og einhvern veginn að peppa þetta betur upp.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: HK - Stjarnan 25-38 | Daprir HK-ingar engin fyrirstaða Stjörnumenn léku sér einfaldlega að HK í bikarleik liðanna í Digranesi í kvöld. 9. desember 2014 18:27 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: HK - Stjarnan 25-38 | Daprir HK-ingar engin fyrirstaða Stjörnumenn léku sér einfaldlega að HK í bikarleik liðanna í Digranesi í kvöld. 9. desember 2014 18:27