Handbolti

Barcelona vann toppslaginn með 15 mörkum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson í leik með Barca.
Guðjón Valur Sigurðsson í leik með Barca. mynd/barcelona
Guðjón Valur Sigurðsson og félagar í spænska stórliðinu Barcelona undirstrikuðu yfirburði sína í spænsku 1. deildinni í handbolta í kvöld.

Börsungar unnu næst efsta lið deildarinnar, Granollers, í toppslagnum með 15 marka mun, 43-28. Barcelona var þrettán mörkum yfir í hálfleik, 23-10.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fjögur mörk úr fimm skotum, þar af eitt úr vítakasti. Stórskyttan Siarhei Rutenka var markahæstur heimamanna með tíu mörk úr tíu skotum.

Barceloan er efst í deildinni með 28 stig eftir 14 umferðir, en Granollers er í öðru sæti með 23 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×