Fleiri fréttir

Aron bestur í Meistaradeild Evrópu

Aron Pálmarsson var í dag valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar í Meistaradeild Evrópu en það var kunngjört eftir úrslitaleikinn í dag.

Barcelona tók bronsið

Barcelona tryggði sér bronsið í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag þegar liðið lagði ungversku meistarana í Veszprém 26-25 í Köln.

Íslendingaslagur í úrslitum

Úrslitin ráðast í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag. Fyrst mætast Barcelona og Veszprém í leiknum um þriðja sætið klukkan 13:15. Það er svo klukkan 16 sem úrslitaleikur Kiel og Flensburg hefst en allt er þetta í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport.

Þýskur úrslitaleikur í Köln

Flensburg mætir Kiel í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta eftir frækinn sigur á Barcelona eftir framlengdan leik og vítakastkeppni 41-39.

Veszprém stendur í vegi fyrir Kiel

Íslendingaliðið Kiel verður í eldlínunni í dag í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Kiel mæti ungversku meisturunum í Veszprém í fyrri leik dagsins í Köln klukkan 13:15 í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport.

Hjólaði frá Kiel til Kölnar

Harður stuðningsmaður Kiel hjólaði hátt í 500 kilómetra á gíralausu hjóli til þess að sjá sitt lið spila.

Guðmundur sefur illa á nóttunni

Guðmundur Þórður Guðmundsson segist eiga erfitt með að sætta sig við að hafa misst af þýska meistaratitlinum í hendur Kiel á lokadegi þýsku deildarinnar.

Mikill áhugi í Vínarborg

Nú þegar hafa þrjú þúsund miðar selst á leik Austurríkis og Noregs í undankeppni HM í handbolta.

Aron Rafn undir hnífinn

Aron Rafn Eðvarðsson missir af leikjum Íslands gegn Bosníu í undankeppnin HM í handbolta.

Ramune fer til Frakklands

Landsliðskonan Ramune Pekarskyte mun í sumar ganga í raðir franska úrvalsdeildarfélagsins Le Havre.

Stoltur af afrekinu

Bjarki Már Elísson var markahæsti Íslendingurinn á sínu fyrsta tímabili í þýsku 1. deildinni.

Hópurinn fyrir Portúgalsleikina klár

Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta valdi í dag 29 manna landsliðshóp fyrir landsleikina sem eru framundan gegn Portúgal.

Barcelona vann alla sína leiki í deildinni

Ofurlið Barcelona varð spænskur meistari með fáheyrðum yfirburðum. Liðið vann alla sína leiki í deildinni og ekkert lið var nálægt því að ógna Börsungum.

Guðjón Valur hélt kveðjuræðu

Guðjón Valur Sigurðsson, hornamaður íslenska landsliðsins og THW Kiel, þakkaði stuðningsmönnum Kiel fyrir árin tvö eftir öruggan sigur á Füchse Berlin um helgina. Talið er fullvíst að Guðjón Valur komi til með að spila með Barcelona á næsta tímabili

Dujshebaev enn að kýla í pung þjálfara | Myndband

Það sauð upp í úrslitaleik Kielce og Wisla Plock í pólska handboltanum í gær. Þórir Ólafsson var tekinn hálstaki og Talant Dujshebaev hélt áfram að kýla í pung þjálfara andstæðinganna.

Balic verður áfram hjá Wetzlar

Það vakti nokkra athygli þegar hinn öflugi Króati, Ivano Balic, gekk í raðir þýska félagsins Wetzlar fyrir um ári síðan.

Bætti sig bæði í handbolta og heimilisstörfunum

Landsliðskonan Birna Berg Haraldsdóttir varð meistari annað árið í röð um helgina þegar hún tók þátt í því að tryggja Sävehof-liðinu sænska meistaratitilinn á sínu fyrsta ári sem atvinnumaður.

Guðmundur: Einkennilegt fyrirkomulag

Rhein-Neckar Löwen missti af þýska meistaratitlinum í handbolta eftir dramatíska lokaumferð í gær. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Löwen, er ekki sáttur með að markatala skuli ráða úrslitum, verði lið jöfn að stigum.

Þórir pólskur meistari þriðja árið í röð

Þórir Ólafsson varð í dag pólskur meistari í handbolta þriðja árið í röð. Lið hans, Vive Kielce, vann níu marka sigur, 34-25, á Wisla Plock í fjórða leik liðanna um pólska meistaratitilinn. Kielce hafði betur í úrslitaeinvíginu, 3-1.

Ragnar áfram hjá FH

Örvhenta skyttan Ragnar Jóhannsson framlengdi í morgun samning sinn við FH og mun leika áfram með liðinu í Olís-deild karla í handbolta næsta vetur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá FH.

Ásgeir og Róbert bikarmeistarar í Frakklandi

Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson urðu í dag bikarmeistarar með Paris SG eftir fjögurra marka sigur, 31-27, á Chambéry í úrslitaleik. Staðan í hálfleik var 15-12, Paris í vil.

Þórir Ólafsson á heimleið

Þórir Ólafsson gæti leikið sinn síðasta leik fyrir pólsku meistarana í Kielce í dag. Kielce sækir Wisla Plock heim í úrslitum pólska handboltans í kvöld.

Einvígi Alfreðs og Guðmundar

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Rhein-Neckar Löwen, getur kvatt félagið í dag með því að gera liðið að Þýskalandsmeisturum í fyrsta sinn. Liðið hefur sjö marka forskot á Alfreð Gíslason og lærisveina hans í Kiel.

HK samdi við fjóra leikmenn

HK er byrjað að safna liði fyrir átök næsta vetrar í Olís-deild karla og í dag samdi liðið við fjóra leikmenn.

Allir á Íslandi munu horfa á okkur í sjónvarpinu

Það vekur eðlilega mikla athygli í Þýskalandi að gömlu herbergisfélagarnir í íslenska landsliðinu - Alfreð Gíslason og Guðmundur Guðmundsson - séu að fara að berjast um þýska meistaratitilinn í handbolta á laugardag.

Sjá næstu 50 fréttir