Handbolti

Þórir pólskur meistari þriðja árið í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
"Meistaraselfie" af Þóri og félögum.
"Meistaraselfie" af Þóri og félögum. Facebook-síða Þóris Ólafssonar
Þórir Ólafsson varð í dag pólskur meistari í handbolta þriðja árið í röð. Lið hans, Vive Kielce, vann níu marka sigur, 34-25, á Wisla Plock í fjórða leik liðanna um pólska meistaratitilinn. Kielce vann einvígið 3-1.

Spænski línumaðurinn Julen Aginagalde var markahæstur í liði Kielce, en hann skoraði níu mörk í leiknum. Karol Bielecki og Denis Buntic komu næstir með fjögur mörk hvor.

Þórir skoraði tvö mörk úr fimm skotum, en hann skoraði alls 14 mörk í úrslitaeinvíginu og klikkaði ekki á skoti í fyrstu þremur leikjunum.

Eins og áður sagði var þetta þriðja árið í röð sem Kielce verður pólskur meistari og í 11. skiptið alls. Kielce hefur einnig orðið bikarmeistari síðustu sex ár, og 11 sinnum í heildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×