Handbolti

Dujshebaev enn að kýla í pung þjálfara | Myndband

Þórir er hér tekinn hálstaki í leiknum í gær.
Þórir er hér tekinn hálstaki í leiknum í gær. mynd/kielce
„Það voru mikil slagsmál í leiknum og báðir þjálfararnir voru komnir með rautt spjald eftir fjórar mínútur,“ sagði hornamaðurinn Þórir Ólafsson en hann varð pólskur meistari þriðja árið í röð í gær.

Lið hans, Kielce, vann þá öruggan níu marka sigur, 34-25, á Wisla Plock og tryggði sér titilinn. Þessi leikur byrjaði samt heldur betur með látum og var mönnum heitt í hamsi.

„Það var harka í upphafi leiks og þjálfari Wisla kom að Talant Dujshebaev (þjálfara Kielce) og reyndi að æsa hann upp. Hann kastaði einhverju dóti í punginn á Talant. Svona rétt eins og Talant gerði við Gumma á dögunum.“

„Dómararnir sáu það ekki. Skömmu síðar varð fjandinn laus á vellinum. Þegar ég sést hlaupa í átt að bekknum á myndbandinu þá var Talant kominn með hálstak á hinum þjálfaranum. Þeir fengu svo báðir rautt spjald í kjölfarið. Þetta var alveg mögnuð byrjun.“

Ef myndbandið hér að neðan er skoðað grannt má sjá er Talant endurtekur sama leik og gegn Guðmundi. Hann virðist þá slá þjálfara Wisla í punginn og skömmu síðar þýtur Þórir af stað að róa þá niður. Punghöggið kemur eftir 43 sekúndur.

„Öll þessi læti voru í upphafi leiks en síðan róaðist leikurinn. Við keyrðum líka yfir þá og þeir gáfust upp. Ég var tekinn hálstaki en hafði sem betur fer hemil á mér. Þetta var almennilegur endir á tímabilinu,“ sagði Selfyssingurinn léttur.


Tengdar fréttir

Þórir pólskur meistari þriðja árið í röð

Þórir Ólafsson varð í dag pólskur meistari í handbolta þriðja árið í röð. Lið hans, Vive Kielce, vann níu marka sigur, 34-25, á Wisla Plock í fjórða leik liðanna um pólska meistaratitilinn. Kielce hafði betur í úrslitaeinvíginu, 3-1.

Dujshebaev fékk sekt en slapp við leikbann

Handknattleiksþjálfarinn Talant Dujshebaev var ekki dæmdur í leikbann fyrir að kýla Guðmund Þórð Guðmundsson. Aganefnd EHF úrskurðaði í málinu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×