Bætti sig bæði í handbolta og heimilisstörfunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2014 07:00 Birna Berg Haraldsdóttir fagnar hér til hægri titlinum með Sävehof. Mynd/Úr einkasafn Landsliðskonan Birna Berg Haraldsdóttir varð meistari annað árið í röð um helgina þegar hún tók þátt í því að tryggja Sävehof-liðinu sænska meistaratitilinn á sínu fyrsta ári sem atvinnumaður. „Það er búið að vera svo ótrúlega góð stemning i liðinu undanfarið þannig að það kom mér ekki á óvart að við tækjum þetta. Úrslitadagurinn er þvílíkt stór dagur hér í Svíþjóð og þetta er mögulega eitt af því skemmtilegasta ég hef gert,“ sagði Birna Berg. „Þetta er ótrúlegt lið og ótrúlegir karakterar i þessu liði. Ég er hrikalega stolt af því að spila fyrir IK Sävehof,“ sagði Birna Berg en þetta var sjötta árið í röð sem Sävehof vinnur sænska titilinn. „Ég er búin að kynnast ótrúlegu sigurhugafari i þessum klúbb og ég sjálf hef breytt því hvernig ég hugsa,“ segir Birna Berg en hvernig gekk? „Fyrsti veturinn gekk upp og niður. Það er alveg satt sem maður heyrir að atvinnumennska sé ekki bara dans af rósum. Þegar ég hugsa til baka þá er ég ágætlega sátt með mína frammistöðu en þetta hefur verið lærdómsríkur vetur. Ég hef þroskast mikið síðan ég flutti út og hef tekið framförum, bæði í handbolta sem og í heimilisstörfunum,“ segir Birna í léttum tón. Birna Berg varð Íslandsmeistari með Fram í fyrra. „Þetta var allt öðruvísi því ég handabrotnaði í undanúrslitunum í fyrra og gat ekki verið með í úrslitaeinvíginu. Ég varð því að horfa á allt einvígið uppi í stúku en núna fékk ég að vera með og það er allt önnur tilfinning,“ segir Birna Berg. Hún segist hafa bætt sig á þessum fyrsta vetri í Svíþjóð. „Ég hef bætt mig á þessu tímabili og þá helst sem varnarmaður. Ég hef líka breytt hugarfari mínu gagnvart varnarleik,“ segir Birna og viðurkennir fúslega að hafa ekki haft allt of gaman af því að standa í vörninni þegar hún spilaði á Íslandi. Birna Berg segist líka vera sterkari andlega eftir veturinn. „Oft átti ég erfitt með að spila ef fyrsta skotið mitt klikkaði en núna hugsa ég ekki einu sinni um það ef ég klikka,“ segir Birna og næst á dagskrá er að hjálpa íslenska landsliðinu að komast á EM. „Ég ætla að gera allt mitt til að við komumst á EM,“ segir Birna. Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor hélt hreinu í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Sjá meira
Landsliðskonan Birna Berg Haraldsdóttir varð meistari annað árið í röð um helgina þegar hún tók þátt í því að tryggja Sävehof-liðinu sænska meistaratitilinn á sínu fyrsta ári sem atvinnumaður. „Það er búið að vera svo ótrúlega góð stemning i liðinu undanfarið þannig að það kom mér ekki á óvart að við tækjum þetta. Úrslitadagurinn er þvílíkt stór dagur hér í Svíþjóð og þetta er mögulega eitt af því skemmtilegasta ég hef gert,“ sagði Birna Berg. „Þetta er ótrúlegt lið og ótrúlegir karakterar i þessu liði. Ég er hrikalega stolt af því að spila fyrir IK Sävehof,“ sagði Birna Berg en þetta var sjötta árið í röð sem Sävehof vinnur sænska titilinn. „Ég er búin að kynnast ótrúlegu sigurhugafari i þessum klúbb og ég sjálf hef breytt því hvernig ég hugsa,“ segir Birna Berg en hvernig gekk? „Fyrsti veturinn gekk upp og niður. Það er alveg satt sem maður heyrir að atvinnumennska sé ekki bara dans af rósum. Þegar ég hugsa til baka þá er ég ágætlega sátt með mína frammistöðu en þetta hefur verið lærdómsríkur vetur. Ég hef þroskast mikið síðan ég flutti út og hef tekið framförum, bæði í handbolta sem og í heimilisstörfunum,“ segir Birna í léttum tón. Birna Berg varð Íslandsmeistari með Fram í fyrra. „Þetta var allt öðruvísi því ég handabrotnaði í undanúrslitunum í fyrra og gat ekki verið með í úrslitaeinvíginu. Ég varð því að horfa á allt einvígið uppi í stúku en núna fékk ég að vera með og það er allt önnur tilfinning,“ segir Birna Berg. Hún segist hafa bætt sig á þessum fyrsta vetri í Svíþjóð. „Ég hef bætt mig á þessu tímabili og þá helst sem varnarmaður. Ég hef líka breytt hugarfari mínu gagnvart varnarleik,“ segir Birna og viðurkennir fúslega að hafa ekki haft allt of gaman af því að standa í vörninni þegar hún spilaði á Íslandi. Birna Berg segist líka vera sterkari andlega eftir veturinn. „Oft átti ég erfitt með að spila ef fyrsta skotið mitt klikkaði en núna hugsa ég ekki einu sinni um það ef ég klikka,“ segir Birna og næst á dagskrá er að hjálpa íslenska landsliðinu að komast á EM. „Ég ætla að gera allt mitt til að við komumst á EM,“ segir Birna.
Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor hélt hreinu í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Sjá meira