Magnaður sigur Flensburg í Meistaradeildinni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. júní 2014 13:39 Vísir/Getty Enn og aftur varð Guðjón Valur Sigurðsson af Evrópumeistaratitlinum en Flensburg vann í dag Meistaradeild Evrópu eftir sigur á Kiel í úrslitaleik, 30-28.Aron Pálmarsson var markahæsti leikmaður Kiel með sex mörk og spilaði vel, rétt eins og Guðjón Valur. Kiel var yfir eftir góðan fyrri hálfleik, 16-14, en markvörðurinn Mattias Andersson var algjörlega magnaður í síðari hálfleik og hetja sinna manna. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar gáfu tóninn með frábærri byrjun og voru ekki langt frá því að stinga af strax á fyrsta stundarfjórðungi leiksins. Aron og Guðjón Valur voru báðir frábærir og skoruðu grimmt. Mestur vaðr munurinn sex mörk eftir átján mínútna leik, 12-6, en þá tók Andersson til sinna ráða og byrjaði að verja hvert skotið á fætur öðru. Flensburg gekk á lagið og hélt svo uppteknum hætti í síðari hálfleik. Á meðan allt virtist ganga upp fyrir Flensburg gekk allt á afturfótunum hjá Þýskalandsmeisturunum. Þeir létu Andersson koma sér úr jafnvægi og eftir að Flensburg komst yfir á 39. mínútu litu leikmenn liðsins aldrei um öxl. Kiel náði þó að minnka muninn í eitt mark þegar þrjár mínútur voru eftir en nær komust lærisveinar Alfreðs ekki. Andreas Palicka kom inn á í mark Kiel en náði ekki að setja mark sitt á leikinn. Á meðan fór Andersson einfaldlega á kostum og varði eins og berserkur, oft úr dauðafærum. Hornamennirnir Anders Eggert og Lasse Svan voru markahæstir í liði Flensburg og nýttu færin sín mjög vel. Holger Glandorf, þýska skyttan, reyndist einnig mikilvægur í síðari hálfleik og skoraði afar mikilvæg mörk.Ólafur Gústafsson kom ekki við sögu hjá Flensburg í dag en stendur uppi sem Evrópumeistari. Guðjón Valur, sem hefur spilað í Meistaradeildinni undanfarin átta tímabil, þarf enn að bíða eftir sínum fyrsta titli. Eftir leikinn var tilkynnt að Aron Pálmarsson hefði verið valinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar sem fór fram í Köln í Þýskalandi að venju. Handbolti Tengdar fréttir Íslendingaslagur í úrslitum Úrslitin ráðast í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag. Fyrst mætast Barcelona og Veszprém í leiknum um þriðja sætið klukkan 13:15. Það er svo klukkan 16 sem úrslitaleikur Kiel og Flensburg hefst en allt er þetta í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. 1. júní 2014 12:45 Veszprém stendur í vegi fyrir Kiel Íslendingaliðið Kiel verður í eldlínunni í dag í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Kiel mæti ungversku meisturunum í Veszprém í fyrri leik dagsins í Köln klukkan 13:15 í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. 31. maí 2014 11:30 Þrettán íslensk mörk og Kiel í úrslit Kiel er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu í handbolta í þriðja sinn á fimm árum eftir 29-26 sigur á ungversku meisturunum í Veszprém í dag. 31. maí 2014 15:02 Þýskur úrslitaleikur í Köln Flensburg mætir Kiel í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta eftir frækinn sigur á Barcelona eftir framlengdan leik og vítakastkeppni 41-39. 31. maí 2014 18:14 Mest lesið Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Sjá meira
Enn og aftur varð Guðjón Valur Sigurðsson af Evrópumeistaratitlinum en Flensburg vann í dag Meistaradeild Evrópu eftir sigur á Kiel í úrslitaleik, 30-28.Aron Pálmarsson var markahæsti leikmaður Kiel með sex mörk og spilaði vel, rétt eins og Guðjón Valur. Kiel var yfir eftir góðan fyrri hálfleik, 16-14, en markvörðurinn Mattias Andersson var algjörlega magnaður í síðari hálfleik og hetja sinna manna. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar gáfu tóninn með frábærri byrjun og voru ekki langt frá því að stinga af strax á fyrsta stundarfjórðungi leiksins. Aron og Guðjón Valur voru báðir frábærir og skoruðu grimmt. Mestur vaðr munurinn sex mörk eftir átján mínútna leik, 12-6, en þá tók Andersson til sinna ráða og byrjaði að verja hvert skotið á fætur öðru. Flensburg gekk á lagið og hélt svo uppteknum hætti í síðari hálfleik. Á meðan allt virtist ganga upp fyrir Flensburg gekk allt á afturfótunum hjá Þýskalandsmeisturunum. Þeir létu Andersson koma sér úr jafnvægi og eftir að Flensburg komst yfir á 39. mínútu litu leikmenn liðsins aldrei um öxl. Kiel náði þó að minnka muninn í eitt mark þegar þrjár mínútur voru eftir en nær komust lærisveinar Alfreðs ekki. Andreas Palicka kom inn á í mark Kiel en náði ekki að setja mark sitt á leikinn. Á meðan fór Andersson einfaldlega á kostum og varði eins og berserkur, oft úr dauðafærum. Hornamennirnir Anders Eggert og Lasse Svan voru markahæstir í liði Flensburg og nýttu færin sín mjög vel. Holger Glandorf, þýska skyttan, reyndist einnig mikilvægur í síðari hálfleik og skoraði afar mikilvæg mörk.Ólafur Gústafsson kom ekki við sögu hjá Flensburg í dag en stendur uppi sem Evrópumeistari. Guðjón Valur, sem hefur spilað í Meistaradeildinni undanfarin átta tímabil, þarf enn að bíða eftir sínum fyrsta titli. Eftir leikinn var tilkynnt að Aron Pálmarsson hefði verið valinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar sem fór fram í Köln í Þýskalandi að venju.
Handbolti Tengdar fréttir Íslendingaslagur í úrslitum Úrslitin ráðast í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag. Fyrst mætast Barcelona og Veszprém í leiknum um þriðja sætið klukkan 13:15. Það er svo klukkan 16 sem úrslitaleikur Kiel og Flensburg hefst en allt er þetta í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. 1. júní 2014 12:45 Veszprém stendur í vegi fyrir Kiel Íslendingaliðið Kiel verður í eldlínunni í dag í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Kiel mæti ungversku meisturunum í Veszprém í fyrri leik dagsins í Köln klukkan 13:15 í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. 31. maí 2014 11:30 Þrettán íslensk mörk og Kiel í úrslit Kiel er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu í handbolta í þriðja sinn á fimm árum eftir 29-26 sigur á ungversku meisturunum í Veszprém í dag. 31. maí 2014 15:02 Þýskur úrslitaleikur í Köln Flensburg mætir Kiel í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta eftir frækinn sigur á Barcelona eftir framlengdan leik og vítakastkeppni 41-39. 31. maí 2014 18:14 Mest lesið Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Sjá meira
Íslendingaslagur í úrslitum Úrslitin ráðast í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag. Fyrst mætast Barcelona og Veszprém í leiknum um þriðja sætið klukkan 13:15. Það er svo klukkan 16 sem úrslitaleikur Kiel og Flensburg hefst en allt er þetta í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. 1. júní 2014 12:45
Veszprém stendur í vegi fyrir Kiel Íslendingaliðið Kiel verður í eldlínunni í dag í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Kiel mæti ungversku meisturunum í Veszprém í fyrri leik dagsins í Köln klukkan 13:15 í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. 31. maí 2014 11:30
Þrettán íslensk mörk og Kiel í úrslit Kiel er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu í handbolta í þriðja sinn á fimm árum eftir 29-26 sigur á ungversku meisturunum í Veszprém í dag. 31. maí 2014 15:02
Þýskur úrslitaleikur í Köln Flensburg mætir Kiel í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta eftir frækinn sigur á Barcelona eftir framlengdan leik og vítakastkeppni 41-39. 31. maí 2014 18:14