Fleiri fréttir

Alexander í stuði gegn Wetzlar

Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar hjá Rhein-Neckar Löwen eru með þriggja stiga forskot á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar eftir leiki kvöldsins. Löwen vann þægilegan útisigur, 23-29, á Wetzlar í kvöld.

Öruggt hjá Kiel í Rúmeníu

Evrópumeistarar Kiel komust upp að hlið MKB Veszprem á toppi B-riðils Meistaradeildarinnar í kvöld. Kiel vann þá útisigur, 25-28, gegn Constanta.

Guif á toppinn

Lærisveinar Kristjáns Andréssonar í sænska liðinu Guif komust aftur í toppsæti sænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Liðið vann þá fjögurra marka sigur, 27-23, gegn VästeråsIrsta.

Kári búinn að semja við Bjerringbro

Danska handknattleiksliðið Bjerringbro-Silkeborg tilkynnti á heimasíðu sinni áðan að félagið væri búið að semja við íslenska landsliðsmanninn, Kára Kristján Kristjánsson.

Rasmus Lauge á leið til Kiel

Samkvæmt dönskum og þýskum fjölmiðlum er leikstjórnandinn Rasmus Lauge Schmidt á leið til þýska stórliðsins Kiel.

Einar Ingi fer frá Mors-Thy

Línumaðurinn Einar Ingi Hrafnsson mun ekki fá nýjan samning hjá danska úrvalsdeildarliðinu Mors-Thy nú í sumar.

Öruggt hjá Val og Fram - öll úrslit kvöldsins

Valur og Fram, tvö efstu lið N1-deildar kvenna í handbolta, unnu bæði örugga heimasigra í leikjum sínum í kvöld en öllum fimm leikjum umferðarinnar er nú lokið og hér fyrir neðan má finna markaskorara liðanna í kvöld.

Patrekur framlengir við Austurríkismenn

Austurríska handknattleikssambandið greinir frá því á heimasíðu sinni í dag að það sé búið að framlengja samning sinn við Patrek Jóhannesson til ársins 2015. Patrekur þjálfar karlalandslið Austurríkis.

Guðjón Valur í liði vikunnar

Guðjón Valur Sigurðsson fór á kostum þegar að lið hans, Kiel, vann ungverska liðið Veszprem í Meistaradeild Evrópu um helgina.

Sváfum á verðinum

Eftir tíu sigurleiki í N1-deild karla í röð hafa Haukar skyndilega tapað þremur leikjum í röð í deild og bikar. Aron Kristjánsson, þjálfari liðsins, óttast ekki að liðið sé hrunið og segir að margt jákvætt hafi verið í gangi í síðasta leik þess.

Handknattleiksmaður lést í miðjum leik

Noureddine Dahmani, fyrrum landsliðsmaður í handbolta frá Túnis, lést eftir að hafa fengið slæmt höfuðhögg í leik í frönsku C-deildinni í handbolta um helgina.

Lokasekúndurnar í Austurbergi

Sturla Ásgeirsson tryggði ÍR-ingum annan sigur sinn á Haukum á innan við viku með marki úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn út.

Kiel rúllaði yfir toppliðið - Guðjón Valur markahæstur

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel unnu ellefu marka stórsigur á ungverska liðinu MKB Veszprem KC, 32-21, í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í handbolta í kvöld. Veszprem var búið að vinna fyrstu átta leiki sína í riðlinum og var með fjögurra stiga forskot á toppi riðilsins.

Guðmundur Árni og félagar unnu góðan sigur

Guðmundur Árni Ólafsson skoraði tvö mörk fyrir danska liðið Bjerringbro SV vann eins marks heimasigur á Gorenje Velenje frá Slóveníu, 27-26, í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í handbolta.

Gunnar Steinn með fjögur í flottum Evrópusigri

Gunnar Steinn Jónsson skoraði fjögur mörk fyrir franska liðið HBC Nantes þegar liðið vann sjö marka heimasigur á tyrkneska liðinu Besiktas, 31-24, í kvöld í riðlakeppni EHF-bikarsins í handbolta.

Langþráður sigur hjá Kára og Fannari

Kári Kristjánsson og Fannar Friðgeirsson skoruðu saman þrjú mörk þegar HSG Wetzlar vann þriggja marka heimasigur á MT Melsungen, 29-26, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Igropulo skoraði 11 mörk fyrir Dag í kvöld

Lærisveinar Dags Sigurðssonar í Füchse Berlin héldu áfram sigurgöngu sinni á nýju ári þegar liðið vann sjö marka heimasigur á TUSEM Essen, 32-25, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - HK 30-28

Mosfellingar drógu Íslandsmeistarana fyrir alvöru niður í fallbaráttuna í N1 deild karla í handbolta með því að vinna tveggja marka sigur á HK, 30-28, í sveiflukenndum leik á Varmá í N1 deild karla í kvöld. Afturelding tryggði sér sigurinn með því að vinna síðustu sextán mínúturnar 13-7.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Valur 21-20

FH vann flottan sigur, 21-20, á Val í æsispennandi leik í N1-deild karla í handknattleik en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Logi Geirsson var atkvæðamestur í liði FH með sex mörk.

Emsdetten vann toppslaginn gegn Bergischer

Emsdetten bar sigur úr býtum gegn Bergischer HC, 25-21, í þýsku B-deildinni í handknattleik en þeir Ólafur Bjarki Ragnarsson og Ernir Hrafn Arnarson skoruðu báðir fjögur mörk hvor fyrir Emsdetten.

Þórir Ólafsson og félagar ósigraðir í Meistaradeildinni

Pólska handknattleiksliðið Kielce er gjörsamlega óstöðvandi í Meistaradeild Evrópu en liðið vann frábæran sigur á franska liðinu Chambery 36-32 á heimavelli. Chambery eru franski meistarar og því var sigurinn magnaður.

Hannes Jón skoraði ellefu mörk

Hannes Jón Jónsson sýndi allar sínu bestu hliðar í öruggum sigri Eisenach á Saarlouis í þýsku B-deildinni í handbolta í kvöld, 38-24.

Undanúrslitin klár í Símabikarnum

Nú í hádeginu var dregið í undanúrslitum Símabikars karla og kvenna í handbolta en undanúrslitin verða nú spiluð í Laugardalshöllinni og um sömu helgi og bikarúrslitaleikirnir.

Öruggt hjá lærisveinum Dags í Meistaradeildinni

Lærisveinar Dags Sigurðssonar í liði Füchse Berlin komust upp að hlið Barcelona í D-riðli Meistaradeildarinnar er þeir unnu öruggan sigur, 35-40, á svissneska liðinu Kadetten Schaffhausen.

Selfoss í undanúrslit bikarsins

Selfoss er komið áfram í undanúrslit Símabikarkeppni karla eftir sigur á ÍBV í fjórðungsúrslitunum í kvöld, 27-23.

Löwen að gefa eftir

Forskot Rhein-Neckar Löwen á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik er aðeins eitt stig eftir leiki kvöld. Löwen missteig sig gegn TuS N-Lübbecke í kvöld.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Haukar 24-20

ÍR vann í kvöld Hauka, 24-20, í 8-liða úrslitum Símabikarsins í handknattleik en leikurinn fór fram í Austurberginu í Breiðholtinu. ÍR-ingar léku frábærlega í kvöld og náðu mest 10 marka forystu um miðjan síðari hálfleik. Liðið er því komið áfram í Bikarhelgina þann 8. , 9. og 10. mars þegar báðir undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikurinn fara fram. Kristófer Fannar Guðmundsson varði 18 bolta fyrir heimamenn í leiknum.

Fimmti bikarslagur Akureyrar og FH á fimm árum

Akureyri tekur á móti sjóðheitum FH-ingum í átta liða úrslitum Símabikarsins í Höllinni á Akureyri í kvöld en í boði er sæti í fyrstu undanúrslitunum sem spiluð verða í Laugardalshöllinni.

Börge Lund tekur við liði í Noregi

Norskir fjölmiðlar greina frá því að leikstjórnandinn Börge Lund muni snúa aftur til síns heima í lok tímabilsins og taka við liði Bodö HK.

Sjá næstu 50 fréttir