Handbolti

Alexander í stuði gegn Wetzlar

Alexander á flugi.
Alexander á flugi.
Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar hjá Rhein-Neckar Löwen eru með þriggja stiga forskot á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar eftir leiki kvöldsins. Löwen vann þægilegan útisigur, 23-29, á Wetzlar í kvöld.

Alexander Petersson skoraði sex mörk fyrir Löwen í kvöld og Stefán Rafn Sigurmannsson þrjú. Fannar Friðgeirsson skoraði eitt mark fyrir Wetzlar.

Magdeburg er í áttunda sæti eftir jafntefli, 29-29, gegn TuS N-Lübbecke. Björgvin Páll Gústavsson byrjaði leikinn fyrir Magdeburg.

Magdeburg missti niður tveggja marka forskot í leiknum undir lokin og mátti þakka fyrir stigið en Magdeburg skoraði jöfnunarmarkið 15 sekúndum fyrir leikslok.

Árni Þór Sigtryggsson skoraði svo þrjú mörk fyrir B-deildarlið Friesenheim sem tapaði á heimavelli, 28-31, gegn Bietigheim. Friesenheim er í áttunda sæti deildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×