Handbolti

Kiel rúllaði yfir toppliðið - Guðjón Valur markahæstur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel unnu ellefu marka stórsigur á ungverska liðinu MKB Veszprem KC, 32-21, í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í handbolta í kvöld. Veszprem var búið að vinna fyrstu átta leiki sína í riðlinum og var með fjögurra stiga forskot á toppi riðilsins.

Kiel hefur nú unnið fjóra leiki í röð í Meistaradeildinni eða alla leiki síðan að liðið tapaði tveimur í röð fyrir áramót. Kiel tapaði fyrri leiknum á móti Veszprém 31-30.

Kiel var 17-13 yfir í hálfleik og staðan var 18-16 þegar þegar 26 mínútur voru eftir. Þá setti Kielar-liðið í fimmta gír og vann næstu 19 mínúturnar 12-2.

Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur hjá Kiel með sjö mörk. Frakkinn Thierry Omeyer var frábær í markinu og varði yfir 20 skot í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×