Handbolti

Öruggt hjá lærisveinum Dags í Meistaradeildinni

Dagur Sigurðsson.
Dagur Sigurðsson.
Lærisveinar Dags Sigurðssonar í liði Füchse Berlin komust upp að hlið Barcelona í D-riðli Meistaradeildarinnar er þeir unnu öruggan sigur, 35-40, á svissneska liðinu Kadetten Schaffhausen.

Lærisveinar Dags sterkari frá upphafi og þeir leiddu með fimm mörkum í leikhléi, 16-21. Heimamenn reyndu að saxa á forskotið í síðari hálfleik en um leið og þeir komust of nálægt gaf Berlinarliðið í og skildi þá eftir. Sannfærandi sigur.

Króatinn Ivan Nincevic var atkvæðamestur í liði Berlin með átta mörk. Bartlomiej Jaszka og Torsten Laen skoruðu sex.

Hornamaðurinn Andrija Pendic skoraði átta mörk fyrir Kadetten og þeir Nik Tominec og Christian Dissinger sex.

Þessi leikur var í næstsíðust umferð riðlakeppninnar. Berlin er búið að tryggja sér annað sætið í riðlinum en gæti náð því fyrsta ef Barcelona misstígur sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×