Handbolti

Emsdetten vann toppslaginn gegn Bergischer

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ólafur Bjarki skoraði fjögur í dag.
Ólafur Bjarki skoraði fjögur í dag. Mynd. / Valli
Emsdetten bar sigur úr býtum gegn Bergischer HC, 25-21, í þýsku B-deildinni í handknattleik en þeir Ólafur Bjarki Ragnarsson og Ernir Hrafn Arnarson skoruðu báðir fjögur mörk hvor fyrir Emsdetten.

Arnór Þór Gunnarsson gerði tvö fyrir Bergischer en þeir voru á heimavelli í leiknum.

Þetta var sannkallaður toppslagur og bætti Emsdetten stöðu sína á toppi deildarinnar en þeir eru með 34 stig í efsta sæti deildarinnar en Bergischer er í öðru sæti með 28 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×