Handbolti

Igropulo skoraði 11 mörk fyrir Dag í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagur Sigurðsson.
Dagur Sigurðsson. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Lærisveinar Dags Sigurðssonar í Füchse Berlin héldu áfram sigurgöngu sinni á nýju ári þegar liðið vann sjö marka heimasigur á TUSEM Essen, 32-25, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Füchse Berlin hefur þar með unnið alla fjóra leiki sína eftir HM-fríið, tvo í þýsku deildinni og tvo í Meistaradeildinni.

Füchse Berlin var í smá basli framan af og var 5-8 undir þegar Dagur tók leikhlé eftir rúmlega tólf mínútna leik. Refirnir skoruðu næstu þrjú mörk og voru síðan 18-16 yfir í hálfleik.

Füchse Berlin komst með þessum sigri upp að lið Flensburg-Handewitt í 3. sæti deildarinnar en Flensburg á reyndar einn leik inni. Füchse Berlin hefur unnið 15 af 21 leik sínum í þýsku deildinni í vetur.

Staðan var 21-21 þegar 18 mínútur voru eftir en Füchse Berlin stakk af með því að vinna síðustu 18 mínúturnar 11-4.

Rússinn Konstantin Igropulo skoraði ellefu mörk í leiknum en Pólverjinn Bartlomiej Jaszka skoraði fimm mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×