Handbolti

Lokasekúndurnar í Austurbergi

Kolbeinnn Tumi Daðason skrifar
Sturla Ásgeirsson tryggði ÍR-ingum annan sigur sinn á Haukum á innan við viku með marki úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn út.

ÍR-ingar hentu Haukum nokkuð sannfærandi út úr bikarnum í vikunni og ætluðu Hafnfirðingar sér væntanlega hefndir í dag. Leikurinn var í járnum og staðan 21-21 þegar ÍR-ingar fóru í sína lokasókn.

Ingimundur Ingimundarson kom boltanum á línumanninn Jón Heiðar Gunnarsson sem nældi í vítakast. Í þann mund rann leiktíminn út. Sturla Ásgeirsson var ískaldur á punktinum og skoraði sigurmark ÍR.

Heimamenn voru með upptökuvél á staðnum og hafa birt lokasekúndurnar á heimasíðu sinni. Þær má sjá hér að neðan.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×