Fleiri fréttir 33. sigurinn í húsi hjá Kiel - vantar nú bara einn í fullkomið tímabil Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í THW Kiel unnu ellefu marka útisigur á botnliði Eintracht Hildesheim, 35-24, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en þetta var fyrsti leikur Kiel eftir að liðið vann Meistaradeildina um síðustu helgi. Kiel var sex mörkum yfir í hálfleik, 19-13, og þurfti ekki að hafa mikið fyrir þessum sigri. 31.5.2012 19:44 Íslandsmeistararnir missa Atla Ævar til Danmerkur Atli Ævar Ingólfsson, línumaður Íslandsmeistaraliðs HK, hefur ákveðið að söðla um og spila með danska úrvalsdeildarliðinu SønderjyskE á næstu leiktíð. 31.5.2012 18:34 Orri Freyr fylgir Óskari Bjarna til Viborg Orri Freyr Gíslason, línumaður Vals í N1 deild karla í handbolta, hefur gert tveggja ára samning við danska félagið Viborg. Orri Freyr mun því fylgja þjálfara sínum Óskari Bjarna Óskarssyni til danska félagsins en Óskar Bjarni mun þjálfa liðið á næsta tímabili. 31.5.2012 18:32 Sverre og Ásgeir Örn ekki með landsliðinu | Sigurgeir Árni inn Guðmundur Guðmundsson hefur valið 20 leikmenn í undirbúningshóp fyrir landsleiki Íslands og Hollands í undankeppni HM 2013. 31.5.2012 17:36 Christiansen leggur skóna á hilluna Hinn magnaði danski hornamaður Lars Christiansen hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna ferugur að aldri. Christiansen er ekki í Ólympíuhópi Dana og hann tilkynnti í kjölfarið að skórnir væru farnir á hilluna. 31.5.2012 15:45 Katarar setja rúman milljarð í handboltaliðið í París Félag Róberts Gunnarssonar og Ásgeirs Arnars Hallgrímssonar, Paris Handball, verður ef að líkum lætur orðið eitt stærsta félag Evrópu innan nokkurra ára enda á að dæla peningum í félagið. 31.5.2012 12:45 Draumariðill í Lundúnum Ísland slapp við gull- og silfurliðin frá EM í Serbíu þegar dregið var í riðla fyrir Ólympíuleikana í Lundúnum – en fékk í staðinn Bretland og Argentínu. Ísland er einnig í riðli með Frakklandi, Svíþjóð og Túnis. Strákarnir hefja leik 29. júlí. 31.5.2012 06:00 EM-draumur stelpnanna okkar á lífi - myndir Íslenska kvennalandsliðið á enn möguleika á að komast í úrslitakeppni EM eftir frábæran 21-18 sigur á Spáni í Vodfonehöllinni í kvöld. Stelpurnar lögðu gruninn að sigrinum með því að vinna fyrstu fimmtán mínútur seinni hálfleiksins 10-2 eftir að hafa verið 8-10 undir í hálfleik. 30.5.2012 22:50 Íslendingarnir í aðalhlutverki hjá AG í úrslitaleiknum - myndir Íslendingarnir í danska ofurliðinu AG voru ansi atkvæðamiklir í kvöld þegar liðið svo gott sem tryggði sér danska meistaratitilinn með mögnuðum ellefu marka sigri, 30-19, á Bjerringbro-Silkeborg í fyrri leik liðanna um danska meistaratitilinn. 30.5.2012 20:41 Titillinn blasir við AG Íslendingaliðið AG frá Kaupmannahöfn er komið með níu fingur á danska meistaratitilinn eftir öruggan ellefu marka sigur, 19-30, á Bjerringbro-Silkeborg í fyrri leik liðanna um danska meistaratitilinn. 30.5.2012 20:04 Lið Rúnars fallið | Hannes skoraði átta mörk Kári Kristján Kristjánsson og félagar í Wetzlar sendu Rúnar Kárason og félaga hans í Bergischer niður í þýsku B-deildina í handbolta í kvöld. 30.5.2012 19:54 Ólafur Bjarki á leið til Þýskalands Landsliðsmaðurinn Ólafur Bjarki Ragnarsson mun ganga frá samningi við þýska B-deildarfélagið Emsdetten samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. Líklega verður skrifað undir tveggja ára samning í kvöld. 30.5.2012 19:34 Ísland slapp við Danmörku og Serbíu Óhætt er að segja að Ísland hafi lent í auðveldari riðlinum þegar dregið var í riðla fyrir handboltakeppnina á Ólympíuleikana í Lundúnum í sumar. 30.5.2012 15:46 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Spánn 21-18 | Stórglæsilegt gegn Spáni EM-draumur íslenska kvennalandsliðsins í handbolta lifir enn góðu lífi eftir frábæran þriggja marka sigur á Spáni í Vodafone-höllinni í kvöld. 30.5.2012 14:07 Guðný Jenný: Við eigum mikið inni "Ég er búinn að skoða þær aðeins og þær eru sterkar í gegnumbrotum og með fínar skyttur. Þetta er flott lið sem við erum að fara að mæta," sagði landsliðsmarkvörðurinn Guðný Jenný Ásmundsdóttir en hún þarf að eiga góðan leik gegn Spáni í kvöld. 30.5.2012 16:45 Anton og Hlynur dæma í Slóvakíu Handknattleiksdómararnir Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson eru á leiðinni til Slóvakíu þar sem þeir munu dæma leik í undankeppni HM. 30.5.2012 15:00 Hrafnhildur: Skemmtilegra að berja bestu liðin Landsliðskonan Hrafnhildur Skúladóttir er heldur betur klár í slaginn fyrir leikinn gegn Spáni í Vodafone-höllinni í kvöld. Það er leikur sem verður að vinnast ef Ísland ætlar á EM. 30.5.2012 14:30 Karen: Búnar að bíða lengi eftir þessum leik Stelpurnar okkar spila gríðarlega mikilvægan leik gegn Spáni í Vodafone-höllinni í kvöld. Sá leikur verður að vinnast ef stelpurnar ætla sér að komast á EM. 30.5.2012 11:30 Þetta er mikil áskorun fyrir liðið Það er allt undir hjá stelpunum okkar í Vodafone-höllinni í kvöld er þær taka á móti firnasterku liði Spánverja í undankeppni EM. Leikurinn verður að vinnast ef íslenska liðið ætlar að komast í lokakeppni EM. 30.5.2012 06:00 Alfreð: Andersson á leið til AG í sumar Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel í Þýskalandi, gaf nú um helgina til kynna að sænska stórskyttan Kim Andersson, væri á leið til AG Kaupmannahafnar í lok tímabils. 28.5.2012 17:00 Alfreð: Hrikalega stoltur "Ég er alveg hrikalega stoltur. Það eina sem ég átti eftir að vinna var þrennan og ég náði henni í dag. Þetta er því stórkostlegt.“ 27.5.2012 19:57 Aron: Þakklátur fyrir að vera hluti af þessu liði Aron Pálmarsson varð í dag Evrópumeistari með Kiel eftir sigur á Atletico Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Hann sagði í viðtali við Vísi í gær að það hafi verið ólýsanleg tilfinning að fá að lyfta styttunni eftirsóttu. 27.5.2012 19:29 Dominik Klein: Besta tilfinningin á ferlinum Þýski hornamaðurinn Dominik Klein var greinilega stoltur og hrærður yfir árangri Kiel sem varð í dag Evrópumeistari í handbolta eftir sigur á Atletico Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. 27.5.2012 20:08 Ólafur: Markmiðið að vera geðveikur á Ólympíuleikunum Ólafur Stefánsson leikmaður AG viðurkenndi að það hefði verið erfitt að rífa sig upp fyrir leikinn um 3. sætið eftir tapið í undanúrslitum gegn Atlético Madrid í Meistaradeild Evrópu í handbolta í gær. 27.5.2012 16:06 Guðjón Valur: Gærkvöldið var mjög erfitt Guðjón Valur Sigurðsson átti góðan seinni hálfleik með AG þegar að liðið tryggði sér bronsið í Meistaradeild Evrópu, eftir sigur á Füchse Berlin. 27.5.2012 15:39 Umfjöllun: Kiel - Atlético Madrid 26-21 | Kiel Evrópumeistari 2012 Kiel varð í dag Evrópumeistari í handbolta eftir sigur á spænska liðinu Atletico Madrid í mögnuðum úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Köln í Þýskalandi. Alfreð Gíslason, þjálfari liðsins, og Aron Pálmarsson leikstjórnandi, sem skoraði þrjú mörk í leiknum, hafa því bætt enn einni skrautfjöður í hatta sína. 27.5.2012 12:19 Umfjöllun: Füchse Berlin - AG 21-26 | Danirnir tóku bronsið Íslendingarnir fjórir í danska liðinu AG unnu til bronsverðlauna í Meistaradeild Evrópu eftir sigur á þýska liðinu Füchse Berlin í dag. Mögnuð frammistaða markvarðarins Kasper Hvidt í fyrri hálfleik og öflugur sóknarleikur AG í þeim síðari skóp sigurinn. 27.5.2012 12:13 Fréttamaður TV2: Má réttlæta dómgæsluna Ulrik Jönsson, íþróttafréttamaður hjá TV2 í Danmörku, segir að viðbrögð þar í landi eftir leik AG og Atletico Madrid í Meistaradeild Evrópu í gær hafi verið blendin. 27.5.2012 12:07 Jesper Nielsen: Ákvarðanir dómaranna engin tilviljun | Tel að Ólafur haldi áfram "Handbolti er falleg íþrótt,“ sagði Jesper Nielsen, eigandi AG, eftir að hafa horft upp á sína menn tapa fyrir Atletico Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. 26.5.2012 18:56 Ólafur: Verð að lifa með þessu Ólafur Stefánsson fékk að svara tveimur spurningum frá blaðamanni Vísis áður en fjölmiðlafulltrúi AG þurfti að fara með hann á blaðamannafund. 26.5.2012 17:55 Alfreð: Verðum ekki meistarar með svona frammistöðu Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, mun á morgun leika til úrslita í Meistaradeild Evrópu eftir sigur hans manna á Füchse Berlin í dag. 26.5.2012 16:59 Alexander: Vonandi fáum við AG Alexander Petersson var vitanlega svekktur með niðurstöðuna eftir leik sinna manna í Füchse Berlin gegn Kiel í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. 26.5.2012 15:55 Umfjöllun: AG Kaupmannahöfn - Atlético Madrid 23-25 | Draumur AGK úti Draumur Íslendingaliðsins AG Kaupmannahöfn um sigur í Meistaradeild Evrópu í handknattleik urðu að engu í dag. Danska liðið beið lægri hlut 25-23 í æsispennandi undanúrslitaviðureign sinni gegn Atlético Madrid í Köln. 26.5.2012 00:29 Snorri: Lítið sem má fara úrskeðis Snorri Steinn Guðjónsson var eðlilega niðurlútur eftir tap sinna manna í AG fyrir Atletico Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. 26.5.2012 18:29 Arnór: Kenni ekki dómurunum um "Mér líður eins illa og hægt er,“ sagði Arnór Atlason eftir tap AG fyrir Atletico Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. 26.5.2012 18:21 Jicha: Skiptir ekki máli hvaðan mörkin koma Tékkneska stórskyttan Filip Jicha var nánast aðframkominn eftir háspennuleik sinna manna í Kiel gegn Füchse Berlin í Meistaradeildinni í dag. 26.5.2012 17:06 Dagur: Stoltur en svekktur Dagur Sigurðsson sagðist vera stoltir af sínum mönnum þrátt fyrir tap Füchse Berlin fyrir Kiel í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir tap sinna manna fyrir Kiel. 26.5.2012 16:47 Alfreð: Þetta er besta handboltamót í heimi Vísir hitti á Alfreð Gíslason, þjálfara Kiel, skömmu fyrir leik liðsins gegn Füchse Berlin í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu hér í Lanxess-Arena í Köln. 26.5.2012 12:56 Hitað upp fyrir Final Four | Myndir Um 20 þúsund manns munu í dag troðfylla hina glæsilegu Lanxess-höll í Köln þegar undanúrslit Meistaradeildar Evrópu fara fram. Mikil stemning var fyrir utan höllina þar sem stuðningsmenn hituðu upp. 26.5.2012 12:15 Hinn íslenskættaði Gísli spáir AG sigri Blaðamaður Vísis rakst á hóp stuðningsmanna danska liðsins AG fyrir utan Lanxess-höllina í Köln og tók einn þeirra, Gísla, tali. 26.5.2012 11:55 Ólafur: Kominn í mitt besta form "Það er mjög sérstakt að vera kominn aftur til Kölnar,“ sagði Ólafur Stefánsson á blaðamannafundi fyrir úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu í Köln í gær. 26.5.2012 10:00 Tvö lið af fjórum nýliðar Füchse Berlin og AG frá Kaupmannahöfn eru bæði komin áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu en liðin eiga það sameiginlegt að vera á sínu fyrsta tímabili í keppni þeirra bestu. 26.5.2012 09:00 Fyrstu handboltaleikirnir í þrívídd Það verður engu til sparað í umfjöllun og umgjörð þegar að úrslitin ráðast í Meistaradeild Evrópu í handbolta um helgina. Úrslithelgin fer fram í Köln og verða undanúrslitaleikirnir háðir í dag. Bronsleikurinn og sjálfur úrslitaleikurinn fara svo fram á morgun. 26.5.2012 08:00 Aron Kristjáns: Danirnir eiga góðan séns Um helgina ráðast úrslitin í Meistaradeild Evrópu í Köln í Þýskalandi. Fjögur bestu félagslið Evrópu eru þar saman komin og má reikna með að boðið verði upp á handboltaveislu í allra hæsta gæðaflokki. 26.5.2012 07:00 Pistillinn: Þér er boðið í stærstu veislu ársins Íslenskir handboltaunnendur eru góðu vanir eftir frábæran árangur strákanna okkar síðustu árin og velgengni þeirra með félagsliðum sínum í bestu og stærstu deildum heims. Nú um helgina fara fram lokaúrsltin í Meistaradeild Evrópu og í þetta sinn eiga Íslendingar alls átta fulltrúa í þremur liðum af fjórum sem komust í undanúrslitin - sex leikmenn og tvo þjálfara. Það, eitt og sér, er ótrúlegt afrek. 26.5.2012 06:00 Sjá næstu 50 fréttir
33. sigurinn í húsi hjá Kiel - vantar nú bara einn í fullkomið tímabil Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í THW Kiel unnu ellefu marka útisigur á botnliði Eintracht Hildesheim, 35-24, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en þetta var fyrsti leikur Kiel eftir að liðið vann Meistaradeildina um síðustu helgi. Kiel var sex mörkum yfir í hálfleik, 19-13, og þurfti ekki að hafa mikið fyrir þessum sigri. 31.5.2012 19:44
Íslandsmeistararnir missa Atla Ævar til Danmerkur Atli Ævar Ingólfsson, línumaður Íslandsmeistaraliðs HK, hefur ákveðið að söðla um og spila með danska úrvalsdeildarliðinu SønderjyskE á næstu leiktíð. 31.5.2012 18:34
Orri Freyr fylgir Óskari Bjarna til Viborg Orri Freyr Gíslason, línumaður Vals í N1 deild karla í handbolta, hefur gert tveggja ára samning við danska félagið Viborg. Orri Freyr mun því fylgja þjálfara sínum Óskari Bjarna Óskarssyni til danska félagsins en Óskar Bjarni mun þjálfa liðið á næsta tímabili. 31.5.2012 18:32
Sverre og Ásgeir Örn ekki með landsliðinu | Sigurgeir Árni inn Guðmundur Guðmundsson hefur valið 20 leikmenn í undirbúningshóp fyrir landsleiki Íslands og Hollands í undankeppni HM 2013. 31.5.2012 17:36
Christiansen leggur skóna á hilluna Hinn magnaði danski hornamaður Lars Christiansen hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna ferugur að aldri. Christiansen er ekki í Ólympíuhópi Dana og hann tilkynnti í kjölfarið að skórnir væru farnir á hilluna. 31.5.2012 15:45
Katarar setja rúman milljarð í handboltaliðið í París Félag Róberts Gunnarssonar og Ásgeirs Arnars Hallgrímssonar, Paris Handball, verður ef að líkum lætur orðið eitt stærsta félag Evrópu innan nokkurra ára enda á að dæla peningum í félagið. 31.5.2012 12:45
Draumariðill í Lundúnum Ísland slapp við gull- og silfurliðin frá EM í Serbíu þegar dregið var í riðla fyrir Ólympíuleikana í Lundúnum – en fékk í staðinn Bretland og Argentínu. Ísland er einnig í riðli með Frakklandi, Svíþjóð og Túnis. Strákarnir hefja leik 29. júlí. 31.5.2012 06:00
EM-draumur stelpnanna okkar á lífi - myndir Íslenska kvennalandsliðið á enn möguleika á að komast í úrslitakeppni EM eftir frábæran 21-18 sigur á Spáni í Vodfonehöllinni í kvöld. Stelpurnar lögðu gruninn að sigrinum með því að vinna fyrstu fimmtán mínútur seinni hálfleiksins 10-2 eftir að hafa verið 8-10 undir í hálfleik. 30.5.2012 22:50
Íslendingarnir í aðalhlutverki hjá AG í úrslitaleiknum - myndir Íslendingarnir í danska ofurliðinu AG voru ansi atkvæðamiklir í kvöld þegar liðið svo gott sem tryggði sér danska meistaratitilinn með mögnuðum ellefu marka sigri, 30-19, á Bjerringbro-Silkeborg í fyrri leik liðanna um danska meistaratitilinn. 30.5.2012 20:41
Titillinn blasir við AG Íslendingaliðið AG frá Kaupmannahöfn er komið með níu fingur á danska meistaratitilinn eftir öruggan ellefu marka sigur, 19-30, á Bjerringbro-Silkeborg í fyrri leik liðanna um danska meistaratitilinn. 30.5.2012 20:04
Lið Rúnars fallið | Hannes skoraði átta mörk Kári Kristján Kristjánsson og félagar í Wetzlar sendu Rúnar Kárason og félaga hans í Bergischer niður í þýsku B-deildina í handbolta í kvöld. 30.5.2012 19:54
Ólafur Bjarki á leið til Þýskalands Landsliðsmaðurinn Ólafur Bjarki Ragnarsson mun ganga frá samningi við þýska B-deildarfélagið Emsdetten samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. Líklega verður skrifað undir tveggja ára samning í kvöld. 30.5.2012 19:34
Ísland slapp við Danmörku og Serbíu Óhætt er að segja að Ísland hafi lent í auðveldari riðlinum þegar dregið var í riðla fyrir handboltakeppnina á Ólympíuleikana í Lundúnum í sumar. 30.5.2012 15:46
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Spánn 21-18 | Stórglæsilegt gegn Spáni EM-draumur íslenska kvennalandsliðsins í handbolta lifir enn góðu lífi eftir frábæran þriggja marka sigur á Spáni í Vodafone-höllinni í kvöld. 30.5.2012 14:07
Guðný Jenný: Við eigum mikið inni "Ég er búinn að skoða þær aðeins og þær eru sterkar í gegnumbrotum og með fínar skyttur. Þetta er flott lið sem við erum að fara að mæta," sagði landsliðsmarkvörðurinn Guðný Jenný Ásmundsdóttir en hún þarf að eiga góðan leik gegn Spáni í kvöld. 30.5.2012 16:45
Anton og Hlynur dæma í Slóvakíu Handknattleiksdómararnir Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson eru á leiðinni til Slóvakíu þar sem þeir munu dæma leik í undankeppni HM. 30.5.2012 15:00
Hrafnhildur: Skemmtilegra að berja bestu liðin Landsliðskonan Hrafnhildur Skúladóttir er heldur betur klár í slaginn fyrir leikinn gegn Spáni í Vodafone-höllinni í kvöld. Það er leikur sem verður að vinnast ef Ísland ætlar á EM. 30.5.2012 14:30
Karen: Búnar að bíða lengi eftir þessum leik Stelpurnar okkar spila gríðarlega mikilvægan leik gegn Spáni í Vodafone-höllinni í kvöld. Sá leikur verður að vinnast ef stelpurnar ætla sér að komast á EM. 30.5.2012 11:30
Þetta er mikil áskorun fyrir liðið Það er allt undir hjá stelpunum okkar í Vodafone-höllinni í kvöld er þær taka á móti firnasterku liði Spánverja í undankeppni EM. Leikurinn verður að vinnast ef íslenska liðið ætlar að komast í lokakeppni EM. 30.5.2012 06:00
Alfreð: Andersson á leið til AG í sumar Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel í Þýskalandi, gaf nú um helgina til kynna að sænska stórskyttan Kim Andersson, væri á leið til AG Kaupmannahafnar í lok tímabils. 28.5.2012 17:00
Alfreð: Hrikalega stoltur "Ég er alveg hrikalega stoltur. Það eina sem ég átti eftir að vinna var þrennan og ég náði henni í dag. Þetta er því stórkostlegt.“ 27.5.2012 19:57
Aron: Þakklátur fyrir að vera hluti af þessu liði Aron Pálmarsson varð í dag Evrópumeistari með Kiel eftir sigur á Atletico Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Hann sagði í viðtali við Vísi í gær að það hafi verið ólýsanleg tilfinning að fá að lyfta styttunni eftirsóttu. 27.5.2012 19:29
Dominik Klein: Besta tilfinningin á ferlinum Þýski hornamaðurinn Dominik Klein var greinilega stoltur og hrærður yfir árangri Kiel sem varð í dag Evrópumeistari í handbolta eftir sigur á Atletico Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. 27.5.2012 20:08
Ólafur: Markmiðið að vera geðveikur á Ólympíuleikunum Ólafur Stefánsson leikmaður AG viðurkenndi að það hefði verið erfitt að rífa sig upp fyrir leikinn um 3. sætið eftir tapið í undanúrslitum gegn Atlético Madrid í Meistaradeild Evrópu í handbolta í gær. 27.5.2012 16:06
Guðjón Valur: Gærkvöldið var mjög erfitt Guðjón Valur Sigurðsson átti góðan seinni hálfleik með AG þegar að liðið tryggði sér bronsið í Meistaradeild Evrópu, eftir sigur á Füchse Berlin. 27.5.2012 15:39
Umfjöllun: Kiel - Atlético Madrid 26-21 | Kiel Evrópumeistari 2012 Kiel varð í dag Evrópumeistari í handbolta eftir sigur á spænska liðinu Atletico Madrid í mögnuðum úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Köln í Þýskalandi. Alfreð Gíslason, þjálfari liðsins, og Aron Pálmarsson leikstjórnandi, sem skoraði þrjú mörk í leiknum, hafa því bætt enn einni skrautfjöður í hatta sína. 27.5.2012 12:19
Umfjöllun: Füchse Berlin - AG 21-26 | Danirnir tóku bronsið Íslendingarnir fjórir í danska liðinu AG unnu til bronsverðlauna í Meistaradeild Evrópu eftir sigur á þýska liðinu Füchse Berlin í dag. Mögnuð frammistaða markvarðarins Kasper Hvidt í fyrri hálfleik og öflugur sóknarleikur AG í þeim síðari skóp sigurinn. 27.5.2012 12:13
Fréttamaður TV2: Má réttlæta dómgæsluna Ulrik Jönsson, íþróttafréttamaður hjá TV2 í Danmörku, segir að viðbrögð þar í landi eftir leik AG og Atletico Madrid í Meistaradeild Evrópu í gær hafi verið blendin. 27.5.2012 12:07
Jesper Nielsen: Ákvarðanir dómaranna engin tilviljun | Tel að Ólafur haldi áfram "Handbolti er falleg íþrótt,“ sagði Jesper Nielsen, eigandi AG, eftir að hafa horft upp á sína menn tapa fyrir Atletico Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. 26.5.2012 18:56
Ólafur: Verð að lifa með þessu Ólafur Stefánsson fékk að svara tveimur spurningum frá blaðamanni Vísis áður en fjölmiðlafulltrúi AG þurfti að fara með hann á blaðamannafund. 26.5.2012 17:55
Alfreð: Verðum ekki meistarar með svona frammistöðu Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, mun á morgun leika til úrslita í Meistaradeild Evrópu eftir sigur hans manna á Füchse Berlin í dag. 26.5.2012 16:59
Alexander: Vonandi fáum við AG Alexander Petersson var vitanlega svekktur með niðurstöðuna eftir leik sinna manna í Füchse Berlin gegn Kiel í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. 26.5.2012 15:55
Umfjöllun: AG Kaupmannahöfn - Atlético Madrid 23-25 | Draumur AGK úti Draumur Íslendingaliðsins AG Kaupmannahöfn um sigur í Meistaradeild Evrópu í handknattleik urðu að engu í dag. Danska liðið beið lægri hlut 25-23 í æsispennandi undanúrslitaviðureign sinni gegn Atlético Madrid í Köln. 26.5.2012 00:29
Snorri: Lítið sem má fara úrskeðis Snorri Steinn Guðjónsson var eðlilega niðurlútur eftir tap sinna manna í AG fyrir Atletico Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. 26.5.2012 18:29
Arnór: Kenni ekki dómurunum um "Mér líður eins illa og hægt er,“ sagði Arnór Atlason eftir tap AG fyrir Atletico Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. 26.5.2012 18:21
Jicha: Skiptir ekki máli hvaðan mörkin koma Tékkneska stórskyttan Filip Jicha var nánast aðframkominn eftir háspennuleik sinna manna í Kiel gegn Füchse Berlin í Meistaradeildinni í dag. 26.5.2012 17:06
Dagur: Stoltur en svekktur Dagur Sigurðsson sagðist vera stoltir af sínum mönnum þrátt fyrir tap Füchse Berlin fyrir Kiel í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir tap sinna manna fyrir Kiel. 26.5.2012 16:47
Alfreð: Þetta er besta handboltamót í heimi Vísir hitti á Alfreð Gíslason, þjálfara Kiel, skömmu fyrir leik liðsins gegn Füchse Berlin í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu hér í Lanxess-Arena í Köln. 26.5.2012 12:56
Hitað upp fyrir Final Four | Myndir Um 20 þúsund manns munu í dag troðfylla hina glæsilegu Lanxess-höll í Köln þegar undanúrslit Meistaradeildar Evrópu fara fram. Mikil stemning var fyrir utan höllina þar sem stuðningsmenn hituðu upp. 26.5.2012 12:15
Hinn íslenskættaði Gísli spáir AG sigri Blaðamaður Vísis rakst á hóp stuðningsmanna danska liðsins AG fyrir utan Lanxess-höllina í Köln og tók einn þeirra, Gísla, tali. 26.5.2012 11:55
Ólafur: Kominn í mitt besta form "Það er mjög sérstakt að vera kominn aftur til Kölnar,“ sagði Ólafur Stefánsson á blaðamannafundi fyrir úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu í Köln í gær. 26.5.2012 10:00
Tvö lið af fjórum nýliðar Füchse Berlin og AG frá Kaupmannahöfn eru bæði komin áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu en liðin eiga það sameiginlegt að vera á sínu fyrsta tímabili í keppni þeirra bestu. 26.5.2012 09:00
Fyrstu handboltaleikirnir í þrívídd Það verður engu til sparað í umfjöllun og umgjörð þegar að úrslitin ráðast í Meistaradeild Evrópu í handbolta um helgina. Úrslithelgin fer fram í Köln og verða undanúrslitaleikirnir háðir í dag. Bronsleikurinn og sjálfur úrslitaleikurinn fara svo fram á morgun. 26.5.2012 08:00
Aron Kristjáns: Danirnir eiga góðan séns Um helgina ráðast úrslitin í Meistaradeild Evrópu í Köln í Þýskalandi. Fjögur bestu félagslið Evrópu eru þar saman komin og má reikna með að boðið verði upp á handboltaveislu í allra hæsta gæðaflokki. 26.5.2012 07:00
Pistillinn: Þér er boðið í stærstu veislu ársins Íslenskir handboltaunnendur eru góðu vanir eftir frábæran árangur strákanna okkar síðustu árin og velgengni þeirra með félagsliðum sínum í bestu og stærstu deildum heims. Nú um helgina fara fram lokaúrsltin í Meistaradeild Evrópu og í þetta sinn eiga Íslendingar alls átta fulltrúa í þremur liðum af fjórum sem komust í undanúrslitin - sex leikmenn og tvo þjálfara. Það, eitt og sér, er ótrúlegt afrek. 26.5.2012 06:00