Umfjöllun: Kiel - Atlético Madrid 26-21 | Kiel Evrópumeistari 2012 Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Köln skrifar 27. maí 2012 12:19 Alfreð stýrði liði til sigurs í Meistaradeild Evrópu í þriðja skipti. Nordic Photos / Getty Kiel varð í dag Evrópumeistari í handbolta eftir sigur á spænska liðinu Atletico Madrid í mögnuðum úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Köln í Þýskalandi. Alfreð Gíslason, þjálfari liðsins, og Aron Pálmarsson leikstjórnandi hafa því bætt enn einni skrautfjöður í hatta sína. Kiel er einnig þýskur meistari sem og þýskur bikarmeistari. Alfreð og Aron hafa því náð þeim einstæða árangri að vinna alla þrjá stóru titlana. Alfreð var þar að auki að vinna Meistaradeildina í þriðja skiptið á ferlinum og Aron í annað. Kiel á þar að auki góðan möguleika á að fara í gegnum tímabilið í þýsku úrvalsdeildinni með 100 prósenta árangur. Sjálfsagt verður löng bið á því að annað eins afrek verður leikið eftir. Kiel hafði forystu eftir fyrri hálfleik, 13-10, eftir að hafa spilað framúrskarandi vel við afar erfiðar aðstæður síðustu tíu mínútur fyrri hálfleiksins. Það reyndist þeim gott veganesti í síðari hálfleikinn þar sem markvörðurinn Thierry Omeyer sá til þess að Kiel hélt forystu sinni allt til loka. Aron Pálmarsson átti eins og aðrir í liði Kiel frábæran leik en þetta magnaða lið hefur nú endanlega staðfest rétt sinn til að kallast besta handknattleikslið heimsins þetta tímabilið. Það tók Kiel nokkrar mínútur að komast á blað og að finna taktinn í leiknum. Atletico lék mjög grimma og framliggjandi vörn og í sókninni fékk hinn tröllvaxni Nikolaj Markussen að leika lausum hala. En annar Svíi, Kim Andersson, var líka funheitur og hann sá um að koma Kiel almennilega á skrið. Eftir nítján mínútna leik kom hann Kiel yfir í fyrsta sinn í leiknum í stöðunni 7-6 og Andersson búinn að skora fimm af fyrstu sjö mörkum Þjóðverja. Þá kom Aron Pálmarsson inn á og átti eftir að hafa mikil áhrif á gang leiksins. Atletico skoraði þó þrjú mörk í röð og komst tveimur mörkum yfir. Þar að auki missti Kiel tvo menn af velli í tveggja mínútna brottvísun með mjög stuttu millibili. Atletico hefði því með réttu átt að ganga á lagið og taka myndarlega forystu í leiknum. En þá tók Kiel heldur betur við sér, sýndi gríðarlega baráttu og náði ekki aðeins að halda sér í leiknum heldur jafna hann og komast svo yfir. Aron var frábær á þessum síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiksins en þá skoraði Kiel sex mörk gegn aðeins einu frá Spánverjunum. Aron skoraði þrjú mörk, fiskaði eitt víti og stýrði sóknarleik liðsins af miklum myndarskap. Það var magnað að fylgjast með þessum frábæra leikmanni taka úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í sínar hendur og sjá til þess að hans menn færu inn í hálfleikinn með þriggja marka forystu, 13-10. Þýsku meistararnir voru lengi í gang í seinni hálfleik, rétt eins og í þeim fyrri. En þá nutu þeir góðs af því franski markvörðurinn Thierry Omeyer, varði nánast allt sem á markið kom og sá nánast einn síns liðs til þess að Atletico komst ekki nær en tveimur mörkum. Þegar sóknarmenn Kiel komust svo í gang var aldrei spurning um hvoru megin sigurinn myndi lenda. Það gekk einfaldlega allt Kiel í hag og á meðan að þeir spænsku virtust misstíga sig við hverja einustu hindrun. Omeyer hafði náð að taka bitið úr sóknarleik liðsins sem sást einna best á því hversu lítið Atletico skoraði í leiknum. Það sem gerði á endanum útslagið var að leikmenn Atletico voru ítrekað reknir af velli og misstu einn af varnarmönnum sínum út af með rautt spjald. Slíkt er ekki vænlegt til árangurs gegn besta liði heims. Maður síðari hálfleiksins var án efa Thierry Omeyer. Hann varði skot í öllum regnbogans litum og á meðan léku sóknarmenn Kiel sér að því að raða inn mörkunum. Filip Jicha kom einnig öflugur inn í seinni hálfleikinn og skoraði nokkur glæsileg mörk. En það var fyrst og fremst þessi ógnarsterka liðsheild sem skilaði Kiel þessum titli. Þjálfarinn Alfreð Gíslason hefur náð að skapa ótrúlega liðsheild sem virðist geta laðað það besta fram í öllum sínum frábæru leikmönnum. Leikmennirnir virðast nánast ómennskir og virðast einfaldlega ekki geta stigið feilspor. Það má ekki gleyma þætti Arons Pálmarssonar sem nýtti þær mínútur sem hann fékk í seinni hálfleik mjög vel. Hann átti þegar á heildina er litið frábæran leik og fór fyrir sínu liði þegar að Atletico fékk stóran möguleika til að koma sér í vænlega forystu. Þessi magnaði leikmaður hefur nú unnið Meistaradeildina tvívegis og ekki ólíklegt að mun fleiri titlar eigi eftir að bætast í safnið. Viðtöl frá blaðamanni Vísis í Köln eru handan við hornið.. Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Kiel varð í dag Evrópumeistari í handbolta eftir sigur á spænska liðinu Atletico Madrid í mögnuðum úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Köln í Þýskalandi. Alfreð Gíslason, þjálfari liðsins, og Aron Pálmarsson leikstjórnandi hafa því bætt enn einni skrautfjöður í hatta sína. Kiel er einnig þýskur meistari sem og þýskur bikarmeistari. Alfreð og Aron hafa því náð þeim einstæða árangri að vinna alla þrjá stóru titlana. Alfreð var þar að auki að vinna Meistaradeildina í þriðja skiptið á ferlinum og Aron í annað. Kiel á þar að auki góðan möguleika á að fara í gegnum tímabilið í þýsku úrvalsdeildinni með 100 prósenta árangur. Sjálfsagt verður löng bið á því að annað eins afrek verður leikið eftir. Kiel hafði forystu eftir fyrri hálfleik, 13-10, eftir að hafa spilað framúrskarandi vel við afar erfiðar aðstæður síðustu tíu mínútur fyrri hálfleiksins. Það reyndist þeim gott veganesti í síðari hálfleikinn þar sem markvörðurinn Thierry Omeyer sá til þess að Kiel hélt forystu sinni allt til loka. Aron Pálmarsson átti eins og aðrir í liði Kiel frábæran leik en þetta magnaða lið hefur nú endanlega staðfest rétt sinn til að kallast besta handknattleikslið heimsins þetta tímabilið. Það tók Kiel nokkrar mínútur að komast á blað og að finna taktinn í leiknum. Atletico lék mjög grimma og framliggjandi vörn og í sókninni fékk hinn tröllvaxni Nikolaj Markussen að leika lausum hala. En annar Svíi, Kim Andersson, var líka funheitur og hann sá um að koma Kiel almennilega á skrið. Eftir nítján mínútna leik kom hann Kiel yfir í fyrsta sinn í leiknum í stöðunni 7-6 og Andersson búinn að skora fimm af fyrstu sjö mörkum Þjóðverja. Þá kom Aron Pálmarsson inn á og átti eftir að hafa mikil áhrif á gang leiksins. Atletico skoraði þó þrjú mörk í röð og komst tveimur mörkum yfir. Þar að auki missti Kiel tvo menn af velli í tveggja mínútna brottvísun með mjög stuttu millibili. Atletico hefði því með réttu átt að ganga á lagið og taka myndarlega forystu í leiknum. En þá tók Kiel heldur betur við sér, sýndi gríðarlega baráttu og náði ekki aðeins að halda sér í leiknum heldur jafna hann og komast svo yfir. Aron var frábær á þessum síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiksins en þá skoraði Kiel sex mörk gegn aðeins einu frá Spánverjunum. Aron skoraði þrjú mörk, fiskaði eitt víti og stýrði sóknarleik liðsins af miklum myndarskap. Það var magnað að fylgjast með þessum frábæra leikmanni taka úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í sínar hendur og sjá til þess að hans menn færu inn í hálfleikinn með þriggja marka forystu, 13-10. Þýsku meistararnir voru lengi í gang í seinni hálfleik, rétt eins og í þeim fyrri. En þá nutu þeir góðs af því franski markvörðurinn Thierry Omeyer, varði nánast allt sem á markið kom og sá nánast einn síns liðs til þess að Atletico komst ekki nær en tveimur mörkum. Þegar sóknarmenn Kiel komust svo í gang var aldrei spurning um hvoru megin sigurinn myndi lenda. Það gekk einfaldlega allt Kiel í hag og á meðan að þeir spænsku virtust misstíga sig við hverja einustu hindrun. Omeyer hafði náð að taka bitið úr sóknarleik liðsins sem sást einna best á því hversu lítið Atletico skoraði í leiknum. Það sem gerði á endanum útslagið var að leikmenn Atletico voru ítrekað reknir af velli og misstu einn af varnarmönnum sínum út af með rautt spjald. Slíkt er ekki vænlegt til árangurs gegn besta liði heims. Maður síðari hálfleiksins var án efa Thierry Omeyer. Hann varði skot í öllum regnbogans litum og á meðan léku sóknarmenn Kiel sér að því að raða inn mörkunum. Filip Jicha kom einnig öflugur inn í seinni hálfleikinn og skoraði nokkur glæsileg mörk. En það var fyrst og fremst þessi ógnarsterka liðsheild sem skilaði Kiel þessum titli. Þjálfarinn Alfreð Gíslason hefur náð að skapa ótrúlega liðsheild sem virðist geta laðað það besta fram í öllum sínum frábæru leikmönnum. Leikmennirnir virðast nánast ómennskir og virðast einfaldlega ekki geta stigið feilspor. Það má ekki gleyma þætti Arons Pálmarssonar sem nýtti þær mínútur sem hann fékk í seinni hálfleik mjög vel. Hann átti þegar á heildina er litið frábæran leik og fór fyrir sínu liði þegar að Atletico fékk stóran möguleika til að koma sér í vænlega forystu. Þessi magnaði leikmaður hefur nú unnið Meistaradeildina tvívegis og ekki ólíklegt að mun fleiri titlar eigi eftir að bætast í safnið. Viðtöl frá blaðamanni Vísis í Köln eru handan við hornið..
Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira