Jesper Nielsen: Ákvarðanir dómaranna engin tilviljun | Tel að Ólafur haldi áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Köln skrifar 26. maí 2012 18:56 „Handbolti er falleg íþrótt," sagði Jesper Nielsen, eigandi AG, eftir að hafa horft upp á sína menn tapa fyrir Atletico Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. „Maður fékk vissulega fyrir hjartað undir lokin en þetta var fallegur leikur og hafði allt það besta sem Meistaradeildin hefur upp á að bjóða." „Bæði lið stóðu sig vel og á endanum var lítið á milli liðanna." Dómarar leiksins, Króatarnir Matija Gubica og Boris Milosevic, höfðu mikil áhrif á gang leiksins síðustu mínúturnar og Nilsen vandaði þeim og EHF, Handknattleikssambandi Evrópu, ekki kveðjurnar. „Ég held að það sé áhorfenda að meta hvort að dómararnir voru ósanngjarnir í okkar garð. Ég held að 20 þúsund manns hafi látið skoðun sína greinilega í ljós á þeim atburðum sem höfðu úrslitaáhrif á leikinn." „Guðjón Valur var kominn einn í gegn en þá komu dómararnir með eitthvað nýtt í Meistaradeildina sem ég hef aldrei séð áður."Brottvísanirnar engin tilviljun „Dómararnir höfðu mikil áhrif á leikinn. Við fengum líka þrjár brottvísanir á okkur með mjög skömmu millibili. Það var nóg til að þeir gátu brúað bilið. Það kostar alltaf eitt mark að missa mann af velli þegar maður er að spila gegn bestu liðum heims." „Við fengum þessar þrjár brottvísanir á okkur á réttum tíma. Það er engin tilviljun - ég þekki handboltann vel." „En svona er þetta. Ég ætla að sinna mínu starfi næstu árin og snúa upp á nokkrar hendur í Handknattleikssambandi Evrópu, svo að AG muni einn daginn vinna Meistaradeildina."Vinnum á næsta ári „Markmið AG er alltaf að vinna. Við unnum ekki í dag og þess vegna náðum við ekki markmiði okkar. En þetta er nýtt félag og nýtt verkefni sem á eftir að lifa áfram í mörg ár til viðbótar. Við munum ekki vinna Meistaradeildina á hverju ári en við verðum alltaf með allt til loka." „Við munum því koma aftur til Kölnar á næsta ári og á næsta ári munum við vinna titilinn. Ég get ekki beðið eftir að nýtt tímabili hefjist enda erum við með alla þessa frábæru leikmenn." „Nú þurfum við að vinna Füchse Berlin á morgun og þá förum við mjög glaðir aftur heim til Danmerkur, reynslunni ríkari."Ólafur er snillingur Ólafur Stefánsson hefur ekki gefið það út að hann ætli að halda áfram á næsta ári en Jesper er vongóður um að hann geri það. „Ef ég gæti haldið Ólafi í tíu ár í viðbótar myndi ég gera það. Maðurinn er snillingur inni á vellinum. Ólafur fer alltaf sínar leiðir. En þetta lítur vel út og ég held að hann haldi áfram." „Kannski hvílir hann sig eftir Ólympíuleikana og tekur svo seinni hlutann af tímabilinu með okkur. Ég vona svo sannarlega að Ólafur verði áfram því hann á skilið að koma hingað aftur. Fólkið á líka skilið að sjá hann spila í Final Four á ný." Handbolti Mest lesið Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Bonmatí vann þriðja árið í röð Fótbolti Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Fleiri fréttir Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira
„Handbolti er falleg íþrótt," sagði Jesper Nielsen, eigandi AG, eftir að hafa horft upp á sína menn tapa fyrir Atletico Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. „Maður fékk vissulega fyrir hjartað undir lokin en þetta var fallegur leikur og hafði allt það besta sem Meistaradeildin hefur upp á að bjóða." „Bæði lið stóðu sig vel og á endanum var lítið á milli liðanna." Dómarar leiksins, Króatarnir Matija Gubica og Boris Milosevic, höfðu mikil áhrif á gang leiksins síðustu mínúturnar og Nilsen vandaði þeim og EHF, Handknattleikssambandi Evrópu, ekki kveðjurnar. „Ég held að það sé áhorfenda að meta hvort að dómararnir voru ósanngjarnir í okkar garð. Ég held að 20 þúsund manns hafi látið skoðun sína greinilega í ljós á þeim atburðum sem höfðu úrslitaáhrif á leikinn." „Guðjón Valur var kominn einn í gegn en þá komu dómararnir með eitthvað nýtt í Meistaradeildina sem ég hef aldrei séð áður."Brottvísanirnar engin tilviljun „Dómararnir höfðu mikil áhrif á leikinn. Við fengum líka þrjár brottvísanir á okkur með mjög skömmu millibili. Það var nóg til að þeir gátu brúað bilið. Það kostar alltaf eitt mark að missa mann af velli þegar maður er að spila gegn bestu liðum heims." „Við fengum þessar þrjár brottvísanir á okkur á réttum tíma. Það er engin tilviljun - ég þekki handboltann vel." „En svona er þetta. Ég ætla að sinna mínu starfi næstu árin og snúa upp á nokkrar hendur í Handknattleikssambandi Evrópu, svo að AG muni einn daginn vinna Meistaradeildina."Vinnum á næsta ári „Markmið AG er alltaf að vinna. Við unnum ekki í dag og þess vegna náðum við ekki markmiði okkar. En þetta er nýtt félag og nýtt verkefni sem á eftir að lifa áfram í mörg ár til viðbótar. Við munum ekki vinna Meistaradeildina á hverju ári en við verðum alltaf með allt til loka." „Við munum því koma aftur til Kölnar á næsta ári og á næsta ári munum við vinna titilinn. Ég get ekki beðið eftir að nýtt tímabili hefjist enda erum við með alla þessa frábæru leikmenn." „Nú þurfum við að vinna Füchse Berlin á morgun og þá förum við mjög glaðir aftur heim til Danmerkur, reynslunni ríkari."Ólafur er snillingur Ólafur Stefánsson hefur ekki gefið það út að hann ætli að halda áfram á næsta ári en Jesper er vongóður um að hann geri það. „Ef ég gæti haldið Ólafi í tíu ár í viðbótar myndi ég gera það. Maðurinn er snillingur inni á vellinum. Ólafur fer alltaf sínar leiðir. En þetta lítur vel út og ég held að hann haldi áfram." „Kannski hvílir hann sig eftir Ólympíuleikana og tekur svo seinni hlutann af tímabilinu með okkur. Ég vona svo sannarlega að Ólafur verði áfram því hann á skilið að koma hingað aftur. Fólkið á líka skilið að sjá hann spila í Final Four á ný."
Handbolti Mest lesið Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Bonmatí vann þriðja árið í röð Fótbolti Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Fleiri fréttir Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn