Handbolti

Ísland slapp við Danmörku og Serbíu

Nordic Photos / Getty IMages
Óhætt er að segja að Ísland hafi lent í auðveldari riðlinum þegar dregið var í riðla fyrir handboltakeppnina á Ólympíuleikana í Lundúnum í sumar.

Ísland slapp bæði við Evrópumeistara Danmerkur og sterkt lið Serbíu en fékk í staðinn Argentínu og Bretland. Ísland er einnig í riðli með Frakklandi, Svíþjóð og Túnis.

Bretar fengu að velja sér riðil og völdu að spila í íslenska riðlinum. Fyrirfram mátti búast við því að þeir myndu velja sér riðilinn með Argentínu sem var í sama styrkleikaflokki og Danmörk, þó svo að mikill getumunur sé á liðunum.

Bretland og Serbía voru saman í styrkleikaflokki en Bretar eru nýgræðingar í íþróttinni sem þekktist varla þar í landi þegar ákveðið var að halda leikana í Lundúnum.

Ólympíuleikarnir hefjast þann 27. júlí næstkomandi.

A-riðill:

Frakkland

Svíþjóð

Ísland

Bretland

Argentína

Túnis

B-riðill:

Spánn

Króatía

Ungverjaland

Serbía

Danmörk

Suður-Kórea

Styrkleikaflokkarnir:

1: Frakkland og Spánn.

2: Svíþjóð og Króatía.

3: Ísland og Ungverjaland.

4: Serbía og Bretland.

5. Danmörk og Argentína.

6: Suður-Kórea og Túnis.

Þá var einnig dregið í riðlana í kvennaflokki, sem má sjá hér:

A-riðill:

Svartfjallaland

Rússland

Króatía

Bretland

Brasilía

Angóla

B-riðill:

Noregur

Spánn

Danmörk

Frakkland

Svíþjóð

Suður-Kórea




Fleiri fréttir

Sjá meira


×