Fleiri fréttir

Keflvíkingar bikarmeistarar

Keflvíkingar eru bikarmeistarar árið 2006 eftir frækinn 2-0 sigur á KR-ingum á Laugardalsvelli í úrslitaleik. Guðjón Antoníusson og Baldur Sigurðsson skoruðu mörk Keflvíkinga í fyrri hálfleik, en þrátt fyrir að KR-ingar hafi lagað leik sinn í þeim síðari, var sigur Keflvíkinga fyllilega verðskuldaður. Þetta er fjórði bikarmeistaratitill félagsins og annar á þremur árum.

Keflvíkingar yfir í hálfleik

Keflvíkingar hafa góða 2-0 forystu gegn KR þegar flautað hefur verið til leikhlés í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli. Keflvíkingar hafa ráðið ferðinni í fyrri hálfleik og verðskulda fyllilega forystu sína. Guðjón Antoníusson og Baldur Sigurðsson skoruðu mörk Suðurnesjamanna og komu þau bæði eftir hornspyrnur. KR-inga bíður því gríðarleg vinna í síðari hálfleiknum ef þeir ætla sér að ná einhverju út úr leiknum.

2-0 fyrir Keflavík

Keflvíkingar eru komnir í 2-0 gegn KR-ingum í úrslitaleik Visa bikarsins á Laugardalsvelli og aftur kom mark eftir hornspyrnu. Að þessu sinni var það Baldur Sigurðsson sem skoraði og aðeins nokkrum augnablikum síðar fengu Keflvíkingar dauðafæri en náðu ekki að nýta sér það.

Keflvíkingar komnir yfir

Keflvíkingar hafa náð 1-0 forystu gegn KR-ingum í úrslitaleik Visa bikarsins á Laugardalsvelli. Það var Guðjón Antoníusson sem skoraði markið með skalla eftir að Kenneth Gustavsson hafði framlengt boltann inn á teiginn eftir hornspyrnu. Þar stóg Guðjón einn og yfirgefinn á markteignum og skallaði fram hjá Kristjáni Finnbogasyni. Keflvíkingar hafa ráðið ferðinni fyrstu 25 mínútur leiksins og verðskulda forystu sína.

Keflvíkingar byrja betur

Nú eru liðnar um 15 mínútur af úrslitaleik KR og Keflavíkur í Visa bikarnum í knattspyrnu. Staðan er enn jöfn 0-0, en það eru Keflvíkingar sem ráða ferðinni fyrstu mínúturnar og hafa verið mun líklegri til afreka en þeir röndóttu. Keflvíkingar pressa ofarlega á vellinum og reyna án afláts að sækja, á meðan Reykjavíkurliðið lætur sér nægja að sitja til baka.

Ráðstefna Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands og KSÍ

Ráðstefna í tengslum við úrslitaleik VISA-bikars karla Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands (KÞÍ) í samvinnu við Knattspyrnusamband Íslands heldur sína árlegu ráðstefnu í tengslum við VISA-bikarúrslitaleik karla þann 30. september næstkomandi.

Margrét Lára með fjögur mörk í stórsigri á Portúgal

Íslenska kvennalandsliðið lauk keppni með stæl í undankeppni HM 2007 í kvöld þegar liðið rótburstaði Portúgala 6-0 ytra, þar sem Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir íslenska liðið og Katrín Jónsdóttir tvö. Íslenska liðið hafnaði í þriðja sæti í riðli sínum á eftir Svíum og Tékkum en þegar var ljóst að liðið kæmist ekki á HM.

Mæta liði frá Litla-Hrauni í kvöld

Knattspyrnuliðið KF Nörd fær sitt erfiðasta verkefni til þessa í kvöld þegar liðið mætir knattspyrnuúrvali fanga á Litla-Hrauni í vikulegum raunveruleikaþætti á Sýn. Þátturinn hefst klukkan 21:15 og forvitnilegt verður að sjá hvernig Njörðunum vegnar gegn glæpamönnunum innan girðingar.

Ísland hefur yfir í hálfleik

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur 2-0 forystu þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign sinni við Portúgala ytra í lokaleik sínum í riðlinum í undankeppni HM 2007. Katrín Jónsdóttir kom íslenska liðinu í 1-0 eftir aðeins 9 mínútur og Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði annað markið eftir 22 mínútur.

ÍA vill halda Arnari og Bjarka

Stjórn meistaraflokks ÍA hefur farið þess á leit við þá Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni að þeir verði áfram í röðum félagsins eftir að ljóst varð að Guðjón Þórðarson tæki við starfi þeirra sem þjálfari félagsins í Landsbankadeildinni. Þetta kemur fram á vefnum Skessuhorni í dag.

Ásgeir Elíasson að taka við ÍR

Ásgeir Elíasson verður að öllu óbreyttu tilkynntur sem næsti þjálfari 2. deildarliðs ÍR á morgun. Heimildir NFS herma að stutt sé í að samningar náist milli Ásgeirs og Breiðhyltinga, en Ásgeir var látinn fara frá Fram á dögunum og við starfi hans þar tók Ólafur Þórðarson.

Guðjón Þórðarson tekur við liði ÍA

Guðjón Þórðarson hefur skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild ÍA um að taka við þjálfun liðsins í Landsbankadeildinni. Það hefur lengi legið í loftinu að Guðjón sneri aftur á fornar slóðir, en Fréttablaðið birti fyrst fréttir þessa efnis í fyrir um tveimur vikum.

Ólafur Þórðarson nýr þjálfari Fram

Ólafur Þórðarson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks Fram í knattspyrnu. Samningur Ólafs við Fram er til þriggja ára. Framarar tryggðu sér sæti í Landsbankadeildinni á næstu leiktíð með sigri í fyrstu deild.

Björgólfur bestur í síðustu umferðunum

Framherjinn Björgólfur Takefusa hjá KR var í dag útnefndur besti leikmaður 13.-18 umferðar Landsbankadeildar karla í knattspyrnu. Teitur Þórðarson hjá KR var kjörinn besti þjálfarinn og Garðar Örn Hinriksson var kjörinn besti dómarinn. Þá þóttu stuðningsmenn Víkings þeir bestu í síðustu umferðunum og Skagamenn áttu flesta leikmenn í úrvali umferðanna.

Ólafur Jóhannesson er besti þjálfarinn

Ólafur Jóhannesson er besti þjálfarinn í Landsbankadeild karla að mati íþróttafréttamanna Sýnar og Fréttablaðsins , en Ólafur skrifaði undir nýjan eins árs samning við FH - inga í gær. Næstir í kjörinu voru Teitur Þórðarson þjálfari KR - inga og bræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir.

Mannabreytingar hjá ÍA

Ný rekstrarstjórn hefur tekið við ÍA en fráfarandi stjórn hefur óskað eftir því að vera leyst undan störfum. Félagið sendi frá sér fréttatilkynningu þessa efnis nú fyrir skömmu.

Lauflétt uppgjör í kvöld

Landsbankadeild karla verður gerð upp á léttu nótunum í sérstökum sjónvarpsþætti klukkan 20:30 á Sýn í kvöld. "Þetta verður lauflétt uppgjör," sagði Guðjón Guðmundsson umsjónamaður þáttarins. "Við fáum góða gesti í heimsókn, förum yfir leikina og markverð atvik".

Væri ekki líft í Kópavogi hefði Breiðablik fallið

Steinþór Freyr Þorsteinsson átti mjög góðan leik fyrir Breiðablik á laugardaginn þegar lokaumferð Landsbankadeildarinnar fór fram. Hann hefur verið valinn leikmaður umferðarinnar af Fréttablaðinu.

Skýrist í dag?

"Við erum alveg rólegir yfir þessu, það virðist vera mikill áhugi á þessu starfi," sagði Brynjar Jóhannesson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar Fram, aðspurður um þjálfaramál félagsins. Ákveðið var að framlengja ekki samninginn við Ásgeir Elíasson sem stýrði Fram til sigurs í 1. deildinni í sumar og er verið að leita að manni til að stýra liðinu í Landsbankadeildinni á næsta ári.

Árangurinn var óásættanlegur

Hreinn Hringsson, fyrirliði knattspyrnuliðs KA, er mjög óánægður með spilamennsku liðsins í sumar og segir árangurinn á tímabilinu vera óásættanlegan. Þetta segir hann í viðtali við heimasíðu KA. „Sumarið fótboltalega séð var engan veginn nógu gott og árangur sumarsins þar af leiðandi slakur og óásættanlegur,“ segir Hreinn meðal annars en bætir því við að væntingarnar til liðsins hafi ef til vill verið of miklar, enda hafi miklar breytingar verið gerðar á liðinu frá því í fyrra.

Ég er ekki svona rosalega góður

Síðan Sigþór Júlíusson kom til KR frá Völsungi hinn 31. júlí sl. hefur verið mikill uppgangur á spilamennsku liðsins. Liðið hefur unnið sex leiki, gert tvö jafntefli og engum leik tapað.

Vilja halda áfram með ÍA

Þjálfarar ÍA, Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir, neita því ekki að þeir vilji halda áfram að þjálfa Skagamenn. Þeir tóku við Ólafi Þórðarsyni um mitt sumar þegar staða liðsins var ekki góð en undir stjórn tvíburuna hefur leikur ÍA batnað til muna.

Ætluðum okkur meira í sumar

„Mér fannst við spila gríðarlega vel lengst af í þessum leik og þess vegna eru þessi úrslit mjög særandi,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, í samtali við Fréttablaðið eftir leik.

Jafntefli hjá Víking og ÍA og allir skildu sáttir

Víkingur og ÍA gerðu 1-1 jafntefli í Víkinni í gær og tryggðu þannig sæti sín í Landsbankadeildinni. ÍA hafnaði í sjötta sæti deildarinnar og Víkingur í því sjöunda og geta bæði lið verið sátt með þá niðurstöðu.

Marel varð markakóngur

Marel Jóhann Baldvinsson vann gullskóinn í Landsbankadeild karla í ár en hann skoraði ellefu mörk í þrettán leikjum fyrir Breiðablik. Hann hélt svo til Noregs áður en tímabilinu lauk en varð markakóngur þrátt fyrir það. Björgólfur Takefusa úr KR fær silfurskóinn og Jóhann Þórhallsson, Grindavík, bronsskóinn.

Grindvíkingar sjálfum sér verstir

Grindvíkingar geta engum nema sjálfum sér um kennt að hafa fallið í 1. deild í gær. Liðið óð í færum en klaufaskapur framherjanna var með ólíkindum. Þegar á reyndi var liðið síðan kraftlaust.

Ótrúleg dramatík þegar KR tryggði annað sætið

Guðmundur Pétursson, nítján ára Breiðhyltingur, reyndist hetja KR gegn Val í gær þegar hann tryggði liði sínu 2-2 jafntefli með því að skora á lokamínútunni. Markið tryggði KR 2. sæti deildarinnar og sæti í Evrópukeppni félagsliða.

Vantaði rétta hugarfarið

Jónas Guðni Sævarsson var fyrirliði Keflavíkur í gær. "Við vorum með hugann við bikarúrslitaleikinn um næstu helgi og því fór þetta svona. Þetta er klárlega ekki leikurinn sem við ætluðum að taka með okkur í þá baráttu. Það var ekkert að ganga hjá okkur og við þurfum að skoða hvað við ætlum að gera fyrir leikinn gegn KR," sagði Jónas Guðni eftir tapið gegn Breiðabliki.

Framtíðin er óákveðin

Framherjinn Jóhann Þórhallsson var með böggum hildar eftir leikinn en hann klúðraði mörgum góðum færum í leiknum. Hann vildi ekki staðfesta að hann léki með Grindavík í 1. deildinni en þar lék Jóhann með Þór á síðasta ári.

Markmiðinu náð

Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, tók við liðinu í fallsæti en náði því markmiði að halda liðinu uppi. Hann segir það óráðið hvort hann verði áfram. „Miðað við þessa niðurstöðu hef ég vissulega áhuga á því. Ég sest niður með stjórninni eftir helgi og þá kemur þetta í ljós,“ sagði Ólafur, sem var ánægður með leik sinna manna.

Eigum heima í þessari deild

„Við höfum alltaf haldið í þá trú að við séum með lið sem eigi heima í úrvalsdeildinni,“ sagði miðjumaðurinn Arnar Grétarsson eftir sigur Breiðabliks í gær. „Við höfum verið að spila vel í undanförnum leikjum og fyrir hönd félagsins er ég mjög ánægður. Við erum með marga unga og efnilega leikmenn og framtíðin er björt.“

Við gefumst aldrei upp

Teitur Þórðarson, þjálfari KR, var að vonum ánægður með að hafa náð 2. sæti Landsbankadeildarinnar með jafnteflinu í gær. "Við vissum það að jafntefli nægði okkur og við gerðum það sem þurfti. Það stóð vissulega tæpt en ég hafði alltaf trú á mínum mönnum. Nú förum við í bikarúrslitin vitandi það að við erum öruggir í Evrópukeppnina og það léttir mikilli pressu af okkur," sagði Teitur eftir leikinn.

Þakka FH-ingum kærlega fyrir

Þrátt fyrir að vera í fimmta sæti fyrir 18.umferð Landsbankadeildarinnar gátu Fylkismenn mögulega fallið ef úrslitin spiluðust þannig í lokaumferðinni. Árbæjarliðið þurfti því að mæta ákveðið til leiks gegn ÍBV sem höfðu að engu að keppa enda fallnir í 1. deild.

Blikar skutust upp í fimmta sætið

Fyrir lokaumferðina í Landsbankadeildinni í gær var ljóst að Breiðablik væri öruggt með sæti sitt ef liðinu tækist að sigra Keflavík á heimavelli sínum. Sú varð raunin og Blikar unnu góðan og mjög svo verðskuldaðan 2-1 sigur. Gestirnir höfðu ekki að neinu að keppa í leiknum því ljóst var að liðið myndi enda í fjórða sætinu, sama hvernig færi á Kópavogsvelli. Þeir leika bikarúrslitaleik um næstu helgi og hvíldu þeir fyrirliða sinn, Guðmund Steinarsson, í þessum leik en hann er einu spjaldi frá því að fara í leikbann.

Við áttum greinilega að falla

„Við höfum verið að bjóða hættunni heim síðustu ár og það er ekki þessi leikur hér sem fellir okkur. Þetta byrjaði mikið fyrr,“ sagði fyrirliði Grindvíkinga, Óðinn Árnason, svekktur í leikslok.

Áhorfendametið slegið

Nýtt áhorfendamet var sett í Landsbankadeild karla þetta sumarið en alls mættu 98.026 manns á leikina 90 í ár, eða að meðaltali 1.089 manns á leik. Eldra metið var sett 2001 þegar 96.850 manns mættu á leikina í deildinni.

Evrópumenn komir í 10-5

Paul Casey sló holu í höggi í Ryder bikarnum í dag en það er fyrsta draumahöggið í keppninni síðan 1995. Casey og David Howell sigruðu Stewart Cink og Zach Johnson í dag og juku forystu Evrópumanna.

Grindvíkingar fallnir, KR í 2. sæti

Grindavík gerði 1-1 jafntefli gegn FH í Grindavík í dag. Það dugði ekki til því þeir þurftu nauðsynlega að vinna leikinn til þess að halda sér uppi í deildinni. Þeir leika því í fyrstu deild á næstu leiktíð ásamt ÍBV. KR-ingar tryggðu sér þátttökurétt í Evrópukeppni með 2-2 jafntefli við Val.

Grindvíkingar jafna

Nú er spennan orðin gríðarleg því Grindvíkingar voru að jafna leikinn gegn FH-ingum þegar fimm mínútur eru eftir og uppbótartími. Óskar Örn Hauksson skoraði eftir sendingu frá Jóhanni Þórhallssyni.

Víkingar jafna og FH-ingar skora

Viktor Bjarki átti gott skot í stöng en Rodney G. Perry fylgdi vel á eftir og skoraði af stuttu færi eftir góða sókn Víkinga. FH-ingar eru komnir í 1-0 gegn Grindavík og útlitið því heldur betur orðið dökkt fyrir Grindavík.

Valur 2-1 KR

Fyrrverandi leikmaður KR-inga Garðar Jóhannsson hefur skorað gegn sínum gömlu félögum í KR. Hann fékk boltann á markteig og gat hreinlega ekki annað en skorað. Rétt áður voru KR-ingar æfir eftir að Egill Már Markússon sýndi Kjartani Sturlusyni aðeins gult spjald eftir að hafa brotið á Grétari Hjartarsyni þegar hann var sloppinn í gegn. Grétar fékk sendingu inn fyrir og var á undan Kjartani í boltann sem síðan felldi hann. Brotið var utan teigs og Grétar var ekki á leið í átt að marki en ljóst er að einhverjir dómarar hefðu vikið Kjartani af velli.

Spáð í spilin

Eins og staðan er nú í hálfleik eru Grindvíkingar í fallsæti með ÍBV en það þarf ekki mikið til að það breytist. Sigri Grindvíkingar FH og ekkert annað breytist þá falla Víkingar. Ef Víkingar hins vegar gera jafntefli við ÍA og Grindavík vinnur FH og annað breytist ekki þá falla Fylkismenn. Breiðablik og ÍA eru með bestu stöðuna í hálfleik.

Staðan í leikjunum

Nú er kominn hálfleikur í leikjum dagsins í lokaumferð Landsbankadeildarinnar. Leikirnir eru allir fjörugir og mörg mörk hafa verið skoruð. Hjá Val og KR er staðan 1-1, Breiðablik er 2-0 yfir gegn Keflavík, ÍBV er 2-0 yfir gegn Fylki, ÍA er 1-0 yfir gegn Víkingi og hjá Grindvík og FH er markalaust.

Blikar og Eyjamenn komnir í 2-0

Það lítur út fyrir að Breiðablik leiki í úrvalsdeildinni að ári því þeir eru komnir 2-0 gegn Keflavík. Það var Arnar Grétarsson sem skoraði úr vítaspyrnu. Eyjamenn eru komir í 2-0 gegn Fylki, Ingi Rafn Ingibergsson með markið. Fylkismenn eru komir óþægilega nálægt fallinu. KR-ingar hafa jafnað gegn Val Grétar Ólafur Hjartarson skorar.

Skagamenn skora

Skagamenn eru komnir í 1-0 í Víkinni gegn Víkingum það var Bjarki Gunnlaugsson sem skoraði. Eyjamenn eru líka komnir yfir gegn Fylki þar var það Bjarni Rúnar Einarsson sem skoraði. Grindvíkingar sækja án afláts og mikið mæðir á vörn FH.

Sjá næstu 50 fréttir