Fleiri fréttir

Mourinho reiddist á blaðamannafundi

Jose Mourinho og Pep Guardiola háðu hatramt einvígi þegar þeir þjálfuðu Real Madrid og Barcelona á sínum tíma en Mourinho reyndi þá öll brögðin í bókinni til að fella Barcelona af pallinum. Félagarnir mætast aftur á morgun þegar lið þeirra, Bayern München og Chelsea, spila um Ofurbikar Evrópu en það er árlegur leikur milli Evrópumeistaranna frá síðasta tímabili.

Aron í bandaríska hópnum fyrir leikina við Mexíkó og Kostaríka

Jurgen Klinsmann, þjálfari bandaríska landsliðsins, tilkynnti í kvöld 23 manna hóp sinn fyrir leiki á móti Mexíkó og Kostaríka í undankeppni HM. Klinsmann valdi Aron Jóhannsson aftur í hópinn sinn og þá kemur Landon Donovan aftur inn í bandaríska liðið.

Víkingar úr leik í Futsal Cup

Víkingur Ólafsvík er úr leik í Futsal Cup eftir 2-6 tap í kvöld í úrslitaleik riðilsins á móti gríska liðinu Athina '90. Guðmundur Magnússon og Juan Manuel Torres skoruðu mörk Víkinga í leiknum.

Síðustu 33 mínúturnar í AZ-leiknum verða spilaðar í fyrramálið

Jóhann Berg Guðmundsson, Aron Jóhannsson og félagar þeirra í hollenska liðinu AZ Alkmaar verða vakna snemma í fyrramálið því síðustu 33 mínúturnar í leik þeirra í Evrópudeildinni á móti gríska liðinu Atromitos verða spilaðar fyrir hádegi á morgun.

Haukar töpuðu líka stigum

Haukamenn fylgdu í fótspor Grindavíkur og Fjölnis þegar þeir töpuðu stigum á heimavelli á móti Leikni í kvöld en liðin mættustu þá á Ásvöllum í 19. umferð 1. deildar karla í fótbolta. Þrjú efstu lið deildarinnar fengu því aðeins eitt stig út úr leikjum sínum í kvöld.

Baldur Sigurðsson: Skipti um skó í hálfleik

Baldur Sigurðsson skoraði eitt marka KR í 3-1 sigri á Val á KR-vellinum í kvöld en með þessum sigri náðu KR-ingar fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar karla í fótbolta.

Selfyssingar skelltu toppliði Grindavíkur

Tvö af efstu liðum 1. deildar karla, Grindavík og Fjölnir, töpuðu leikjum sínum í kvöld og um leið kom enn meiri spenna í gríðarlega jafna baráttu um laus sæti í Pepsi-deild karla næsta sumar. Grindavík steinlá á Selfossi en Fjölnir tapaði óvænt 1-3 á heimavelli á móti Þrótti.

Ólafur Ingi og félagar komust áfram í Evrópudeildinni

Ólafur Ingi Skúlason og félagar hans í belgíska liðinu Zulte-Waregem tryggðu sér í kvöld sæti í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA eftir dramatískan 2-1 sigur á Apoel Nicosia á Kýpur. Belgíska liðið vann þar með 3-2 samanlagt.

Blikarbanarnir í Aktobe teknir í karphúsið í Kiev

Aktobe frá Kasakstan sem sló Breiðablik út úr Evrópudeildinni fyrr í sumar komst ekki áfram í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Aktobe steinlá nefnilega 5-1 á móti Dynamo Kiev í Úkraínu í kvöld og tapaði því samanlagt 8-3.

FH komst yfir í Belgíu en tapaði 2-5

FH-ingar eru úr leik í Evrópudeild UEFA eftir 2-5 tap í seinni leiknum á móti belgíska félaginu Genk í kvöld. FH tapaði því einvíginu samanlagt 2-7. FH-ingar eiga reyndar smá von um að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en þeir taka þátt í happadrætti á morgun.

Ribéry var besti knattspyrnumaður Evrópu 2012-13

53 sérvaldir blaðamenn frá aðildarlöndum UEFA kusu í kvöld um hver er besti knattspyrnumaður Evrópu 2012-13 og fyrir valinu var Frakkinn Franck Ribéry sem var lykilmaður þegar Bayern München vann þrennuna á síðustu leiktíð.

Leikur AZ Alkmaar flautaður af

Það þurfti að flauta af leik AZ Alkmaar og gríska liðsins Atromitos í Evrópudeildinni í kvöld en rýma þurfti leikvanginn vegna elds í þaki leikvangsins.

Eto´o kominn til Chelsea

Chelsea heldur áfram að safna liði og félagið gerði í dag eins árs samning við framherjann Samuel Eto'o. Hann kemur til liðsins frá rússneska félaginu Anzhi.

Flamini endurnýjar kynnin við Arsenal

Mathieu Flamini er genginn í raðir Arsenal. Frakkinn 29 ára fékk ekki nýjan samning hjá AC Milan í sumar og er nú mættur á nýjan leik til Lundúna.

Lagerbäck kíkir í heimsókn

Leikur KR og Vals annars vegar og grannaslagur Breiðabliks og Stjörnunnar hins vegar verða krufðir til mergjar í Pepsi-mörkunum í kvöld.

Fá bikarinn afhentan gegn Blikum

Stjarnan tryggði sér í gærkvöldi Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu með 4-0 sigri á Val í 14. umferð Pepsi-deildar kvenna.

Úrslitaleikur í Ólafsvík

Víkingur Ólafsvík mætir gríska liðinu Athina '90 í lokaleik H-riðils í undankeppni Futsal Cup kl. 20:00 í kvöld. Leikið verður í íþróttahúsinu á Ólafsvík.

Henti Óla Þórðar út í skurð

"Ég sagði honum að ef hann reyndi þetta aftur þá fengi hann að finna fyrir því," segir knattspyrnuþjálfarinn Guðjón Þórðarson.

Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur 3-1 | KR með fjögurra stiga forskot

KR-ingar héldu sigurgöngu sinni áfram á KR-vellinum með 3-1 sigri á Valsmönnum í Pepsi-deild karla í fótbolta á KR-vellinum í kvöld en þetta var frestaður leikur úr 10. umferð. Þetta var fyrsti heimasigur KR á nágrönnum sínum í átta ár en um leið sjötti heimasigur Vesturbæjarliðsins í röð í Pepsi-deildinni.

Eto'o á leið til Chelsea

Breskir fjölmiðlar fullyrða að Kamerúninn Samuel Eto'o sé á leið í herbúðir Chelsea.

Erfitt verkefni í Belgíu

FH mætir K.R.C. Genk í síðari leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í dag. Belgarnir hafa tveggja marka forskot úr fyrri leiknum.

Sem betur fer átti ég einhverja peninga í bankanum

Chuck Chijindu, bandarískur framherji Þórs, yfirgaf landið fyrr í ágúst þar sem hann var án dvalarleyfis. Nú hefur verið gengið frá pappírunum en Þórsarar neita að hafa greitt Chuck laun fram að þeim tíma.

2.909 dagar síðan KR vann Val á KR-velli

Tveir frestaðir leikir úr 10. umferð fara fram í Pepsi-deild karla í kvöld og hafa úrslit þeirra mikil áhrif á baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn.

Messi klikkaði á víti en Barca vann samt fyrsta titilinn

Barcelona landaði fyrsta titli tímabilsins í kvöld þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Atlético Madrid á heimavelli í seinni leik liðanna um spænska ofurbikarinn. Barcelona vann Ofurbikarinn á fleiri mörkum skoruðum á útivelli en Atlético Madrid endaði leikinn níu á móti ellefu því tveir leikmenn liðsins fengu að líta rauða spjaldið á lokamínútunum.

Þessi lið verða í Meistaradeildar-pottinum á morgun

Í kvöld varð það endanlega ljóst hvaða 32 félög verða í pottinum þegar dregið verður í riðla í Meistaradeildinni á morgun. Fimm síðustu félögin tryggði sér farseðillinn í kvöld en í gær komust einnig fimm önnur félög áfram upp úr umspilinu.

Mínútuklapp fyrir leik Liverpool og United

Einnar mínútu klapp verður fyrir leik Liverpool og Manchester United sem fram fer á Anfield á sunnudaginn en tilefnið mun vera að Bill Shankly, fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool, hefði orðið 100 ára þann 1. september.

Harpa: Þetta er mitt besta tímabil

Harpa Þorsteinsdóttir hefur átt ótrúlegt tímabil með Stjörnunni og er að flestra, ef ekki allra, besti leikmaður tímabilsins. Hún brosti breitt eftir að Íslandsmeistaratitillinn var kominn í hús eftir 4-0 sigur á Val í Pepsi-deildinni í kvöld.

Þorlákur: Hef aldrei þjálfað svona lið

Það var stoltur og brosmildur þjálfari Stjörnunnar, Þorlákur Árnason, sem mætti blaðamanni skömmu eftir 4-0 sigur Stjörnunnar á Val í Pepsi-deild kvenna í Garðabænum í kvöld en liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með þessum sigri. Stjörnuliðið hefur sýnt fádæma yfirburði í sumar undir hans stjórn og er vel að Íslandsmeistaratitlinum komið.

Manchester United og Liverpool drógust saman í deildabikarnum

Það verður sannkallaður stórleikur í 3. umferð enska deildabikarsins en dregið var eftir leikina í 2. umferðinni í kvöld. Ensku úrvalsdeildarliðin og erkifjendurnir í Manchester United og Liverpool drógust þá saman og mætast á Old Trafford í Manchester.

Kári og félagar áttu ekki möguleika á Villa Park

Kári Árnason og félagar í Rotherham eru úr leik í enska deildabikarnum eftir 3-0 tap á móti enska úrvalsdeildarliðinu Aston Villa í kvöld. Hitt Íslendingarliðið í eldlínunni í kvöld, Cardiff City, komst hinsvegar áfram.

AC Milan og Celtic í riðlakeppni Meistaradeildarinnar

Ítalska stórliðið AC Milan var eitt af fimm liðum sem tryggðu sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld en hin voru Viktoria Plzen frá Tékklandi, Zenit St. Petersburg frá Rússlandi, Real Sociedad frá Spáni og Celtic frá Skotlandi. Celtic-menn tryggði sér sætið á dramatískan hátt í uppbótartíma.

Sjá næstu 50 fréttir