Fleiri fréttir

Samba er líklega á leiðinni til Anzhi í Rússlandi

Forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins Blackburn eru í formlegum viðræðum við rússneska stórliðið Anzhi um kaup á varnarmanninum Christopher Samba. Hinn 27 ára gamli Samba óskaði eftir því að vera settur á sölulista í janúar og var hann orðaður við ensku úrvalsdeildarliðin QPR og Tottenham.

Knattspyrnustjóri Blackburn er ávallt með lífvörð sér við hlið

Steve Kean, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Blackburn, segir að hann fari ekki út úr húsi án þess að vera með lífvörð með sér. Hinn 44 ára gamli Kean hefur fengið ýmsar hótanir frá stuðningsmönnum liðsins en gengi liðsins hefur ekki verið upp á marga fiska. Liðið er í bullandi fallbaráttu, með 21 stig í fjórða neðsta sæti.

Connor tekur við Wolves | fyrrum aðstoðarmaður McCarthy

Terry Connor var í dag ráðinn sem knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Wolves en hann var áður aðstoðarþjálfari Mick McCarthy sem var sagt upp störfum á dögunum. Íslenski landsliðsmaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson er leikmaður Wolves.

Umfjöllun: Japan – Ísland 3-1

Íslenska landsliðið í knattspyrnu karla beið lægri hlut 3-1 í vináttulandsleik gegn Japan í Osaka í morgun. Mörk Japana komu eftir klaufagang í íslensku vörninni en Arnór Smárason minnkaði muninn úr vítaspyrnu í viðbótartíma.

Helgi Valur verður fyrirliði gegn Japan | byrjunarliðið klárt

Helgi Valur Daníelsson verður fyrirliði í fyrsta landsleik íslenska karlandsliðsins í fótbolta undir stjórn Svíans Lars Lagerbäck. Ísland leikur vináttuleik gegn Japan í Osaka í dag og verður leikurinn sýndur á Stöð 2 sport og hefst útsending 10.20.

Förum í leikinn til þess að vinna

Lars Lagerbäck stýrir íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í fyrsta sinn í dag í vináttuleik gegn Japan í Osaka. Sigur er aðalmarkmiðið hjá sænska þjálfaranum. Hann er hrifinn af metnaði leikmannanna sinna.

22 ár síðan þjálfari byrjaði á útisigri

Lars Lagerbäck getur í dag orðið fyrsti landsliðsþjálfari Íslands í rétt tæp 22 ár sem byrjar landsliðsþjálfaraferil sinn með sigri á útivelli. Það hefur ekki gerst síðan Ísland vann 2-1 sigur á Lúxemborg í fyrsta leik Svíans Bo Johansson 28. mars 1990.

Enn vinnur Fram sigur á KR – sjáið mörkin

Framarar unnu 2-1 sigur á KR í viðureign liðanna í Lengjubikarnum í Egilshöll í kvöld. Þetta var þriðji sigur Framara á Íslands- og bikarmeisturunum úr Vesturbænum í röð.

Óttast um afdrif "Shankly"

Villikötturinn sem varð heimsfrægur er hann hljóp inn á Anfield í leik Liverpool og Tottenham er enn að koma sér í vandræði.

United tapaði en komst áfram

Manchester United komst áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildar UEFA þrátt fyrir að hafa tapað fyrir Ajax á heimavelli í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitum í kvöld, 2-1.

Van Bommel vill fá Robin van Persie til AC Milan

Mark van Bommel vill fá landa sinn Robin van Persie til AC Milan en hann talaði um það í viðtali við ítalska blaðið Il Giorno. AC Milan setti á svið góða sýningu fyrir Van Persie á dögunum þegar liðið vann 4-0 stórsigur á Arsenal í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Daniel Alves: Við erum ekkert án Guardiola

Daniel Alves, brasilíski varnarmaðurinn hjá Barcelona, hefur bæst í hóp þeirra sem pressa á þjálfarann Pep Guardiola að skrifa undir nýjan samning við félagið. Alves býst við að Guardiola skrifi undir nýjan samning en hann skrifaði undir eins árs samning á svipuðum tíma á síðasta ári.

Villas Boas húmorískur: Ég hef gert þrettán mistök

Andre Villas Boas, stjóri Chelsea, svaraði spurningum blaðamanna í dag en hann var þá mættur á hefðbundinn blaðamannafund fyrir leik Chelsea á móti Bolton Wanderers í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Hundrað japanskir blaðamenn mættu á fundinn hjá Lagerbäck

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, hélt blaðamannafund í morgun að íslenskum tíma fyrir vináttulansleik Íslands og Japans á morgun. Blaðamannafundurinn var fjölmennur samkvæmt frétt á ksi.is en hátt í eitt hundrað fulltrúar fjölmiðla voru mættir til að varpa spurningum til þjálfaranna tveggja. Lagerbäck var spurður fjölmargra spurninga.

Valencia sló Stoke úr leik

Valencia er komið áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildar UEFA eftir 1-0 sigur á Stoke á Spáni í kvöld. Fyrri leiknum lauk einnig með 1-0 sigri Spánverjanna.

Engir þjóðsöngvar spilaðir fyrir leik Liverpool og Cardiff

Enska liðið Liverpool og velska liðið Cardiff City mætast í úrslitaleik enska deildabikarsins á Wembley á sunnudaginn en forráðamenn ensku deildarkeppninnar hafa ákveðið að sleppa því að spila þjóðsöngva Englands og Wales fyrir leikinn.

Hver er þessi Fraizer Campbell?

Stuart Pearce, afleysingaþjálfari enska landsliðsins í fótbolta, valdi Fraizer Campbell óvænt í landsliðshóp sinn fyrir vináttulandsleik á móti Hollendingum í næstu viku. En hver er þessi leikmaður?

Fraizer Campbell í enska landsliðinu | Lampard og Rio ekki valdir

Stuart Pearce, afleysingaþjálfari enska landsliðsins, hefur tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir vináttulandsleik á móti Hollandi í næstu viku. Pearce, sem þjálfar enska 21 árs landsliðið, mun stýra liðinu á meðan enska sambandið leitar að eftirmanni Fabio Capello.

Ian Rush segir að öll pressan sé á Liverpool

Ian Rush, goðsögn í sögu Liverpool, hefur smá áhyggjur af pressunni sem er á Liverpool-liðinu í úrslitaleik enska deildabikarsins um helgina en Liverpool mætir þar b-deildarliði Cardiff City á Wembley. Liverpool hefur ekki unnið titil í sex ár og flestir búast við sigri á móti Cardiff.

Pulis hvílir níu menn í seinni leiknum gegn Valencia

Tony Pulis, stjóri Stoke, hefur augljóslega ekki mikla trú á því að liðið sitt geti slegið spænska liðið Valencia út úr 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Valencia vann fyrri leikinn 1-0 á Britannia en sá seinni fer fram á Spáni í dag.

FIFA heimtar handabönd fyrir og eftir fótboltaleiki

Franz Beckenbauer, nefndarmaður á vegum FIFA, segir sambandið ætla pressa á það að leikmenn heilsist fyrir leiki en handabönd hafa verið mikið í umræðunni eftir að Luis Suarez, leikmaður Liverpool, neitaði að taka í höndina á Patrice Evra, leikmanni Manchester United, fyrir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni á dögunum.

Mancini: Tevez gæti spilað með City eftir tvær vikur

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur samþykkt afsökunarbeiðni Carlos Tevez og virðist vera farinn að hugsa alvarlega um það hvenær argentínski framherjinn kemur aftur inn í liðið ef marka má yfirlýsingar Ítalans eftir 4-0 stórsigur á Porto í gær.

Óvíst hver verði fyrirliði Íslands

Íslenska landsliðið í knattspyrnu er komið til Japans og æfði í Osaka í gær. Liðin mætast í fyrramálið kl. 10.20 að íslenskum tíma og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Inter tapaði enn einum leiknum

Ekkert gengur hjá ítalska stórliðinu Inter þessa dagana en liðið tapaði enn einum leiknum í kvöld - í þetta sinn fyrir Marseille í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Basel skellti Bayern í Sviss

Valentin Stocker tryggði litla liðinu frá Sviss, FC Basel, góðan 1-0 sigur á þýska stórliðinu Bayern München í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Gerrard: Loksins úrslitaleikur á Wembley | Æskudraumurinn rætist

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, hefur leitt sitt lið til sigurs í tveimur úrslitaleikjum enska bikarsins, tveimur úrslitaleikjum enska deildabikarsins, einum úrslitaleik í UEFA-bikarnum og svo í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Enginn þessara úrslitaleikja hefur hinsvegar verið á Wembley.

City fór létt með Evrópumeistara Porto

Manchester City komst auðveldlega áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildar UEFA í kvöld eftir 4-0 sigur á Porto á heimavelli og 6-1 samanlagðan sigur.

Tveir erlendir varnarmenn hætta í Pepsi-deildinni

Færeyingurinn Jónas Þór Næs og Daninn Nikolaj Hagelskjær Pedersen stóðu sig báðir vel með liðum sínum í Pepsi-deildinni síðasta sumar en vefsíðan fótbolti.net segir frá því í dag að þeir verði ekki áfram á Íslandi í sumar.

Fyrsti leikur Margrétar Láru með Turbine Potsdam er í dag

Margrét Lára Viðarsdóttir og nýju félagar hennar í Turbine Potsdam spila í dag sinn fyrsta leik eftir vetrarfrí þegar liðið sækir Hamburger SV heim. Turbine Potsdam er á toppi deildarinnar en Hamburger SV er í næstneðsta sæti.

Lavezzi hjá Napoli: Ekki kalla mig Maradona

Argentínumaðurinn Ezequiel Lavezzi var stjarna kvöldsins í 3-1 sigri Napoli á Chelsea í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi en hann skoraði tvö mörk í leiknum.

Sjá næstu 50 fréttir