Fleiri fréttir

Darren Bent: Hættur með twitter-síðuna sína

Framherjinn Darren Bent er hættur að skrifa inn á twitter-síðuna sína og ætlar þess í stað að einbeita sér að hjálpa Sunderland að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni.

Hulk og Falcao gætu orðið erfiðir fyrir Arsenal í kvöld

Suður-ameríska framherjaparið hjá Porto, Hulk og Falcao, munu örugglega láta reyna á vængbrotna Arsenal-vörnina í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liðin mætast á Estadio do Dragao í Porto klukkan 19.45 í kvöld.

Almunia er búinn að vera að pína sig í síðustu leikjum Arsenal

Markvörðurinn Manuel Almunia fór ekki með Arsenal til Portúgals þar sem liðið mætir Porto í kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta. Manuel Almunia er búinn að vera spila meiddur síðustu vikur en meiddist enn meira á æfingu í vikunni.

Hólmfríður var að hugsa um að hætta í fótbolta

Hólmfríður Magnúsdóttir er að hefja sitt fyrsta tímabil í bandarísku atvinnumannadeildinni í fótbolta með Philadelphia Independence. Fyrir rúmum tveimur árum var hún þó að íhuga að hætta í fótbolta en þetta kemur fram í viðtali við hana Í afmælisriti KR sem kom út í gær og er fjallað um á heimasíðu KR.

Owen Coyle ætlar að standa með Elmander

Owen Coyle, stjóri Bolton, hvetur Svíann Johan Elmander til að missa ekki trúna á eigin ágæti þrátt fyrir að vera hreinlega fyrirmunað að skora. Elmander hefur skorað tvö mörk í úrvalsdeildinni á tímabilinu og hefur ekki að margra mati staðið undir kaupverðinu frá franska liðinu Toulouse.

Pellegrini: Sóknarleikurinn var of hægur hjá okkur

„Þetta voru ekki góð úrslit þar sem við töpuðum og náðum ekki að skora útivallarmark en þetta er enginn heimsendir. Ég er sannfærður um að lið mitt nái að snúa taflinu við,“ sagði Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Real Madrid, eftir 1-0 tap liðs síns í fyrri leiknum gegn Lyon í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Beckham: Ég naut þess mjög að spila leikinn

„Þetta var fínt og ég naut þess mjög að spila leikinn. Stuðningsmennirnir voru mér líka góðir og það var frábært að spila þennan leik fyrir fullum leikvangi og mikilli stemningu,“ sagði Beckham eftir 2-3 sigur Manchester United gegn AC Milan í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á San Siro-leikvanginum í kvöld.

Ferguson: Rooney var stórkostlegur í kvöld

Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Manchester United hrósaði framherjanum Wayne Rooney sérstaklega í leikslok eftir 2-3 sigur liðs síns gegn AC Milan í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á San Siro-leikvanginum í kvöld. Rooney skoraði tvö mörk fyrir United og var mjög ógnandi í sóknarleik liðsins.

Rooney: Við áttum sigurinn klárlega skilið

„Eftir að við komumst í 1-3 þá vorum við eina liðið á vellinum og við áttu sigurinn klárlega skilið. Það er því svekkjandi að við höfum fengið á okkur seinna markið því það heldur AC Milan inni í einvíginu,“ sagði Wayne Rooney í leikslok eftir 2-3 sigur Manchester United gegn AC Milan á San Siro-leikvanginum í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Evrópudeild UEFA: Distin hetja og skúrkur Everton

Enska úrvalsdeildarfélagið Everton vann 2-1 sigur gegn portugalska félaginu Sporting Lissabon í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA á Goodison Park-leikvanginum í kvöld.

Meistaradeild Evrópu: Úrslit og markaskorarar

Sextán liða úrslit Meistaradeildar hófust í kvöld með tveimur hörkuleikjum þar sem Manchester United vann ótrúlegan 2-3 sigur gegn AC Milan og Lyon vann 1-0 sigur gegn Real Madrid.

Drogba: Ég er allt öðruvísi leikmaður en Rooney

Didier Drogba, framherji Chelsea, verður ekkert pirraður á því að vera borinn saman við Wayne Rooney hjá Manchester United. Drogba og Rooney eru ekki bara að keppa um meistaratitilinn með liðum sínum því þeir eiga einnig í harði baráttu um gullskóinn.

Jose Mourinho: Chelsea hefði átt að halda mér

Jose Mourinho, stjóri Inter, nýtir sér fjölmiðlaathyglina fyrir Meistaradeildarleikinn á móti Chelsea, til að kynda undir sálfræðistríðið fyrir leikinn. Chelsea hefur aðeins unnið einn bikar á þeim tveimur árum sem eru liðin frá því að Mourinho var rekinn úr Brúnni.

Flamini hjá AC Milan: Óttumst ekki Wayne Rooney

Mathieu Flamini, leikmaður AC Milan og fyrrum leikmaður Arsenal, segir að liðið geri ekki neinar sérstakar ráðstafanir til þess að stoppa Wayne Rooney þegar AC Milan og Manchester United mætast í kvöld í fyrri leik sínum í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

David Beckham: Man Utd er með eins gott lið og 1999

David Beckham, leikmaður AC Milan, mætir í kvöld sínum gömlu félögum í Manchester United í Meistaradeildinni og það er óhætt að segja að enski landsliðsmaðurinn hafi stoltið senunni í enskum fjölmiðlum í aðdraganda leiksins.

Rafael Benitez: Mascherano er lykilmaðurinn fyrir okkur

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, er á því að Javier Mascherano sé lykilmaður fyrir liðið í baráttunni um fjórða sætið í ensku úrvalsdeildinni og þar með sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili.

Hiddink skrifar undir hjá Tyrkjum á föstudaginn

Guus Hiddink verður næsti þjálfari tyrkneska landsliðsins og skrifar væntanlega undir samning við tyrkneska knattspyrnusambandið á föstudaginn kemur. Þetta kom fram í tyrkneskum fjölmiðlum í morgun.

Arshavin missir af Porto-leiknum á morgun

Rússinn Andrei Arshavin verður ekki með Arsenal á morgun þegar liðið spilar fyrri leikinn sinn við Porto í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn fer fram á Estadio do Dragao, heimavelli Porto.

Er Nemanja Vidic nokkuð meiddur? - Sir Alex Ferguson efast

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var augljóslega fyrir miklum vonbrigðum þegar í ljós kom að serbesnki miðvörðurinn Nemanja Vidic treysti sér ekki til að spila fyrri leikinn á móti AC Milan í Meistaradeildinni í kvöld.

Papin: Chelsea líklegast til að vinna Meistaradeildina

Goðsögnin Jean-Pierre Papin sem gerði garðinn frægann með félögum á borð við Marseille og AC Milan ásamt franska landsliðinu hefur trú á því að Chelsea muni vinna meistaradeildina á þessu tímabili.

Ronaldo: Við höfum aldrei verið betri en einmitt núna

Stjörnuleikmaðurinn Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid er sannfærður um að spænska félagið geti unnið alla þá titla sem enn eru í boði. Ronaldo telur að Real Madrid sé að toppa á réttum tíma fyrir mikilvæga leiki í Meistaradeildinni og lokasprettinum í spænsku deildinni.

Leonardo: Verðum helst að halda hreinu í fyrri leiknum

Knattspyrnustjórinn Leonardo hjá AC Milan gerir ráð fyrir erfiðum leikjum gegn Manchester United í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en hann telur að ítalska félagið verði að gera allt til þess að halda marki sínu hreinu í fyrri leiknum á San Siro-leikvanginum annað kvöld.

Benzema: Lyon nær oft að stíga upp í stóru leikjunum

Karim Benzema vonast til þess að vera klár í slaginn með Real Madrid gegn Lyon í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar annað kvöld en framherjinn yfirgaf sem kunnugt er herbúðir franska félagsins til þess að fara til þess spænska síðasta sumar. Benzema veit því líklega manna best hversu megnugt Lyon liðið er.

Vítin verða nú æfð sérstaklega hjá Tottenham-liðinu

Tom Huddlestone reyndist ekki vera betri vítaskytta en Jermain Defoe fyrir Tottenham -liðið því hann lét Jussi Jaaskelainen verja frá sér víti í jafnteflinu á móti Bolton í enska bikarnum í gær. Tottenham hefur aðeins skorað úr 2 af 6 vítum sínum í vetur.

Sjá næstu 50 fréttir