Fleiri fréttir

Yobo vill fá Yakubu

Varnarmaðurinn sterki, Joseph Yobo, vill fá Yakubu til liðs við Everton frá Middlesbrough. Everton hefur verið á eftir leikmanninum í nokkra stund núna og gert tilraunir til að fá sóknarmanninn sterka. Yobo segir Yakubu vera heimsklassaleikmann, en þeir eru saman í nígeríska landsliðinu.

Lampard með eigin sjónvarpsstöð

Miðjumaðurinn sterki hjá Chelsea, Frank Lampard, hefur skrifað undir samning við breska símafélagið Orange um stofnun Frank TV. Frank TV er sjónvarpsstöð, algjörlega helguð Lampard, sem viðskiptavinir Orange hafa einir aðgang að en þar verður sjónvarpað áður óséðu efni sem Lampard hefur verið að taka upp undanfarin tvö tímabil.

11 flottustu fótboltaeiginkonurnar

Í Englandi njóta konur kanttspyrnukappa litlu minni athygli en makarnir. Roy Keane knattspyrnustjóri Sunderland hefur gagnrýnt þetta harðlega og segir að enska úrvalsdeildin eigi að snúast um fótbolta, ekki flotta bíla og skemmtanalíf. Þó að við á Vísi séum þessu alveg sammála gátum við ekki setið á okkur og tókum því saman lista yfir ellefu flottustu konur knattspyrnukappa í enska boltanum.

JOLasveinn á botninum eftir 13 milljarða innkaup

Martin Jol hefur keypt leikmenn fyrir rúmlega 100 milljón pund, eða um 13 milljarða króna. Samt sem áður situr lið hans, Tottenham, í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 0 stig. Sjáðu 10 dýrustu leikmannakaup Martin Jol hér fyrir neðan.

McClaren grátbað Carragher um að snúa aftur

Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englendinga, fór í gær á æfingasvæði Liverpool til að ræða við Jamie Carragher. Hann grátbað leikmanninn um að endurskoða ákvörðun sína um að gefa ekki kost á sér í landsliðið og sagði honum að byrjunarliðssæti væri víst í fjarveru John Terry. Carragher neitaði. Carragher lagði sem kunnugt er landsliðskóna á hilluna í fyrra og sagði því um að kenna að hann ætti ekki möguleika á byrjunarliðssæti.

Mörkin úr leik Tottenham og Everton

Eins og venjulega geta lesendur Vísis séð mörkin úr öllum leikjum ensku úrvalsdeildarinnar. Í gær léku Tottenham og Everton á White Hart Lane og lyktaði leiknum með 1-3 sigri Everton.

Spáð í spilin: Margir spennandi leikir í kvöld

Það eru ekki bara leikir Chelsea og Manchester United sem eru áhugaverðir í kvöld. Sýn býður upp á þrjá leiki til viðbótar sem verða án efa gríðarlega spennandi. Vísir renndi yfir liðin og skoðaði hvaða breytingar verða gerðar frá því um helgina.

Spáð í spilin: Reading - Chelsea

Það er alls óvíst hvort Michael Essien nái að verða heill fyrir leikinn í kvöld. Hann er tæpur á hné eftir samstuð í leiknum gegn Birmingham um helgina. Paulo Ferreira byrjaði að æfa aftur með liðinu í vikunni en Glen Johnson heldur þó líklega sæti sínu í einn leik í viðbót þrátt fyrir að bera ábyrgð á öðru marki Birmingham á sunnudaginn. Leikurinn er klukkan 18:55 og er sýndur í beinni á Sýn Extra.

Spáð í spilin: Portsmouth - Man Utd

Sol Campell og Pedro Mendes verða að standast skoðun hjá sjúkraþjálfara Portsmouth til þess að komast í hópinn gegn Manchester United í kvöld. Þeir eru báðir meiddir á nára. Hermann Hreiðarsson mun að öllum líkindum halda sínu sæti í byrjunarliðinu. Leikurinn hefst klukkan 18:35 og er í beinni á Sýn2

Chelsea búið að ná samkomulagi við Sevilla um Alves

Fjölmiðlar á Spáni halda því fram að Chelsea hafi náð samkomulagi við Sevilla um kaupverð á bakverðinum Daniel Alves. Greint er frá því að Peter Kenyon, stjórnarformaður Chelsea, hafi verið staddur í Madrid í vikunni til að ræða við forráðamenn Sevilla og náðst hafi samkomulag um að Chelsea myndi borga 25 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Everton sigraði Tottenham á White Hart Lane

Everton sigraði Tottenham í kvöld í fyrsta leik 2. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Everton átti sigurinn skilið en aðeins Paul Robinson kom í veg fyrir að sigurinn yrði stærri. Þar með er lið Tottenham búið að tapa báðum leikjum sínum í úrvalsdeildinni en Everton búið að vinna báða. Joleon Lescott, Leon Osman og Alan Stubbs skoruðu fyrir Everton en Ricardo Gardner skoraði mark Tottenham.

Sammy Lee biður um þolinmæði

Sammy Lee, knattspyrnustjóri Bolton, biður stuðningsmenn félagsins að sýna sér þolinmæði á meðan hann er að byggja upp liðið. Lee hefur fengið tólf nýja leikmenn til liðsins í sumar og segir hann að nýju leikmennirnir séu enn að aðlagast. Bolton tapaði fyrir Newcastle í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar á laugardaginn.

Valsstúlkur fóru létt með hollensku meistarana

Valsstúlkur kláruðu riðlakeppni Evrópumóts félagsliða með stæl í dag þegar þær unnu stórsigur á hollensku meisturunum í Den Haag með fimm mörkum gegn einu. Þar með fóru Valsstúlkur í gegnum riðilinn með fullt hús stiga, eða níu stig eftir þrjá leiki. Valur fer því í milliriðla sem hefjast um miðjan október.

Spáð í spilin: Tottenham - Everton

Tottenham og Everton mætast klukkan 19:00 í kvöld í fyrsta leik annarar umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Leikurinn fer fram á heimavelli Tottenham, White Hart Lane og verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn 2. Everton mæta til leiks með þrjú stig í pokanum eftir 2-1 sigur á Wigan um helgina. Þeir verða hins vegar án nokkurra leikmanna vegna meiðsla. Þeirra á meðal er bakvörðurinn Leighton Baines, sem á enn eftir að þreyta frumraun sína fyrir Everton.

Davíð Þór segist ætla að sanna sig

Davíð Þór Viðarsson segir í samtali við Vísi.is að að hann sé mjög sáttur við að vera valinn í landsliðshóp Íslands í knattspyrnu, en þetta er í fyrsta sinn sem hann er valinn í hópinn. Mikið knattspyrnublóð er í Davíði en faðir hans, Viðar Halldórsson og eldri bróðir hans, Arnar Þór Viðarsson, eiga báðir tugi landsleikja að baki. Auk þess er yngri bróðir hans, Bjarni Þór Viðarsson, fyrirliði U21 árs landsliðsins.

Eyjólfur búinn að tilkynna landsliðshópinn gegn Kanada

Eyjólfur Sverrisson hefur tilkynnt 18 manna landsliðshóp sinn fyrir vináttuleikinn gegn Kanada sem fer fram þann 22. ágúst á Laugardalsvellinum. Athygli vekur að Valsmennirnir Helgi Sigurðsson og Baldur Aðalsteinsson hafa verið kallaðir í hópinn, en þeir hafa staðið sig vel í Landsbankadeildinni í sumar. Davíð Þór Viðarsson og Ragnar Sigurðsson eru nýliðar í hópnum og þá er Jóhannes Karl Guðjónsson valinn aftur í hópinn eftir frí.

Vísir velur úrvalslið U21 leikmanna

Vísir hefur valið ellefu af efinlegustu leikmönnum ensku deildarinnar í úrvalslið. Kíktu á liðið okkar og láttu okkur vita hvað þér finnst.

Video: Leikmenn Blackburn takast á á dansgólfinu

Þeir David Bentley og David Dunn eru ekki bara góðir knattspyrnumenn. Þeir eru líka hörkudansarar. Þetta sýndu kapparnir nýlega á næturklúbbi í Preston þegar leikmenn Blackburn kíktu saman út á lífið. Plötusnúður staðarins hreifst svo mjög af danshæfileikum félaganna að hann skoraði á þá að mæta hvor öðrum í danskeppni.

Benitez róar reiðan Crouch

Rafael Benitez segir að hann hafi þurft að tala við Peter Crouch vegna óánægju hans yfir því að hafa ekki verið valinn í hóp liðsisn sem mætti Aston Villa. Benitez, sem löngum hefur verið þekktur fyrir að stilla sjaldan upp sama liði tvisvar segist eiga úr "of mörgum leikmönnum" að velja.

Southampton selur og selur til að fara ekki á hausinn

George Burley, framkvæmdastjóri hins fornfræga félags Southampton, segist hafa verið tilneyddur til að selja alla sína bestu leikmenn til að forða því að klúbburinn yrði tekinn til gjaldþrotaskipta.

Meiðsli Rooney skónum að kenna?

Nú á sér stað mikil umræða í Englandi um hvort fjölgun meiðsla á borð við þau sem Wayne Rooney hlaut um helgina megi rekja til nýrrar gerðar af skóm sem íþróttavöruframleiðendur hafa sent frá sér undanfarið. Nýju skórnir eru svo léttir og þunnir að þeir veita ekki lengur þá vernd sem skór gerðu á árum áður.

FH sigraði Val í Laugardalnum

FH sigraði Val í kvöld á dramatískan hátt í 8-liða úrslitum VISA-bikarsins með einu marki gegn engu. Ásgeir Gunnar Ásgeirsson skoraði sigurmark FH á 91. mínútu eftir mikinn darraðadans í teig Valsmanna. Þar með er FH búið að tryggja sér þátttökurétt í undanúrslitum ásamt Fjölni, Breiðablik og Fylki. Dregið verður í undanúrslit á morgun.

Landsbankadeild kvenna: KR valtaði yfir Fylki

Þrír leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld. KR gerði sér lítið og sigraði Fylki með tíu mörkum gegn engu á heimavelli. Keflavík sigraði ÍR 3-0 á útivelli og Breiðablik sigraði Stjörnuna 2-1 í Garðabænum.

Markalalaust í hálfleik hjá Val og FH

Ekkert mark hefur verið skorað í leik Vals og FH í 8-liða úrslitum VISA-bikarsins, en flautað hefur verið til leikhlés á Laugardalsvellinum. Þetta er síðasti leikur 8-liða úrslitanna en Fjölnir, Fylkir og Breiðablik hafa þegar tryggt sér þáttökurétt í undanúrslitum keppnarinnar.

Fjölnir sigraði Hauka í fjörugum leik

Fjölnir sigraði Hauka með fjórum mörkum gegn þremur í 8-liða úrslitum VISA-bikarsins í bráðskemmtilegum leik. Haukar leiddu í hálfleik 0-1. Fjölnismenn skoruðu svo þrjú mörk á fyrstu 19 mínútum seinni hálfleiks og komust í 3-1. Haukar minnkuðu muninn í 3-2 áður en Fjölnismenn bættu við sínu fjórða marki. Haukar skoruðu svo sitt þriðja mark fimm mínútum fyrir leikslok.

Eiður Smári hefur áhyggjur af meiðslum sínum

Miklar vangaveltur hafa verið um framtíð Eiðs Smára Guðjohnsens hjá Barcelona en þær eru allar í biðstöðu vegna hnémeiðsla hans. Eiður Smári hefur áhyggjur af meiðslunum því að bati er enginn og sprautumeðferð hefur ekki skilað neinum árangri. Eiður Smári vonast til að þurfa ekki að fara undir hnífinn.

Fjölnismenn komnir yfir gegn Haukum

Staðan í leik Fjölnismanna og Hauka í 8-liða úrslitum VISA-bikarsins er 2-1 fyrir Fjölni. Haukar voru 1-0 yfir í hálfleik eftir að Ásgeir Ingólfsson skoraði á 28. mínútu eftir gott spil. Gunnar Már Guðmundsson jafnaði leikinn á 52. mínútu með skalla eftir hornspyrnu og var svo aftur á ferðinni á 60. mínútu þegar hann fylgdi vel á eftir skoti Fjölnismanna sem hafnaði í stöng.

Gunnar Már jafnar fyrir Fjölni

Gunnar Már Guðmundsson er búinn að jafna fyrir Fjölni gegn Haukum og staðan því 1-1. Gunnar Már skoraði markið á 52. mínútu með skalla eftir hornspyrnu. Staðan var 1-0 í hálfleik eftir að Ásgeir Ingólfsson hafði komið Haukum yfir með marki á 28. mínútu eftir gott spil.

Gummi Ben: Þetta verður bara stál í stál

Valur tekur á móti FH í 8-liða úrslitum bikarkeppnarinnar í kvöld. Liðin hafa mæst einu sinni í deildinni á þessu tímabili og sigruðu Valsmenn 4-1 á heimavelli. Þetta er stærsti leikur 8-liða úrslitanna, en Valur er í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir FH sem situr á toppnum. Guðmundur Benediktsson leikmaður Vals sagði í samtali við Vísi.is að hann búist við jöfnum leik.

Gallas: Við sýndum öllum að við getum barist á toppnum í vetur

William Gallas, fyrirliði Arsenal, segir að liðið hafi sýnt það í leiknum gegn Fulham um helgina að liðið sé tilbúið til að vera í toppbaráttunni í vetur. Arsenal gátu þó varla byrjað tímabilið verr því að David Healy skoraði strax fyrir Fulham í upphafi leiks eftir slæm mistök hjá markverðinum Jens Lehmann. Mörk frá Robin van Persie og Alexander Hleb seint í leiknum tryggðu Arsenal 2-1 sigur.

Kristján Ómar: Höfum ekki tapað á Fjölnisvelli á þessari öld

Haukar heimsækja Fjölni í kvöld í átta liða úrslitum bikarkeppnarinnar á Fjölnisvelli. Kristján Ómar Björnsson, miðjumaður Hauka segir í samtali við Vísi.is að Haukar hafi ekki tapað á Fjölnisvelli á þesari öld og stefnan sé að halda þeirri hefð.

Óttast um heilsu Wenger

Nánustu samstarfsmenn Arsene Wenger eru farnir að óttast það að hið gríðarlega álag sem þjálfarinn er undir sé farið að taka sinn toll. Álagið mun hafa aukist mikið eftir að nánasti samstarfsmaður hans hjá Arsenal, David Dein, lét af störfum fyrir skömmu.

Bolton kaupir O´Brien

Bolton hefur fest kaup á varnarmanninum sterka, Andy O´Brien, frá Portsmouth. Kaupverðið er ekki gefið upp en leikmaðurinn hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Sammy Lee, framkvæmdastjóri Bolton, hefur því fengið tólf leikmenn til liðsins síðan hann tók við stjórnartaumunum undir lok síðasta leiktímabils.

Kevin Davies meiddur næstu sex vikurnar

Framherjinn Kevin Davies hjá Bolton verður frá vegna meiðsla í allt að sex vikur eftir að hafa meiðst í leik gegn Newcastle um helgina. Davies þurfti að yfirgefa völlinn á 57. mínútu en Heiðar Helguson kom inn á í hans stað og krækti sér í gult spjald. Meiðsli Davies eru mikið áfall fyrir Bolton en búist er við að þau opni leið fyrir Heiðar inn í byrjunarliðið.

5 nýir sem slógu í gegn

Nú þegar fyrsta umferðin í Enska boltanum er að baki er lag að líta við og skoða fimm leikmenn sem stimpluðu sig inn í deildina með stæl.

Rooney frá í tvo mánuði

Nýjusu tíðindi af meiðslun Wayne Rooney herma að hann verði frá í tvo mánuði. Rooney brákaði ristarbein í gær eftir samstuð við Michael Duberry, leikmann Reading. Þetta þýðir að Carlos Tevez mun að öllum líkindum byrja um næstu helgi þegar United spilar við erkióvini sína í Manchester City.

Myndaveisla úr Enska boltanum

Enski boltinn fór af stað með látum um helgina. Hér eru nokkrar myndir sem klófestu stemninguna í opnunarumferðinni.

Scmeichel ekki í áætlunum Sven Goran

Sven Goran Erikson, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að liðið verði að kaupa markmann til þess að leysa hinn meidda Andreas Isakson af hólmi. Isakson er fingurbrotinn og Kasper Schmeichel, sonur Peter Schmeichel sem stóð í marki Manchester United í mörg ár, leysti hann af hólmi um helgina.

Gestum Allardyce úthýst á Reebok vellinum

Eiginkona og sonur Sam Allardyce voru á meðal nokkurra gesta hans sem var meinaður aðgangur að forstjóraboxi Reebok vallarins þegar Bolton tók á móti Newcastle, hinu nýja liði Allardyce um helgina.

Barcelona hafnar 40 milljón pundum frá AC Milan

Umboðsmaður Ronaldinho, Roberto Assis, sagði í viðtali við blaðið Gazzetta della Sport um helgina að Barcelona hefði hafnað 40 milljón punda tilboði í leikmanninn. Assis sem er einnig bróðir leikmannsins segir að svo virðist sem Barcelona ætli í staðinn að leggja fram nýtt samningstilboð sem haldi Ronaldinho hjá Barcelona til ferill hans er enda.

Terry að verða klár í slaginn

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, er vongóður um að fyrirliði sinn John Terry verði fyrr klár í slaginn en reiknað var með en Terry er að jafna sig eftir að hafa tábrotnað í æfingaferð Chelsea í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Mourinho bindur vonir við að Terry verði klár í stórleikinn gegn Liverpool 19. ágúst næstkomandi.

Sjáðu mörkin í ensku úrvalsdeildinni á Vísi

Nú gefst lesendum Vísis kost á því að sjá öll mörkin í ensku úrvalsdeildinni hér á vefnum. Þessi þjónusta kostar ekki neitt og verður aðgengileg á hverju sunnudagskvöldi þegar umferð er um helgi og á miðnætti á leikdag þegar leikið er á virkum dögum.

Martins er maður 1. umferðar í Englandi

Nígeríski framherjinn Obafemi Martins, sem leikur með Newcastle, er leikmaður 1. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar að mati Vísis. Martins fór á kostum þegar Newcastle bar sigurorð af Bolton, 3-1, og skoraði tvö mörk. Fyrra markið var sérstaklega glæsilegt, bakfallsspyrna úr miðjum teig sem Jussi Jaaskalainen, markvörður Bolton, átti ekki möguleika að verja.

Halldór skaut Fylki áfram

Halldór Hilmisson var hetja Fylkismanna þegar þeir báru sigurorð af ÍA, 3-1, í framlengdum leik á Fylkisvelli í átta liða úrslitum VISA-bikars karla í fótbolta. Staðan var jöfn, 1-1, eftir venjulegan leiktíma en Halldór skoraði bæði mörk Fylkis í framlengingunni, fyrst á 99. mínútu og gulltryggði síðan sigurinn á 116. mínútu. Sigur Fylkismanna markar ákveðin tímamót því fyrir leikinn var Guðjón Þórðarson, þjálfari Skagamanna, ósigraður í 20 bikarleikjum í röð.

Sjá næstu 50 fréttir