Fleiri fréttir

Aðgerðin heppnaðist vel

Miðjumaðurinn Mohamed Sissoko hefur nú gengist undir aðgerð á öxl eftir að hann fór úr axlarlið í bikarleik gegn Birmingham á dögunum. Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur eftir læknum að aðgerðin hafi heppnast einstaklega vel, en segist ekki geta sagt til um batahorfur hans fyrr en eftir nokkra daga.

Óhagstætt að selja Hargreaves

Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Þýskalandsmeistara Bayern Munchen, segir að félagið vilji ekki selja enska landsliðsmanninn Owen Hargreaves því skattalög í landinu geri það að verkum að það hreinlega borgi sig ekki.

Valur kaupir Helga Sigurðsson frá Fram

Knattspyrnudeild Vals hefur gengið frá kaupum á framherjanum Helga Sigurðssyni sem lék með Fram í 1. deildinni á síðustu leiktíð. Heimildir NFS herma að kaupverðið hafi verið allt að 5 milljónir króna, en það hefur ekki fengist staðfest af forráðamönnum félaganna tveggja.

Warnock reiður út í Kenny

Neil Warnock, stjóri Sheffield United, segist vera bæði reiður og vonsvikinn út í írska markvörðinn Paddy Kenny eftir að hann lenti í slagsmálum í Halifax á dögunum og uppskar að láta bíta af sér aðra augabrúnina.

Drogba vill enda ferilinn hjá Chelsea

Fílabeinsstrendingurinn Didier Drogba viðurkennir að hann hafi eitt sinn íhugað að fara frá Englandsmeisturum Chelsea, en segist nú vilja enda ferilinn hjá félaginu. Drogba hefur skorað 14 mörk á tímabilinu og þar af tvær þrennur.

Diouf sleppur við kæru

Lögreglan á Englandi hefur gefið það út að knattspyrnumaðurinn El-Hadji Diouf hjá Bolton verði ekki ákærður fyrir líkamsárás á konu sína, en hann var færður til yfirheyrslu á dögunum vegna gruns um heimilisofbeldi. Kona Diouf var sögð hafa hringt í lögreglu vegna óláta á heimili þeirra, en lögregla segir ekki liggja fyrir nægar sannanir til að kæra knattspyrnumanninn - sem á sér sögu agavandamála bæði innan og utan vallar.

Pearce skorar á McClaren að halda sig við Richards

Stuart Pearce, stjóri Manchester City, hefur skorað á Steve McClaren að gefa bakverðinum Micah Richards áframhaldandi tækifæri með enska landsliðinu eftir að hinn ungi varnarmaður stóð sig vel í vináttuleik Hollendinga og Englendinga í Amsterdag í gærkvöld.

Luque vill fara til Barcelona

Spænski framherjinn Albert Luque hjá Newcastle segist ólmur vilja fara til Barcelona, en hann er ósáttur við að fá ekkert að spila með enska liðinu sem keypti hann fyrir 9,5 milljónir punda fyrir 15 mánuðum.

Leikmönnum Reading bárust morðhótanir

Lögregla hefur nú til rannsóknar morðhótanir sem sem tveimur af leikmönnum Reading bárust eftir að þeir urðu valdir að meiðslum markvarða Chelsea í leik liðanna fyrir nokkru, þegar þeir Petr Cech og Carlo Cudicini hlutu báðir höfuðmeiðsli. Þeim Ibrahima Sonko og Stephen Hunt hafa að sögn lögreglu borist nokkrar morðhótanir á æfingasvæði liðsins.

Jóhann samdi við GAIS til tveggja ára

Jóhann B. Guðmundsson hefur endurnýjað samning sinn við sænska úrvalsdeildarfélagið GAIS til næstu tveggja ára en það staðfesti Ólafur Garðarsson, umboðsmaður hans, við Fréttablaðið í gær. Sjálfur segist hann vera hæstánægður með samninginn sem og veruna hjá GAIS sem er staðsett í Gautaborg.

Brassar lögðu Svisslendinga

Brasilíumenn lögðu Svisslendinga 2-1 í vináttuleik í knattspyrnu í kvöld. Varnarmaðurinn Luisao frá Benfica kom Brössum yfir á 22. mínútu og fyrirliðinn Kaka hjá AC Milan breytti stöðunni í 2-0 aðeins 12 mínútum síðar. Alexandre Frei minnkaði muninn fyrir Svisslendinga á 70. mínútu, þó markið hafi reyndar verið skráð sem sjálfsmark á Maicon, en lengra komust þeir ekki þrátt fyrir ágæt tilþrif í lokin.

McClaren ánægður

Steve McClaren sagðist vera ánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld þegar enska landsliðið gerði 1-1 jafntefli við Hollendinga í vináttuleik í Amsterdam. Hann sagði sóknarleikinn hafa gengið vel smurt fyrir sig og hrósaði nýliðunum sem fengu tækifæri í kvöld.

Þjóðverjar þurftu að sætta sig við jafntefli

Þjóðverjar þurftu í kvöld að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn lægra skrifuðum Kýpurmönnum í D-riðli undankeppni EM. Michael Ballack kom Þjóðverjum yfir á 16. mínútu með marki beint úr aukaspyrnu, en Yiannakis Okkas jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks. Þjóðverjar töpuðu þar með sínum fyrstu stigum í D-riðli og deila toppsætinu með Tékkum, en Írar burstuðu San Marino 5-0 í riðlinum í kvöld þar sem Robbie Keane skoraði þrennu fyrir Íra.

Jafnt hjá Hollendingum og Englendingum

Hollendingar og Englendingar gerðu 1-1 jafntefli í vináttuleik í knattspyrnu á Amsterdam Arena í Hollandi í kvöld. Wayne Rooney kom enska liðinu yfir á 37. mínútu með sínu fyrsta mark í rúmt ár fyrir England, en Rafael var Vaart jafnaði á 86. mínútu fyrir Hollendinga. Leikurinn var sýndur beint á Sýn.

Englendingar leiða í hálfleik

Englendingar hafa yfir 1-0 gegn Hollendingum þegar flautað hefur verið til leikhlés í vináttuleik þjóðanna á Amsterdam Arena í Hollandi. Það var Wayne Rooney sem skoraði mark enskra á 37. mínútu. Leikurinn hefur verið fjörugur og er sýndur í beinni útsendingu á Sýn.

Segja Eggert gera tilboð fyrir helgi

Breska dagblaðið Independent heldur því fram í dag að Eggert Magnússon muni gera formlegt 75 milljón punda kauptilboð í knattspyrnufélagið West Ham fyrir helgina. Því er jafnframt haldið fram að stjórn félagsins muni hugsa málið yfir helgina og mæla með því eftir helgina ef stjórnarmönnum verður tilboðið að skapi.

Newell heldur starfi sínu

Mike Newell, knattspyrnustjóri enska knattspyrnuliðsins Luton Town, slapp með harða aðvörun frá fundi sínum með stjórn félagsins í dag eftir að hann lét hrokafull ummæli falla um konu sem var aðstoðardómari á leik liðsins á laugardaginn var. Newell baðst afsökunar á yfirlýsingum sínum og sagði að svona lagað kæmi ekki fyrir aftur.

Real Madrid skrifar undir risasamning

Spænska knattspyrnustórveldið Real Madrid hefur skrifað undir nýjan sjö ára sjónvarpsréttarsamning við óuppgefinn aðila að verðmæti 800 milljóna evra, eða rúma 72 milljarða króna. Ramon Calderon, forseti Real, segir þetta stærsta sjónvarpssamning íþróttafélags í sögunni og ætlar að gefa upp nafn sjónvarpsstöðvarinnar sem hér um ræðir eftir nokkra daga.

Martin Jol vill meiri hörku í lið Tottenham

Martin Jol hefur skorað á leikmenn sína að sýna meiri hörku á knattspyrnuvellinum og segir að leikmenn sína skorti nauðsynlegt "drápseðli" til að veita efstu liðunum í deildinni verðuga samkeppni.

Valencia hefur augastað á Lippi og Buffon

Fréttir á Spáni herma að yfirmaður knattspyrnumála hjá Valencia hafi lýst því yfir að félagið ætli sér að hreppa Ítalana Marcello Lippi og Gianluigi Buffon til liðs við sig á næstunni. Þetta var rætt á stjórnarfundi hjá félaginu.

Bayern ætlar að versla í sumar

Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern Munchen, segir félagið tilbúið að eyða háum fjárhæðum til leikmannakaupa í sumar og á von á að heimsklassa leikmaður verði keyptur til félagsins fyrir allt að 30 milljónir evra.

Van Gaal hefur litlar mætur á Wayne Rooney

Louis van Gaal, fyrrum þjálfari hollenska landsliðsins og Barcelona og nú verandi þjálfari AZ Alkmaar í Hollandi, segir að enskir knattspyrnumenn geti lært eitt og annað af þeim hollensku. Hann segir Wayne Rooney eiga langt í land með að verða heimsklassa leikmann.

Deisler í liði Bayern á ný

Sebastian Deisler verður í liði Bayern Munchen í fyrsta skipti í átta mánuði um helgina þegar meistararnir mæta Stuttgart í úrvalsdeildinni. Deisler hefur verið frá vegna hnémeiðsla, en þessi fyrrum landsliðsmaður Þjóðverja hefur verið óheppinn með meiðsli allan sinn feril og þjáist einnig ef þunglyndi.

Holland - England beint á Sýn í kvöld

Hollendingar og Englendingar mætast í vináttuleik í Amsterdam í Hollandi í kvöld og verður leikurinn sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Útsending hefst klukkan 18:50 og klukkan 19:30 verður vináttuleikur Svisslendinga og Brasilíumanna sýndur beint á Sýn Extra.

Ég á skilið að fá gullknöttinn

Fabio Cannvaro, leikmaður Real Madrid og ítalska landsliðsins, segist vonast til að ítalskur leikmaður verði sæmdur gullknettinum þegar hann verður afhentur fljótlega, en hann og Gianluigi Buffon markvörður eru báðir tilnefndir.

Draumur í dós að fá Sigurð

Sölvi Geir Ottesen er annar íslenskra leikmanna hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Djurgården. Hinn er Kári Árnason en báðir voru þeir keyptir frá Víkingi árið 2004 þegar Sigurður Jónsson var þjálfari félagsins. Hann var í gær ráðinn aðalþjálfari Djurgården og hittir hann því fyrir gamla lærisveina sína.

Sigurður nýr aðalþjálfari Djurgården

Sigurður Jónsson hefur verið ráðinn aðalþjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Djurgården. Liðið varð tvöfaldur meistari í fyrra en lenti í sjötta sæti í deildinni í ár. Með liðinu leika þeir Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason sem voru báðir keyptir frá Víkingi í Reykjavík þegar Sigurður þjálfaði meistaraflokk félagsins.

Englendingar eru ráðvilltir

Hollendingurinn Ruud Gullit, sem meðal annars stýrði liði Newcastle á Englandi, segir að enska landsliðið sé á villigötum. Hann segir merkilegt að landslið með góðan mannskap eins og England geti ekki lagt lið á borð við Makedóníu.

Dirk Kuyt meiddur

Sóknarmaðurinn Dirk Kuyt hjá Liverpool verður hugsanlega ekki með hollenska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Englendingum í Amsterdam annað kvöld, eftir að ökklameiðsli sem hafa hrjáð hann síðustu vikur tóku sig upp að nýju.

Það voru mistök að ráða Dowie

Peter Varney, framkvæmdastjóri Charlton, segir að félagið hafi gert mistök þegar það réð Ian Dowie sem knattspyrnustjóra í sumar og viðurkennir fúslega að félagið sé að taka áhættu með því að láta Les Reed taka við af honum.

Richards í byrjunarliði Englendinga

Micah Richards verður á morgun yngsti varnarmaður til að spila í byrjunarliði enska landsliðsins þegar það mætir Hollendingum í vináttuleik. Richards kemur inn í liðið í stað Gary Neville sem er meiddur. Wayne Rooney og Andy Johnson leika saman í framlínu enska liðsins, en leikurinn verður sýndur beint á Sýn annað kvöld klukkan 18:50.

Les Reed tekur við Charlton

Forráðamenn Charlton Athletic hafa falið Les Reed að taka við stjórn knattspyrnuliðsins í kjölfar þess að Ian Dowie var látinn fara í gær. Reed var áður aðstoðarmaður Dowie, en Reed til aðstoðar verður Mark Robson sem einnig er að fá stöðuhækkunhjá félaginu. Þá verður væntanlega ráðinn þriðji maður þeim til aðstoðar fljótlega.

Guardiola leggur skóna á hilluna

Fyrrum landsliðsmaður Spánar í knattspyrnu, Josep Guardiola, hefur lagt skóna á hilluna 35 ára gamall. Guardiola lék síðast sem atvinnumaður í Katar og Mexíkó, en hann spilaði lengst af með Barcelona þar sem hann vann spænsku deildina og Evrópukeppnina. Hann spilaði 47 landsleiki fyir Spánverja á árunum 1992-2000.

Real kaupir Marcelo

Spænska knattspyrnufélagið Real Madrid hefur nú gengið frá samningi við brasilíska landsliðsbakvörðinn Marcelo og fréttir herma að hann hafi skrifað undir samning til ársins 2103. Marcelo verður ætlað að leysa landa sinn Roberto Carlos af hólmi í stöðu vinstri bakvarðar hjá Real í framtíðinni. Hann gengur formlega í raðir félagsins á morgun ef hann stenst læknisskoðun.

Sigurður Jónsson tekur við Djurgården

Sigurður Jónsson, fyrrum þjálfari Víkings og Grindavíkur í Landsbankadeild karla, hefur verið ráðinn þjálfari sænska úrvalsdeildarfélagsins Djurgården og tekur formlega við starfi sínu 1. desember nk. Djurgården er sterkt lið og varð t.a.m. sænskur meistari á síðasta ári. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins, en Sigurður er nú kominn hingað til lands eftir að hafa skrifað undir þriggja ára samning við sænska félagið.

Larsson fer ekki frá Helsingborg

Martin O´Neill, stjóri Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni og fyrrum þjálfari sænska framherjans Henrik Larsson, segir algjörlega útilokað að fyrrum landsliðsframherjinn gangi í raðir Aston Villa eða Barcelona í janúar eins og mikið hefur verið rætt undanfarið.

Leikstíll Bolton hentar Anelka illa

Franski framherjinn Nicolas Anelka segist eiga erfitt með að aðlagast leikstíl Bolton í ensku úrvalsdeildinni og segist ekki finna sig þegar hann þurfi að spila einn í framlínunni. Anelka gekk í raðir Bolton í sumar frá Fenerbahce í Tyrklandi og hefur áður leikið með liðum eins og Arsenal og Real Madrid.

Curbishley hefur ekki áhuga á Charlton

Alan Curbishley segist ekki hafa áhuga á að snúa aftur til síns gamla félags Charlton í stað Ian Dowie sem sagði starfi sínu lausu í kvöld. Curbishley hefur verið atvinnulaus síðan hann hætti hjá Charlton í sumar eftir 15 ára starf.

Eigum ekki möguleika á titlinum

Jose Reina segir að leikmenn Liverpool séu búnir að afskrifa möguleika sína á því að vinna enska meistaratitilinn, en hafi þess í stað sett stefnuna á að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næsta keppnistímabili.

Newell verður tekinn inn á teppi á morgun

Mike Newell, stjóri Luton í 1. deildinni á Englandi, hefur verið stanslaust í fréttum þar í landi í allan dag í kjölfar karlrembulegra ummæla sinna eftir tap Luton gegn QPR á dögunum. Kona sinnti þar hlutverki aðstoðardómara og sagði Newell að konur ættu ekkert erindi í að dæma "alvöru knattspyrnuleiki."

Dowie hættur hjá Charlton

Enska úrvalsdeildarfélagið Charlton hefur tilkynnt að Ian Dowie knattspyrnustjóri hafi sagt starfi sínu lausu. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í kvöld, en frekari yfirlýsingar er að vænta í fyrramálið.

Ætlar að spila þrátt fyrir meiðsli

Ísraelski landsliðsmaðurinn Yossi Benayoun hjá West Ham gætti átt á hættu að lenda í ónáð hjá Alan Pardew knattspyrnustjóra, eftir að hann lýsti því yfir í dag að hann ætlaði að spila með landsliði sínu á miðvikudaginn gegn ráðleggingum lækna enska liðsins.

Cahill frá í sex vikur

Ástralski miðjumaðurinn Tim Cahill hjá Everton verður frá keppni næstu sex vikurnar eftir að hafa meiðst á hné í leik Everton og Aston Villa um helgina. Cahill verður fyrir vikið ekki í liði Ástrala sem mætir Ghana í vináttuleik á Loftus Road á þriðjudaginn.

Enn meiðast Börsungar

Evrópumeistarar Barcelona hafa orðið fyrir enn einu áfallinu eftir að læknar liðsins tilkynntu í dag að argentínski framherjinn Javier Saviola væri meiddur á læri og gæti ekki leikið næstu 4-6 vikurnar. Það er því ljóst að það verður nóg að gera hjá þeim Eiði Smára Guðjohnsen og Santiago Ezquerro á næstunni, en þeir eru einu tiltæku framherjarnir í leikmannahópi Barcelona í dag.

Dregur úr ummælum Berlusconi

Andriy Shevchenko, leikmaður Chelsea, hefur dregið úr ummælum Silvio Berlusconi forseta AC Milan um helgina þar sem forsetinn sagði Shevchenko hafa lýst því yfir í samtali við sig að hann langaði að snúa aftur til Ítalíu og spila með Milan.

Sjá næstu 50 fréttir