Fleiri fréttir Rooney yfirheyrður vegna áfloga Enski landsliðsmaðurinn Wayne Rooney hjá Manchester United verður á næstu dögum færður til yfirheyrslu í kjölfar þess að ráðist var á ljósmyndara fyrir utan næturklúbb í Manchester þann 15. október sl. Rooney verður væntanlega ekki handtekinn vegna þessa, en maðurinn hlaut ekki sár eftir árásina. 13.11.2006 15:35 Lennon og Jenas ekki með gegn Hollendingum Tottenham leikmennirnir Jermaine Jenas og Aaron Lennon hafa báðir dregið sig út úr landsliðshópi Englendinga sem mætir Hollendingum á miðvikudaginn vegna meiðsla. Lennon er meiddur á hné, en Kieran Richardson hjá Manchester United leysir Jenas af hólmi þar sem hann er meiddur á kálfa. 13.11.2006 15:31 Solskjær knattspyrnumaður ársins Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United var í gær kosinn knattspyrnumaður ársins í Noregi og landi hans Steffen Iversen hjá Rosenborg var kjörinn besti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar. Þeir Kristján Örn Sigurðsson hjá Brann og Veigar Páll Gunnarsson hjá Stabæk voru valdir í lið ársins í úrvalsdeildinni. 13.11.2006 15:22 Áfall fyrir Barcelona Spánar- og Evrópumeistarar Barcelona urðu fyrir enn einu áfallinu í gær þegar í ljós kom að Argentínumaðurinn Lionel Messi þarf í aðgerð eftir að hafa meiðst í leik Barcelona og Zaragoza í gærkvöldi. Messi er með brákað bein i fætinum og getur ekki spilað með liðinu næstu þrjá mánuðina. 13.11.2006 15:11 Sýning hjá Ronaldinho Brasilíski snillingurinn Ronaldinho undirstrikaði það í kvöld að enginn knattspyrnumaður í heiminum stenst honum snúning þegar hann er í essinu sínu. Hann tryggði Barcelona 3-1 sigur á Zaragoza með því að skora tvö marka liðsins og leggja það þriðja upp. 12.11.2006 22:02 Lehmann dregur sig úr landsliðshópnum Jens Lehmann getur ekki leikið með Þjóðverjum gegn Kýpurbúum í undankeppni EM í næstu viku vegna flensu. Þetta var tilkynnt í dag eftir að markvörðurinn missti af leik Arsenal og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Það verður Robert Enke hjá Hannover sem mun taka sæti hans í liðinu, en Timo Hildebrand hjá Stuttgart verður væntanlega í byrjunarliðinu. Þjóðverjar hafa unnið alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni til þessa. 12.11.2006 23:00 Gravesen skoraði þrennu Danski miðjumaðurinn Thomas Gravesen fór á kostum í dag þegar Glasgow Celtic lagði St. Mirren auðveldlega 3-1 á útivelli í skosku úrvalsdeildinni í dag. Gravesen skoraði þrennu fyrir liðið, en hann lagði landsliðsskóna á hilluna eftir leik Íslendinga og Dana í undankeppni EM í haust. Celtic er með 15 stiga forskot á toppi deildarinnar. 12.11.2006 22:30 Palermo á toppnum Palermo situr í toppsæti ítölsku A-deildarinnar eftir leiki dagsins, en liðið vann 3-0 sigur á Torino í dag. Í kvöld mættust Parma og Inter í æsilegum og dramatískum leik, þar sem Inter tryggði sér sigur á lokamínútunum. 12.11.2006 21:32 Stuttgart á toppinn Stuttgart skellti sér í toppsætið í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þegar liðið lagði félaga Gunnars Heiðars Þorvaldssonar í Hannover 2-1 á útivelli, eftir að hafa lent undir 1-0. Þetta er í fyrsta sinn í meira en tvö ár sem Stuttgart nær á toppinn í deildinni. 12.11.2006 21:08 Jafnt á Nou Camp í hálfleik Staðan í leik Barcelona og Zaragoza er jöfn 1-1 þegar flautað hefur verið til leikhlés á Nou Camp í Barcelona. Gestirnir komust yfir með marki frá varnarmanninum Gabriel Milito á 15. mínútu en Ronaldinho jafnaði metin á 30 mínútu með skalla eftir hornspyrnu. Eiður Smári er í liði Barcelona og hefur átt ágæta spretti í fyrri hálfleiknum. 12.11.2006 21:01 Sigurinn á Liverpool var mjög mikilvægur Arsene Wenger var að vonum ánægður með frammistöðu sinna manna í Arsenal í dag þegar liðið skellti Liverpool 3-0 á Emirates vellinum. Hann sagði sigurinn gríðarlega mikilvægan fyrir sína menn. 12.11.2006 20:49 Eiður í byrjunarliði Barcelona á ný Nú klukkan 20 hefst í beinni útsendingu á Sýn toppslagur Barcelona og Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Eiður Smári Guðjohnsen er kominn inn í byrjunarlið Katalóníurisans á ný eftir meiðsli. 12.11.2006 19:55 Nistelrooy fór hamförum Hollenski markahrókurinn Ruud Van Nistelrooy minnti rækilega á sig í dag þegar hann skoraði öll fjögur mörk Real Madrid í 4-1 útisigri liðsins á Osasuna í beinni útsendingu á Sýn. Úrslitin gefa reyndar ekki rétta mynd af leiknum því heimamenn í Osasuna höfðu lengst af í fullu tré við risana í Madrid, en segja má að Ruud Van Nistelrooy hafi riðið baggamuninn með markaveislu sinni. 12.11.2006 19:50 Martin Jol reiður út í sína menn Martin Jol, stjóri Tottenham, var ekki sáttur við frammistöðu sinna manna í dag þegar lið hans steinlá 3-1 fyrir Reading í ensku úrvalsdeildinni. Þetta voru ekki úrslitin sem stuðningsmenn Tottenham höfðu hugsað sér eftir frábæran sigur á Chelsea á dögunum. 12.11.2006 18:30 Arsenal burstaði Liverpool Arsenal vann sannfærandi 3-0 sigur á Liverpool í síðari leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Mathieu Flamini, Kolo Toure og William Gallas skoruðu mörk Arsenal í dag og fyrir vikið er liðið komið í 3. sæti úrvalsdeildarinnar með 21 stig og á leik til góða á efstu lið, en Liverpool situr eftir í 9. sætinu með 17 stig. 12.11.2006 17:56 Þrír leikir í beinni í dag og í kvöld Knattspyrnuveislan á Spáni heldur áfram á Sýn í dag, en eftir að stöðin sýndi tvo leiki beint í gær, eru þrír leikir í beinni í kvöld. Fjörugum eik Racing og Sevilla er senn að ljúka en þar er staðan enn 0-0. Klukkan 18 er leikur Osasuna og Real Madrid í beinni og veislunni lýkur í kvöld með leik Barcelona og Zaragoza klukkan 20. 12.11.2006 17:26 Arsenal yfir í hálfleik Arsenal hefur yfir 1-0 gegn Liverpool þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Það var Mathieu Flamini sem skoraði mark heimamanna skömmu fyrir leikhlé, en eitt mark hefur verið dæmt af Liverpool vegna rangstöðu. 12.11.2006 17:01 Shevchenko vill koma aftur til Milan Silvio Berlusconi, forseti ítalska knattspyrnufélagsins AC Milan, segir að framherjinn Andriy Shevchenko vilji snúa aftur í raðir liðsins, en hann gekk sem kunnugt er í raðir Englandsmeistara Chelsea í sumar og hefur ekki náð að stimpla sig inn þar á bæ. 12.11.2006 15:30 Auðveldur sigur Reading á Tottenham Íslendingalið Reading sýndi enn og aftur að liðið er komið til að vera í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið skellti Tottenham 3-1 á heimavelli sínum. Reading situr nú í 11. sæti deildarinnar og fór upp fyrir Lundúnaliðið með sigrinum í dag. 12.11.2006 15:22 Neville dregur sig úr landsliðshópnum vegna meiðsla Bakvörðurinn Gary Neville getur ekki spilað með enska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Hollendingum á miðvikudaginn eftir að þrálát kálfameiðsli hans tóku sig upp að nýju í leik Manchester United og Blackburn í kvöld. Þetta þykir ýta undir það að nýliðinn Micah Richards hjá Manchester City gæti fengið sitt fyrsta tækifæri með landsliðinu. 11.11.2006 22:55 Totti tryggði Roma sigur á Milan Francesco Totti var hetja Roma í kvöld þegar hann skoraði bæði mörk Roma í dramatískum 2-1 útisigri liðsins á AC Milan. Fyrir vikið er Roma aðeins einu stigi á eftir toppliðunum Inter og Palermo. Á sama tíma vann Fiorentina 3-1 sigur á Atalanta. 11.11.2006 22:06 Valencia byggir nýjan leikvang Spænska knattspyrnufélagið Valencia hefur nú kynnt formlega áform sín um að reisa nýjan knattspyrnuleikvang í borginni sem ætlað verður að leysa gamla Mestalla leikvanginn af hólmi. 11.11.2006 22:00 Held að United verði við toppinn Mark Hughes sagðist ekki hafa neitt upp á leik sinna manna að klaga eftir 1-0 ósigur gegn fyrrum félögum sínum í Manchester United í dag. Hann segir lið United mjög líklegt til afreka í vetur. 11.11.2006 21:36 Bayern lagði Leverkusen í æsilegum leik Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen voru hætt komnir í viðureign sinni við Leverkusen í úrvalsdeildinni í dag, en eftir að hafa lent undir 2-1 þegar 10 mínútur lifðu leiks, náðu meistararnir að snúa leiknum sér í hag og vinna 3-2 á útivelli. 11.11.2006 21:07 Sjötti sigur Man Utd í röð Manchester United endurheimti þriggja stiga forskot sitt á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í dag með góðum 1-0 útisigri á Blackburn í lokaleik dagsins. Louis Saha skoraði sigurmark United um miðjan síðari hálfleikinn eftir góða sendingu frá Ryan Giggs, en þetta var fyrsti sigur United á Ewood Park í átta ár. 11.11.2006 19:10 Drogba er besti framherji í heimi Jose Mourinho hrósaði framherja sínum Didier Drogba í hástert í dag þegar hann skoraði þrennu og lagði upp eitt mark í 4-0 sigri Chelsea á Watford í ensku úrvalsdeildinni. Mourinho segir engan framherja í heiminum vera að spila betur en Drogba þessa dagana. 11.11.2006 18:43 Drogba með þrennu í sigri Chelsea Englandsmeistarar Chelsea tóku Watford í bakaríið 4-0 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þar sem framherjinn Didier Drogba fór á kostum og skoraði þrennu. 11.11.2006 17:02 Tveir leikir í beinni í kvöld Tveir leikir verða sýndir beint úr spænska boltanum á Sýn í kvöld, en sjónvarpsstöðin er með sannkallaða íþróttaveislu í beinum útsendingum í dag og nótt. Leikur Atletico Madrid og Villarreal verður sýndur klukkan 18:50 og klukkan 20:50 tekur Valencia á móti Atletico Bilbao. 11.11.2006 16:40 Drogba í stuði Nú er kominn hálfleikur í leikjunum sex sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni. Didier Drogba er búinn að skora bæði mörk Chelsea sem hefur yfir 2-0 gegn Watford á heimavelli. Wigan hefur yfir gegn Charlton 2-0 og Aston Villa er yfir 1-0 á Goodison Park gegn Everton. Markaskorara í dag má sjá á Boltavaktinni hér á íþróttasíðunni. 11.11.2006 15:52 Liverpool mætir Arsenal Í dag var dregið í 8-liða úrslit enska deildarbikarsins í knattspyrnu. Þar ber hæst að Liverpool fékk heimaleik gegn Arsenal, Newcastle mætir Chelsea, Hermann Hreiðarsson og félagar í Charlton taka á móti Wycombe og þá tekur Tottenham á móti liði Southend í 1. deildinni sem óvænt sló Manchester United úr keppni á dögunum. 11.11.2006 15:08 Jafnt hjá City og Newcastle Manchester City og Newcastle skildu jöfn 0-0 í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað, en gestirnir frá Newcastle sýndu ekki lífsmark fyrr en á lokamínutum leiksins, þar sem þeir voru klaufar að tryggja sér ekki sigurinn. 11.11.2006 14:49 Scholes og Ferguson bestir í október Sir Alex Ferguson og Paul Scholes hjá Manchester United voru í dag útnefndir knattspyrnustjóri og leikmaður októbermánaðar í ensku úrvalsdeildinni. United vann alla fjóra leiki sína í mánuðinum og hefur þriggja stiga forskot á Chelsea á toppnum. Þetta er í 18 skipti sem Ferguson fær þessi verðlaun á ferlinum. 10.11.2006 19:10 Gerir tilkall til sætis í byrjunarliði Real David Beckham þótti senda þjálfara sínum Fabio Capello hjá Real Madrid ákveðin skilaboð í gær þegar hann skoraði mark og lék mjög vel í auðveldum sigri Real á Ecija í bikarkeppninni í gær. Beckham hefur ekki náð að vinna sér sæti í byrjunarliðinu það sem af er leiktíðinni. 10.11.2006 17:27 Micah Richards í hópnum Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, hefur valið 28 manna hóp sinn sem mætir Hollendingum í vináttuleik á miðvikudag. Einn nýliði er í hópnum, hinn 18 ára gamli Micah Richards frá Manchester City, en hann hefur aðeins spilað þrjá U-21 árs landsleiki. 10.11.2006 17:00 Gremst að Mourinho skuli fá sérmeðferð Sir Alex Ferguson er afar ósáttur við að Jose Mourinho, stjóra Chelsea, hafi verið veittur fundur með yfirmanni knattspyrnudómara á Englandi í kjölfar þess að stjórinn var ósáttur við dómgæslu Graham Poll í leik gegn Tottenham um síðustu helgi. Ferguson segir þetta algjört bull. 10.11.2006 16:45 Fjölskyldan hefði afneitað mér fyrir leikaraskap Dómarar í ensku knattspyrnunni hafa nú fengið stuðning úr ólíklegri átt, en harðjaxlinn Roy Keane lét hafa eftir sér í dag að þeir svartklæddu væru ekki öfundsverðir af því að dæma leiki nú á dögum vegna bellibragða og leikaraskapar knattspyrnumanna. 10.11.2006 15:14 Laursen verður frá í þrjá mánuði Danski varnarmaðurinn Martin Laursen hjá Aston Villa hefur fengið þær frættir að hann verði frá keppni í að minnsta kosti þrjá mánuði vegna hnémeiðsla. Laursen hefur lítið sem ekkert geta spilað með Villa vegna meiðsla síðan hann kom frá Milan árið 2004. 10.11.2006 15:03 Cardiff og Leeds vilja fá Smith að láni Leeds United hefur nú farið þess á leit að fá fyrrum leikmann sinn Alan Smith að láni frá Manchester United, en fyrr í dag hafði United samþykkt lánstilboð Cardiff í framherjann. 10.11.2006 14:57 Real Madrid búið að kaupa arftaka Roberto Carlos Real Madrid hefur gengið frá kaupum á vinstri bakverðinum Marcelo frá brasilíska liðinu Fluminense, samkvæmt spænskum blöðum. Kaupverðið er talið vera um sex milljónir evra, eða um 522 milljónir íslenskra króna. Sevilla var einnig með augastað á Marcelo en nú virðist Real Madrid hafa haft betur. 10.11.2006 13:45 Eggert var í slagtogi með Cottee en lét hann róa Baráttaun um völdin í West Ham vekur mikla athygli í Bretlandi og fjölmiðlar þar í landi virðast á einu máli um að Eggert Magnússon og félagar leiði kapphlaupið um völdin í félaginu. Breska blaðið The Independent greinir frá því að líklegt sé að Eggert leggi fram formlegt tilboð í næstu viku þegar hans fólk verður búið að skoða bókhald félagsins. 10.11.2006 11:30 Frank Posch yfirgefur Fram Þýski varnarmaðurinn Frank Posch er genginn í raðir Stjörnunnar í Garðabæ. Posch lék með Fram í sumar við góðan orðstír og lék alla leiki liðsins, en Fram vann fyrstu deildina með þónokkrum yfirburðum. 10.11.2006 06:15 Páll undir feldi fram að áramótum Knattspyrnukappinn Páll Einarsson er lagstur undir feld og búinn að breiða vel yfir höfuðið á meðan hann íhugar hvort hann á að halda áfram knattspyrnuiðkun. 10.11.2006 06:00 Nýjar reglur greiða leið ungra þjálfara Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa samþykkt nýja reglugerð sem auðveldar yngri mönnum að taka við stöðu knattspyrnustjóra hjá félögum í deildinni, en reglur þessu tengdar hafa verið mikið í umræðunni vegna stjóra Middlesbrough og Newcastle. 9.11.2006 20:51 Englendingar mæta Spánverjum í febrúar Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest að Englendingar og Spánverjar muni leika vináttulandsleik í knattspyrnu á Old Trafford í Manchester þann 7. febrúar á næsta ári. Þetta verður fyrsti leikur þjóðanna á Englandi síðan í febrúar árið 2001 en þar höfðu enskir 3-0 sigur í fyrsta leik Sven-Göran Eriksson sem landsliðsþjálfara. 9.11.2006 18:54 Enskir sektaðir fyrir ólæti í Zagreb Knattspyrnusamband Evrópu hefur sektað knattspyrnusambönd Englands og Króatíu vegna óláta stuðningsmanna landsliðanna fyrir leik þeirra í Zagreb í síðasta mánuði. Króötum var gert að greiða rúm 4000 pund í sekt en Króötum 21000 pund. Yfir 200 stuðningsmenn liðanna voru handteknir í ólátunum. 9.11.2006 18:28 Sjá næstu 50 fréttir
Rooney yfirheyrður vegna áfloga Enski landsliðsmaðurinn Wayne Rooney hjá Manchester United verður á næstu dögum færður til yfirheyrslu í kjölfar þess að ráðist var á ljósmyndara fyrir utan næturklúbb í Manchester þann 15. október sl. Rooney verður væntanlega ekki handtekinn vegna þessa, en maðurinn hlaut ekki sár eftir árásina. 13.11.2006 15:35
Lennon og Jenas ekki með gegn Hollendingum Tottenham leikmennirnir Jermaine Jenas og Aaron Lennon hafa báðir dregið sig út úr landsliðshópi Englendinga sem mætir Hollendingum á miðvikudaginn vegna meiðsla. Lennon er meiddur á hné, en Kieran Richardson hjá Manchester United leysir Jenas af hólmi þar sem hann er meiddur á kálfa. 13.11.2006 15:31
Solskjær knattspyrnumaður ársins Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United var í gær kosinn knattspyrnumaður ársins í Noregi og landi hans Steffen Iversen hjá Rosenborg var kjörinn besti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar. Þeir Kristján Örn Sigurðsson hjá Brann og Veigar Páll Gunnarsson hjá Stabæk voru valdir í lið ársins í úrvalsdeildinni. 13.11.2006 15:22
Áfall fyrir Barcelona Spánar- og Evrópumeistarar Barcelona urðu fyrir enn einu áfallinu í gær þegar í ljós kom að Argentínumaðurinn Lionel Messi þarf í aðgerð eftir að hafa meiðst í leik Barcelona og Zaragoza í gærkvöldi. Messi er með brákað bein i fætinum og getur ekki spilað með liðinu næstu þrjá mánuðina. 13.11.2006 15:11
Sýning hjá Ronaldinho Brasilíski snillingurinn Ronaldinho undirstrikaði það í kvöld að enginn knattspyrnumaður í heiminum stenst honum snúning þegar hann er í essinu sínu. Hann tryggði Barcelona 3-1 sigur á Zaragoza með því að skora tvö marka liðsins og leggja það þriðja upp. 12.11.2006 22:02
Lehmann dregur sig úr landsliðshópnum Jens Lehmann getur ekki leikið með Þjóðverjum gegn Kýpurbúum í undankeppni EM í næstu viku vegna flensu. Þetta var tilkynnt í dag eftir að markvörðurinn missti af leik Arsenal og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Það verður Robert Enke hjá Hannover sem mun taka sæti hans í liðinu, en Timo Hildebrand hjá Stuttgart verður væntanlega í byrjunarliðinu. Þjóðverjar hafa unnið alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni til þessa. 12.11.2006 23:00
Gravesen skoraði þrennu Danski miðjumaðurinn Thomas Gravesen fór á kostum í dag þegar Glasgow Celtic lagði St. Mirren auðveldlega 3-1 á útivelli í skosku úrvalsdeildinni í dag. Gravesen skoraði þrennu fyrir liðið, en hann lagði landsliðsskóna á hilluna eftir leik Íslendinga og Dana í undankeppni EM í haust. Celtic er með 15 stiga forskot á toppi deildarinnar. 12.11.2006 22:30
Palermo á toppnum Palermo situr í toppsæti ítölsku A-deildarinnar eftir leiki dagsins, en liðið vann 3-0 sigur á Torino í dag. Í kvöld mættust Parma og Inter í æsilegum og dramatískum leik, þar sem Inter tryggði sér sigur á lokamínútunum. 12.11.2006 21:32
Stuttgart á toppinn Stuttgart skellti sér í toppsætið í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þegar liðið lagði félaga Gunnars Heiðars Þorvaldssonar í Hannover 2-1 á útivelli, eftir að hafa lent undir 1-0. Þetta er í fyrsta sinn í meira en tvö ár sem Stuttgart nær á toppinn í deildinni. 12.11.2006 21:08
Jafnt á Nou Camp í hálfleik Staðan í leik Barcelona og Zaragoza er jöfn 1-1 þegar flautað hefur verið til leikhlés á Nou Camp í Barcelona. Gestirnir komust yfir með marki frá varnarmanninum Gabriel Milito á 15. mínútu en Ronaldinho jafnaði metin á 30 mínútu með skalla eftir hornspyrnu. Eiður Smári er í liði Barcelona og hefur átt ágæta spretti í fyrri hálfleiknum. 12.11.2006 21:01
Sigurinn á Liverpool var mjög mikilvægur Arsene Wenger var að vonum ánægður með frammistöðu sinna manna í Arsenal í dag þegar liðið skellti Liverpool 3-0 á Emirates vellinum. Hann sagði sigurinn gríðarlega mikilvægan fyrir sína menn. 12.11.2006 20:49
Eiður í byrjunarliði Barcelona á ný Nú klukkan 20 hefst í beinni útsendingu á Sýn toppslagur Barcelona og Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Eiður Smári Guðjohnsen er kominn inn í byrjunarlið Katalóníurisans á ný eftir meiðsli. 12.11.2006 19:55
Nistelrooy fór hamförum Hollenski markahrókurinn Ruud Van Nistelrooy minnti rækilega á sig í dag þegar hann skoraði öll fjögur mörk Real Madrid í 4-1 útisigri liðsins á Osasuna í beinni útsendingu á Sýn. Úrslitin gefa reyndar ekki rétta mynd af leiknum því heimamenn í Osasuna höfðu lengst af í fullu tré við risana í Madrid, en segja má að Ruud Van Nistelrooy hafi riðið baggamuninn með markaveislu sinni. 12.11.2006 19:50
Martin Jol reiður út í sína menn Martin Jol, stjóri Tottenham, var ekki sáttur við frammistöðu sinna manna í dag þegar lið hans steinlá 3-1 fyrir Reading í ensku úrvalsdeildinni. Þetta voru ekki úrslitin sem stuðningsmenn Tottenham höfðu hugsað sér eftir frábæran sigur á Chelsea á dögunum. 12.11.2006 18:30
Arsenal burstaði Liverpool Arsenal vann sannfærandi 3-0 sigur á Liverpool í síðari leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Mathieu Flamini, Kolo Toure og William Gallas skoruðu mörk Arsenal í dag og fyrir vikið er liðið komið í 3. sæti úrvalsdeildarinnar með 21 stig og á leik til góða á efstu lið, en Liverpool situr eftir í 9. sætinu með 17 stig. 12.11.2006 17:56
Þrír leikir í beinni í dag og í kvöld Knattspyrnuveislan á Spáni heldur áfram á Sýn í dag, en eftir að stöðin sýndi tvo leiki beint í gær, eru þrír leikir í beinni í kvöld. Fjörugum eik Racing og Sevilla er senn að ljúka en þar er staðan enn 0-0. Klukkan 18 er leikur Osasuna og Real Madrid í beinni og veislunni lýkur í kvöld með leik Barcelona og Zaragoza klukkan 20. 12.11.2006 17:26
Arsenal yfir í hálfleik Arsenal hefur yfir 1-0 gegn Liverpool þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Það var Mathieu Flamini sem skoraði mark heimamanna skömmu fyrir leikhlé, en eitt mark hefur verið dæmt af Liverpool vegna rangstöðu. 12.11.2006 17:01
Shevchenko vill koma aftur til Milan Silvio Berlusconi, forseti ítalska knattspyrnufélagsins AC Milan, segir að framherjinn Andriy Shevchenko vilji snúa aftur í raðir liðsins, en hann gekk sem kunnugt er í raðir Englandsmeistara Chelsea í sumar og hefur ekki náð að stimpla sig inn þar á bæ. 12.11.2006 15:30
Auðveldur sigur Reading á Tottenham Íslendingalið Reading sýndi enn og aftur að liðið er komið til að vera í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið skellti Tottenham 3-1 á heimavelli sínum. Reading situr nú í 11. sæti deildarinnar og fór upp fyrir Lundúnaliðið með sigrinum í dag. 12.11.2006 15:22
Neville dregur sig úr landsliðshópnum vegna meiðsla Bakvörðurinn Gary Neville getur ekki spilað með enska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Hollendingum á miðvikudaginn eftir að þrálát kálfameiðsli hans tóku sig upp að nýju í leik Manchester United og Blackburn í kvöld. Þetta þykir ýta undir það að nýliðinn Micah Richards hjá Manchester City gæti fengið sitt fyrsta tækifæri með landsliðinu. 11.11.2006 22:55
Totti tryggði Roma sigur á Milan Francesco Totti var hetja Roma í kvöld þegar hann skoraði bæði mörk Roma í dramatískum 2-1 útisigri liðsins á AC Milan. Fyrir vikið er Roma aðeins einu stigi á eftir toppliðunum Inter og Palermo. Á sama tíma vann Fiorentina 3-1 sigur á Atalanta. 11.11.2006 22:06
Valencia byggir nýjan leikvang Spænska knattspyrnufélagið Valencia hefur nú kynnt formlega áform sín um að reisa nýjan knattspyrnuleikvang í borginni sem ætlað verður að leysa gamla Mestalla leikvanginn af hólmi. 11.11.2006 22:00
Held að United verði við toppinn Mark Hughes sagðist ekki hafa neitt upp á leik sinna manna að klaga eftir 1-0 ósigur gegn fyrrum félögum sínum í Manchester United í dag. Hann segir lið United mjög líklegt til afreka í vetur. 11.11.2006 21:36
Bayern lagði Leverkusen í æsilegum leik Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen voru hætt komnir í viðureign sinni við Leverkusen í úrvalsdeildinni í dag, en eftir að hafa lent undir 2-1 þegar 10 mínútur lifðu leiks, náðu meistararnir að snúa leiknum sér í hag og vinna 3-2 á útivelli. 11.11.2006 21:07
Sjötti sigur Man Utd í röð Manchester United endurheimti þriggja stiga forskot sitt á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í dag með góðum 1-0 útisigri á Blackburn í lokaleik dagsins. Louis Saha skoraði sigurmark United um miðjan síðari hálfleikinn eftir góða sendingu frá Ryan Giggs, en þetta var fyrsti sigur United á Ewood Park í átta ár. 11.11.2006 19:10
Drogba er besti framherji í heimi Jose Mourinho hrósaði framherja sínum Didier Drogba í hástert í dag þegar hann skoraði þrennu og lagði upp eitt mark í 4-0 sigri Chelsea á Watford í ensku úrvalsdeildinni. Mourinho segir engan framherja í heiminum vera að spila betur en Drogba þessa dagana. 11.11.2006 18:43
Drogba með þrennu í sigri Chelsea Englandsmeistarar Chelsea tóku Watford í bakaríið 4-0 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þar sem framherjinn Didier Drogba fór á kostum og skoraði þrennu. 11.11.2006 17:02
Tveir leikir í beinni í kvöld Tveir leikir verða sýndir beint úr spænska boltanum á Sýn í kvöld, en sjónvarpsstöðin er með sannkallaða íþróttaveislu í beinum útsendingum í dag og nótt. Leikur Atletico Madrid og Villarreal verður sýndur klukkan 18:50 og klukkan 20:50 tekur Valencia á móti Atletico Bilbao. 11.11.2006 16:40
Drogba í stuði Nú er kominn hálfleikur í leikjunum sex sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni. Didier Drogba er búinn að skora bæði mörk Chelsea sem hefur yfir 2-0 gegn Watford á heimavelli. Wigan hefur yfir gegn Charlton 2-0 og Aston Villa er yfir 1-0 á Goodison Park gegn Everton. Markaskorara í dag má sjá á Boltavaktinni hér á íþróttasíðunni. 11.11.2006 15:52
Liverpool mætir Arsenal Í dag var dregið í 8-liða úrslit enska deildarbikarsins í knattspyrnu. Þar ber hæst að Liverpool fékk heimaleik gegn Arsenal, Newcastle mætir Chelsea, Hermann Hreiðarsson og félagar í Charlton taka á móti Wycombe og þá tekur Tottenham á móti liði Southend í 1. deildinni sem óvænt sló Manchester United úr keppni á dögunum. 11.11.2006 15:08
Jafnt hjá City og Newcastle Manchester City og Newcastle skildu jöfn 0-0 í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað, en gestirnir frá Newcastle sýndu ekki lífsmark fyrr en á lokamínutum leiksins, þar sem þeir voru klaufar að tryggja sér ekki sigurinn. 11.11.2006 14:49
Scholes og Ferguson bestir í október Sir Alex Ferguson og Paul Scholes hjá Manchester United voru í dag útnefndir knattspyrnustjóri og leikmaður októbermánaðar í ensku úrvalsdeildinni. United vann alla fjóra leiki sína í mánuðinum og hefur þriggja stiga forskot á Chelsea á toppnum. Þetta er í 18 skipti sem Ferguson fær þessi verðlaun á ferlinum. 10.11.2006 19:10
Gerir tilkall til sætis í byrjunarliði Real David Beckham þótti senda þjálfara sínum Fabio Capello hjá Real Madrid ákveðin skilaboð í gær þegar hann skoraði mark og lék mjög vel í auðveldum sigri Real á Ecija í bikarkeppninni í gær. Beckham hefur ekki náð að vinna sér sæti í byrjunarliðinu það sem af er leiktíðinni. 10.11.2006 17:27
Micah Richards í hópnum Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, hefur valið 28 manna hóp sinn sem mætir Hollendingum í vináttuleik á miðvikudag. Einn nýliði er í hópnum, hinn 18 ára gamli Micah Richards frá Manchester City, en hann hefur aðeins spilað þrjá U-21 árs landsleiki. 10.11.2006 17:00
Gremst að Mourinho skuli fá sérmeðferð Sir Alex Ferguson er afar ósáttur við að Jose Mourinho, stjóra Chelsea, hafi verið veittur fundur með yfirmanni knattspyrnudómara á Englandi í kjölfar þess að stjórinn var ósáttur við dómgæslu Graham Poll í leik gegn Tottenham um síðustu helgi. Ferguson segir þetta algjört bull. 10.11.2006 16:45
Fjölskyldan hefði afneitað mér fyrir leikaraskap Dómarar í ensku knattspyrnunni hafa nú fengið stuðning úr ólíklegri átt, en harðjaxlinn Roy Keane lét hafa eftir sér í dag að þeir svartklæddu væru ekki öfundsverðir af því að dæma leiki nú á dögum vegna bellibragða og leikaraskapar knattspyrnumanna. 10.11.2006 15:14
Laursen verður frá í þrjá mánuði Danski varnarmaðurinn Martin Laursen hjá Aston Villa hefur fengið þær frættir að hann verði frá keppni í að minnsta kosti þrjá mánuði vegna hnémeiðsla. Laursen hefur lítið sem ekkert geta spilað með Villa vegna meiðsla síðan hann kom frá Milan árið 2004. 10.11.2006 15:03
Cardiff og Leeds vilja fá Smith að láni Leeds United hefur nú farið þess á leit að fá fyrrum leikmann sinn Alan Smith að láni frá Manchester United, en fyrr í dag hafði United samþykkt lánstilboð Cardiff í framherjann. 10.11.2006 14:57
Real Madrid búið að kaupa arftaka Roberto Carlos Real Madrid hefur gengið frá kaupum á vinstri bakverðinum Marcelo frá brasilíska liðinu Fluminense, samkvæmt spænskum blöðum. Kaupverðið er talið vera um sex milljónir evra, eða um 522 milljónir íslenskra króna. Sevilla var einnig með augastað á Marcelo en nú virðist Real Madrid hafa haft betur. 10.11.2006 13:45
Eggert var í slagtogi með Cottee en lét hann róa Baráttaun um völdin í West Ham vekur mikla athygli í Bretlandi og fjölmiðlar þar í landi virðast á einu máli um að Eggert Magnússon og félagar leiði kapphlaupið um völdin í félaginu. Breska blaðið The Independent greinir frá því að líklegt sé að Eggert leggi fram formlegt tilboð í næstu viku þegar hans fólk verður búið að skoða bókhald félagsins. 10.11.2006 11:30
Frank Posch yfirgefur Fram Þýski varnarmaðurinn Frank Posch er genginn í raðir Stjörnunnar í Garðabæ. Posch lék með Fram í sumar við góðan orðstír og lék alla leiki liðsins, en Fram vann fyrstu deildina með þónokkrum yfirburðum. 10.11.2006 06:15
Páll undir feldi fram að áramótum Knattspyrnukappinn Páll Einarsson er lagstur undir feld og búinn að breiða vel yfir höfuðið á meðan hann íhugar hvort hann á að halda áfram knattspyrnuiðkun. 10.11.2006 06:00
Nýjar reglur greiða leið ungra þjálfara Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa samþykkt nýja reglugerð sem auðveldar yngri mönnum að taka við stöðu knattspyrnustjóra hjá félögum í deildinni, en reglur þessu tengdar hafa verið mikið í umræðunni vegna stjóra Middlesbrough og Newcastle. 9.11.2006 20:51
Englendingar mæta Spánverjum í febrúar Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest að Englendingar og Spánverjar muni leika vináttulandsleik í knattspyrnu á Old Trafford í Manchester þann 7. febrúar á næsta ári. Þetta verður fyrsti leikur þjóðanna á Englandi síðan í febrúar árið 2001 en þar höfðu enskir 3-0 sigur í fyrsta leik Sven-Göran Eriksson sem landsliðsþjálfara. 9.11.2006 18:54
Enskir sektaðir fyrir ólæti í Zagreb Knattspyrnusamband Evrópu hefur sektað knattspyrnusambönd Englands og Króatíu vegna óláta stuðningsmanna landsliðanna fyrir leik þeirra í Zagreb í síðasta mánuði. Króötum var gert að greiða rúm 4000 pund í sekt en Króötum 21000 pund. Yfir 200 stuðningsmenn liðanna voru handteknir í ólátunum. 9.11.2006 18:28