Fleiri fréttir Baptista til Arsenal - Reyes til Madrid Arsenal og Real Madrid gengu nú rétt í þessu frá leikmannaskiptum sín á milli þar sem spænski landsliðsmaðurinn Jose Antonio Reyes fer til Real Madrid og Arsenal fær í staðinn brasilíska miðjumanninn Julio Baptista. Hér er um að ræða lánssamning í fyrstu, en til greina kemur að skiptin verði gerð að fullu 31.8.2006 19:08 Sorin til Hamburger Argentínski landsliðsfyrirliðinn Juan Pablo Sorin gekk í dag í raðir þýska úrvalsdeildarfélagsins Hamburger frá spænska liðinu Villarreal og er kaupverðið sagt vera um 2,5 milljónir evra. Sorin er þrítugur varnarmaður og hefur hann undirritað þriggja ára samning við þýska félagið. 31.8.2006 16:10 Reyes liggur á bæn Spánverjinn Jose Antonio Reyes segist enn ekki vera búinn að gefa upp alla von um að losna frá Arsenal og aftur til heimalands síns, þar sem hann segir draum sinn að vera genginn í raðir Real Madrid fyrir 23. afmælisdag sinn á föstudaginn. 31.8.2006 15:02 Fær nýjan þjálfara Peter Neururer, þjálfara Hannover í þýsku úrvalsdeildinni, hefur verið sagt upp störfum. Einungis eru búnir þrír leikir af leiktíðinni en Hannover hefur tapað þeim öllum. Íslenski sóknarmaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson leikur með Hannover en hefur ekkert fengið að spreyta sig það sem af er tímabilinu. 31.8.2006 00:01 Saviola hafði ekki áhuga á að fara til Aston Villa Umboðsmaður argentínska framherjans Javier Saviola hjá Barcelona hefur gefið það upp að leikmaðurinn hafi hafnað tilboði um að ganga í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Aston Villa. Saviola hefur ekki spilað af neinu viti fyrir spænska liðið í tvö ár og útlit fyrir að hann verði annað hvort seldur eða lánaður frá félaginu enn eina ferðina. 30.8.2006 23:00 Pongolle til Spánar Franski framherjinn Florent Sinama-Pongolle hjá Liverpool er genginn í raðir spænska liðsins Recreativo sem vann sér sæti í úrvalsdeildinni í vor. Pongolle hefur skrifað undir eins árs samning við ítalska liðið, en hann náði ekki að festa sig í sessi hjá Liverpool og var hjá Blackburn sem lánsmaður á síðustu leiktíð. 30.8.2006 22:15 Juventus mætir Rimini í fyrsta leik Í dag var loksins gefin út leikjaniðurröðun í ítalska boltanum, en miklar tafir hafa orðið á því í kjölfar knattspyrnuskandalsins sem tröllriðið hefur Ítalíu í sumar. Stórlið Juventus spilar sinn fyrsta leik í B-deildinni á útivelli 9 september gegn smáliði Rimini sem var í fallbaráttu í deildinni á síðustu leiktíð. 30.8.2006 22:00 Gravesen til Celtic Danski landsliðsmaðurinn Thomas Gravesen hefur gengið frá þriggja ára samningi við Glasgow Celtic í Skotlandi, en félagið festi í dag kaup á honum frá spænska félaginu Real Madrid. Í gær bárust þær fréttir að slitnað hefði upp úr viðræðum milli leikmannsins og forráðamanna Celtic, en þær reyndust ekki á rökum reistar. 30.8.2006 14:08 Hélt ég myndi aldrei losna við meiðslin Sölvi Geir Ottesen knattspyrnumaður var heldur óvænt í byrjunarliði Svíþjóðarmeistara Djurgården þegar liðið mætti Hammarby í leik í sænsku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld. Hann er nýstiginn upp úr erfiðum meiðslum þar sem hann sleit krossbönd í hné en reyndar hefur hann nánast sleitulaust verið meiddur síðan hann gekk til liðs við félagið fyrir rúmum tveimur árum síðan. 30.8.2006 00:01 Stokkhólmsslagurinn leystist upp Fimmtán þúsund manns mættu á Stokkhólmsslag Hammarby og Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld en flauta varð leikinn af á 55. mínútu þar sem áhorfendur skutu blysum og flugeldum inn á völlinn og réðust nokkrir þeirra inn á sjálfan völlinn og veittust að leikmönnum og dómurum. 30.8.2006 00:01 Landsliðsfyrirliðinn hógvær eftir sigurmarkið gegn Celta Vigo Eiður Smári Guðjohnsen var aðeins þrettán mínútur að stimpla sig inn í spænska boltann en hann gerði sigurmark Spánar- og Evrópumeistara Barcelona gegn Celta Vigo í 1. umferð spænsku deildarkeppninnar. Mark Eiðs kom tveim mínútum fyrir leikslok en honum var skipt inn á fyrir Ludovic Guily stundarfjórðungi fyrir leikslok þegar staðan í leiknum var 2-2. 30.8.2006 00:00 Genginn í raðir Atalanta Ítalski framherjinn Christian Vieri hefur gengið frá samningi við lið Atalanta í A-deildinni. Vieri var síðast á mála hjá Sampdoria, en hefur lítið geta spilað undanfarið vegna hnémeiðsla. Hjá Atalanta fær þessi 33 ára gamli fyrrum dýrasti leikmaður heims nokkuð sérstakan samning, því hann spilar fyrir aðeins 1500 evrur á mánuði og fær svo greitt sérstaklega fyrir spilaða leiki og mörk sem hann skorar. 29.8.2006 21:10 Van Bommel til Bayern Þýsku meistararnir Bayern Munchen gengu í gær frá kaupum á hollenska landsliðsmanninum Mark Van Bommel frá Evrópumeisturum Barcelona. Kaupverðið er sagt vera um 6 milljónir evra og hefur Van Bommel skrifað undir þriggja ára samning við Bayern. Þar verður honum ætlað að fylla skarð Michael Ballack, en hann verður eflaust óður í að fá að sanna sig eftir að hafa lítið fengið að spila með Barcelona á síðustu leiktíð. 29.8.2006 17:15 Odonkor til Real Betis Þýski vængmaðurinn David Odonkor hjá Dortmund gekk í gærkvöld frá fimm ára samningi við spænska liðið Real Betis. Odonkor er 22 ára gamall og vakti nokkra athygli á HM í sumar þar sem hann átti góðar innkomur með landsliði Þjóðverja, en hann var nokkuð óvænt tekinn inn í landsliðshópinn á síðustu stundu af Jurgen Klinsmann. 29.8.2006 16:43 Norðanliðin keppast um Woodgate Ensku úrvalsdeildarfélögin Newcastle og Middlesbrough eru nú sögð í kapphlaupi um að reyna að fá fyrrum landsliðsmanninn Jonathan Woodgate að láni frá spænska félaginu Real Madrid. Woodgate hefur átt mjög erfitt uppdráttar vegna meiðsla undanfarin ár, en í gær átti hann fund með forráðamönnum Boro. Síðan er talið að Newcastle hafi blandað sér inn í málið með því að bera víurnar í hann. 29.8.2006 15:15 Spænskir fjölmiðlar hæla Eiði Smára Spænskir fjölmiðlar halda vart vatni yfir ljóshærða víkingnum Eiði Smára Guðjohnsen í dag eftir að hann tryggði Barcelona 3-2 sigur á Celta Vigo í opnunarleik Evrópumeistaranna í spænsku deildinni í gærkvöld. 29.8.2006 14:59 Fer ekki til Manchester United Nú er endanlega orðið ljóst að enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves hjá Bayern Munchen verður áfram í herbúðum félagsins og mun ekki fara til Manchester United. Umboðsmaður hans hefur staðfest að enginn möguleiki sé á að leikmaðurinn fái að yfirgefa Bayern, enda hefur stjórnarformaðurinn þar lagt húsið sitt undir þegar hann segir að Hargreaves fari ekki fet - Manchester United verði að snúa sér annað. 29.8.2006 14:34 Real Madrid náði ekki að sigra Real Madrid og Villareal gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik liðanna í spænsku deildinni. Miklar væntingar eru gerðar til Real Madrid í vetur enda eru þeir búnir að eyða miklum peningum fyrir tímabilið. 27.8.2006 19:04 Bayern ræður ferðinni Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves ítrekaði í gær þá ósk sína að hann vilji komast til Manchester United en sagði jafnframt að málið væri í höndum stjórnar Bayern Munchen. "Framkvæmdarstjórinn hefur fullan rétt á því að neita tilboðum í mig, en hann veit nákvæmlega hvað ég vil," sagði Hargreaves í gær. 26.8.2006 00:01 Real vildi Kaka í skiptum AC Milan-menn sögðu frá því í gær að félagið hefði misst áhugann á að kaupa brasilíska sóknarmanninn Ronaldo frá Real Madrid. Ástæðan er sú að Real Madrid vildi fá samherja Ronaldo í brasilíska landsliðinu, Kaka, í skiptum fyrir Ronaldo. Ronaldo er þessa dagana að jafna sig eftir hnéaðgerð sem hann fór í eftir heimsmeistarakeppnina í sumar. 26.8.2006 00:00 Sevilla burstaði Barcelona Sevilla gerði sér í kvöld lítið fyirir og burstaði Evrópumeistara Barcelona 3-0 í árlegum leik um Ofurbikarinn í Evrópuboltanum. Sevilla var einfaldlega sterkara liðið á vellinum í Mónakó í kvöld og uppskar sanngjarnan sigur. Renato og Kanoute komu Sevilla í 2-0 í fyrri hálfleik og Maresca innsiglaði sigurinn með marki úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikslok. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn sem varamaður á 57. mínútu hjá Barcelona og spilaði ágætlega. 25.8.2006 20:38 Eiður Smári mættur til leiks Eiður Smári Guðjohnsen er kominn inná sem varamaður á 57. mínútu í lið Barcelona í leiknum gegn Sevilla í Ofurbikarnum, en Sevilla hefur enn yfir 2-0. Eiður fékk marktækifæri eftir aðeins örfáar sekúndur en hafði ekki heppnina með sér. Leikurinn er sýndur beint á Sýn. 25.8.2006 19:59 Allir leikir Eiðs og félaga í beinni á Sýn Sjónvarpsstöðin Sýn hefur tryggt sér áframhaldandi sýningarrétt á leikjum úr spænska boltanum í vetur og gildir nýr samningur til þriggja ára. Í vetur verða því fleiri beinar útsendingar en nokkru sinni áður úr spænska boltanum og þar af verða allir leikir Eiðs Smára Guðjohnsen og félaga í Barcelona sýndir beint. 25.8.2006 19:15 AC Milan ætlar ekki að bjóða í Ronaldo Forráðamenn AC Milan hafa gefið það út á heimasíðu félagsins að þeir hafi bundið enda á viðræður við spænska félagið Real Madrid vegna hugsanlegra kaupa á brasilíska framherjanum Ronaldo. Aðeins nokkrir dagar eru nú þar til félagaskiptaglugginn lokast og því er útlit fyrir að Ronaldo verði áfram í herbúðum Madridarliðsins. 25.8.2006 14:43 Fær tveggja leikja bann Sænski framherjinn Henrik Larsson hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann af aganefnd sænska knattspyrnusambandsins eftir að hafa slegið til andstæðings síns í leik með Helsingborg um síðustu helgi. Larsson átti á tíma yfir höfði sér lögreglukæru vegna þessa, en fallið var frá þeim áformum. 25.8.2006 14:37 Fínt að mæta Chelsea snemma Brasilíski snillingurinn Ronaldinho hjá Barcelona segist fagna því að mæta Chelsea strax í fyrstu umferð meistaradeildar Evrópu, þar sem spænska liðið á titil að verja frá í fyrra. Þetta er þriðja árið í röð sem liðin etja kappi í keppninni og segir Ronaldinho að betra sé að mæta þeim í riðlakeppninni en í úrsláttarkeppninni í vor. 25.8.2006 14:15 Verð að vera þolinmóður Sænska staðarblaðið Hallandsposten gerði framgöngu Gunnars Heiðars Þorvaldssonar hjá Hannover 96 að umfjöllunarefni í gær en hann var áður á mála hjá Halmstad og varð í fyrra markakóngur sænsku deildarinnar. Hann hefur hins vegar ekki verið valinn í hópinn hjá Hannover í fyrstu tveimur leikjum liðsins í þýsku úrvalsdeildinni. 25.8.2006 00:01 Við bregðumst stuðningsmönnum okkar ekki aftur Sir Alex Ferguson var ekkert að skafa af því í kvöld þegar hann var spurður um yfirlýst markmið Manchester United í riðlakeppni meistaradeildarinnar, en liðið hafnaði í riðli með Glasgow Celtic, Benfica og FC Kaupmannahöfn. 24.8.2006 23:34 Riðillinn verður erfiður en skemmtilegur Arsene Wenger á von á að Arsenal bíði erfitt en skemmtilegt verkefni í G-riðli meistaradeildar Evrópu í vetur þar sem liðið leikur ásamt Porto, CSKA Moskvu og Hamburg. 24.8.2006 23:17 Vissi að við fengjum Barcelona Peter Kenyon segir að það hafi nánast legið í loftinu að Chelsea og Barcelona ættu eftir að mætast enn eina ferðina í dag, þegar dregið var í riðlakeppni meistaradeildar Evrópu. Hann skorar þó á menn að gleyma ekki hinum liðunum tveimur í A-riðlinum. 24.8.2006 22:58 Juaquin til Valencia Spænska stórliðið Valencia hefur náð samkomulagi við Real Betis um kaup á vængmanninum Juaquin fyrir um 25 milljónir evra ef marka má fréttir frá Spáni í dag. Sagt er að aðeins eigi eftir að ganga frá formsatriðum í samningi leikmannsins sem er til fimm ára. Juaquin var um tíma eftirsóttur af liðum í ensku úrvalsdeildinni og hafði Liverpool meðal annars verið á höttunum eftir spænska landsliðsmanninum. 24.8.2006 18:27 Ronaldinho valinn bestur Brasilíski snillingurinn Ronaldinho var í dag kjörinn besti leikmaðurinn í meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð, en tilkynnt var um valið um leið og dregið var í riðla fyrir keppnina í ár. Leikmenn Barcelona hirtu öll verðlaunin sem veitt voru í dag, nema verðlaunin fyrir besta markmanninn í meistaradeildinni sem féllu í hlut þýska markvarðarins Jens Lehmann hjá Arsenal. 24.8.2006 16:57 Enn mætast Barcelona og Chelsea Nú rétt áðan var dregið í riðla í meistaradeild Evrópu. Englandsmeistarar Chelsea drógust í riðil með Evrópumeisturum Barcelona og því er ljóst að liðin mætast þriðja árið í röð í keppninni. Eiður Smári Guðjohnsen fær því ef til vill tækifæri til að mæta sínum gömlu félögum í Chelsea á knattspyrnuvellinum fyrr en margan hefði grunað. 24.8.2006 16:27 Íslendingar þekktari fyrir skíðagöngu en knattspyrnu Á heimasíðu Barcelona er nú hægt að nálgast upplýsingar um feril Eiðs Smára Guðjohnsen sem knattspyrnumanns og þar kemur fram að hann hafi vissulega fetað í fótspor föður síns á knattspyrnuvellinum. Ekki virðast umsjónarmenn síðunnar vera jafn vel að sér í íslenskri íþróttasögu, því þar kemur fram að Íslendingar séu þekktari fyrir afrek sín í skíðagöngu en á knattspyrnuvellinum. 24.8.2006 15:27 Tilboði Atletico Madrid í Reyes hafnað Spænska knattspyrnufélagið Atletico Madrid ætlaði sér að slá grönnum sínum í Real Madrid ref fyrir rass í gær með því að gera kauptilboð í spænska landsliðsmanninn Jose Anthonio Reyes hjá Arsenal, en himinn og haf er á milli þeirrar upphæðar sem enska félagið vill fá fyrir hann og þess sem Atletico er tilbúið að borga fyrir hann. 24.8.2006 13:43 Vill burt frá Stoke City Hannes Þ. Sigurðsson staðfesti við Fréttablaðið í gær að hann vilji fara frá Stoke City sem leikur í ensku 1. deildinni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa norsk lið mikinn áhuga á að klófesta kappann. 24.8.2006 11:45 Arsenal í riðlakeppnina Arsenal tryggði sér í kvöld sæti í riðlakeppni meistaradeildar Evrópu með því að leggja króatíska liðið Dynamo Zagreb 2-1 á heimavelli sínum. Arsenal vann fyrri leikinn 3-0 og er því komið áfram samanlagt 5-1. Gestirnir komust í 1-0 í kvöld og hleyptu smá lífi í einvígið, en mörk frá Freddy Ljungberg og Mathieu Flamini tryggðu Arsenal öruggan sigur. 23.8.2006 21:25 Gravesen fer frá Real Umboðsmaður danska landsliðsmannsins Thomas Gravesen hjá Real Madrid er nú staddur á Bretlandseyjum þar sem hann segist vera í viðræðum við nokkur félög með það í huga að koma leikmanninum frá spænska félaginu. Real er sagt vilja um 2 milljónir punda fyrir miðjumanninn og hefur hann helst verið orðaður við Glasgow Celtic í Skotlandi. 23.8.2006 21:30 Arsenal undir í hálfleik Arsenal er undir 1-0 gegn Dynamo Zagreb þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í forkeppni meistaradeildar Evrópu. Arsenal vann fyrri leikinn 3-0 og er því enn í ágætum málum með að komast áfram í riðlakeppnina. Leikurinn er sýndur beint á Sýn. 23.8.2006 20:05 Larsson sleppur með skrekkinn Sænski framherjinn Henrik Larsson verður ekki ákærður fyrir líkamsárás eftir að sannað þótti að hann hefði kýlt andstæðing sinn í leik með Helsingborg um síðustu helgi. Saksóknari tilkynnti þetta í dag, en Larsson á hinsvegar enn yfir höfði sér leikbann að hálfu sænska knattspyrnusambandsins. 23.8.2006 19:37 Stefán fór á kostum hjá Lyn Stefán Gíslason var hetja Lyn í kvöld þegar liðið gerði 3-3 jafntefli við Lilleström á heimavelli sínum í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Stefán skoraði tvö marka Lyn og það síðara var jöfnunarmark liðsins í uppbótartíma. Indriði Sigurðsson var einnig í liði Lyn, en leikmenn Lilleström voru manni færri allan síðari hálfleikinn og komust raunar í 3-1 í leiknum áður en Stefán tók til sinna ráða í lokin. 23.8.2006 19:18 Beðið eftir niðurstöðu læknisskoðunar Enn er óvíst hvort markahæsti leikmaður Landsbankadeildar karla í knattspyrnu, Marel Baldvinsson í Breiðablik, gangi í raðir norska liðsins Molde. Hann gekkst nú síðdegis undir læknisskoðun hjá norska félaginu. Í kjölfarið skrifaði hann svo undir tveggja og hálfsárs samning en er þessa stundina í flugvél á leið aftur heim til Íslands. 23.8.2006 18:15 Arsenal - Dynamo Zagreb í beinni á Sýn í kvöld Síðari leikur Arsenal og Dynamo Zagreb í forkeppni meistaradeildar Evrópu verður sýndur beint á Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 18:55. Arsenal vann fyrri leikinn 3-0 og er því í afar vænlegri stöðu fyrir heimaleikinn á Emirates-vellinum í kvöld, þar sem sæti í riðlakeppni meistaradeildarinnar er í húfi. 23.8.2006 17:15 Mourinho afar óhress með styrkleikaflokkana Jose Mourinho, stjóri Englandsmeistara Chelsea, segist ekki skilja í því hvernig standi á því að Chelsea lendi í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verði í riðla í meistaradeild Evrópu á morgun, á meðan lið sem Chelsea hefur skotið aftur fyrir sig í deildinni heimafyrir síðustu tvö ár, eru í fyrsta styrkleikaflokki. 23.8.2006 16:05 FIFA hótar að vísa Ítölum úr undankeppni EM Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur hótað að vísa ítalska landsliðinu út úr undankeppni EM 2008 ef forráðamenn Juventus láti ekki af endalausum áfrýjunum sínum á dómnum í knattspyrnuhneykslinu á Ítalíu. Forráðamenn Juventus eru enn að mótmæla því að liðið skuli hafa verið fellt niður um deild og nú er FIFA nóg boðið. 23.8.2006 15:33 Sjá næstu 50 fréttir
Baptista til Arsenal - Reyes til Madrid Arsenal og Real Madrid gengu nú rétt í þessu frá leikmannaskiptum sín á milli þar sem spænski landsliðsmaðurinn Jose Antonio Reyes fer til Real Madrid og Arsenal fær í staðinn brasilíska miðjumanninn Julio Baptista. Hér er um að ræða lánssamning í fyrstu, en til greina kemur að skiptin verði gerð að fullu 31.8.2006 19:08
Sorin til Hamburger Argentínski landsliðsfyrirliðinn Juan Pablo Sorin gekk í dag í raðir þýska úrvalsdeildarfélagsins Hamburger frá spænska liðinu Villarreal og er kaupverðið sagt vera um 2,5 milljónir evra. Sorin er þrítugur varnarmaður og hefur hann undirritað þriggja ára samning við þýska félagið. 31.8.2006 16:10
Reyes liggur á bæn Spánverjinn Jose Antonio Reyes segist enn ekki vera búinn að gefa upp alla von um að losna frá Arsenal og aftur til heimalands síns, þar sem hann segir draum sinn að vera genginn í raðir Real Madrid fyrir 23. afmælisdag sinn á föstudaginn. 31.8.2006 15:02
Fær nýjan þjálfara Peter Neururer, þjálfara Hannover í þýsku úrvalsdeildinni, hefur verið sagt upp störfum. Einungis eru búnir þrír leikir af leiktíðinni en Hannover hefur tapað þeim öllum. Íslenski sóknarmaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson leikur með Hannover en hefur ekkert fengið að spreyta sig það sem af er tímabilinu. 31.8.2006 00:01
Saviola hafði ekki áhuga á að fara til Aston Villa Umboðsmaður argentínska framherjans Javier Saviola hjá Barcelona hefur gefið það upp að leikmaðurinn hafi hafnað tilboði um að ganga í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Aston Villa. Saviola hefur ekki spilað af neinu viti fyrir spænska liðið í tvö ár og útlit fyrir að hann verði annað hvort seldur eða lánaður frá félaginu enn eina ferðina. 30.8.2006 23:00
Pongolle til Spánar Franski framherjinn Florent Sinama-Pongolle hjá Liverpool er genginn í raðir spænska liðsins Recreativo sem vann sér sæti í úrvalsdeildinni í vor. Pongolle hefur skrifað undir eins árs samning við ítalska liðið, en hann náði ekki að festa sig í sessi hjá Liverpool og var hjá Blackburn sem lánsmaður á síðustu leiktíð. 30.8.2006 22:15
Juventus mætir Rimini í fyrsta leik Í dag var loksins gefin út leikjaniðurröðun í ítalska boltanum, en miklar tafir hafa orðið á því í kjölfar knattspyrnuskandalsins sem tröllriðið hefur Ítalíu í sumar. Stórlið Juventus spilar sinn fyrsta leik í B-deildinni á útivelli 9 september gegn smáliði Rimini sem var í fallbaráttu í deildinni á síðustu leiktíð. 30.8.2006 22:00
Gravesen til Celtic Danski landsliðsmaðurinn Thomas Gravesen hefur gengið frá þriggja ára samningi við Glasgow Celtic í Skotlandi, en félagið festi í dag kaup á honum frá spænska félaginu Real Madrid. Í gær bárust þær fréttir að slitnað hefði upp úr viðræðum milli leikmannsins og forráðamanna Celtic, en þær reyndust ekki á rökum reistar. 30.8.2006 14:08
Hélt ég myndi aldrei losna við meiðslin Sölvi Geir Ottesen knattspyrnumaður var heldur óvænt í byrjunarliði Svíþjóðarmeistara Djurgården þegar liðið mætti Hammarby í leik í sænsku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld. Hann er nýstiginn upp úr erfiðum meiðslum þar sem hann sleit krossbönd í hné en reyndar hefur hann nánast sleitulaust verið meiddur síðan hann gekk til liðs við félagið fyrir rúmum tveimur árum síðan. 30.8.2006 00:01
Stokkhólmsslagurinn leystist upp Fimmtán þúsund manns mættu á Stokkhólmsslag Hammarby og Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld en flauta varð leikinn af á 55. mínútu þar sem áhorfendur skutu blysum og flugeldum inn á völlinn og réðust nokkrir þeirra inn á sjálfan völlinn og veittust að leikmönnum og dómurum. 30.8.2006 00:01
Landsliðsfyrirliðinn hógvær eftir sigurmarkið gegn Celta Vigo Eiður Smári Guðjohnsen var aðeins þrettán mínútur að stimpla sig inn í spænska boltann en hann gerði sigurmark Spánar- og Evrópumeistara Barcelona gegn Celta Vigo í 1. umferð spænsku deildarkeppninnar. Mark Eiðs kom tveim mínútum fyrir leikslok en honum var skipt inn á fyrir Ludovic Guily stundarfjórðungi fyrir leikslok þegar staðan í leiknum var 2-2. 30.8.2006 00:00
Genginn í raðir Atalanta Ítalski framherjinn Christian Vieri hefur gengið frá samningi við lið Atalanta í A-deildinni. Vieri var síðast á mála hjá Sampdoria, en hefur lítið geta spilað undanfarið vegna hnémeiðsla. Hjá Atalanta fær þessi 33 ára gamli fyrrum dýrasti leikmaður heims nokkuð sérstakan samning, því hann spilar fyrir aðeins 1500 evrur á mánuði og fær svo greitt sérstaklega fyrir spilaða leiki og mörk sem hann skorar. 29.8.2006 21:10
Van Bommel til Bayern Þýsku meistararnir Bayern Munchen gengu í gær frá kaupum á hollenska landsliðsmanninum Mark Van Bommel frá Evrópumeisturum Barcelona. Kaupverðið er sagt vera um 6 milljónir evra og hefur Van Bommel skrifað undir þriggja ára samning við Bayern. Þar verður honum ætlað að fylla skarð Michael Ballack, en hann verður eflaust óður í að fá að sanna sig eftir að hafa lítið fengið að spila með Barcelona á síðustu leiktíð. 29.8.2006 17:15
Odonkor til Real Betis Þýski vængmaðurinn David Odonkor hjá Dortmund gekk í gærkvöld frá fimm ára samningi við spænska liðið Real Betis. Odonkor er 22 ára gamall og vakti nokkra athygli á HM í sumar þar sem hann átti góðar innkomur með landsliði Þjóðverja, en hann var nokkuð óvænt tekinn inn í landsliðshópinn á síðustu stundu af Jurgen Klinsmann. 29.8.2006 16:43
Norðanliðin keppast um Woodgate Ensku úrvalsdeildarfélögin Newcastle og Middlesbrough eru nú sögð í kapphlaupi um að reyna að fá fyrrum landsliðsmanninn Jonathan Woodgate að láni frá spænska félaginu Real Madrid. Woodgate hefur átt mjög erfitt uppdráttar vegna meiðsla undanfarin ár, en í gær átti hann fund með forráðamönnum Boro. Síðan er talið að Newcastle hafi blandað sér inn í málið með því að bera víurnar í hann. 29.8.2006 15:15
Spænskir fjölmiðlar hæla Eiði Smára Spænskir fjölmiðlar halda vart vatni yfir ljóshærða víkingnum Eiði Smára Guðjohnsen í dag eftir að hann tryggði Barcelona 3-2 sigur á Celta Vigo í opnunarleik Evrópumeistaranna í spænsku deildinni í gærkvöld. 29.8.2006 14:59
Fer ekki til Manchester United Nú er endanlega orðið ljóst að enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves hjá Bayern Munchen verður áfram í herbúðum félagsins og mun ekki fara til Manchester United. Umboðsmaður hans hefur staðfest að enginn möguleiki sé á að leikmaðurinn fái að yfirgefa Bayern, enda hefur stjórnarformaðurinn þar lagt húsið sitt undir þegar hann segir að Hargreaves fari ekki fet - Manchester United verði að snúa sér annað. 29.8.2006 14:34
Real Madrid náði ekki að sigra Real Madrid og Villareal gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik liðanna í spænsku deildinni. Miklar væntingar eru gerðar til Real Madrid í vetur enda eru þeir búnir að eyða miklum peningum fyrir tímabilið. 27.8.2006 19:04
Bayern ræður ferðinni Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves ítrekaði í gær þá ósk sína að hann vilji komast til Manchester United en sagði jafnframt að málið væri í höndum stjórnar Bayern Munchen. "Framkvæmdarstjórinn hefur fullan rétt á því að neita tilboðum í mig, en hann veit nákvæmlega hvað ég vil," sagði Hargreaves í gær. 26.8.2006 00:01
Real vildi Kaka í skiptum AC Milan-menn sögðu frá því í gær að félagið hefði misst áhugann á að kaupa brasilíska sóknarmanninn Ronaldo frá Real Madrid. Ástæðan er sú að Real Madrid vildi fá samherja Ronaldo í brasilíska landsliðinu, Kaka, í skiptum fyrir Ronaldo. Ronaldo er þessa dagana að jafna sig eftir hnéaðgerð sem hann fór í eftir heimsmeistarakeppnina í sumar. 26.8.2006 00:00
Sevilla burstaði Barcelona Sevilla gerði sér í kvöld lítið fyirir og burstaði Evrópumeistara Barcelona 3-0 í árlegum leik um Ofurbikarinn í Evrópuboltanum. Sevilla var einfaldlega sterkara liðið á vellinum í Mónakó í kvöld og uppskar sanngjarnan sigur. Renato og Kanoute komu Sevilla í 2-0 í fyrri hálfleik og Maresca innsiglaði sigurinn með marki úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikslok. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn sem varamaður á 57. mínútu hjá Barcelona og spilaði ágætlega. 25.8.2006 20:38
Eiður Smári mættur til leiks Eiður Smári Guðjohnsen er kominn inná sem varamaður á 57. mínútu í lið Barcelona í leiknum gegn Sevilla í Ofurbikarnum, en Sevilla hefur enn yfir 2-0. Eiður fékk marktækifæri eftir aðeins örfáar sekúndur en hafði ekki heppnina með sér. Leikurinn er sýndur beint á Sýn. 25.8.2006 19:59
Allir leikir Eiðs og félaga í beinni á Sýn Sjónvarpsstöðin Sýn hefur tryggt sér áframhaldandi sýningarrétt á leikjum úr spænska boltanum í vetur og gildir nýr samningur til þriggja ára. Í vetur verða því fleiri beinar útsendingar en nokkru sinni áður úr spænska boltanum og þar af verða allir leikir Eiðs Smára Guðjohnsen og félaga í Barcelona sýndir beint. 25.8.2006 19:15
AC Milan ætlar ekki að bjóða í Ronaldo Forráðamenn AC Milan hafa gefið það út á heimasíðu félagsins að þeir hafi bundið enda á viðræður við spænska félagið Real Madrid vegna hugsanlegra kaupa á brasilíska framherjanum Ronaldo. Aðeins nokkrir dagar eru nú þar til félagaskiptaglugginn lokast og því er útlit fyrir að Ronaldo verði áfram í herbúðum Madridarliðsins. 25.8.2006 14:43
Fær tveggja leikja bann Sænski framherjinn Henrik Larsson hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann af aganefnd sænska knattspyrnusambandsins eftir að hafa slegið til andstæðings síns í leik með Helsingborg um síðustu helgi. Larsson átti á tíma yfir höfði sér lögreglukæru vegna þessa, en fallið var frá þeim áformum. 25.8.2006 14:37
Fínt að mæta Chelsea snemma Brasilíski snillingurinn Ronaldinho hjá Barcelona segist fagna því að mæta Chelsea strax í fyrstu umferð meistaradeildar Evrópu, þar sem spænska liðið á titil að verja frá í fyrra. Þetta er þriðja árið í röð sem liðin etja kappi í keppninni og segir Ronaldinho að betra sé að mæta þeim í riðlakeppninni en í úrsláttarkeppninni í vor. 25.8.2006 14:15
Verð að vera þolinmóður Sænska staðarblaðið Hallandsposten gerði framgöngu Gunnars Heiðars Þorvaldssonar hjá Hannover 96 að umfjöllunarefni í gær en hann var áður á mála hjá Halmstad og varð í fyrra markakóngur sænsku deildarinnar. Hann hefur hins vegar ekki verið valinn í hópinn hjá Hannover í fyrstu tveimur leikjum liðsins í þýsku úrvalsdeildinni. 25.8.2006 00:01
Við bregðumst stuðningsmönnum okkar ekki aftur Sir Alex Ferguson var ekkert að skafa af því í kvöld þegar hann var spurður um yfirlýst markmið Manchester United í riðlakeppni meistaradeildarinnar, en liðið hafnaði í riðli með Glasgow Celtic, Benfica og FC Kaupmannahöfn. 24.8.2006 23:34
Riðillinn verður erfiður en skemmtilegur Arsene Wenger á von á að Arsenal bíði erfitt en skemmtilegt verkefni í G-riðli meistaradeildar Evrópu í vetur þar sem liðið leikur ásamt Porto, CSKA Moskvu og Hamburg. 24.8.2006 23:17
Vissi að við fengjum Barcelona Peter Kenyon segir að það hafi nánast legið í loftinu að Chelsea og Barcelona ættu eftir að mætast enn eina ferðina í dag, þegar dregið var í riðlakeppni meistaradeildar Evrópu. Hann skorar þó á menn að gleyma ekki hinum liðunum tveimur í A-riðlinum. 24.8.2006 22:58
Juaquin til Valencia Spænska stórliðið Valencia hefur náð samkomulagi við Real Betis um kaup á vængmanninum Juaquin fyrir um 25 milljónir evra ef marka má fréttir frá Spáni í dag. Sagt er að aðeins eigi eftir að ganga frá formsatriðum í samningi leikmannsins sem er til fimm ára. Juaquin var um tíma eftirsóttur af liðum í ensku úrvalsdeildinni og hafði Liverpool meðal annars verið á höttunum eftir spænska landsliðsmanninum. 24.8.2006 18:27
Ronaldinho valinn bestur Brasilíski snillingurinn Ronaldinho var í dag kjörinn besti leikmaðurinn í meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð, en tilkynnt var um valið um leið og dregið var í riðla fyrir keppnina í ár. Leikmenn Barcelona hirtu öll verðlaunin sem veitt voru í dag, nema verðlaunin fyrir besta markmanninn í meistaradeildinni sem féllu í hlut þýska markvarðarins Jens Lehmann hjá Arsenal. 24.8.2006 16:57
Enn mætast Barcelona og Chelsea Nú rétt áðan var dregið í riðla í meistaradeild Evrópu. Englandsmeistarar Chelsea drógust í riðil með Evrópumeisturum Barcelona og því er ljóst að liðin mætast þriðja árið í röð í keppninni. Eiður Smári Guðjohnsen fær því ef til vill tækifæri til að mæta sínum gömlu félögum í Chelsea á knattspyrnuvellinum fyrr en margan hefði grunað. 24.8.2006 16:27
Íslendingar þekktari fyrir skíðagöngu en knattspyrnu Á heimasíðu Barcelona er nú hægt að nálgast upplýsingar um feril Eiðs Smára Guðjohnsen sem knattspyrnumanns og þar kemur fram að hann hafi vissulega fetað í fótspor föður síns á knattspyrnuvellinum. Ekki virðast umsjónarmenn síðunnar vera jafn vel að sér í íslenskri íþróttasögu, því þar kemur fram að Íslendingar séu þekktari fyrir afrek sín í skíðagöngu en á knattspyrnuvellinum. 24.8.2006 15:27
Tilboði Atletico Madrid í Reyes hafnað Spænska knattspyrnufélagið Atletico Madrid ætlaði sér að slá grönnum sínum í Real Madrid ref fyrir rass í gær með því að gera kauptilboð í spænska landsliðsmanninn Jose Anthonio Reyes hjá Arsenal, en himinn og haf er á milli þeirrar upphæðar sem enska félagið vill fá fyrir hann og þess sem Atletico er tilbúið að borga fyrir hann. 24.8.2006 13:43
Vill burt frá Stoke City Hannes Þ. Sigurðsson staðfesti við Fréttablaðið í gær að hann vilji fara frá Stoke City sem leikur í ensku 1. deildinni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa norsk lið mikinn áhuga á að klófesta kappann. 24.8.2006 11:45
Arsenal í riðlakeppnina Arsenal tryggði sér í kvöld sæti í riðlakeppni meistaradeildar Evrópu með því að leggja króatíska liðið Dynamo Zagreb 2-1 á heimavelli sínum. Arsenal vann fyrri leikinn 3-0 og er því komið áfram samanlagt 5-1. Gestirnir komust í 1-0 í kvöld og hleyptu smá lífi í einvígið, en mörk frá Freddy Ljungberg og Mathieu Flamini tryggðu Arsenal öruggan sigur. 23.8.2006 21:25
Gravesen fer frá Real Umboðsmaður danska landsliðsmannsins Thomas Gravesen hjá Real Madrid er nú staddur á Bretlandseyjum þar sem hann segist vera í viðræðum við nokkur félög með það í huga að koma leikmanninum frá spænska félaginu. Real er sagt vilja um 2 milljónir punda fyrir miðjumanninn og hefur hann helst verið orðaður við Glasgow Celtic í Skotlandi. 23.8.2006 21:30
Arsenal undir í hálfleik Arsenal er undir 1-0 gegn Dynamo Zagreb þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í forkeppni meistaradeildar Evrópu. Arsenal vann fyrri leikinn 3-0 og er því enn í ágætum málum með að komast áfram í riðlakeppnina. Leikurinn er sýndur beint á Sýn. 23.8.2006 20:05
Larsson sleppur með skrekkinn Sænski framherjinn Henrik Larsson verður ekki ákærður fyrir líkamsárás eftir að sannað þótti að hann hefði kýlt andstæðing sinn í leik með Helsingborg um síðustu helgi. Saksóknari tilkynnti þetta í dag, en Larsson á hinsvegar enn yfir höfði sér leikbann að hálfu sænska knattspyrnusambandsins. 23.8.2006 19:37
Stefán fór á kostum hjá Lyn Stefán Gíslason var hetja Lyn í kvöld þegar liðið gerði 3-3 jafntefli við Lilleström á heimavelli sínum í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Stefán skoraði tvö marka Lyn og það síðara var jöfnunarmark liðsins í uppbótartíma. Indriði Sigurðsson var einnig í liði Lyn, en leikmenn Lilleström voru manni færri allan síðari hálfleikinn og komust raunar í 3-1 í leiknum áður en Stefán tók til sinna ráða í lokin. 23.8.2006 19:18
Beðið eftir niðurstöðu læknisskoðunar Enn er óvíst hvort markahæsti leikmaður Landsbankadeildar karla í knattspyrnu, Marel Baldvinsson í Breiðablik, gangi í raðir norska liðsins Molde. Hann gekkst nú síðdegis undir læknisskoðun hjá norska félaginu. Í kjölfarið skrifaði hann svo undir tveggja og hálfsárs samning en er þessa stundina í flugvél á leið aftur heim til Íslands. 23.8.2006 18:15
Arsenal - Dynamo Zagreb í beinni á Sýn í kvöld Síðari leikur Arsenal og Dynamo Zagreb í forkeppni meistaradeildar Evrópu verður sýndur beint á Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 18:55. Arsenal vann fyrri leikinn 3-0 og er því í afar vænlegri stöðu fyrir heimaleikinn á Emirates-vellinum í kvöld, þar sem sæti í riðlakeppni meistaradeildarinnar er í húfi. 23.8.2006 17:15
Mourinho afar óhress með styrkleikaflokkana Jose Mourinho, stjóri Englandsmeistara Chelsea, segist ekki skilja í því hvernig standi á því að Chelsea lendi í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verði í riðla í meistaradeild Evrópu á morgun, á meðan lið sem Chelsea hefur skotið aftur fyrir sig í deildinni heimafyrir síðustu tvö ár, eru í fyrsta styrkleikaflokki. 23.8.2006 16:05
FIFA hótar að vísa Ítölum úr undankeppni EM Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur hótað að vísa ítalska landsliðinu út úr undankeppni EM 2008 ef forráðamenn Juventus láti ekki af endalausum áfrýjunum sínum á dómnum í knattspyrnuhneykslinu á Ítalíu. Forráðamenn Juventus eru enn að mótmæla því að liðið skuli hafa verið fellt niður um deild og nú er FIFA nóg boðið. 23.8.2006 15:33