Fleiri fréttir

Naumt hjá Liverpool

Liverpool er komið í riðlakeppni meistaradeildar Evrópu eftir 1-1 jafntefli við ísraelska liðið Maccabi Haifa á hlutlausum velli í Kænugarði í kvöld. Liverpool vann því samanlagt 3-2. Peter Crouch kom enska liðinu yfir á 54 mínútu með góðum skalla en ísraelska liðið svaraði aðeins örfáum mínútum síðar. Lengra komust Maccabi-menn þó ekki og Liverpool slapp með skrekkinn.

Crouch kemur Liverpool yfir

Peter Crouch hefur komið Liverpool yfir 1-0 gegn Maccabi Haifa í leik liðanna í Kænugarði, en hann skoraði með skalla á 54. mínútu eftir laglegan undirbúning frá Jermain Pennant. Liverpool er því komið í 3-1 samanlagt í einvígi liðanna og ætti að vera komið með annan fótinn áfram. Hægt er að fylgjast vel með stöðu mála í leikjum kvöldsins á úrslitaþjónustunni hér á Vísi.

Jafnt í hálfleik í Kænugarði

Staðan í leik Maccabi Haifa og Liverpool er 0-0 þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign liðanna í forkeppni meistaradeildarinnar í Kænugarði. Þá hefur spænska liðið Osasuna yfir 1-0 gegn þýska liðinu Hamburger SV í sömu keppni og AC Milan náði forystunni snemma á útivelli gegn Rauðu Stjörnunni frá Belgrad.

Reyes fer ekki til Real Madrid

Arsene Wenger segir að ekkert verði af því fyrir lokun félagaskiptagluggans að Jose Antonio Reyes fari til Real Madrid eins og mikið hefur verið rætt um í fjölmiðlum undanfarnar vikur. Wenger segir að engin tilboð hafi borist frá spænska félaginu og því sé leikmaðurinn ekki að fara neitt.

Gerrard á bekknum hjá Liverpool

Leikur Maccabi Haifa og Liverpool í forkeppni meistaradeildar Evrópu hefst nú klukkan 18:30 og verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. Steven Gerrard er á varamannabekknum hjá Liverpool í Kænugarði.

Boumsong til Juventus

Franski landsliðsmaðurinn Jean Alain Boumsong hefur gengið frá samningi við ítalska liðið Juventus. Newcastle er talið hafa fengið um 3,3 milljónir punda fyrir hinn 26 ára gamla miðvörð, sem aldrei náði sér á strik í ensku úrvalsdeildinni.

Ráðleggur Hargreaves að halda kjafti

Uli Hoeness, framkvæmdastjóri Þýskalandsmeistara Bayern Munchen, er orðinn þreyttur á endalausum yfirlýsingum enska landsliðsmannsins Owen Hargreaves um draum sinn um að ganga í raðir Manchester United. Hoeness segir að Hargreaves væri hollara að fara að halda sér saman.

Benitez fékk að heyra það

Liðsmenn Liverpool hafa ekki átt þægilegt ferðalag til Kænugarðs í Úkraínu í dag þar sem liðið mætir ísraelska liðinu Maccabi Haifa öðru sinni í forkeppni meistaradeildarinnar annað kvöld. Miklar tafir urðu á ferðalagi leikmanna Liverpool til Kænugarðs og þegar þangað kom, þurfti Rafael Benitez að sitja undir árásum ísraelskra blaðamanna sem kenndu honum um að leikurinn hefði verið færður á hlutlausan völl.

Annað áfallið fyrir Villareal á nokkrum dögum

Ekki er hægt að segja að leiktíðin byrji vel hjá Spútnikliði Villareal á Spáni, því í dag varð ljóst að franski miðjumaðurinn Robert Pires gæti misst af meiripartinum af tímabilinu vegna hnémeiðsla. Hann er annar miðjumaðurinn á fimm dögum sem liðið missir í hnémeiðsli, því áður hafði Gonzalo Rodriguez orðið fyrir sömu meiðslum.

Forráðamenn Juventus gefast ekki upp

Forráðamenn ítalska félagsins Juventus hafa ekki gefist upp í viðleitni sinni til að vinna liðinu sæti í A-deildini á ný, en í dag áfrýjuðu þeir niðurstöðu knattspyrnusambandsins um að fella liðið í B-deild til amennra dómstóla eftir að áfrýjun þeirra var vísað frá í gerðadómi hjá Ólympíusambandinu á Ítalíu.

Segist vera á leið til Newcastle

Framherjinn Obafemi Martins hjá Inter Milan á Ítalíu segir að samningaviðræður sínar við Newcastle séu að mestu í höfn og á von á að ganga til liðs við enska félagið á næstu dögum. Martins er ósáttur í herbúðum ítalska liðisins síðan það keypti til sín tvo sterka framherja á dögunum og vill ólmur komast til Englands.

Ari fór beint í byrjunarliðið

Valsmaðurinn Ari Freyr Skúlason var í byrjunarliði BK Häcken er liðið mætti Malmö FF í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Ari gekk til liðs við félagið fyrir aðeins fáeinum vikum síðan og má því segja að hann hafi farið beint í byrjunarlið félagsins.

Bayern eltist við Klose

Bayern München hefur nú bæst í kapphlaupið um að tryggja sér þjónustu þýska landsliðsmannsins Miroslav Klose en leikmaðurinn er nú samningsbundinn Werder Bremen. Klose var nýlega valinn leikmaður ársins í Þýskalandi og sló þar að auki í gegn með Þýskalandi á HM í sumar.

Auðvelt hjá Evrópumeisturunum

Evrópumeistarar Barcelona eru meistarar meistaranna á Spáni eftir öruggan 3-0 sigur á grönnum sínum í Espanyol í síðari leik liðanna í meistarakeppninni þar í landi. Deco skoraði tvö mörk í leiknum í kvöld, það síðara með glæsilegri hjólhestaspyrnu, og Xavi eitt. Eiður Smári Guðjohnsen spilaði síðari hálfleikinn með Barcelona, sem vann einvígið samanlagt 4-0.

Bayern með fullt hús stiga

Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen eru með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en í dag vann liðið 2-1 sigur á nýliðum Bochum í tilþrifalitlum leik með mörkum frá Philip Lahm og Roy Makaay. Þá vann Stuttgart 3-2 sigur á Bielefeld þrátt fyrir að missa tvo menn af velli með rautt spjald. Bayern, Nurnberg og Werder Bremen erum með fullt hús stiga eftir tvær fyrstu umferðirnar.

Eiður Smári spilar sinn fyrsta leik fyrir Barcelona

Síðari hálfleikur í viðureign Barcelona og Espanyol er nú að hefjast og þar hefur dregið til tíðinda því Eiður Smári Guðjohnsen var að koma inná sem varamaður fyrir Samuel Eto´o og er þar með að spila sinn fyrsta alvöru leik fyrir Katalóníurisann. Leikurinn er sýndur beint á Sýn Extra.

Barcelona leiðir í hálfleik

Barcelona hefur yfir 2-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í síðari leik liðsins við Espanyol um titilinn meistarar meistaranna á Spáni. Xavi og Deco skoruðu mörk Barcelona í upphafi hálfleiksins og mikið má vera ef landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen fær ekki tækifæri í þeim síðari, en Barcelona er svo gott sem búið að tryggja sér sigur í keppninni. Leikurinn er sýndur beint á Sýn Extra.

Töfrabrögðin byrjuð á Nou Camp

Síðari leikur Barcelona og Espanyol á Nývangi í Barcelona er nú nýhafinn, en þetta er síðari leikur liðanna í meistarakeppninni á Spáni. Það tók galdramanninn Ronaldinho ekki nema tæpar þrjár mínútur að leika uppi félaga sinn Xavi, sem skoraði með góðum skalla og kom Barca yfir. Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Barcelona, sem þar með er komið yfir 2-0 samanlagt í einvíginu. Leikurinn er sýndur beint á Sýn Extra.

Larsson kærður fyrir líkamsárás?

Framherjinn knái, Henrik Larsson hjá sænska liðinu Helsingborg, gæti átt yfir höfði sér lögreglukæru fyrir líkamsárás eftir að sannað þykir að hann hafi kýlt mótherja sinn í magann í bikarleik Helsingborg og Elfsborg í gær. Leikmaðurinn sem varð fyrir högginu þurfti að fara meiddur af velli í kjölfarið.

Diarra gerir fimm ára samning við Real

Real Madrid hefur gert fimm ára samning við Malímanninn Mahamadou Diarra sem kemur frá frönsku meisturunum Lyon. Diarra verður formlega kynntur til leiks sem nýr leikmaður Real eftir helgina, en á að vísu eftir að standast læknisskoðun hjá spænska félaginu.

Barcelona - Espanyol í beinni í kvöld

Síðari leikur Barcelona og Espanyol í meistarakeppninni á Spáni verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn Extra í kvöld. Þetta er síðari leikur liðanna, en Barcelona vann þann fyrri 1-0 á útivelli. Eiður Smári Guðjohnsen er í leikmannahópi Börsunga í kvöld og fær vonandi að spreyta sig í fyrsta alvöru leik sínum með liðinu. Útsending á Sýn Extra hefst klukkan 19:55.

Kallar Eið Smára "Blondie"

Samuel Eto`o, sóknarmaður Barcelona og Kamerún, hefur tekið upp gælunafnið ¿Blondie¿ (Ljóska) á Eið Smára Guðjohnsen, félaga sinn í framlínu spænska stórliðsins. Eto"o greindi frá þessu í samtali við spænska vefmiðil þegar hann var spurður út í nýjustu liðsmenn félagsins, þá Eið Smára, Lilian Thuram og Gianluca Zambrotta.

Hannover steinlá

Hannover 96 tapaði í dag 4-0 fyrir Hertha Berlín í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og er liðið því neðst í deildinni án stiga eftir tvær umferðir. Gunnar Heiðar Þorvaldsson var ekki í leikmannahópi Hannover í dag, frekar en í fyrsta leik liðsins á dögunum.

Lyon samþykkir að selja Diarra

Frönsku meistararnir í Lyon hafa loks gefið eftir og hafa samþykkt að selja Malímanninn Mahamadou Diarra til Real Madrid. Talið er að kaupverðið sé um 17 milljónir punda, en Diarra hafði krafist þess að fá að fara til Spánar og hótaði að fara í verkfall ef forráðamenn franska félagsins yrðu ekki að kröfum hans.

Óvíst hvað tekur við í haust

Hafnfirðingurinn Emil Hallfreðsson hefur staðið sig vel hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Malmö í ár en hann kom til liðsins um áramótin. Þangað var hann lánaður frá enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham sem hann er samningsbundinn. Hvað tekur við í haust er enn í lausu lofti en að öllu óbreyttu heldur hann aftur til Tottenham þegar tímabilið í Svíþjóð er búið.

Forráðamenn Espanyol kæra Barcelona

Forráðamenn spænska knattspyrnufélagsins Espanyol sendu spænska knattspyrnusambandinu kærubréf skömmu fyrir fyrri leik liðsins gegn Barcelona í meistarakeppninni í gær, því þeir segja granna sína hafa brotið reglur FIFA þegar þeir tefldu þeim Xavi og Carles Puyol fram í leiknum.

Ósáttur við vinnubrögð Real Madrid

Arsene Wenger er lítt hrifinn af vinnubrögðum stjórnar spænska knattspyrnufélagsins Real Madrid og segir endalausar yfirlýsingar félagsins um leikmannakaup koma sér afar illa fyrir leikmenn annara liða.

Beiðni Juventus vísað frá

Ítalska knattspyrnufélagið Juventus hafði ekki erindi sem erfiði í dag þegar forráðamenn þess áttu lokafund með ítalska knattspyrnusambandinu þar sem þeir reyndu að fá dóm félagsins mildaðan. Juventus þarf því að hefja leik í B-deildinni þar í landi með 17 sig í mínus eins og staðfest var fyrir dómi á dögunum.

Ég smellpassa inn í Norrköping

Sóknarmaðurinn Garðar Gunnlaugsson gekk í raðir sænska liðsins Norrköping fyrir skömmu og er að koma sér fyrir þar ytra. Hann hefur farið vel af stað í sænska boltanum og skorað tvö mörk í þeim þremur leikjum sem hann hefur leikið til þessa. Hann var ekki lengi að finna fjölina og segist smellpassa inn í liðið.

Barcelona lagði Espanyol

Barcelona er í ágætum málum í meistarakeppninni á Spáni eftir 1-0 sigur á grönnum sínum í Espanyol í fyrri viðureign liðanna í kvöld, en leikurinn fór fram á heimavelli Espanyol. Ludovic Giuly skoraði sigurmark Barca rétt áður en flautað var til leikhlés eftir frábæran undirbúning Ronaldinho, en Eiður Smári Guðjohnsen fékk ekki tækifæri með liðinu að þessu sinni. Liðin eigast við öðru sinni á Nou Camp á sunnudag og verður sá leikur einnig sýndur beint á Sýn.

Barcelona yfir í hálfleik

Barcelona hefur yfir 1-0 gegn Espanyol þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign liðanna um meistarabikarinn á Spáni. Það var Ludovic Giuly sem skoraði mark Börsunga á 43. mínútu eftir glæsilegan undirbúning Brasilíumannsins Ronaldinho. Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Barcelona og kemur vonandi við sögu í síðari hálfleik. Leikur kvöldsins er sýndur beint á Sýn, líkt og síðari leikur liðanna á heimavelli Barcelona á sunnudaginn.

Eiður Smári á bekknum

Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Barcelona í kvöld þegar liðið mætir Espanyol í meistarakeppninni á Spáni sem er árleg viðureign Spánar- og bikarmeistaranna. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn.

Eiður Smári í leikmannahópi Barcelona

Eiður Smári Guðjohnsen verður í leikmannahópi Spánar- og Evrópumeistara Barcelona í kvöld þegar liðið tekur á móti Espanyol í meistarakeppninni sem markar upphaf keppnistímabilsins þar í landi. Þeir Gianluca Zambrotta og Lilian Thuram eru einnig í leikmannahópi Barcelona, en þeir komu til félagsins fyrir skömmu líkt og Eiður Smári.

Barcelona - Espanyol í beinni í kvöld

Fyrsti alvöruleikur Eiðs Smára Guðjohnsen með Evrópumeisturum Barcelona verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn í kvöld klukkan 20. Hér er á ferðinni viðureign Spánar- og bikarmeistara Barcelona og Espanyol. Það verður hinn óviðjafnanlegi Guðjón Guðmundsson sem lýsir leiknum og hefst útsendingin klukkan 19:50.

Diarra er efstur á óskalistanum

Ramon Calderon, forseti spænska knattspyrnufélagsins Real Madrid, segir það algjört forgangsatriði fyrir félagið að landa afríska miðjumanninum Mahamadou Diarra frá franska liðinu Lyon. Real hefur einnig mikinn áhuga á að fá Jose Reyes frá Arsenal, en þó komi það ekki til greina nema Arsenal samþykki að selja hann á hóflega upphæð.

Nýr samningur í sjónmáli fyrir Beckham

Forráðamenn Real Madrid segja stutt í að samningur David Beckham verði framlengdur við félagið og gæti nýr samningur náð allt fram til ársins 2009. Beckham gekk í raðir Real árið 2003 og líkar lífið vel á Spáni með fjölskyldu sinni. Hann mætti raunar of seint á æfingu liðsins í gærkvöldi eftir að hafa verið í heimalandi sínu að fylgjast með leik Englendinga og Grikkja og gæti átt yfir höfði sér sekt vegna þessa.

Fer fram á sölu frá Bayern

Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves er sagður eiga fund með forráðamönnum Bayern Munchen í dag, þar sem hann muni fara fram á að verða seldur frá félaginu til Manchester United. Enska liðið ku hafa mikinn áhuga á að fá Hargreaves í sínar raðir, en hann er nýbúinn að framlengja samning sinn við þýska liðið og ólíkt þykir að hann fari fyrir minna en 13 milljónir punda.

Stoltur af 100 leikjum

Landsliðsfyrirliði Spánar, Madrídingurinn Raul Gonzalez, sagði í samtali við spænska fjölmiðla eftir leikinn gegn Íslandi í fyrrakvöld að hann væri stoltur af 100 landsleikjum sínum fyrir Spán. "Ég var mjög hamingjusamur og stoltur," sagði kappinn. "Það er mjög mikilvægt fyrir mig að hafa náð þessum áfanga. Það var synd að úrslit leiksins hafi ekki verið betri en þetta var erfitt fyrir okkur."

Newcastle eða Celtic?

Newcastle United og Glasgow Celtic eru bæði talin vera að berjast um danska miðjumanninn Thomas Gravesen sem leikur með Real Madrid.

Meiddist lítillega á ökkla

Fernando Torres, leikmaður Atletico Madrid á Spáni, meiddist lítillega í leik Íslands og Spánar á Laugardalsvelli í fyrrakvöld. Hann snerist á ökkla í fyrri hálfleik en hélt engu að síður áfram.

Hargreaves er ekki til sölu

Forráðamenn Þýskalandsmeistara Bayern Munchen voru fljótir að bregðast við þeim tíðindum sem bárust fyrr í dag þess efnis að enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves væri á leið til Manchester United. Framkvæmdastjóri Bayern segir málið einfalt - Hargreaves sé alls ekki til sölu.

Hargreaves íhugar tilboð Man Utd

Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves hjá Bayern Munchen segist nú vera að íhuga tilboð frá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United. Hargreaves hefur nýverið skrifað undir framlengingu á samningi sínum við þýska liðið, en segist ekki geta annað en hugsað sig vel um þegar lið eins og Manchester United sýni honum áhuga.

Valdi Juventus fram yfir AC Milan

Gianluigi Buffon, landsliðsmarkvörður heimsmeistara Ítala, hefur ákveðið vera um kyrrt hjá Juventus sem fyrr í sumar var dæmt niður í Seríu B vegna hneykslismálsins þar. Eins og svo margir aðrir leikmenn liðsins var búist við því að hann færi frá félaginu.

Ítalir reiðir út í Shevchenko

Ítalskir stuðningsmenn AC Milan eru mjög reiðir eftir að hann virtist kyssa treyju Chelsea þegar hann fagnaði marki sínu gegn Liverpool í leiknum um Samfélagsskjöldinn um helgina. Stendur deilan einnig um hvort hann hafi kysst treyju liðsins eða merki þess.

Á leið til Real Madrid

Nú virðist fátt geta komið í veg fyrir að spænski landsliðsmaðurinn Jose Antonio Reyes hja Arsenal gangi í raðir Real Madrid. Reyes segir í samtali við breska fjölmiðla í dag að það sé draumur hans að spila fyrir Real og þakkar knattspyrustjóra sínum fyrir að greiða sér leiðina aftur heim til Spánar.

Sjá næstu 50 fréttir